Morgunblaðið - 25.08.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988
nfnmníi
Það er gott og blessað að
þú skulir vera bindindis-
maður. Ég banna þér að
ræða um nauðsyn bindind-
is meðan þú ert hér bar-
stjóri . ..
Með
morgunkaffinu
Þú kannt ekki að taka
ósigri...?
HÖGNI HREKKVÍSI
Góður Pinter - Sannfærandi Elskhugi
Til Velvakanda.
Alþýðuleikhúsið frumsýndi
fímmtudaginn 18. ágúst Elskhug-
ann eftir Harold Pinter. Sú sem
þetta skrifar var viðstödd sýning-
una og langar til að þakka fyrir sig
og hvetja þá sem áhuga hafa á leik-
list og bókmenntum til að láta þenn-
an merka leikviðburð ekki fram hjá
sér fara. Texti Pinters í þýðingu
leikstjórans Ingunnar Ásdísardótt-
ur og Martins Regal er hreint af-
bragð og sýningin í heild veisla
fyrir augað.
Með aðalhlutverk fara Viðar
Eggertsson, sem eiginmaður-
inn/elskhuginn, og Erla B. Skúla-
dóttir í hlutverki eiginkonunn-
ar/hórunnar. Um leik Viðars þarf
vart að íjölyrða, hann er fyrir löngu
viðurkenndur sem einn af okkar
allra bestu leikurum og veldur
áhorfendum ekki vonbrigðum nú
frekar en fyrri daginn.
Erlu B. Skúladóttur þekkja ef til •
vill færri, en hún skilaði hlutverki
sínu með glæsibrag. Framsögn
hennar er skýr og óþvinguð, en það
sem helst vakti athygli mína var
hversu fullkomið vald hún hefur á
líkamanum, enda stendur í leikskrá,
að hún hafí um tveggja ára skeið
verið við framhaldsnám í látbragðs-
leik. Það er gaman að horfa á slíkan
leik, því eins og við eigum nú marga
ágætis leikara, þá eiga þeir oft á
tíðum í töluverðum vandræðum með
líkamann.
Sérstaklega naut ég þess, að sjá
leitina að lostanum, en út á þá leit
Sérsmíðaður
kassabíll
týndur
Þessi sérsmíðaði kassabíll hvarf
frá Lindarseli fyrir mánuði síðan.
Ef einhver hefur séð til ferða hans,
er hann beðinn að hringja í síma
76848. í boði eru fundarlaun.
gengur verkið að miklu leyti. Losti
er oft á tíðum nokkurt feimnismál,
en í Elskhuganum er hann það svo
sannarlega ekki.
Aðrir aðstandendur sýningarinn-
ar eiga hrós skilið fyrir hugvitsam-
legar lausnir í litlu húsnæði, sem
ekki er ætlað fyrir leiksýningar. Það
er annars ótrúlegt, að Alþýðuleik-
húsið hafi ekki fengið tryggt hús-
næði eftir 10 ára starf á höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta framsækna
leikhús hefur fyrir löngu unnið sér
fastan sess í hugum almennings og
það er stjómvöldum til mikillar
skammar, að svo illa skuli vera
búið að því.
Ég hef búið í Seljahverfi í 10 ár.
Upp á síðkastið hefur sölutumum
fjölgað mjög og fylgir mikill sóða-
skapur þeirri þróun. Óþrifnaðurinn
er einkum bréfarusl og umbúðir
utan af ropvatni. Ég er borinn og
bamfæddur Reykvíkingur og hef
farið víða, en ég hef hvergi séð
neitt í líkingu við þennan sóðaskap.
Það fer ekki heldur hjá því, að
maður leiði hugann að tann-
skemmdunum, sem hljóta að fylgja
allri þessari sælgætis- og gos-
drykkjaneyslu. Emm við kannski
að drekkja kynslóðinni, sem landið
á að erfa í þessu sulli? Eins em
Að lokum vil ég beina orðum
mínum til Jóhönnu Kristjónsdóttur
leiklistargagnrýnanda Morgun-
blaðsins: Það er lágmarkskurteisi
við lesendur að leikdómar séu á
íslensku, eða í það minnsta að setja
íslenskar þýðingar í sviga fyrir aft-
an, ef notaðar em slettur, sbr. „re-
plikkum" og „illúderaði“ í Morgun-
blaðinu 20. ágúst síðastliðinn.
Ennfremur: Hvers á ljósameist-
arinn að gjalda? Hann hefur unnið
vikum saman að þvf að hanna rétta'
lýsingu fyrir sýninguna en er huns-
aður algerlega í leikdómi.
Ég vil að lokum þakka Alþýðu-
Ieikhúsinu fyrir áhrifamikla kvöld-
stund. 7655-1235.
spilakassar á mörgum þessara
staða og þar hanga börn og ~ungl-
ingar tímunum saman. Þarna er
auðvitað verið að venja ungmennin
við fjárhættuspil.
Ekki bætir svo úr skák, að þess-
um sölutumum hefur verið komið
upp í nágrenni skólanna. Ég tel að
full ástæða sé fyrir foreldra, borgar-
stjóm og síðast en ekki síst skóla-
yfirvöld að stemma stigu við'þessu.
Til dæmis er full ástæða til að gefa
gmnnskólabömum hollan mat í
skólunum, að minnsta kosti fram
að fermingu. _
íbúi í Seljahverfi.
Sóðaskapur í Seljahverfi
Víkverji skrifar
Nýlega átti Víkverji leið um
Mýrdalssand, en vegurinn þar
yfir er þjóðvegur nr. 1. Svo slæmur
var vegurinn, að vart var unnt að
nota orðið vegur yfir þau ósköp,
sem fólki var boðið að aka eftir.
Margir ökumenn tóku og á það ráð
að aka alls ekki eftir „veginum",
heldur fóm út á sandinn og óku
eftir honum. Var þar mun skap-
legra færi, þótti eigi væri það held-
ur gott. '
' Þetta var um mestu ferðahelgi
ársins og því fjöldi fólks á ferli um
sandinn. Rykið var óskaplegt og
mest kenndi Víkverji í brjósti um
erlenda ferðamenn, sem vom á hjól-
um í sandinum. Það var ekki aðeins
að hjól þessa fólks væm í hættu á
að verða fyrir skemmdum, heldur
hlýtur það að hafa verið heilsuspill-
andi fyrir þetta fólk að anda að sér
öllum þeim skít og óþverra, sem
þyrlaðist upp, þegar umferðin fór
hjá.
Já þetta er þjóðvegur nr. 1 og
merktur sem slíkur á öll vegakort.
Verri landkynningu er vart hægt
að hugsa sér. Það er erfitt að vera
Islendingur, þegar menn hitta út-
lendinga sem komið hafa til lands-
ins eftir leiðbeiningum um hreina
og ósnortna náttúm íslands. Á
meðan ástand sem þetta varir er
eins gott að fara varlega í auglýs-
ingum um hreint loft og ómengað
vatn í kynningarbæklingum fyrir
erlenda ferðamenn. Fólkið, sem stóð
á öndinni í rykmekkinum á Mýr-
dalssandi hlýtur að líta á slíka
bæklinga sem algjört skmm.
XXX
Vera kann að Vegagerð ríkisins
vilji hafa það sem afsökun að
nú er verið að gera nýjan veg yfir
Mýrdalssand, sem enn hefur ekki
verið tekinn í notkun. En þetta er
engin afsökun. Það er ekki hægt
að bjóða fólki upp á slíka vegleysu
og kalla hana að auki þjóðveg nr.
1. Menn setja eigur sínar, kannski
dýra bfla, í stórhættu með því að
nota vegakerfið. Nóg er nú greitt
í vegasjóð samt.