Morgunblaðið - 25.08.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
SIÐAN
Ammæli enn
og aftur
Fyrsta lagið sem Sykurmolarn-
ir gáfu út var 7“ með laginu Amm-
æli. Það lag seldist lítið hér á
landi, en þegar það var gefið út
í Bretlandi fleytti það hljómsveit-
inni á topp óháða listans breska
og kom henni á forsíðu Melody
Maker.
Alls hefur Ammæli komið fimm
sinnum út í Bretlandi, sem 7“, 12"
(á þeirri tólftommu var lagið einnig
á íslensku), sem geisladiskur (þar
á var einnig íslensk útgáfa af lag-
inu), á 10“ af Deus (á íslensku) og
á plötunni Life’s too Good. Mönn-
um þykir þó ekki fullreynt enn og
síðasta mánudag kom lagið enn
út. Að þessu sinni er það gefiö út
sem 7“ og 12“ og gengur undir
tveimur nöfnum, Birthday og
Christmas. Meðlimir hljómsveitar-
innar The Jesus and Mary Chain
leika undir í þeim útgáfum sem
bera nafnið Christmas. Á sjö-
tommunni verður Birthday á a-
hliðinni, en Christmas á b-hliðinni.
Á tólftommunni verða lögin
Christmas Eve/Christmas Day
sam'föst á a-hliðinni og Christmas
Present (án söngs) og tónleikaút-
gáfa af Petrol á b-hliðinni. 30.
ágúst kemur síðan út geisladiskur
með öllum þessum lögum.
5. september kemur út tólf-
tomma með Birthday á a-hlið, en
á b-hlið verða tónleikaupptökur af
F***ing in rhythm & sorrow, Cow-
boy og Cold Sweat, sem teknar
voru upp í London Astoria 19. maí
síðastliðinn. Sama dag kemur út
geisladiskur með sömu lögum á.
Aö sögn talsmanna One Little Indi-
an, sem gefur alltsaman út, hyggj-
Birgir, Gunnar og Sigurjón í Sýrlandi.
Ljósmynd/BS
Allt byrjaði þetta með þessari
plötu. Hún fór hægt af stað, en
er uppseld í dag og borga safnar-
ar í Bretlandi 50 sterlingspund
fyrir eintak (um 4.000 krónur).
the sugarcubes.
Stikkorðið er
ekkert væl
Svanasöngur S.h. draums og Dýr á braut
■'SVr-
Fyrsta breska útgáfan af Birth-
day, sem kom Sykurmolunum á
allra varir.
ast þeir koma Birthday inn á topp
30 í Bretlandi með og um leið koma
Life’s too Good vel yfir gullplötu-
múrinn (100.000 eintök seld), en
þar á vantar 3—4.000 eintök.
Svart hvítur draumur er á með-
al eldri rokksveita ISIenskra og
um leið þeirra merkari. Sveitin
hefur þó runnið sitt skeið á enda
og var í hljóðveri fyrir skemmstu
að hljóðrita sína síðustu plötu.
Platan sú verður fjögurra laga
tólftomma og kemur út í næsta
mánuði.
Með Draumnum starfaði að
þessari plötugerð Sigurjón Kjart-
ansson sem upptökustjóri, en Sig-
urjón er gítarleikari hljómsveitar-
innar Ham, sem Gunnar Hjálmars-
son bassaleikari Draumsins mun
leika með sem gítarleikari. Rokk-
síðan hitti á þá Gunnar, Sigurjón
og Birgi Baldursson trommuleikara
í Sýrlandi fyrir stuttu.
„Power pop“
Á plötunni verða lögin Dýr á
braut, Grænir frostpinnar, Trú-
Mannakorn:
Bræðrabandalagið
*j!r ☆
MANNAKORN eru hundgamalt
fyrirbæri og erfitt að festa hendur
á þeim að öðru leyti en að hægt
er að bóka að Magnús Eiríksson
er þar f broddi fylkingar ásamt
Pálma Gunnarssyni. Báðir sjóaðir
f „bransanum" og kunna skil á
þeim brögðum, sem helst eru til
þess fallln að búa til gott fslenskt
popp.
Bræðrabandalagið er gott
íslenskt popp. Á plötunni koma
fyrir gamlir kunningjar eins og Ell-
en Kristjánsdóttir, Mezzo-strák-
arnir Gunnlaugur Briem og Eyþór
Gunnarsson, Tryggvi Hiibner, Kalii
Sighvats og Siggi Centaur, sem
þenur munnhörpu af miklum móð.
Þægilegar melódíur Magnúsar
þekkja allir og þær svíkja ekki hér
frekar en fyrri daginn. Hljóöfæra-
leikur og útsetningar eru allar til
fyrirmyndar,. en mér finnst
söngstíll Pálma Gunnarssonar
svolítið staðnaður. Á hinn bóginn
má kannski segja að Pálmi hafi
bara „fundið sig“ og láti þar við
sitja.
Þrátt fyrir að platan sé hefð-
bundin og þægiieg áheyrnar finnst
mér hún hreint út sagt ekki nógu
spennandi. Þarna eru góð lög:
„Víman", „Ekki dauðir enn", „Lifði
og dó í Reykjavík" og „Ég elska
þig enn“, en um raunveruleg
meistarastykki, eins og Maggi
Eiríks hefur reglulega sent frá sér,
er vart að ræða.
Kannski að maður hugsi of mik-
ið um plötur eins og I gegnum
tíðina og Brottför klukkan 8 til
þess að maður sé sanngjarn gagn-
vart þessari skífu, því hún mætti
vera fjári góð til þess að færa þær
aftar í bunkann. Hvað sem því líður
er erfitt að festa hendur á því hvað
það er sem vekur efasemdir um
Bræðrabandalagið, ef svo sterkt
má að orði komast.
Tvær spurningar vöknuðu hjá
mér við skoðun umslagsins. (
fyrsta lagi hvaðan nafnið „Bræðra-
bandalagið" er komið, en það
minnir óneitanlega á nokkuð vafa-
saman félagsskap í Suður-Afríku,
sem heitir „Broederbund”, enda
er merkið ekki ósvipað þó það sé
reyndar fengið að láni frá eynni
Mön á írlandshafi. Hvort duldar
merkingar liggja hér að baki skal
ósagt um látið. (Fyrst umslagið er
komið til umræðu á annað borð,
skal enn vælt um leyndarhyggju
íslenskra plötuútgefenda og óskaö
eftir sem ítarlegustum upplýsing-
um á umslagi. Vilji þeir ekki verða
við þessari ósk fyrir mig, vil ég
minna á ókomnar kynslóðir, sem
myndu standa í ævarandi þakkar-
skuld við þá og gera nöfn þeirra
ódauöleg fyrir vikið.)
Þetta er plata, sem er gott að
hafa við höndina og setja á öðru
hverju, en hún hún veldur ekki
ósjálfráðum eyrnasperringum eins
og það besta, sem frá Mannakorn-
um hefur komið. Hins vegar hef
ég á tilfinningunni að Magnús'og
Pálmi hafi haft afskaplega gaman
af að gera hana og þeir sýna að
þeir eru „ekki dauðir enn."
András Magnússon.
boðinn og Sóli, hvað er um þau
að segja?
Gunni: Það sem verður á þess-
ari plötu er rjóminn af því sem
orðiö hefur til síðan Goð var tekin
upp fyrir um ári.
Sigurjón: Það var kominn tími
til að það kæmi kraftmikil rokk-
plata frá þessari hljómsveit.
Gunni: Og vel gerð í alla staði.
Biggi: Þetta verður grand og
kraftmikið.
Gunni: Lögin eru náttúrulega
popplög í bland.
Sigurjón: Þetta er poppplata,
kraftmlkil poppplata.
Gunni: „Power pop“.
Hvað leggur Sigurjón til?
Sigurjón: Eg ber ábyrgð á heild-
aryfirbragðinu, en hef ekkert lagt
til útsetninganna, þær eru þeirra.
Ég hef þó mátt gera athugasemd-
ir, en hef lagt aðaláherslu á hljóm-
inn og þá sérstaklega á gítarhljóm-
inn.
Biggi: Gítarinn hefur alltaf orðið
undir í hljóðblönduninni.
Sigurjón: Já, mér finnst að gítar-
inn hafi alltaf verið látinn sæta
afgangi, það hefur ekkert verið
pælt í því hvernig haiin hefur
hljómað.
Gunni: Þetta verður gítarplata
Draumsins. Fyrsta platan var
trommur, önnur platan var bassi.
Sigurjón: Ekkert væl.
Gunni: Þetta verður besta plat-
an með bestu lögunum.
Dýr á braut
Hvað með textana, hvað liggur
á bak við t.d. textann i laginu Dýr
á braut?
Gunni: Ég er ekki dýramaður.
Biggi: Víst.
Sigurjón: Hann er á móti dýrum.
Gunni: Ég er á móti Greenpe-
ace-væli og þetta er einskonar
skot á þá. En fyrir utan það þá er
þetta bara samansafn af flottum
orðum.
Það segja þetta svo margir
textahöfundar, en einhvern veg-
inn finnst mór það ekki vera
sannleikanum samkvæmt. Það
hlýtur að vera einhver grunn-
hugsun.
Gunni: Skapa einhverjar stemm-
ur.
Sigurjón: Tjá tilfinningar, segðu
það.
Biggi: Fyrst og fremst er þetta
bara stemmningin í textunum
óháö innihaldi eða næringargildi.
Stendur til að fylgja plötunni
eitthvað eftir?
Gunni: Já, við gerum tvö mynd-
bönd og höldum tónleika.
Sigurjón: Tvenna tónleika.
Biggi: Við ætlum að klára sveit-
ina með stórtónleikum og ganga
þá frá öllum lögunum í eitt skipti
fyrir öll.
Gunni: Við spilum ekkert fyrr en
fyrsta október með Pere Ubu og
Ham.
Biggi: Það verður einskonar
kynning á plötunni, en hún á að
vera komin út fyrir þann tíma.
Leikur Gunni þá með Draumn-
um og Ham sama kvöldið?
Gunni: Já, ætli ég spili ekki lika
með Pere Ubu.
Svanasöngurinn
Snúum okkur aftur að plöt-
unni, verður þetta meistaraverk-
ið, svanasöngurinn?
Gunni: Þetta verður svanasöng-
urinn hjá S.h. draumi, því það verð-
ur ekki gefið meira út undir því
nafni. Menn eru þó ekkert að fara
að drepast.
Biggi: Það er komið. afr því að
að fara að stokka upp. Við Gunni
erum aö ræða það að spila eitt-
hvað saman áfram en það er allt
óráðið hvað úr verður.
Gunni: Það má segja að Steini
gítarleikari sé að leysa upp sveit-
ina, því hann hefur verið að draga
sig út úr þessu.
Biggi: Þetta er orðin spurning
um áherslubreytingar í tónlist og
um að fá nýja menn inn í þetta.
Gunni: Ég ætla að fara yfir á
gítarinn, ætla aö selja bassann.
Sigurjón: Hann er genginn til
liðs við alvöru hljómsveit, sem
þýðir peninga og völd. Ég er að
kenna honum ýmis gítargrip og
það hvernig á að haga sér í popp-
inu.
Þið ætlið þá ekki að endur-
vekja Drauminn?
Gunni: Nei, við finnum nýtt nafn,
t.d. SH eða Black White Dream,
eða eitthvað þessháttar.
Það var kominn tími til að þessi
hljómsveit hætti, búin að hjakka í
þessu í sex ár.
Ekki hafa þessi sex ár verið til
einskis.
Gunni: Nei, en hljómsveitin hef-
ur liðið fyrir það síðasta árið í það
minnsta að þetta hefur verið unnið
með hangandi hendi. Þetta er
spurning um að vera í hljómsveit
eða í einhverskonar æfingahljóm-
sveit, sem hangir alltaf inni í
bílskúr.
Sigurjón: Þetta er spurning um
að vera eða ekki. Ekkert væl.
Gunni: Ekkert væl, það er stikk-
orðið.