Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
33
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á
afmœli minu. GuÖ blessi ykkur öll.
Herborg Ólafsson.
Ég þakka öllum þeim sem á margyíslegan
hátt glöddu mig á 70 ára afmœli minu 25.
ágúst sl. GuÖ blessi ykkur œvinlega.
Sr. Jóhann S. Hliðar.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, dóttir og amma,
ERLA D. MAGNÚSDÓTTIR,
Hraunbraut 22,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl. 10.30 föstudaginn 2.
september.
Einar Guðmundsson,
Jón Gunnarsson, Halla Ragnarsdóttir,
Unnur H. Gunnarsdóttir,
Margrét Einarsdóttir,
Magnús K. Jónsson, Unnur H. Lárusdóttir
og barnabörn.
FiskverA á uppboAsmörkuðum 30. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar-
verð verö verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 46,50 40,00 46,09 14,862 ■ 684.941
Undirmál 25,00 25,00 25,00 0,650 16.274
Ýsa 75,00 35,00 57,33 1,199 68.754
Karfi 32,50 30,50 31,82 51,640 1.643.384
Ufsi 26,00 26,00 26,00 4,299 111.774
Lúða 135,00 115,00 124,54 0,200 24.908
Langa 24,00 24,00 24,00 0,636 15.286
Steinbítur 24,00 24,00 24,00 0,879 21.109
Samtals 34,78 74,368 2.586.430
Selt var aðallega úr Otri HF.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 46,50 32,00 45,41 80,817 3.670.116
Undirmál 12,00 12,00 12,00 0,163 1.956
Ýsa 70,00 50,00 57,44 13,953 801.413
Karfi 28,50 18,00 23,51 14,538 341.829
Ufsi 27,50 15,00 26,23 7,118 186.698
Hlýri 31,00 29,00 30,10 6,866 206.684
Langa 21,00 21,00 21,00 0,080 1.680
Lúða 150,00 60,00 115,50 0,289 33.380
Skarkoli 43,50 25,00 34,76 3,066 106.580
Skötuselur 275,00 275,00 275,00 0,029 7.975
Samtals 42,22 126,919 5.358.311
Selt var úr Vigra RE og ýmsum bátum. í dag verða m.a. seld
20 tonn af ýsu og óákveöiö magn af þorski úr Heimaey VE og
óákveöiö magn af ýsu og þorski úr Jóni Vídalín ÁR.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 49,00 32,50 46,61 33,161 1.545.552
Ýsa 57,00 35,00 53,45 9,075 485.107
Ufsi 26,50 26,60 26,60 1,932 55.307
Karfi 30,50 15,00 21,83 1,019 22.248
Steinbítur 23,50 23,50 23,50 0,020 470
Hlýri+steinb. 25,50 25,50 25,50 0,193 4.922
Langa 15,00 15,00 15,00 0,125 1.875
Lúöa 140,00 65,00 95,93 0,620 59.478
Skarkoli 44,00 36,00 36,38 1,271 46.236
Skötuselur 87,00 87,00 87,00 0,026 2.262
Sólkoli 58,50 58,50 58,50 0,073 4.271
Öfugkjafta 6,00 6,00 6,00 0,600 3.600
Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,040 600
Samtals 46,35 48,155 2.231.928
Selt var aöallega úr Hörpu GK, Sandvik GK, Má GK og Gnúpi
GK. I dag verður selt óákveðið magn af blönduöum afla úr
Aöalvik KE.
Siglingakeppni til íslands með
frægustu keppendum heims
Allt útlit er fyrir að verði af
alþjóðlegri siglingakeppni frá
Frakklandi til Islands með
stærstu bátum og frægustu sigl-
ingaköppum í júlímánuði 1990
og síðan annað hvert ár eftir
það. Utbreiddasta vikublað
Frakklands V.S.D. og frönsk
samtök að nafni Laxalón munu
skipuleggja og standa fyrir
keppninni og búið er að tryggja
í Frakklandi nauðsynlegt fjár-
magn, sem er áætlað 75-100 millj-
ónir króna. Hefur eigandi og
stjórnarformaður blaðsins
V.S.D, Francois Siegel, verið hér
með 4 blaðamönnum sínum og
stjórn Laxalóns til viðræðna við
hafnarstjórann í Reykjavík og til
að kanna aðstæður. Sagði hann
í gær að þetta ætti að geta geng-
ið, ef vilji væri raunverulega fyr-
ir því að taka við svo stórri
keppni, eins og miðað væri að,
með 30-40 stórum keppnisbátum.
Sagði hann að fremstu keppend-
ur væru spenntir fyrir þátttöku,
en til þess þyrfti tvennt, trygg-
ingu fyrir mikilli umfjöllun í fjöl-
miðlum og góð verðlaun, sem
yrðu um milljón frankar, þ.e. 7,3
milljónir íslenskra króna. Með
A
Sumarferð Arbæjar-
safnaðar1
Árbæjarsöfnuður efnir til
safnaðarferðalags austur í Skál-
holt sunnudaginn 4. september.
Lagt verður af stað frá Árbæjar-
kirkju kl. 11.30 árdegis og ekið um
Selfoss til Skálholts. Þar verður
sungin messa kl. 14.00. Eftir messu
gefst þátttakendum kostur á að
skoða staðinn og kirkjuna og tæki-
færi gefst til að snæða nesti í Skál-
holti. Þessu næst verður haldið til
Laugarvatns og komið við hjá
Vígðlu-laug. Síðan liggur leiðin um
Lyngdalsheiði til Þingvalla og þar
mun þjóðgarðsvörður veita leið-
sögn. Heimleiðis verður síðan hald-
ið um Mosfellsheiði.
Far með hópferðabifreiðum verð-
ur þátttakendum að kostnaðarlaus-
um. Væntanlegir þátttakendur eru
Skálholt
vinsamlega beðnir að tilkynna um
þátttöku í síðasta lagi laugardaginn
3. september. Sími sóknarprests í
Árbæjarkirkju á viðtalstíma er
82405 og sími kirkjuvarðar 83083,
þar sem allar nánari upplýsingar
verða veittar.
(Fréttatilkynning)
+
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR O. BENEDIKTSSON,
sem andaðlst 29. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni,
fimmtudaginn 1. september kl. 10.30.
Einar Benediktsson,
Katrin Svala Daly,
Valgerður Þora Benediktsson,
Oddur Benediktsson,
Ragnheiður Kristfn Benediktsson.
FiskverA á uppboAsmörkuAum 31. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
Ýsa verð verð verð (lestir) verð (kr.)
60,00 60,00 60,00 1,420 85.200
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,357 7.150
Steinbítur 24,00 24,00 24,00 0,161 3.876
Lúða 125,00 90,00 107,89 0,655 70.669
Koli 35,00 35,00 35,00 0,090 3.150
Samtals 63,36 2,683 170.045
Selt var ur Tjaldi SH, frá Kristjáni Guömundssyni á Rifi, isessi hf.
í Reykjavík og Útvík hf. í Hafnarfirði.
FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík
Þórskur 48,50 46,50 48,35 2,737 132.341
Ýsa 78,00 42,00 55,60 31,481 1.750.401
Karfi 22,00 22,00 22,00 0,237 5.214
Ufsi 26,00 25,00 25,22 10,119 255.232
Steinbítur 29,00 21,00 25,63 0,980 25.110
Keila 5,00 5,00 5,00 0.124 620
Langa 33,00 33,00 33,00 0,599 19.767
Lúða 115,00 115,00. 115,00 0,019 2.185
Sólkoli 30,00 30,00 30,00 0,370 11.100
Skarkoli 35,00 25,00 32,62 1,564 51.051
Skötuselur 115,00 115,00 115,00 0,018 2.070
Samtals 46,74 48,248 2.255.090
Selt var úr Heimaey VE og Jóni Vídalín ÁR.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 46,50 46,50 46,50 0,284 13.206
Ýsa 65,00 35,00 53,40 0,600 32.040
Ufsi 10,00 10,00 10,00 0,016 160
Karfi 35,00 35,00 35,00 0,200 7.000
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,015 225
Hlýri+steinb. 20,00 20,00 20,00 0,275 5.500
Langa 15,00 15,00 15,00 0,089 1.335
Langlúra 15,00 5,00 15,00 0,026 390
Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,087 3.480
Öfugkjafta 9,00 9,00 9,00 0,094 846
Skata 45,00 45,00 45,00 0,013 585
Skötuselur 210,00 210,00 210,00 0,011 2.310
Samtals 43,32 1,710 74.077
Selt var úr ýmsum bátum. I dag verða m.a. seld 5 tonn af ufsa
úr Aöalvík KE. Á morgun verða seld 30 tonn, aðallega af þorski
og ýsu, úr Höfrungi II GK.
MHHIWfeMMmiM
slíkri keppni er fylgst um allan
heim í sjónvörpum og útvörpum
og auk V.S.D. koma slíkir aðilar
inn í myndina.
M. Siegel sagði að þeir hefðu í
gærmorgun skoðað höfnina og rætt
við Gunnar Guðmundsson, hafnar-
stjóra, sem lýsti vilja sínum til að
taka við slíkri keppni en fjármagn
hefði Reykjavíkurhöfn af skomum
skammti. Það ætti ekki að koma
að sök ef vilji væri til að taka vel
á móti bátum og áhöfnum, sem
væri líka mikilvægur þáttur í að fá
frægustu keppendur og báta til að
koma. Þessir 30-40 bátar, um 20
metra langir og breiðir, þyrftu ör-
uggt legupláss og aðgengilegt, þar
sem fylgjendur og áhugafólk gætu
komist að þeim. En reiknað er með
að áhugafólk, blaðamenn og aðrir
sem fylgjast með slíkum keppnum
muni koma flugleiðis, 500-1000
manns, og þyrftu líka að fá hér
báta tii að fara á móti keppendum.
Eru skipuleggjendur í sambandi við
Siglingaklúbbinn á íslandi, því sigl-
ingaklúbbar í báðum löndunum
munu að forminu til standa fýrir
keppninni, sem verður frá bænum
Gravelines á norðurströnd Frakk-
lands og til Reykjavíkur og líklega
norður fyrir land, en verið er að
kanna vinda og strautna. Reiknað
er með að siglingin frá Gravelines
til Reykjavíkur geti tekið viku. Tveir
til þrír menn verða um borð f hveij-
um báti.
Talaði Siegel.um aðstöðu í físki-
höfninni í Reykjavík og við hafnar-
garða í nánd við Miðbæinn. Mundu
þeir nú leggja uppdrætti af höfn-
inni og möguleikana samkvæmt
samtali við hafnarstjóra fyrir að-
standendur stóru bátanna og þá
sem fjármagna keppnina. Við erum
komnir til að kanna undirtektir og
fá allar upplýsingar - §ármagn
verður fyrir hendi, sagði hann. í
slíkri keppni með fremstu siglinga-
mönnum og stærstu bátunum væri
áhættan mikil og þyrfti því allt að
vera í lagi og keppnin að vera eftir-
sóknarverð fyrir þá. Og skipuleggj-
endur keppninnar milli íslands og
Frakklands vildu ekki nema
fremstu keppendur. Til þess yrði
vilji að vera fyrir hendi til að gera
keppnina vel úr garði á báðum end-
um.
Vikublaðið V.S.D. mun hafa
skipulagninguna á hendi, en fjár-
magnið kemur frá stjórnendum í
héraðinu Nord-Pas-de-Calais, þar
sem m.a. eru borgimar Dunkerque
og Gravelines, og frá stórum iðn-
rekendum sem styðja siglinga-
íþróttina, sem eru bílaframleiðend-
ur, olíufélög og annar stóriðnaður
og nefndi hann fyrirtækin Elf, Fuzi
og Cana Automobiles. Þess má
geta að þingmaður héraðsins og
borgarstjórinn í Gravalines, M.
Denvers, var með í förinni ásamt
fleiri áhrifamönnum. Einnig stjórn
Laxalóns, sem hlaut þetta nafn af
því að stjórnarformaðurinn Lilja
Skaftadóttir Benetov er sonardóttir
Skúla í Laxalóni. Eiginmaður henn-
ar Leonardo Benetov, sem rekurk
stóra afsteypugerð á listaverkum
og sýningarsal í Frakklandi, er
gjaldkeri fýrirtækisins. Hefur 20
manna hópur blaðamanna, stjórn-
málamanna og listafólks, sem er
áhugafólk um keppnina, dvalið hér
í viku, kynnt sér aðstæður og skoð-
að landíð.
» ♦ ■»----
Ný gangbraut-
arljós í Garðabæ
KOMIÐ hefur verið fyrir hnapp-
stýrðum umferðaryósum fyrir
fótgangandi á Vífilsstaðavegi
ofan gatnamóta við Bæjarbraut
og Stekkjarflöt.
Þessi nýju gangbrautarljós verða
tekin í notkun föstudaginn 2. sept-
ember klukkan 14, að því að segir
í frétt frá bæjarverkfræðingnum í
Garðabæ.