Morgunblaðið - 25.08.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
r*'T?'*J3l. :! ’U’AC'i'rW'/M .(iKtUGUJDiloIn—
fclk í
fréttum
ítalir veita Kristjáni
Jóhannssyni verðleikaorðuna
ITALIR hafa veitt Kristjáni
Jóhannssyni, tenórsöngvara, „
Verðleikaorðuna". Ræðismaður
ítala á íslandi, Ragnar Borg, af-
henti Kristjáni orðuna fyrir hönd
Cossiga, forseta Ítalíu, siðastlið-
inn sunnudag að viðstöddum nán-
ustu ættingjum og vinum Krist-
jáns. Að sögn er fátitt að svo
ungum manni sem Kristjáni sé
veitt orðan og sagðist hann þvi
ekki hafa átt von á að hljóta
hana.
„Þetta er mér mikill heiður og
viðurkenning á minni list. Ekki sist
vegna þess að Ítalía er vagga óper-
unnar,“ sagði Kristján en hann hlýt-
ur orðuna fyrir að kynna ítalska
tónlist á alþjóða vettvangi. Fyrr á
þessu ári hlaut Sigurður Demetz
söngkennari, Verðleikaorðuna.
Kristján fór til Montreal í Kanada
á á mánudag með orðuna í fartesk-
inu. þar mun hann syngja aðalte-
nórhlutverkið f „Madame Butt-
erfly", næstu 4 vikur. Þaðan liggur
leið hans til Dallas til að syngja í
„Don Carlos" eftir Verdi.
Morgunblaðið/KGA
Stolt mæðgin; Kristján ásamt móður sinni, Fanneyju Oddgeirsdóttur.
Tengdafaðir og eiginkona Kristjáns Jóhannssonar, Sverrir Jónsson og Siguríóna Sverrísdóttir, gaum-
gæfa Verðleikarorðuna ítölsku f barmi Kristjáns. Ragnar Borg ræðismaður Italiu, t.h., segir þeim frá
orðunni.
Krístján Arason og Geir Sveinsson eru hér f skotspili, sem felst f þvi
að frelsa dömu úr höndum ræningja.
Handboltinn:
Landsliðsmenn
í leiktækjasal
Islensku handboltamennimir okkar hittast ekki einungis á vellinum, þar
sem áhorfendur fá að njóta leikni þeirra. Myndir náðust af þeim köpp-
um þar sem þeir voru staddir í leiktækjasalnum „Fredda" í Tryggvagötu.
Þar komu þeir inn sfðastliðinn föstudag til þess að slaka á fyrir Flugleiða-
mótið. Það var létt yfír mannskapnum og skein einbeitnin úr hvers manns
svip f viðureign þeirra við ræningja og hraðakstursbíla.
COSPER
— Mér er alltaf gefið miklu meira þjórfé í rigningu.
\
Konungsfj ölskyldan:
Prinsessan er nefnd
Beatrice Elizabeth Mary
Hinni nýfæddu dóttur hertoga-
hjónanna Söm og Andrésar
hefur verið valið nafnið Beatrice
Eiizabeth Mary, var tilkynnt f Buck-
ingham höll á mánudag.
Hún er nú tveggja vikna gömul
og verður hún í framtíðinni titluð
Beatrice, prinsessa af Jórvík. Stúlk-
an var kynnt fyrir ömmu sinni,
Elísabetu drottningu, í sfðustu viku
en Beatrice litla er fimmta í röðinni
sem arftaki krúnunnar.
Hertogahjónin hafa breytt út af
þeirri konunglegu hefð að nefna
böm sín fímm eða sex nöfnum, og
velja dóttur sinni aðeins þijú nöfn.
Þau eru sögð hafa valið nafnið
Beatrice vegna þess að þeim fannst
það mjög fallegt svo og vegna þess
að nafnið er í Qölskyldunni. Sú
fyrsta í flölskyldunni með þessu
nafni var Beatrice dóttir Viktoríu
drottningu. Var hún fasdd árið 1857
og lést árið 1944. Árið 1885 giftist
hún Hinrik prins af Battenburg og
áttu þau fjögur böm. Eitt af þeim,
Viktoría, giftist Alfonso XIII spán-
arkonungi árið 1906.