Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 24
24____________.________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988_
Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Akureýri:
Samdráttur í neyslu kinda-
kjöts veldur miklum áhyggjum
- segir í skýrslu Hauks Halldórssonar formanns Stéttarsambandsins
AÐALFUNDUR Stéttarsam
bands bænda er nú haldinn á
Akureyri, og- í byrjun fundarins
lagði Haukur Halldórsson, for-
maður stjórnar Stéttarsambands-
ins, fram skýrslu um störf stjórn-
ar frá síðasta aðalfundi. í henni
er kafli um stöðu einstakra bú-
greina, og fara hér á eftir nokkur
atriði úr þeim kafla.
Nautgriparækt
í mjólkurframleiðslunni hefur
framleiðendum fækkað úr 2.334 árið
1980 í um 1.900 á síðastliðnu ári.
Mjólkurframleiðslan hefur þannig
færst jafnt og þétt á færri hendur.
A undanfomum árum hefur einnig
stórlega dregið úr notkun erlends
fóðurs í mjólkurframléiðslunni, og
hafa þessar breytingar aukið veru-
lega arðsenú mjólkurframleiðslunn-
ar í heild. Árið 1987 varð annað
mesta mjólkumeysluár frá upphafi,
en þá seldust 102.213.769 lítrar á
innlendum markaði, sem er 3,5%
aukning frá árinu á undan. Þessi
hagstæða þróun hefur haldið áfram
það sem af er þessu ári.
í upphafi verðlagsársins voru
birgðir nautakjöts 980 tonn, en voru
1.140 tonn 1. september 1986. Þess
ber að gæta að á haustmánuðum
1986 var mjög mikil nautgrípaslátr-
un, og vom birgðir komnar í 1.782
tonn 1. janúar 1987. Þá var gripið
til þess ráðs að selja 500 tonn af
nautakjöti í loðdýrafóður til þess að
létta á birgðum. Fram til loka júní
síðastliðins nam slátmn 2.589 tonn-
um, sem er 107 tonnum minna en
árið á undan. Heildarsala á þessu
tímabili varð 3.022 tonn, sem er
tæplega 500 tonna aukning frá sama
tímabili fyrra verðlagsárs. Birgðir
nautakjöts vom 278 tonn í lok júní
síðastliðins, sem er rétt um 1.000
tonnum minna en á sama tíma í
fyrra. Hafa birgðir nautakjöts ekki
verið svo litlar um árabil. Meðal-
neysla af nautakjöti á íbúa var 13,98
kg á síðastliðnu ári. Vafalítið má
þakka þennan góða árangur skipu-
lagsstarfí undanfarinna ára, bættri
framleiðslu og aukinni vömvöndun.
Langmest af nautakjöti er selt ófro-
sið.
í heild verður staða nautgripa-
ræktarinnar að teljast góð, þrátt
fyrir að verulega vanti á að öll sú
fjárfesting sem þar er fyrir hendi
nýtist við núverandi aðstæður.
Sauðfjárrækt
Um þróunina í sauðfjárræktinni
er ekki sömu sögu að segja og í
nautgriparæktinni. Þrátt fyrir minni
heildarframleiðslu hefur framleið-
endum ekki fækkað teljandi, og
slaem nýting á vinnuafli og fjárfest-
ingu dregur mjög úr hagkvæmni
búgreinarinnar. Það bætir ekki úr
skák, að atvinnutækifærum sam-
hliða búgreininni hefur fækkað.
Það veldur miklum áhyggjum hve
kindakjötsneyslan hefur _ dregist
saman undanfarin tvö ár. Á síðasta
verðlagsári fór salan niður í 8.700
tonn, eða um 35 kg að meðaltali á
íbúa. Á yfírstandandi verðlagsári em
horfur á að salan verði um 200 tonn-
um meiri. Athyglisvert er að sala á
kjöti af fullorðnu fé hefur dregist
saman um 32% það sem af er verð-
lagsárinu. Mest af þessu kjöti hefur
verið selt til kjöt- vinnslna, sem nú
telja betri kaup í nautakjöti, bæði
vegna verðsins og betri nýtingar.
Það alvarlega við þessa þróun er að
hún verður á sama tima og ýmsar
nýjungar hafa komið fram í vinnslu
og sölu kindakjöts, og aldrei fyrr
hefur verið varið jafn miklu fé til
auglýsinga á þessari vöru. Hlutfall
niðurgreiðslna í verði kindakjöts er
allt að 10% hagstæðara frá síðustu
áramótum en verið hefur undanfarið
borið saman við annað kjöt.
Sú spuming hlýtur að vakna hvort
hér sé á ferðinni gmndvallarbreyting
Haukur Halldórsson í ræðustól.
á neysluvenjum. I því sambandi má
benda á, að mun meira framboð er
nú á fersku kjöti en áður, en í þeirri
samkeppni stendur kindakjötið enn
höllum fæti. Langmestum hluta
nauta og svína er nú slátrað eftir
hendinni og kjötið selt ófrosið. Þetta
gefur möguleika á margskonar þjón-
ustu við neytendur fyrir mun lægra
gjald en ella. Þá er þess að gæta
að verulega hefur dregið úr sölu
innmatar á undanfömum misserum,
og er nú til athugunar að verka
aðeins til manneldis það af innmat,
sem áætlað er að selja á innlendum
markaði, en selja hitt í loðdýrafóður
eða mjölvinnslu strax í sláturtíð.
Einnig er ráðgert að gera í haust
tilraun með niðurbrytjun og snyrt-
ingu á kjöti fyrir frystingu til þess
að draga úr geymslukostnaði.
Varðandi útflutning á kindakjöti
er sú breyting helst að Finnar hafa
sýnt áhuga á að kaupa meira kjöt
héðan, og er áætlað að um 400 tonn
fari þangað á árinu. Stöðugt er unn-
ið að könnun á markaðsmöguleikum
í Bandaríkjunum, en enginn sýnileg-
ur árangur er enn í þeim efnum.
Skilaverð fyrir útflutt kjöt fer lækk-
andi, bæði vegna lækkandi markaðs-
verðs erlendis og óhagstæðrar verð-
þróunar innanlands.
. Það vekur óneitanlega margar
spumingar, að á sama tíma og verð-
lag á ull hækkar erlendis fer verð á
íslenskri ull hlutfallslega lækkandi.
Ljóst er að vanda þarf betur til fram-
leiðslunnar, og of mikið kemur á
markaðinn af lélegri og illa með-
farinni ull. Þegar þannig stefnir um
verðlagið hljóta menn að velta því
fyrir sér hvort eiginleikar íslensku
ullarinnar séu ekki þess virði sem
menn töldu, eða hvort standa þurfí
að sölumáiunum á annan hátt en
nú er gert.
Kjúklingaframleiðsla
Búrekstur kjúklingabænda hefur
gengið erfiðlega allt frá því snemma
á árinu 1986 og fram _á þennan
dag. Ýmsar ástæður em fyrir þess-
ari þróun, meðal annars offram-
ieiðsla og verðhmn, sem hófst í mikl-
um mæli á síðari hluta ársins 1986.
Gripið var til þess að hafa útsölur
og útflutningur var reyndur á síðast-
liðnu ári. Árangur af þessum aðgerð-
um varð ekki sá sem vænst var. Ein
af ástæðum offramleiðslunnar var
sú, að framleiðslustjómun var til
umræðu og menn töldu sig myndu
ná meiri kvóta með mikilli fram-
leiðslu á viðmiðunartímabilinu.
Á miðju ári 1987 kom upp gmnur
um salmonellamengun, og þrátt fyr-
ir mjög hert eftirlit urðu nokkur slys
í matvælaframleiðslu, sem mátti
tengja að einhverju leyti kjúklingum.
Mengunarslys sem þessi vom þekkt
fyrr á ámm, en vom orðin mjög
fátíð. Þetta áfall var mjög alvarlegt
fyrir kjúklingabændur, og hefur
valdið þeim þungum búsifjum. Hefur
framleiðslan af þessum sökum dreg-
ist mikið saman.
í ársbyrjun vom birgðir af kjúkl-
ingakjöti 446 tonn. Á fyrstu sex
mánuðum ársins var slátmn sam-
kvæmt skýrslum Framleiðsluráðs
landbúnaðarins 528 tonn, sem er
635 tonnum minna en á sama tíma-
bili árið á undan. Sala á þessu tíma-
bili var 670 tonn, og er það sam-
dráttur upp á 463 tonn eða 41%.
Til að létta á birgðum vom flutt út
103 tonn í janúar síðastliðnum.
Birgðir 1. júlí síðastliðinn vom því
komnar niður í 163 tonn, og má það
teljast nokkum veginn viðunandi
staða.
Á síðustu mánuðum hefur kjúkl-
ingabændum tekist að ná samstöðu
um framleiðslumál sín, og ákveðinn
hefur verið kvóti fyrir hvem einstak-
an framleiðanda. Hann gefur rétt-
til endurgreiðslu sérstaks kjarnfóð-
urgjalds af fóðri, sem þarf til fram-
leiðslu þess magns.
Þá hefur náðst mun betri sam-
staða meðal kjúklingabænda um
verðlagningu afurðanna, en þrátt
fyrir það er ljóst að ástandið á mark-
aðinum er þessari búgrein enn mjög
erfítt.
Viðskiptahættir hafa breyst á
seinni ámm og stórmarkaðir orðið
mjög ráðandi um viðskiptahætti á
þeim vömm, sem ekki lúta opinberri
verðlagningu með kröfu um magn-
afslætti og greiðslufresti. Samhliða
hefur allur ijármagnskostnaður vax-
ið langt umfram það sem gerist í
nágrannalöndum okkar. Það sama
gildir um kjúklingabændur, og á
síðustu ámm hafa hlaðist upp skuld-
ir vegna nauðsynlegrar ijárfestingar
sem nútímaþjóðfélag krefst, meðal
annars svo komið verði til móts við
almenna hollustuhætti við slátmn
og meðferð afurðanna. Verðlag er
að vemlegu leyti háð þessum fram-
antöldu atriðum og verði á fóðri, sem
er mjög hátt miðað við það sem
gerist í nágrannalöndunum.
Stjórn félags kjúklingabænda hef-
ur unnið að því að ná betri tökum
á skipulagi búgreinarinnar hvað
varðar kynbætur og heilbrigðismál.
Innflutnings- og einangmnarstöð er
rekin í nánu samstarfí við stjórn
félagsins, og hefur hún séð bændum
fyrir nýjum kynbótaefnivið. Núver-
andi stöð er of lítil til þess að geta
þjónað hlutverki því sem svona starf-
semi krefst, enda var hún á sínum
tíma stofnsett til reynslu. Nú em í
gangi viðræður við yfirdýralækni og
landbúnaðarráðuneytið um að koma
þessum málum í framtíðarhorf. í
þessu sambandi beinast sjónir
manna einkum að Hvanneyri, en þar
er aðstaða fyrir hendi sem gæti hent-
að vel, staðurinn er einangraður frá
öðmm búum og áhugi staðarmanna
fyrir slíkum rekstri. Mjög brýnt er
fyrir alifuglaræktina að koma þess-
um málum í betra horf og að fá til
ræktunar heilbrigðari stofn, en af-
föll í stofndýmm em nú allt að
30—40% á sumum búum.
Eggjaframleiðslan
Þann 1. janúar síðastliðinn vom
birgðir af eggjum 122 tonn, og fram-
. leiðsla fyrstu 6 mánuðina nemur
1.237 tonnum samkvæmt skýrslu
^ Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Það er um 8% minni framleiðsla en
á sama tímabili í fyrra. Sala á eggj-
um hefur verið góð það sem af er
árinu og birgðir nú ekki teljandi.
í byrjun ársins náðist samstaða
meðal eggjabænda unr framleiðslu-
skipulag, og er það kvótakerfí sem
byggir a hliðstæðu endurgreiðslu-
kerfí og getið er um i kaflanum um
kjuklingarækt. Keypt vom um það
bil 5% af framleiðslurettinum í þvi
skyni að ná jafnvægi í framboði
eggja, og virðist sú aðgerð hafa
skilað tilætluðum árangri. Vegna
samstöðu framleiðenda er verðlag
nú eðlilegt miðað við framleiðslu-
kostnað. Líkur em á að fjárhags-
staða eggjabænda komist tiltölulega
fljótt í viðunandi horf eftir þrenging-
ar undanfarinna missera ef sam-
staða um verðlagningu og framboð
á markaðinum helst.
Svínarækt
Fjöldi svínabúa er nú 137, og
fjöldi lífdýra (gyltna) 3.352 eða að
meðaltali 24 á hvetju búi. Til saman-
burðar má geta þess að árið 1982
vom búin 98 og meðalfjöldi dýra á
búi var 20. Af þessu er ljóst að mik-
ill vöxtur hefur verið í þessari bú-
grein undanfarin ár. Þann 1. septem-
ber síðastliðinn vom birgðir svína-
kjöts 25 tonn, en vom 70 tonn á
sama tíma árið á undan. Slátmn
fyrstu sex mánuði þessa árs nam
1.886 tonnum, og er það 14,3%
aukning miðað við sama tímabil í
fyrra. Birgðir vom 32,9 tonn í lok
júní síðastliðins. Frá árinu 1980 hef-
ur neysla á svínakjöti á hvern íbúa
vaxið úr 4,45 kg í 8,11 kg á árinu
1987.
Talsverð fjárfesting hefur verið
undanfarið vegna svínaframleiðslu.
Það em einkum nýir aðilar, sem em
að þreifa fyrir sér með þessa fram-
leiðslu, og em búsettir víða um land.
Sala á svínakjöti hefur gengið vel
það sem af er árinu, og er birgða-
söfnun ekki teljandi vandamál.
Margir óttast þó birgðasöfnun þegar
líður á haustið. Mikil áhersla er lögð
á að selja kjötið ferskt, svo ekki
komi til kostnaður við frystingu þess
og geymslu. Það verður æ algengara
að sláturhús og kjötheildsalar geri
fastan samning við bændur um
framleiðslu ákveðins magns og slátr-
un á tilteknum tíma, og er þá jafn-
framt gerð krafa um strangt heil-
brigðiseftirlit. Allgott jafnvægi er
því í þessari búgrein eins og er og
samstaða meðal framleiðenda.
Af hálfu stjórnar Svínaræktarfé-
lagsins er nú unnið að því í sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld að sett-
ar verði strangari reglur um eftirlit
með heilbrigði á búunum. Þá er einn-
ig unnið að eflingu kynbóta, og fyr-
ir dymm stendur að stofna fagráð
í greininni, sem móti stefnu í þeim
efnum í samvinnu við yfirstjóm leið-
beiningaþjónustunnar.
Garðyrkja
Uppskera grænmetis og gróður-
húsaafurða varð á síðastliðnu ári ein
hin mesta sem orðið hefur og er
neysla þessara afurða mjög vax-
andi. Þrátt fyrir það em alvarlegar
blikur á lofti í málefnum garðyrkju-
bænda.
Á síðustu tveimur ámm hafa toll-
ar af innfluttu grænmeti verið lækk-
aðir úr 70—80% niður í 30% og í
sumum tilfellum felldir niður með
öllu. Þessu hefur fylgt stöðugt vax-
andi þrýstingur heildsala um leyfi
til innflutnings, og í því sambandi
hefur gætt tilhneigingar til að snið-
ganga 9. grein búvömlaga um að
innflutningur á nýju grænmeti,
sveppum og blómum skuli því aðeins
leyfður að innlend framleiðsla full-
nægi ekki eftirspum. Jafnframt
þessu hefur stóraukist innflutningur
á frosnu grænmeti, sem tollyfirvöld
telja að ekki beri að skilgreina sem
ferska vöm.
Enda þótt sú mikla framþróun
sem orðið hefur í garðyrkjunni á
undanfömum ámm hafí hingað til
gert henni kleift að standast stöðugt
harðnandi samkeppni og lækkandi
afurðaverð, er sú staða sem nú er
komin upp í þessum málum ein al-
varlegasta ógnun við afkomu garð-
yrkjunnar, sem hún hefur nokkm
sinni staðið frammi fyrir.
Um síðustu áramót var lagður
25% söluskattur á allt grænmeti.
Mikil vinna hefur verið lögð í það,
bæði af hálfu Stéttarsambandsins
og Sambands garðyrkjubænda, að
fá söluskattinn endurgreiddan að
hluta, en viðunandi lausn hefur ekki
enn fúndist. Ekki er auðvelt að átta
sig á þeirri rökvísi að lækka tolla
af innfluttu grænmeti á þeim for-
sendum að æskilegt sé frá manneld-
issjónarmiði að auka hlut grænmetis
í fæðu þjóðarinnar, en leggja á sama
tíma 25% fjáröflunarskatt ofan á
verðið innanlands. Ljóst er að garð-
yrkjubændur hafa ekki sett sölu-
skattinn að fullu út í verðlagið, held-
ur hafa þeir sjálfír orðið að bera
hann í lækkuðu afurðaverði.
Kartöflurækt
Á síðasta ári varð metuppskera
af kartöflum, eða um það bil 16.000
tonn. Talið er að aðeins rúmur helm-
ingur þessa magns hafí selst. Tals-
verð vinna var lögð í að reyna að
selja kartöflur úr landi, aðallega til
Norðurlandanna. Reynslusending
fór til Noregs og líkuðu kartöflumar
vel, en ekki var grundvöllur til út-
flutnings á því verði sem í boði var.
Mikið ófremdarástand hefur ríkt
í sölumálum kartaflna síðustu 2—3
ár og keyrði um þverbak á síðast-
liðnu ári með miklu verðfalli og ring-
ulreið á markaðinum. Hefur þetta
ástand ekki einasta lagt fjárhag
flestra kartöflubænda í rúst, heldur
einnig sölufyrirtækjanna og fyrir-
tækja sem annast vinnslu á kartöfl-
um.
Að flestu leyti á það sama við um
kartöfluræktina og sagt er hér að
framan um vandamál garðyrkju-
manna vegna innflutnings og álagn-
ingar söluskatts. Vegna verðstríðs
hafa kartöflubændur mjög takmark-
að getað velt söluskattinum út í
verðlagið, og' innflutningur á frönsk-
um kartöflum heldur áfram í veru-
legum mæli, þrátt fyrir álagningu
200% jöfnunargjalds.
Miklar umræður hafa farið fram
í vetur meðal kartöflubænda og for-
svarsmanna fyrirtækja þeirra um
leiðir til aukinnar samstöðu um
framleiðslu og sölumál búgreinar-
innar. Lausn á þessum málum virð-
ist nú í augsýn, og horfur á að sam-
staða náist um sölumálin og verð-
lagningu afurðanna, en óskað hefur
verið eftir að Verðlagsnefnd búvara
skrái í haust verð á kartöflum til
framleiðenda.