Morgunblaðið - 25.08.1988, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hrúturinn
Hrúturinn er vormerki, 20.
mars—19. apríl, og hefur því
vorið í skapgerð sinni. Hinn
dæmigerði Hrútur er kraft-
mikill og drífandi, hress, ein-
lægur og bjartsýnn. Hann er
fljótur að framkvæma ætlun-
arverk sín, er duglegur og
kappsamur. Hrúturinn er já-
kvæður í skapi og lítið fyrir
að búa til vandamál. „Þetta
er ekkert mál, við bara drífum
í því,“ segir hann gjarnan.
Drífandi
Þörf Hrútsins fyrir að vera
drífandi og láta verkin ganga
hratt og ákveðið fyrir sig get-
ur leitt til fljótfæmi. Hann á
því til að stökkva án þess að
hugsa málið til enda. Kraftur-
inn getur einnig leitt til óþol-
inmæði vígna seinagangs í
öðrum. Ef Hrútur er að vinna
með t.d. Nauti eða Steingeit,
merkjum sem fara sér hægt
og eru varkárar getur hann
orðið býsna óþolinmóður. Þá
er hætt við að hann tjúki upp
á nef sér, þrífí verkið úr hönd-
um þeirra eða ijúki út og
skelli á eftir sér hurðum.
Stundum á hann til að vaða
yfir umhverfið og verða eilítið
óheflaðurogeigingjam. Hann
á hins vegar sjaldan til í sér
illmennsku. Ef hann gerir eitt-
hvað á hlut annarra stafar það
frekar af hugsunarleysi og
ákafa.
Foringi
Dæmigerðir Hrútar eru
ákveðnir og sjálfstæðir og
vilja fara sínu fram. Þeir hafa
því forystuhæfíleika og eru
margir hverjir brautryðjendur
á sínu sviði. Þeir laðast gjam-
an að því nýja, beijast af
krafti og byggja upp, en missa
áhugann þegar hjólin em far-
in að ganga sem smurð. Þá
snúa þeir sér gjaman að nýrri
áskomn.
Kappsfullur
Ef Hrúturinn gáir ekki að sér
getur þörfin fyrir nýjungar
og ný átök leitt til ístöðuleys-
is. Hann þarf að temja sér
að ljúka hveiju verki áður en
nýtt tekur við. Að sama skapi
getur þöfin fýrir að fara eigin
leiðir leitt til samstarfsörðug-
^leika. Hann þarf að varast að
vera eigingjam og egna um-
hverfíð upp á móti sér, varast
að vera of kappsfullur, ráðrík-
ur og skapstór.
Lifog hreyfing
Hrúturinn þarf líf og hreyf-
ingu. Hann er líkamlegt merki
og koðnar niður í líflitlu og
stöðnuðu umhverfi, verður
eirðarlaus og uppstökkur, eða
slappur og áhugalaus. Vana-
binding á illa við hann. Þegar
Hrúturinn er að fást við ný
viðfangsefni lifnar hann við
og smitar aðra með ákafa
sínum. Hann þarf að koma
málum þannig fyrir að við-
fangsefnin séu fjölbreytileg
> og lifandi. Hann á að taka
sprett, hvíla viðfangsefnið og
taka sprett á öðram vett-
vangi, síðan er hægt að taka
fyrra viðfangsefni upp á ný.
Iþróttir, útivera og önnur
líkamleg hreyfing er honum
mikilvæg.
Framkvœmdakraftur
Hér að framan hefur verið
talað um hinn órólegri Hrút,
ef svo má að orði komast.
Þeir Hrútar sem era rólegri
og yfírvegaðri fínnast einnig.
Ég hef t.d. séð nokkra Hrúta
• í atvinnulífinu, menn sem eru
ákveðnir, fastir fyrir og róleg-
ir á yfírborðinu. Þeir virðast
því ekki Hrútar samkvæmt
framangreindu. Við nánari
athugun má hins vegar sjá
að þeir era drífandi, að þeir
beijast gegn stöðnun og era
virkir í því að setja á fót ný
fyrirtæki og taka upp nýja
• viðskiptahætti.
GRETTIR
DÝRAGLENS
LJÓSKA
01068 Trlbun* M*dl« Sorvlc**, Inc.
,..Ar pví lítil. i2öpp Pjúpt
IMNJI i' MÉR SEiSII? MÉ&
acs Érr zSCTI to/icrl
Hv'/tÐ ERTO
AOGBiRA
"ST
EFéG HRIMGI
EKKI OB ISÐUg
HAtoN i FV'UJ
's--- AL L A ---
V/
FERDINAND
Æ, nei!
Beygðu þig! Hér kemur
önnur!
SMÁFÓLK
5EE, MARCIE? NOU), YOU
KNOW MOUJ IT FEEL5 TO
6ET UIT BVA P-MIKIU5!
Skilurðu, Magga? Nú
veistu hvernig það er að
verða fyrir falleinkunn!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það þarf beitta vörn og sam-
stillta til að hnekkja fjóram
spöðum suðurs í spilin dagsins.
Norðurgefur: enginn á hættu.
Norður
♦ KDIO
VDG5
♦ ÁK72
♦ K86
Austur
♦ Á
¥ÁK8763
♦ 10943
♦ 104
Suður
♦ G97652
♦ 4
♦ DG5
♦ G72
Vestur Norður Austur Suður
— 1 grand 2 hjörtu 2 spaðar
3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar
Pass Pass Pass
Utspil: hjartatía.
Eftir nokkra yfirlegu lét sagn-
hafí lítið hjarta úr blindum og
vestur átti slaginn á hjartatíuna.
Snjall leikur, því austur neyðist
til að skipta yfír í lauf ef hann
fær slaginn á hjartaháspil. Og
það vill sagnhafí alls ekki.
Nú verður vestur að vera á
tánum. Spili hann hjarta áfram
hefur sagnhafí tíma til að sækja
trompásinn og fleygja síðan laufi
niður í fjórða tígulinn. Vestur
þarf að nota framkvæðið og
skipta strax yfír í lauf — réttara
sagt laufdrottningu! Austur
verður líka að halda vöku sinni,
láta tíuna detta undir kóng
blinds til að stífia ekki litinn.
Þegar hann kemst inn á tromp-
ás, spilar hann laufí og vestur
fær þar tvo slagi.
Er útilokað að fínna þessa
vörn við borðið? Það er erfítt,
en ekki útilokað. Eitthvað vakir
fyrir sagnhafa með að leggja
ekki á hjartatíuna. Auk þess sér
vestur að vörnin verður að fá
tvo slagi á lauf til að hnekkja
spilinu.
Vestur
♦ 843
♦ 1092
♦ 86
♦ ÁD953
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Pau í Frakklandi
í sumar kom þessi staða upp í
skák þeirra B. Marjanovic og
v-þýzka alþjóðameistarans Klaus
Bischoff, sem hafði svart og átti
leik. Hvítur lék síðast mjög
óheppilegum leik, 30. Kgl — hl??,
sem gaf kost á laglegri fléttu:
30. - Re3! 31. Rxe3 - Rf2++
og hvítur gafst upp, því eftir 32.
Kgl — Rh3 er hann mát.