Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 1
72 SIÐUR B
198. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Póiska stjórnin vill ræða um viðurkenningu á Samstöðu: '
Walesa hvetur til að
verkföllum verði hætt
Lech Walesa, leiðtogi
Samstöðu, ræðir við
fréttamenn að afloknum
fundi þeirra Czeslaws
Kiszczak,
innanríkisráðherra
Póllands. Eftir fundinn
hélt Walesa rakleiðis til
Gdansk og hvatti
verkfallsmenn um land allt
til að hætta aðgerðum
sínum.
Reuter
Varsjá. Reuter.
PÓLSK stjórnvöld hafa fallizt á að hefja viðræður við Lech Walesa,
leiðtoga Samstöðu, um hugsanlega viðurkenningu hinna óháðu verka-
lýðsfélaga, sem bönnuð voru í ársbyijun 1982. Walesa átti í gær þriggja
klukkustunda fund með Czeslaw Kiszczak, innanríkisráðherra, og hélt
að honum loknum rakleiðis til Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk
þar sem hann hvatti verkfallsmenn víða um land til þess að hætta
aðgerðum. Óljóst var hvort verkföllum hafði verið aflýst þegar Morgun-
blaðið fór í prentun.
„Stjómin hefur samþykkt að ræða
um framtíð Samstöðu," sagði
Andrzej Stelmachowski, fulltrúi ka-
þólsku kirkjunnar, sem verið hefur
milligöngumaður milli stjómvalda og
Samstöðumanna, eftir viðræður Wa-
lesa og Kiszczak. Fundur þeirra er
fyrsti fundur Walesa með fulltrúa
Sovétríkin:
Viðurkenna
að hafa ráð-
ist á Kunduz
Moskvu. Reuter.
SOVÉTMENN viðurkenndu í
gær að þeir hefðu sent flugvélar
frá Sovétríkjunum til þess að
veija afgönsku borgina Kunduz.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
utanríkisráðuneytisins í Moskvu,
neitaði því liins vegar að með því
hafi Sovétmenn brotið Genfarsam-
komulagið um brottflutning
sovézku innrásarheijanna frá Afg-
anistan.
Gerasímov sagði að flugvélarnar
hefðu verið sendar til þess að verja
sovézkar hersveitir og sovézka
borgara, sem enn hefðu verið í
Kunduz er afganskir skæruliðar
tóku borgina 11. ágúst sl.
pólsku stjómarinnar frá setningu
herlaga í desember 1981. í kjölfar
herlagasetningarinnar kom það í hlut
Kiszczak að fyrirskipa að Walesa
skyldi hnepptur í 11 mánaða stofu-
fangelsi. Fund þeirra bar upp á þann
dag, sem Samstaða var stofnuð átta
ámm áður.
Stelmachowski spáði því að sam-
komulag Walesa og stjómvalda væri
aðeins upphafið að öðru mikilvæg-
ara. Búast mætti við tímafrekum
samningum og að reyna mundi á
þolinmæði samningamanna við mót-
un starfshátta og skipulags Sam-
stöðu. Hann sagði að nokkrir fundir
Walesa og Kiszczak væm nauðsyn-
legir áður en hringborðsumræður
fulltrúa hinna ýmsu þjóðfélagshópa
og samtaka um pólitískar og efna-
hagslegar umbætur gætu hafist.
„Stjómvöld em minnug atburðanna
er leiddu til setningar herlaga. Þau
þurfa að fá fullvissu fyrir því að at-
burðir af því tagi endurtaki sig
ekki,“ sagði Stelmaehowski. Woj-
ciech Jarazelski, leiðtogi pólska
kommúnistaflokksins, hefur ítrekað
sagt að hann muni ekki leyfa aftur-
hvarf til þess sem hann hefur kallað
tímabil stjómleysis og ringulreiðar á
þeim tíma sem starfsemi Samstöðu
•var heimil á ámnum 1980-1981.
Alexander Perczynski, aðstoðar-
upplýsingaráðherra, sagði í viðtali
við brezku sjónvarpsstöðina Channel
Four í gærkvöldi að ef Samstaða
hlyti viðurkenningu stjómvalda, sem
Reuter
Tvær þotur farast
ÞRETTÁN manns að minnsta kosti biðu bana og 30 slösuðust er
Boeing-727-þota bandaríska flugfélagsins Delta fórst i flugtaki
frá flugvellinum í Dallas-Fort Worth í gær. Óttast var að talan
ætti eftir að hækka. Þotan var á leið til Salt Lake City í Utah
með 114 manns innanborðs. Það sem af er árinu hafa níu far-
þegaþotur í áætlunarflugi farizt og með þeim um 300 manns. í
gær fórst einnig Trident-þota kínverska ríkisflugfélagsins CAAC
í lendingu í Hong Kong og með henni sjö menn, þar af sex manna
áhöfn. Sjá ennfremur „Sjö manns fórust ...“ á bls. 28.
hann vildi ekki útiloka, þá yrði það
með öðmm hætti en 1980.
Um miðjan ágúst var efnt til mestu
verkfalla í Póllandi frá setningu her-
laga og var aðalkrafa verkfalls-
manna að stjórnvöld leyfðu starfsemi
óháðu verkalýðsfélaganna að nýju
og viðurkenndu Samstöðu.
Bandaríkjastjóm fagnaði í gær-
kvöldi viðræðum Walesa og stjóm-
valda og sagði þær mikið framfara-
spor.
Minnisvarði um ofsóknir Stalínstímans reistur í Moskvu:
Solzhenítsyn skipað-
ur í byggingamefnd
Moskvu, New York. Reuter.
ALEXANDER Solzhenítsyn,
hinn útlægi sovézki rithöfundur,
hefur verið skipaður í nefnd til
þess að hafa eftirlit með bygg-
ingu minnisvarða um milljónir
Sovétmanna sem urðu fyrir
barðinu á ofsóknum í stjórnartíð
Jósefs Stalíns.
‘Ásamt Solzhenítsyn hafa verið
skipaðir í nefndina þeir Andrei
Sakharov, einn kunnasti andófs-
maður Sovétríkjanna, Roy
Medvedev, sagnfræðingur, sem var
bannfærður á Stalínstímanum, og
Boris Jeltín, sem settur var af sem
formaður Moskvu-deildar sovézka
kommúnistaflokksins í vetur.
Það em samtök að nafni Minnis-
varðinn, sem ætla að stuðla að
byggingu minnisvarðans, sem
reistur verður í Moskvu. Að baki
samtakanna standa hin vinsælu
vikurit Ogonjok og Literatumaja
Gazeta. Samtökunum er ætlað að
rannsaka ofsóknir Stalíns.
Útgefandi Solzhenítsyns í
Bandaríkjunum, sagði að rithöf-
undurinn hefði haft pata af því að
hann hefði verið skipaður í nefnd- I
ina en ekki fengið tilkynningu þar
að lútandi. Talsmenn Minnisvarð-
ans sögðu hins vegar að bréf, sem |
þeir hefðu sent skáldinu, hefði ver-
ið endursent ffá Bandaríkjunum
með áletruninni „ónákvæmt heim-
ilisfang".
Þrír liðsmenn IRA
skotnir á Irlandi
Belfast. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) viðurkenndi í gær að mennirnir þrír,
sem víkingasveitir brezka hersins skutu skammt frá landamærum
írska lýðveldisins í fyrradag, hefðu verið hryðjuverkamenn.
I yfirlýsingu IRA sagði að menn-
irnir hefðu verið á leið „í aðgerð"
þegar þeir féllu. Heimildir úr röðum
lögreglunnar herma að mennirnir
hafi ætlað að reyna að ráða her-
mann af dögum. Sátu fjórir menn
úr víkingasveit brezka hersins
(SAS) fyrir þeim og hófu skotárás
er mennimir vom í þann mund að
láta til skarar skríða. Tveir hryðju-
verkamannanna vom bræður. Hafa
11 liðsmenn IRA verið vegnir það
sem af er árinu.
Þá handtók vestur-þýzka landa-
mæralögreglan tvo meinta hryðju-
verkamenn IRA við hollenzku
landamærin í gær. Skotvopn fund-
ust í fómm þeirra.
Ennfremur biðu maður og kona
bana er þau fóm inn í yfirgefið hús
í hverfi kaþólskra í Londonderry í
gær. Talsmaður IRA sagði að
sprengjan hafi verið ætluð brezkum
hermönnum, sem hryðjuverkasam-
tökin hefðu ætlað að tæla inn í
húsið.