Morgunblaðið - 01.09.1988, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starfskraftur óskast
í íþróttahúsið Ásgarð, Garðabæ.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
53066.
íþróttafulltrúi Garðabæjar.
Gott lið
- góður „mórall“
Vegna aukinna umsvifa vantar okkurtvo stál-
hressa samstarfsmenn á lager.
Málningarverksmiðja Slippfélagsins,
Dugguvogi 4,
sími84255.
Aðstoðarfólk óskast við brauðabakstur.
Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Reykjavík
Hrafnista Reykjavík
Óskum að ráða starfsfólk í borðsal. Vakta-
vinna.
Uppiýsingar gefur forstöðukona í síma 30230
á milli kl. 10 og 12.
Vélavörður
Vélavörð vantar á mb. Fróða SH15 frá
Ólafsvík sem er á trollveiðum.
Upplýsingar í síma 93-61157.
Starfsfólk
óskast til verksmiðjustarfa.
Upplýsingar veitir verkstjóri á staðnum.
Sælgætisgerðin Drift,
Dalshrauni 10,
Hafnarfirði, sími53105.
Hjúkrunarfræðingur
með fjölþætta menntun/starfsreynslu ásamt
staðgóðri færni í Norðurlandamálum, óskar
eftir vellaunaðri atvinnu.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 9/9 '88 merkt: „H - 1320“.
Kennari - ritari
Kennara eða fóstru vantar eftir hádegi við
forskóladeild Kársnesskóla, Kópavogi. Einnig
vantar skólaritara í hálft starf eftir hádegi.
Upplýsingar í símum 41567 og 41219.
Skólastjóri
Suðumaður
Viljum ráða suðumann vanan rörasuðu í hita-
veitu. Aðeins vanur maður með full réttindi
logsuðu og rafsuðu kemur til greina.
Verkamenn
Viljum ráða duglega menn í almenna verka-
mannavinnu. Mikil vinna, frítt fæði.
Upplýsingar í síma 671210 eða á skrifstof-
unni, Krókhálsi 1.
Gunnarog Guðmundur,
Krókhálsi 1.
Hárgreiðsla
Hárgreiðslunemi óskast.
Upplýsingar í síma 83055, Hjá Dúdda, Hótel
Esju, frá kl. 8.30-13.30.
Röskur maður
Viljum ráða röskan, laghentan mann til starfa
við léttan iðnað.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Sólarglugga tjöld,
Skúlagötu 51,
Reykjavík.
Fiskvinnslustörf
Okkur vantar nokkra reglusama og spræka
starfsmenn á væntanlega haustvertíð. Það
er ævinlega nóg að gera hjá okkur. Húsnæði
á staðnum og að sjálfsögðu mötuneyti.
Upplýsingar í síma 97-81200.
S
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Fiskiðjuver.
Afgreiðslustörf
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf í verslun
okkar:
1. Sælgætissala.
2. Kjötafgreiðsla.
3. Bakarí.
4. Kassar.
5. Grænmeti.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á skrif-
stofu Miklagarðs, sími 83811.
/MKLIG4RDUR
MARKAÐUR VIÐSUND
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
lögtök
Mosfellsbær
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Gjaldheimtunnar í Mosfellsbæ
geta farið fram lögtök fyrir ógreiddum eftir-
töldum álögðum gjöldum 1988: Tekjuskatti,
eignarskatti, lífeyristryggingagjöldum at-
vinnurekenda, slysatryggingagjöldum at-
vinnurekenda, kirkjugarðsgjöldum, iðnlána-
sjóðsgjöldum, iðnaðarmálagjöldum, sérstök-
um skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði,
slysatryggingagjöldum vegna heimilis og
eignaskattsauka. Einnig fyrir hverskonar
gjaldhækkunum og skattsektum til ríkis- eða
bæjarsjóðs Mosfellsbæjar auk dráttarvaxta
og kostnaðar.
Lögtök þessi mega fara fram án frekari fyrir-
vara á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Gjald-
heimtunnar í Mosfellsbæ, að liðnum átta
dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar,
ef full skil hafa ekki verið gerð.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu,
16. ágúst 1988.
uppboð
Listmunauppboð
15. listmunauppboð Gallerí Borgar, í samráði
við Listmunauppboð Sigurðar Benediktsson-
ar hf., verður haldjð á Hótel Borg sunnudag-
inn 4. september kl. 15.30. Verkin verða
sýnd í Gallerí Borg föstudag frá kl. 10.00-
18.00 og laugardag kl. frá 14.00-18.00.
BORG
Pósthússtræti 9,
Austurstræti 10,
sími 24211.
landbúnaður
Jörð óskast
á leiðinni Reykjavík-Kirkjubæjarklaustur. Má
vera með mjög lélegan húsakost eða jafnvel
engan.
Upplýsingar í síma 42449 eftir kl. 18.00.
| nauðungaruppboð |
Nauðungaruppboð
annað og siðara á fasteigninni Múlavegi 17, Seyðisfirði, þinglesin
eign Gyðu Vigfúsdóttur en talin eign Lilju Kristinsdóttur, fer fram á
skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirðl, mánudaginn 5.
september 1988 kl. 10.00 fyrir hádegi efir kröfu Árna Halldórssonar
hrl. og Ara ísbergs hdl. Bæjarfógeti Seyðisfjarðar.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hafnargötu 46, Seyðisfirði, þinglesin eign Lárusar Ein-
arssonar, fer fram á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðis-
firöi, mánudaginn 5. september 1988 kl. 14.00 eftir kröfu Trygginga-
stofnunar rikisins og bæjarsjóðs Seyðisfjarðar.
Bæjarfógeti Seyðisfjarðar.
| fundir — mannfagnaðir |
Lionsfélagar
- Lionessur
Fyrsti samfundur starfsársins verður í Lions-
heimilinu, Sigtúni 9, í hádeginu á morgun,
föstudaginn 2. september.
Fjölbreytt dagskrá. - Fjölmennið.
Fjölumdæmisráð.