Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 38

Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Öiyggí og góð ávöxtun í fyrirrúrni. Þegar óháöir veröbréfasjóðir komu til sögunnar, en þar var Ávöxtun s.f. í fararbroddi, tókst aö tryggja hag sparifjáreigenda. Starfsmenn Veröbréfasjóös Ávöxtunar h.f. hugsa fyrst og fremst um það aö tryggja hag sparifjáreigenda og dreifa áhættunni meö skynsamlegum fjárfestingum, þar sem krafa er gerð um góða ávöxtun. Reynsla Ávöxtunar s.f. í fjármálaráðgjöf, ávöxtunarþjónustu og veröbréfaviö^kiptum kemur eigendum Ávöxtunarbréfa til góða. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: ÁVÖXTUNARBRÉF 12 mán. 14,1% REKSTRARBRÉF MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR. 3 mán. 6 man 15,0% 14,0% 3 man. 6 man. 18,0% 19,68% Þýskalandi, mest í Hamborg. Þegar hann hvarf frá Stóru-Borg réðst hann sem framkvæmdastjóri Pöntunarfélags Verkamannafé- lagsins Hlífar {Hafnarfirði og starf- aði sem slíkur til 1937 er það sam- einaðist öðrum pöntunarfélögum í Reykjavík og á Reykjanesi og Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis var stofnað. Þá tók hann við starfi félagsmálafulltrúa Kron og vann sem slíkur til 1942. Það var fyrir orð Eysteins Jóns- sonar fyrrv. ráðherra að Guðmund- ur réðst til Tímans. Sem fram- kvæmdastjóri og auglýsingastjóri Tímans starfaði hann til 1948. Starfsemi Tímans var þá í Edduhús- inu og á þessum árum vann Guð- mundur auðvitað mikið starf fyrir Framsóknarflokkinn. Árið 1949 urðu nokkur þáttaskil í lífi Guðmundar. Það ár gerðist hann bóndi í Kollafirði en þar bjó hann til 1961. Það er líklega árið 1961 sem hann selur ríkinu Kollafjörð til nota undir laxeldisstöð. Guðmundur er mikill áhugamaður um laxeldi. Á þessum árum voru umræður famar að aukast um lax- og sil- ungseldi. Skúli á Laxalóni hóf eldi á regnbogasilungi og Stangaveiði- félag Reykjavíkur rak klakstöð fyr- ir lax við Elliðaárnar. Klakstöðvar höfðu verið reístar á nokkrum stöðum á landinu og gefist vel. Guðmundur hreifst af þeim möguleikum sem hann sá fyrir sér í laxeldi. Einkum hafði hann hug- ann við að auka með því tekjur þjóð- arinnar, Guðmundur hefur sagt mér að hann hafi á þessum árum séð fyrir sér stórkostlegt eldi göngu- seiða og sleppingar í sem flestar ár. Gildrur áttu að taka hluta laxins en hluta áttu veiðimenn að veiða. Þama var Guðmundur í raun að hugsa um hafbeit. Hjá Veiðimálastofnun gerðu menn sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að ríkið reisti eldisstöð. Velja þurfti stað er uppfyllti nokkur ákveðin skilyrði. Staðurinn þurfti að vera við sjó, hafa nægt hreint vatn, helst eitthvert heitt vatn og vera nálægt Reykjavík, þannig að eftirlit og rekstur stofnunarinnar væri auðveldari. Leitað var eftir því við Guðmund að hann léti land af jörð sinni und- ir eldisstöð. Síðar kom inn í umræð- una, að ekki væri heppilegt að vera með búskap í nágrenni eldisstöðvar vegna mengunar. Þar kom að Guðmundur seldi ríkinu jörðina þannig að þessi draumur um laxeldisstöð í Kolla- firði gæti ræst. Mun þar einkum tvennt hafa komið til. Annars vegar brennandi áhugi Guðmundar á fiskeldi og þeim framfömm sem af því gætu leitt þjóðinni til hagsbóta og hins vegar það að honum mun hafa þótt jörð- inni sómi sýndur með því að slík framfara- og framtíðarstofnun sem laxeldisstöðin er, rísi þar. Hann hafði það þá í huga, að ef afkomendur sínir vildu síðar hefja búskap væri víða framboð af ágæt- um jörðum. Margir höfðu áhuga á þessum framkvæmdum, en þó munu þeir hafa verið of fáir fyrst í stað. Síðar óx áhugi manna enn meir og hygg ég að Guðmundur hafí átt dijúgan þátt í að glæða áhuga manna. Sjálfur kynntist ég því síðar að fáir munu lagnari við málflutning en Guðmundur, en hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum til að sann- færa menn og jafnvel telja þeim hughvarf. Nú er Kollafjarðarstöðin orðin snar þáttur í laxeldi á íslandi og reynslan sem þar hefur fengist ómetanleg, bæði í eldi seiða og hafbeit. Hygg ég þegar litið er yfír þessa sögu að segja megi að öllum öðrum ólöstuðum að æði mikið muni um þátt Guðmundar Ti-yggvasonar. Þegar Guðmundur hætti búskap hóf hann á ný störf fyrir Framsókn- arflokkinn. Á skrifstofu fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna starfaði hann til ársloka 1975 en síðan hef- ur hann sinnt ýmsu fyrir flokkinn í ígripum. Það var á þessum árum, sem ég kynntist Guðmundi. Þá var Þráinn Afmæliskveðja: Guðmundur Tryggva- son frá Kollafirði Minn gamli vinur, Guðmundur Tryggvason, er áttræður í_ dag. Svona líður nú tíminn hratt. Ósjálf- rátt hvarflar hugurinn aftur í tímann. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar hann var skrifstofu- stjóri fulltrúaráðs Framsóknarfé- laganna í Reykjavík. Ég var þá að stíga mín fyrstu skref í stjórn- málabaráttu og oft þótti mér gott að sækja ráð til Guðmundar. Guðmundur var óvenjulega gjör- hugull á alla hluti og er enn þrátt fyrir háan aldur. Líklega eru það sterkust skap- gerðareinkenni hans hversu fast og fimlega hann rökstyður skoðanir sínar og setur mál sitt skýrt fram. Þegar ég hugsa aftur til þessa tíma og sé Guðmund fyrir mér við skrif- borðið á flokksskrifstofunni fínn ég að um leið koma í hug mér orðin vitsmunir og rökfesta. Guðmundur Tryggvason fæddist að Klömbrum í Vesturhópi í Vest- ur-Húnvatnssýslu 1. september 1908. Foreldrar hans voru Bjöm Tryggvi Guðmundsson bóndi þar og kona hans, Guðrún Magnús- dóttir. Foreldrar Guðmundar flutt- ust nokkru síðar að Stóru-Borg í sömu sveit og þar ólst hann upp næstelstur sex systkina. Föður sinn missti Guðmundur er hann var á tíunda ári. Hann vann að búi móður sinnar til 27 ára ald- urs, en þá giftist Margrét systir hans og maður hennar kom að bú- inu. Jafnframt vann Guðmundur á þeim árum við bamakennslu í sveit- inni og oft við vegavinnu. Guðmundur las á þessum ámm mikið eins og reyndar alla tíð síðan og tókst að ná sér í þéttingsmikið af bókum. Hann hefur alla tíð haft gaman af að lesa um landafræði, náttúmfræði, ævisögur og er reyndar alæta á bækur. Guðmundur stunclaði nám í Sam- vinnuskólanum 1924—25, og 1928—29 var hann við málanám í Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 ÁVftXTUN 8f 40)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.