Morgunblaðið - 25.08.1988, Page 39

Morgunblaðið - 25.08.1988, Page 39
fjrt 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMIÍÍTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 8€ 39 nokkuð kunnugur. Það var skeiðið er klúbburinn safnaði fé til tækja- kaupa, námsstyrkja og fyrirlestra- halds og lagði þar drög að stofnun heymardeildar við Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur sem síðan þróaðist í að verða merk ríkisstofnun ann- arsvegar og mikils metin sjúkrahús- deild hinsvegar. Rúna skipaði for- ystuliðið í því málefni. Hjónaband þeirra Magnúsar og Rúnu var mikið hamingjuskeið í lífi þeirra beggja. Á heimilinu söfnuð- ust fjölskyldurnar, böm beggja og fjölskyldur þeirra á tyllidögum. Glaðværðin og söngurinn gjallaði alveg eins og þegar Móafólkið hitt- ist í gamla daga. Þegar við hjónin hittum Rúnu í síðasta sinn var það fyrir þrem vik- um í nýja verslunarhúsinu hennar fallega við Laugaveginn. Hún var þá nýkomin frá London þar sem hún hafði heimsótt Rúnu og Frið- rik. Sýndi hún okkur myndir og sagði ferðasöguna. Henni virtist líða vel. Hún dvaldist þá í sjúkra- húsi, fékk þó að fara í verslunina miðbik dagsins. Engin sjúkdóms- merki vom sjáanleg nema lítið merki um að lifrin væri ekki í góðu lagi. Þegar við kvöddum minntist Rúna á þáð með þakklæti hve Kristín systir hennar hefði átt stór- an þátt í uppeldi og umönnun barn- anna hennar þegar atvinn'a, ferða- lög og margs konar erill hefði haml- að því að hún gæti sinnt þeim sem þau þurftu og hún vildi. Við grannfjölskyldumar áttum við lítið umhverfísvandamál að stríða, dúfnager, sem gerði okkur stundum óþægilegt að sitja úti á sólpöllum og svölum. Ég gat nú sagt henni að búið væri að flytja dúfnabúið úr hverfinu og lagði til að við efndum til sannkallaðrar dúfnaveislu þegar tími gæfist til og hún væri komin til heilsu. Verður bið á að af þeim fagnafundi verði. Við skyldfólk og nágrannar fær- um Magnúsi, Guðmundi, Rúnu og allri fjölskyldunni innilegustu sam- úðaróskir. Þeir sem eiga mikið hafa mikið að missa. Blessuð sé minning Rúnu Guð- mundsdóttur. Eggert Ásgeirsson Mér sýndist Guðs himinn svo hátignarhár, - ég hugsaði’ 'hann áður svo nærri. - „Er hann að meta, hve sorg mín er sár, eða sér hann ei duftið svo fjarri?" Svo spurði ég aumur og út af hné með augun þurr en skjálfandi kné, og dæmdi mig duftinu smærri. (Matthías Jochumsson) Tengdamóðir mín, Rúna Guð- mundsdóttir, er látin. Hvemig er hægt að skilja að hún er horfin ástvinum sínum? Það er örðugt þegar hugsað er til þessarar ein- stöku konu — konu sem átti engan sinn líka. Hún sem gaf svo mikið af sjálfri sér og þáði svo lítið í stað- inn. Frá þeirri stundu sem ég kynnt- ist Rúnu minni tók tengdamamma mér opnum örmum sem og fjöl- skylda hennar öll. Allar þær gleði- stunciir sem við Rúna mín áttum með tengdamömmu og Magnúsi tengdaföður mínum, jafnt heima sem erlendis, munu ávallt verða ofarlega í mínum huga. Ekki er hægt að trúa því að tengdamömmu njóti ekki lengur við. Hver tekur nú þátt í gleði okk- ar og sorgum? Tengdamamma bjó yfir svo mikilli lífsgleði, orku og krafti sem smitaði út frá sér og gaf okkur hinum svo mikið. Hvar sem hún kom var hún hrókur alls fagn- aðar. Erfítt er að hugsa sér lífið án Rúnu Guðmundsdóttur tengdamóð- ur minnar, svo stór þáttur var hún í mínu daglega lífi. Vandfyllt er það skarð sem fráfall hennar veldur. Foringinn er ekki einungis fallinn frá heldur og einlægur félagi og vinur í raun. Þau ár sem við þekkt- umst munu aldrei gleymast. Ég mun aldrei gleyma tengdamóður minni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Friðrik Við frétt um lát Rúnu Guðmunds- dóttur kom mér í hug, hversu hún átti á starfsævi sinni mikinn hlut að því að hefja hér á landi á hærra stig mikilvægan þátt heimsmenn- ingarinnar. I dagsins önn leiðum við oft ekki hugann að því, hversu klæðaburður er ríkur þáttur í lífi okkar, og hversu oft því er lítt sinnt, að klæðn- aður sé heildstæður, falli vel að persónugerð, aðstæðum og um- hverfi. Ýmsir munu sjálfsagt telja, að það sé í senn yfirborðsmennska og hégómaskapur að sinna slíku, en þegar dýpra er skyggnzt, hygg ég þó, að flestir verði að viðurkenna, að fatnaður fólks hefur í aldanna rás verið gildur stofn í menningar- sögu þjóðanna. Hugmyndir um fatnað og útfærslu á þeim hug- myndum má telja til sjónmennta og snerta þær líf okkar allra meira en ýmsir þættir þeirra mennta, sem allir eru sammála um að vegsama. Þótt misjafnlega hafi tekizt til um klæðaburð Islendinga á fyrri tíð, sem bæði má kenna fátækt og einangrun, tók ekki alltaf betra við, þegar úr slíku fór að greiðast. Þjóðin var á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum vamarlítil gegn erlendri lágmenningu. Það var því mikils virði, þegar einstaklinear á borð við Rúnu vörðu starfsævi sinni til að treysta varnir í þeim efnum. Rúna stundaði um áratuga skeið verzlunarrekstur og bauð upp á vandaðan og fallegan kvenfatnað. Hún rak verzlun sína af mikilli reisn og gætti þess, að allur búnaður verzlunarinnar væri samboðinn þeim vörum, sem hún verzlaði með. Með verzlunarsamböndum sínum tryggði hún okkur tengsl við strauma, sem hæst bar hveiju sinni á Sviði fatagerðar. Augljóst er, að það hefur ekki verið erfiðislaust að stunda slíkan atvinnurekstur svo lengi, sem raun ber vitni, án þess að nokkum tíma væri slakað á gæðakröfum. Á starfsferli sínum hefur hún þurft að takast á við margháttuð vandamál. Þó að hún væri frá byijun vel að sér, þurfti hún að fylgjast vel með, halda sjálf- stæði sínu og beita jafnan sínum skapandi hæfileikum. Kynni mín af Rúnu um margra ára bil sannfærðu mig um það, að hún bar mikla virðingu fyrir starfi sínu; hjá henni ríkti mikil festa, en engin skammtíma sjónarmið. Rúna GuðmUndsdóttir var í senn stórglæsileg og lífsreynd kona, bráðgreind og skemmtileg í allri viðkynningu. Hún var heimsmanns- leg í fasi, en jafnframt hlýleg og fordómalaus. Hún var sannur viriur vina sinna. Þar sem fundum okkar hefur borið reglulega saman í Zonta- klúbbi Reykjavíkur í nær tvo ára- tugi, hefur ekki farið hjá því, að maður hafi kynnzt manneskjunni býsna vel, viðhorfum hennar og að vissu leyti fjölskyldu. Við félagamir fylgdumst með börnum hennar, sem hún bar mjög fyrir bijósti, og velgengni þeirra gladdi okkur. Það gladdi okkur líka, að vita til þess, að hún byggi í hamingjusömu hjónabandi með góðum manni, Magnúsi Guðmunds- syni frá Hvítárbakka. Um leið og íjölskylda mín og ég þökkum Rúnu samfylgdina vottum við Magnúsi, bömum hennar og öðrum ástvinum einlæga samúð. Það er vissulega sjónarsviptir að þessari konu, sem nú er látin fyrir aldur fram. Guðrún Jónsdóttir arkitekt Fjölskyldan var harmi slegin er fréttist af láti Rúnu og var mér hugsað til þess að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Hvern gat órað fyrir því að kallið kæmi svona fljótt og fyrirvaralaust. Rúna Guðmunds- dóttir átti í mínum huga fáa sína líka. Hún var sérlega glæsileg og dugleg atorkukona en um leið eink- ar elskuleg og hjálpsöm í garð ann- arra. Þess fékk sonur okkar Friðrik að njóta er hann tengdist þeim hjón- um Rúnu og Magnúsi Guðmunds- syni. Hún var höfðingi í sér og ógleymanleg þeim er henni kynnt- ust. Kynni mín og Rúnu hófust fyr- ir rúmlega 30 ámm, er við störfuð- um í Markaðinum. Hafa þau kynni haldist síðan. Það vakti athygli hjá okkur hjónum hvað þær mæðgur Rúna eldri og Rúna yngri voru sam- rýndar og nánar vinkonur. Við fínn- um sárt til með okkar kæru tengda- dóttur, sem sér á bak ástríkri móð- ur og vottum henni, Guðmundi, Auði og barnabömum og síðast en ekki síst Magnúsi og öðrum fjöl- skyldumeðlimum okkar dýpstu samúð. En minning Rúnu lifir með okkur og viljum við hjónin og synir okkar þakka Rúnu allt í gegnum tíðina. Katrin Stella Briem Rúna hringir. Hún ætlar að hafa glæsilega sýningu í tilefni 25 ára afmælis Parísartízkunnar 9. maí. Sjálfsagt, Rúna mín! Hvaða stúlkur vill hún? Fyrst og fremst „stelpurnar mínar þijár“ og síðan veljum við hinar í sameiningu. Svona hefur Rúna haldið okkur við efnið í gegnum árin. Við erum stoltar af því að hafa verið „stelp- urnar hennar,“ vegna þess að Rúna vandaði mjög vel til allra hluta af mikilli smekkvísi og gerði miklar kröfur. Það er okkur því mikils virði að hafa átt traust hennar. Hveijum nema Rúnu hefði dottið í hug að halda upp á afmæli verzl- unar sinnar með tízkusýningu í Listasafni íslands! Okkur hefði ekki órað fyrir að ganga þar um sali og sýna kjóla. Að okkar mati er þessi sýning sú glæsilegasta á okkar langa ferli. En svona var Rúna. Duglég og drífandi, svo sópaði af; hún var glæsileg kona, sem framkvæmdi glæsilega hluti. Og af slíkum krafti og atorku stóð hún í undirbúningi sýningarinnar í vor, að engan gat rennt í grun að hún gengi ekki heil til skógar. Því kom fregnin um andlát hennar hræðilega við okkur. Góð kona er gengin allt of fljótt. Við minnumst hennar með aðdáun og söknuði og biðjum henni Guðs blessunar. Fjölskyldu Rúnu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Lóló Guðmundsdóttir, Bryiy'a Nordquist, Helga Möller Rúna 'Guðmundsdóttir, kaup- maður í Parísartískunni í Reykjavík, er látin, langt fyrir aldur fram. Með Rúnu vinkonu minni er gengin ein- hver vandaðasta og hlýjasta per- sóna, sem ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast. Rúna Guðmundsdóttir fæddist hinn 12. marz 1926 og var því ekki nema 62 ára, er hún lést. Okkar kynni og vinátta var orðin löng og samfelld. En þannig kynntumst við, að sem 6 ára bam komst ég í sveit hjá foreldrum Rúnu, Kristínu Teits- dóttur og Guðmundi Guðmunds- syni, en þau bjuggu á Móum á Kjal- amesi. Er skemmst frá því að segja, að frá fyrsta degi tókst með okkur Rúnu mikil og góð vinátta, sem samfellt hefur varað í 55 ár og aldrei fallið skuggi á. Næstu tíu ár vorum við saman öll sumur við störf og leik á Móum, en þau sæmd- arhjón, Kristín og Guðmundur, héldu þar myndarheimili. Fjölskyld- an á Móum var mjög samhent og samstiga. Kristín, móðir Rúnu, lést fyrr á þessu ári í hárri elli. Leiðir okkar lágu áfram saman og haustið 1940 innritumst við báð- ar í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifumst þaðan vorið 1944. A þessum ámm bættist jiriðja vinkon- an í hópinn, sem er Áslaug Zoéga. Alla tíð síðan höfum við þijár hist og talað saman reglulega. Tóma- rúm það, sem nú skapast við frá- fall Rúnu, er mikið. Rúna stofnaði fyrirtæki sitt, Parísartískuna, árið 1963, og rak það alla tíð með miklum myndar- brag. Rúna var gift sómamanninum Magnúsi Guðmundssyni frá Hvítár- bakka, öðmm eiganda ísól hf. í Reykjavík. Þau vom einkar sam- rýnd hjón og höfðu komið sér sér- lega vel og notalega fyrir á glæsi- legu heimili sínu á Fjölnisveginum í Reykjavík. Rúna átti tvö böm, Guðmund Hermannsson, sveitar- stjóra í Þorlákshöfn, og Rúnu Hauksdóttur, lyfjafræðing. Missir okkar, vina Rúnu, er mikill, en mestur er missir þessara, Magnús- ar, Guðmundar og Rúnu. Rúna Guðmundsdóttir var sér- lega glæsileg kona og vakti hvar- vetna athygli fyrir reisn sína og glæsileik. Hún var afar smekkleg og vönduð í vali sínu, hvort sem hún var að velja eitthvað handa sjálfri sér eða fyrir heimili sitt og fjölskyldu sinnar eða fyrir hina fjöl- mörgu viðskiptavini sína í gegnum árin. En Rúna hafði annað til bmnns að bera, sem við sem þekkt- um hana best mátum meira. Og það var þessi hlýja og tryggð, sem hún alla tíð sýndi, hvort sem vel eða illa stóð á hjá henni eða öðmm. Hún var þannig af Guði gerð að gefa sér alltaf tíma til að sinna fólkinu í kringum sig og rækta sam- bandið við það, hvort sem tilefni var til að samfagna eða samhryggj- ast. Eða þá bara til að líta við í tíu mínútur og drekka einn kaffibolla. Greiðvikni og gestrisni þeirra hjóna, Rúnu og Magnúsar, var viðbrugðið. Við Bjöm nutum oft samvista við þau á heimili þeirra eða okkar, eða þá á ferðalögum og höfðum alltaf gott og gaman af. Ég bið Guð að blessa minningu Rúnu vinkonu minnar. Við Bjöm og fjölskylda okkar sendum ástvin- um og fjölskyldu Rúnu innilegar samúðarkveðjur. Við munum öll sakna hennar mikið. Sjöfn Kristinsdóttir Jafnvel itvöndustu kettir finna alltaf eitthvað við sitt hæfi ISlEN^ Kjuklingur Nautakjot 1 uniiskur LamoaKjo matseðli Whiskas finna allir kettir eitthvað við sitt hæfi. Whiskas býður upp á nautakjöt, túnfisk, lifur, kjúkling og lambakjöt. Whiskas kattamatur er bragðgóður og næringarríkur og hann inniheldur öll þau efni, sem kisan þín þarfnast. Gefðu kisunni þinni Whiskas kattamat. s VÖRUMIÐSIÍH Innflutningur og dreifii á góðum matvöru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.