Morgunblaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
Valdimarsson framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins. Samstarf
þeirra Guðmundar var mjög gott.
Oft hefí ég heyrt á Þráni, að hann
telji Guðmund einhvem allra besta
samstarfsmann sem hann hafl haft.
Guðmundur var líka traustur í
starfi og gætti þess vel sem honum
var trúað fyrir.
' Á þessum árum var oft gaman
að koma á flokksskrifstofuna, enda
lögðu margir þangað leið sína.
Guðmundur var ævinlega reiðu-
búinn að ræða mál sem hann taldi
horfa til framfara enda er hagur
þjóðarinnar honum ofarlega í huga.
Hann er hafsjór af fróðleik, les
griðarlega margt og leitar sér upp-
lýsinga um alla hluti. Það var ekki
bara fískeldið. Guðmundur er hug-
sjónamaður. Ef ég man rétt, var
hann t.d. farinn að ræða lúpínurækt
til þess að græða landið löngu áður
en almenningur gerði sér grein fyr-
ir þeim möguleika.
Frá orðræðum á þessum árum
minnist ég þess sérstaklega að
Guðmundur sá ævinlega margar
hliðar á hveiju máli.
Minnisstætt er mér að einhveiju
sinni ræddum við grein, þar sem
greinarhöfundur lagði sig í fram-
króka við að lýsa konu. Ég taldi
lýsinguna svo góða að þekkja mætti
konuna og lífsviðhorf hennar af
greininni. „Vera má það“, sagði
Guðmundur, „en þó hygg ég að
þessi grein segi meira um greinar-
höfund en konuna sem hann er að
lýsa.“
Ég varð undrandi við, en eftir
dálitla umhugsun sá ég að Guð-
mundur hafði enn einu sinni
skyggnst dýpra en ég. Með lýsing-
um sínum lýsti greinarhöfundur
auðvitað mest því, sem hann sjálfur
taldi frásagnar vert.
Guðmundur flytur mál sitt á þann
hátt sem fáum er lagið. Með meitl-
uðum setningum án stóryrða kveð-
ur hann skýrt að orði. Stundum
finnst mér að þannig geti aðeins
þeir talað, sem ungir hafa lesið ís-
lendingasögumar og lesið þær vel.
Til Guðmundar var ævinlega leit-
að við kosningar. Það var flokknum
ómetanlegt enda var hann ævinlega
skyggn á aðalatriði og samræðu-
snilli hans á fárra valdi.
Guðmundur hefur auðvitað gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum.
Hann var hvatamaður að stofiiun
Kaupfélags Kjalamesinga 1950 og
fyrsti formaður þess. Hann var í
stjóm KRON 1948—50 og heiðurs-
félagi Framsóknarfélags Reykja-
víkur. Hann var endurskoðandi
Búnaðarbankans 1949—79 og tók
þátt í bókaútgáfu, Snælandsútgáf-
unni hf. 1945—49. Hann sá um
útgáfu blaða og, bæklinga fyrir
KRON og síðar fyrir Framsóknar-
flokkinn. Margar greinar hefur
hann ritað og mest um samvinnu-
mál.
Guðmundur Tryggvason giftist
20. febrúar 1937 Helgu, dóttur
Kolbeins Högnasonar í Kollafirði
og fyrri konu hans, Guðrúnar Jó-
hannsdóttur kennara. Þau Helga
eignuðust fímm böm, 3 dætur og
2 syni, og bamabömin em orðin
mörg.
Konu sína missti Guðmundur
1985.
Starfsferill Guðmundar Tryggva-
sonar er orðinn langur. Við fram-
sóknarmenn eigum honum mikið
að þakka.
Sjálfur tel ég mér það happ að
hafa átt þess kost að kynnast hon-
um.
Þegar ég heimsótti Guðmund
síðast á Miklubrautina kom gamli
maðurinn til dyra. Röddin hlýleg
og vinsemd í augum. Við tókum tal
saman um heima og geima. Heilsan
mætti vera betri, en em er Guð-
mundur, hugsunin skýr og minnið
gott. Drepið var á dyr og inn kom
dóttursonur hans, með vasklegri
ungum mönnum sem ég hefi séð.
Auðséð þótti mér að kært var
með þeim þó aldursmunur væri all-
nokkur.
Þá ósk á ég besta til Guðmundar
Tryggvasonar á áttræðisafmæli
hans, að hann fái enn um ókomin
ár að njóta góðrar heilsu og bjarts
ævikvelds.
Það vona ég líka að bamabömin
nái að kynnast þessum athyglis-
verða manni og festa í minni ævi
hans og viðhorf.
Hamingjuóskunum fylgja síðan
þakkir frá framsóknarmönnum.
Þakkir fyrir vel unnin störf, fyrir
öll sporin, fyrir samveruna og sam-
vinnuna, hugmyndimar og ábend-
ingamar og síðast en ekki síst fyr-
ir vináttuna.
Guðmundur G. Þórarinsson
Áttræður er í dag, 1. september
1988, Guðmundur Tryggvason
fyrrum bóndi í Kollafirði á Kjalar-
nesi.
Guðmundur er fæddur og upp-
alinn í Húnaþingi og Húnvetningur
.í föðurkyn en Austur-Skaftfellingar
í móðurætt. Hann er samvinnu-
skólamaður og stundaði framhalds-
nám í Þýskalandi. Ungur rak hann
bú með móður sinni á Stóm-Borg
og stundaði þá kennslu meðfram
en vann síðar um langt árabil að
félagsmálum og atvinnurekstri.
Hann var framkvæmdastjóri Pönt-
unarfélags Verkamannafélagsins
Hlífar, félagsmálafulltrúi KRON og
framkvæmdastjóri Tímans og
Framsóknarflokksins. Hann sat í
stjóm KRON um skeið, varð síðar
frumkvöðull að stofnun Kaupfélags
Kjalarnessþings og fyrsti formaður
þess. Um árabil var hann éndur-
skoðandi Búnaðarbankans. Eftir að
hann brá búi í Kollafírði gerðist
hann skrifstofustjóri fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í Reykjavík
uns hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Þessi afmæliskveðja og þökk,
sem hér er skráð, er einkum tengd
minningum úr Kollafírði en þar
bjuggu þau Helga heitin Kolbeins-
dóttir og Guðmundur frá 1948 til
1961 er laxeldisstöð var stofnsett
á jörðinni. Þar áttum við systkinin,
systurböm Helgu, ævinlega annað
heimili. í rauninni mótuðumst við
þar jafnt sem af Hlíðahverfínu og
við búúm enn að þeirri fyrstu gerð.
Ekkert ómak var of mikið fyrir
okkur gert í Kollafírði og í öllu
vorum við systkinin þar eins og eig-
in böm þeirra hjóna. Þess er minnst
og skal þakkað.
Þegar Guðmundur stendur nú á
áttræðu minnist ég margra ógleym-
anlegra stunda með þessum leiftur-
gáfaða manni. Mér hefur orðið það
ómetanlegt að hann tók'mig dreng-
staulann, í trúnað sinn og ræddi
við mig eins og fullþroskaðan mann
um háleit efni, fi-amkvæmdir,
byggðamál og bókmenntir. Hann
var stórhuga og var alltaf að bijót-
ast í einhveiju, reyna eitthvað, taka
upp á einhveiju sem braut viðjar
vana og hversdags. Sumt tókst,
annað gekk ekki. Guðmundur er
makalaus kvæðasjóður og kveður
þungt að þeim hendingum sem hrifa
hann. Fyrstu kynni mín af sam-
vinnumálum og kaupfélagsskap eru
stundirnar hjá Guðmundi og hann
trúir því víst varla að enn man ég
mörg orð hans um þau eftii eins
og sögð hefðu verið í gær. Og enn
er ég að læra að skilja og meta
ýmislegt af þvf sem hann sagði.
Við systkinin úr Lönguhlíðinni
færum Guðmundi innilega kveðju
og margfalda þökk á þessum merk-
isdegi á langri ævi hans. Við óskum
frænkum og frændum til hamingju
með föðurinn. Megi Guðmundur
Tryggvason enn eiga mörg góð ár.
Jón Sigurðsson
lnnilegar þakkir fœrum við öllum þeim, œttingj-
um og vinum, sem glöddu móður okkar,
KRISTÍNU HREIÐARSDÓTTUR, með heim-
sóknum, skeytum og gjöfiim á 100 ára afirnœli
hennar 19. ágúst. Einnig þökkum við sambýl-
is- og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin frá Presthúsum ogfóstursonur.
hot“
Víctor
Borge
hinn frábæri háðfugl,
skemmtir í kvöld,
fimmtudagskvöld, á Hótel íslandi.
Verð kr. 2.500,-
Húsiðopnaðkl. 20.00.
Uppseft a morgun,
föstudagskvöldið 2. september.
Missið ekki afþessum einstaka
listviðburði á íslandi.
Borða- og miðapantanir
ísíma 687111.
kenns/a
Tónlistarskóli
s 'Tarðabæjar
Smiðsbúð 6, sími42411
Forskóli, hljóðfæradeildir, söngdeild.
Tekið á móti umsóknum um skólavist til 8.
september.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 14-18.
Skóiastjóri
Gerpla - fimleikar
Innritun byrjenda stendur yfir í símum 74925
og 74907. Æfingatöflur afhentar mánudag-
inn 5. september.
Nánar auglýst í föstudagsblaði.
íþróttafélagið Gerpia.
Landakotsskóli
Landakotsskóli verður settur 6. september n.k.
Börnin mæti sem hér segir:
6. bekkur kl. 09.30.
5. bekkur kl. 10.00.
4. bekkur kl. 10.30.
3. bekkur kl. 11.00.
2. bekkur kl. 11.30.
1. bekkur kl. 13.00.
Undirbúningsdeild kl. 14.00.
Skólastjóri.
I ti/ sö/u |
Skyndibitastaður og
söluturn
Tvær lóðir til sölu undir skyndibitastað og
söluturn meðfram einni umferðarmestu götu
á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar í síma 82312.
Seiðaeldisstöð
Til sölu er seiðaeldissstöð þrotabús Vatna-
gulls hf. í Landmannahreppi, Rangárvalla-
sýslu. Eignin er nánar tiltekið:
1. Eldishús, bárujárnsklætt, um 300 fm að
stærð, ásamt eldiskerjum, lögnum, fóðr-
urum, öryggiskerfi og tilheyrandi búnaði.
2. Steyptur grunnur að ca 2200 fm eldis-
húsi.
3. 6 útiker úr bárujárni, ásamt vatnslögnum
og dælum.
4. Vatnsréttindi að heitu og köldu vatni,
ásamt dælum og lögnum.
5. Dieselrafstöð (á kaupleigusamningi).
6. Um 350.000 laxaseiði sem nú eru í fóðrun
í stöðinni.
Tilboðum skal skilað til undirritaðs fyrir 9.
september nk., og veitir hann jafnframt allar
frekari upplýsingar.
Selfossi, 31.8. 1988
Ingimundur Einarsson, hdl.,
bústjóri í þrotabúi Vatnaguiis hf.,
Tryggvagötu 2a, Selfossi,
sími 98-21265.