Morgunblaðið - 01.09.1988, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
Finnskur leikhópur:
Orðlaus alla sýninguna
SÍÐARI sýning finnska leik-
hópsins, Teater Totem, verður í
Norræna húsinu i kvöld klukkan
20:30.
Þarna koma fram þau Margret
von Marthens sem er þekktur leik-
ari og leikstjóri barnaleiksýninga í
Finnlandi og dansarinn Timo So-
kuras og þeim til aðstoðar er finnski
bamabókahöfundurinn Christina
Anderson sem einnig mun fjalla um
leikförina í finnskum fjölmiðlum að
henni lokinni.
Blaðamaður hitti þremenningana
að máli í Norræna húsinu og for-
vitnaðist nánar um leikhópinn og
fólkið að baki hans. Það er Margret
sem verður fyrst fyrir svömm. „Te-
ater Totem leikhópurinn saman-
stendur af okkur tveimur — mér
og Timo — sem stofnuðum leik-
hópinn árið 1986. Við Timo kynnt-
umst fyrst árið 1982 þegar hann
var dansari með Raatikko dans-
hópnum og þau settu upp sýningu
byggða á sögunni um „Fríðu og
Dýrið“ (Beauty and the Beast).
Þetta var danssýning með sögu-
manni og ég tók það hlutverk að
mér. Okkur Timo talaðist til að ein-
hvern tíma skyldum við stofna lítinn
leikhóp og vinna saman. Þetta tæki-
færi gafst árið 1986 þegar Timo
hætti hjá dansflokknum og ég fékk
ársleyfi frá Skolteatern. Við unnum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Teater Totem: Timo Sokura, Margret von Marthens og Kristina
Anderson.
f004921OO
IM 1 r,
0O.MAIUI
SBOLJ\ BA N K /
ÍSLSKNDS
o 99
NU STYÐJUM VIÐ
ÓLYMPÍUFARANA!
Öllum hagnaði ÍSÍ af Lottóinu (aessa viku verður varið
til að styrkja ferð íslenskra íþróttamanna til Seoul.
Leggjum okkar fólki á Ólympíuleikunum lið
og leikum í Lottóinu!
Iþróttasamband Islands
... . ■ :
,
i
j
Úr sýningunni um Pic og Nic.
síðan þessa sýningu um Pic og Nic
og frumsýning var í Helsinki í febr-
úar 1987.“
Timo segir að það hafi strax orð-
ið að samkomulagi að hafa engan
texta í sýningunni, því hann hafi
enga þjálfun í slíkum flutningi og
einnig sé Margret sænskumælandi
Finni og hann sjálfur finnskumæl-
andi. „Við höfðum líka í huga að
ef við færum með sýninguna til
annarra landa væri til bóta að hún
væri án texta." Leikmátanum er
kannski best lýst með því að segja
að leikendur notfæri sér leikstíl
þöglu kvikmyndanna svokölluðu,
þar sem aðaláherslan er á tengslin
milli persónanna annnars vegar og
áhorfendanna hins vegar. „Þetta
er ekki algengur leikmáti í Finn-
landi og það hefur komið fyrir eftir
sýningu að krakkar hafa þakkað
fyrir og sagt að þetta hafí verið
skemmtileg kvikmynd," segir
Margret.
Sýningin um Pic og Nic hefur
farið víða síðustu misserin. Alls eru
sýningar orðnar á annað hundrað
í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð,
Noregi, Færeyjum og Júgóslavíu.
Ferðin til íslands er styrkt af
fínnska menntamálaráðuneytinu og
á sunnudag heldur Teater Totem
til Grænlands þar sem fyrirhugaðar
eru 12 sýningar. Kristina Anderson
sem er þriðji meðlimurinn í leik-
förinni segist vera öðrum þræði
tæknimaður sýningarinnar og einn-
ig skrásetjari; „ég ætla að segja frá
þessari leikför 5 finnska útvarpinu
og jafnvel skrifa í finnsk dagblöð.
Það er jafnvel hugsanlegt að úr
þessu verði heil bók. Mér fínnst
heillandi að fylgjast með hvernig
áhorfendur í ólíkum Iöndum taka
þessari sýningu og sérstaklega
hlakka ég til að sjá hvemig græn-
lensk börn munu taka henni,“ segir
Kristina. Hún er íslenskum leikhús-
gestum að góðu kunn því fyrir
nokkrum árum flutti Alþýðuleik-
húsið eftir hana leikritið Prinsessan
sem gat ekki talað.
Aðspurð um fyrir hvaða aldurs-
hóp sýningin um Pic og Nic sé snið-
in, segja þau að hún henti vel fyrir
böm á aldrinum 4—104 ára. „Það
hefur þó sýnt sig að unglingar láta
sér helst fátt um finnast en öll önn-
ur böm virðast skemmta sér kon-
unglega," segja þau að lokum.