Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 46

Morgunblaðið - 01.09.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988 Minning: Sigríður Oddsdótt- ir Benediktsson Fædd 18. september 1907 Dáin 29. ágúst 1988 í dag verður til moldar borin Sigríður Oddsdóttir Benediktsson, sem lést á elliheimilinu Grund að morgni 29. ágúst, eftir langvarandi veikindi. Með henni er horfín af sjónarsviðinu hin mætasta kona, skyldurækin og vönduð húsmóðir, að ioknu löngu ög merku lífsstarfi. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Finnboga Amadóttir og Oddur Jónsson, héraðslæknir í Miðhúsum í Reykhólasveit. Hún missti föður sinn aðeins 13 ára gömul og flutt- ist ári síðar til Akureyrar ásamt móður sinni og Guðrúnu systur sinni. Lauk hún þar gagnfræða- prófí með mikiili piýði, en varð að láta staðar numið þegar að mennta- skólanámi kom, vegna féleysis. Hóf hún þá störf hjá Landssímanum á Akureyri og vann hjá símanum síðar á Borðeyri og í Reykjavík. Á Akureyri kynntist hún verðandi eig- inmanni sínum, Stefáni Má Bene- diktssyni, sem verið hafði við nám í Berlín í Þýzkalandi, en varð að hverfa heim. Hann var sonur Ein- ars skálds Benediktssonar, sem kunnugt er. Þau giftu sig árið 1931 og reistu heimili sitt hér í Reykjavík og bjuggu á ýmsum stöðum, m.a. á Reynimel 73 og síðast á Marar- götu 3, þar sem Stefán Máir lést aðeins 38 ára að aidri. Þau eignuð- ust 5 mannvænleg böm, sem þurftu að sjá á bak föður sínum ung að árum, það elsta 12 ára og yngsta íjögurra ára. Böm þeirra eru: Ein- ar, sendiherra, Katrín Svala, Val- gerður Þóra, Oddur prófessor og Ragnheiður Kristín. Stefán Már eignaðist hlut í Versl- uninni Brynju og rak hana í félagi við aðra á kreppuárunum. Þá fékkst hann einnig við bókaútgáfu þrátt fyirir margskonar erfíðleika á þeim árum. Auk þess kenndi hann ensku, sem honum var töm eins og móður- málið. Eftir andlát eiginmanns síns hélt Sigríður eignarhiut sínum í Brynju um skeið og Svala dóttir hennar hóf þar störf að loknu námi í Kvennaskólanum. Tókst Sigríði með sérstakri alúð og dugnaði að koma bömum sínum til mennta, eftir því sem hugur þeirra stefíidi til. Hún leit alia tíð á það sem hlut- verk sitt að veita hjáip og aðstoð, jafn vandalausum og sínum eigin bömum og bamabömum. Kom það ekki síst fram í starfi hennar og umönnun vistmanna á hjúkmnar- og elliheimilinu Grund um árabil. Ég bið ijölskyldu hennar, bömum og bamabömum, blessunar í nútíð og framtíð. Á.S. Það kom mér ekki á óvart er ég las dánarfregn gömlu, góðu vin- konu minnar, Sigríðar Benedikts- son, en þannig kölluðum við hana ávallt í gamla daga. Sigríður fæddist að Miðhúsum, Reykhólasveit, þar fæddist og eina systir hennar Guðrún en með þeim var ávallt mikili kærleikur. Foreldrar þeirra voru Oddur Jónsson héraðslæknir þar og Finn- boga Ámadóttir, Hópstöðum Reyk- hólasveit. Þegr Oddur deyr 1920 eru dæt- umar ungar, Sigríður 13 ára og Guðrún 11 ára. Þá var erfítt í ári að kosta þær til náms fyrir ein- stæða móður eins og óskir Finnbogu voru. Ári síðar flytur hún samt með dætumar til Akureyrar þar sem Sigríður lýkur gagnfræðaprófi með láði en fer síðan að vinna hjá Landsíma íslands bæði á Akureyri, Borðeyri og Reykjavík. Á Akureyri kynnist hún tilvon- andi eiginmanni sínum Stefáni Má Benediktssyni þá nýkominn heim ftá námi í Berlín en þar varð hann að hætta vegna fyrra stríðs. Þau giftust svo hér í Reykjavík 1931 og eignuðust 5 indæi fyrirmyndar böm en þau era: Einar, Svala, Þóra, Oddur og Ragnheiður. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast þessum ungu hjónum í blóma lífsins, Stefáni Má þæði sem sam- starfsmanni og meðeiganda í verzl- uninni Brjmjú og tel ég það eitt af mínum gæfusporam að hafa fengið að kynnast slíkri visku og víðsýni sem hann hafði oft fram að færa þó á stundum gætu hugsjónir hans farið ofar skýjum. Samvinna okkar var með ágætum, en þegar margir ráða geta hjólin snúist hraðar en við ætlum. Sigríði þekkti ég að sjálfsögðu á annan hátt en sá þó að allt húshald og húsmóðurstörf vora svo einlæg og elskulega unnin að eftirtekt vakti. Þá minnist ég þess er erfið- leikar sóttu heim þesssa fjöiskyldu, það umburðarlyndi, sjálfsstjórn og gæði sem Sigríður átti þá að fáar konur minnist ég að hafa hitt slíkar. Mann sinn missir hún á sviplegan hátt 1945, aðeins 38 ára gamlan og þá ftá 5 bömum, 6—14 ára ald- urs. Þá vora ekki neinar trygginga- bætur fyrir ekkjur eða einstæðar masður komnar svo það féll í henn- ar hlut að koma bömum sínum til mennta eins og hugur þeirra stóð til. Sigríður var vel menntuð og fjöl- hæf kona, vann mikið og allan eign- arhlut sinn í verzl. Brynju notaði hún til að mennta sín blessuð böm. Það var hennar mikla gleði að sjá að lokum gæfuríkan framgang þeirra og frama endurgreiða erfiði hennar og áhyggjur. Bömum, bamabömum og mök- um sendi ég mína einlægu samúð. Guð blessi ykkur öll. Björn Guðmundsson Sigríður Oddsdóttir Benediktsson tengdamóðir mín er Iátin að lokinni viðburðaríkri ævi. Hún fæddist í Miðhúsum í Reyk- hólasveit, dóttir hjónanna Odds Jónssonar héraðslæknis og Finn- bogu Ámadóttur. í bemsku var hún fyjrkálfur hinn mesti, hneigð til útivinnu og hafði mikið dálæti á hestum, sem æ síðan. Á unglingsár- um, að föður sínum látnum, lauk hún gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Að því loknu hóf hún störf’ við Landsimann á Akureyri, síðar á Borðeyri og loks í Reykjavík. Inntökupróf í Mennta- skólann í Reykjavík tók Sigríður og stóðst 'með prýði en hafði ekki efiii á skólagöngu og hélt áfram að vinna við Landsímann. Eiginmaður Sigríðar varð Stefán Már Benediktsson, fættur 24. júlí 1906. Hann Iést 12. febrúar 1945 en þá hafði þeim orðið fimm bama auðið. Þau era Einar f. 30. apríl 1931, Katrín Svala f. 14. apríl 1943, Valgerður Þóra f. 8. maí 1935, Oddur f. 5. júní 1938 og Ragn- t Móðir okkar og tengdamóðir, WERA SIEMSEN, Laugateig 3, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 2. september, kl. 13.30. Gústav Magnús Siemsen, Dagbjört A. Siemsen, Hilda Lís Síemsen, Sigurbergur Árnason. heiður Kristín f. 27. desember 1939. Eftir lát Más helgaði Sigríður líf sitt uppeldi og menntun bama sinna. Á þeim áram er ég fyrst kynnt- ist Sigríði vora þijú elstu bömin flogin úr hreiðrinu og Þóra um það bil að taka flugið. Eg kynntist þá greindri og menntaðri konu, sem hafði gaman af bókmenntum, fylgdist vel með stjómmálum og hafði unun af sígildri tónlist. Enn- fremur var hún trúuð og kirkjuræk- in. Okkur unglingunum sem voram á fleygiferð út og inn á heimili henn- ar tók hún vel, bakaði margar brúntertur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu og ræddi við okkur eins og fúllorðið fólk. Ferðalög urðu snar þáttur í lífi Sigríðar um tíma. Fór hún bæði austur um haf og vestur og héim- sótti böm sín. Alls staðar var hún fljót að kynnast fólki og nýjum aðstæðum og hvarvetna vel tekið. Hún varð sannkaliaður heimsborg- ari. En þótt Sigríður hefði víða farið og margt séð, var henni samt einn staður öðram kærari. Það var sum- arbústaður hennar, Árdalur í Borg- arfirði. Þar átti hún margar góðar stundir með vinum sínum, bömum og bamabömum. Þar var hún drottning. Síðasta ferðalag hennar var einmitt upp í Árdal þann 12. ágúst síðastliðinn. Hún gladdist jrfir endurbótum, sem gerðar höfðu verið nýlega og kvaddi sátt Dalinn sinn. Blessuð sé minning hennar. Haukur Filippusson Í dag er kveðjustund. Vinir, Qöl- skylda og frændfólk kveður Sigríði Oddsdóttur hinstu kveðju. Sigríður lést 29. ágúst sl. Hún fæddist 18. september 1907 í Miðhúsum, Reyk- hólasveit. Foreldrar hennar vora hjónin Finnboga Ámadóttir og Odd- ur Jónsson, læknir. Föður sinn, Odd lækni, missti hún 13 ára gömul. Þá fluttu þær mæðgur, ásamt Guð- rúnu systur hennar, suður til Reykjavíkur. Sigríður lauk gagn- fræðaprófi og vann við ýmis störf uns hún giftist, þá 24 ára gömul Stefán Má, verslunarmanni. Hann var sonur Valgerðar og Einars Benediktssonar skálds. Mann sinn missti hún 1945, þá vora böm þeirra orðin fimm, á aldrinum 5 til 14 ára. Elstur var Einar f. 1931, nú sendiherra í Brassel, þá Katrín Svala f. 1934 búsett í Ameríku, þá Valgerður Þóra, f. 1935, bókasafíis- fræðingur, síðan Oddur f. 1937 prófessor og loks Ragnheiður Kristín f. 1939, kennari. Við síðasta „manntal" okkar frændsystkinanna vora bamaböm Sigríðar 19. Fyrstu frásögn af Siggu frænku hefi ég er hún I bemsku vestur I Miðhúsum var sólargeisli ömmu sinnar og okkar beggja, Kristínar Hallvarðsdóttur. Samferðarkona ömmu okkar segist minnast Kristín- ar með hlýju og aðdáun. Hún dáði ömmu fyrir glaðværð og léttlyndi, sem breyttist ekki hvemig sem stormamir blésu og hún virti hana svo mikið fyrir manngöfgi hennar. Mitt hugboð er að þessi ættarfylgja ömmu hafi fylgt þeim mæðgum og ekki síst Sigríði allt æviskeið henn- ar. Það hefur verið erfitt ungri stúlku, sem hugði á langskólanám að missa föður og fyrirvinnu heimil- is. Það hefur ekki síður verið erfítt að missa eiginmann frá fimm ung- um bömum. Þessi tvö örlagaatvik era hér sérstaklega dregin fram. Þau sýna best hvemig Sigríður var fær um að mæta sínum örlögum og heyja sína lífsbaráttu. Ég átti fá tækifæri til að kynn- ast Siggu frænku. í sumarbústaðn- um í Ardal í Borgarfirði átti fjöl- skyldan unaðsríka daga í áratugi. Þar dvaldi Sigga oft með bömin sín og síðar bamabömin á sumrin. Þangað leit ég inn til hennar og dvaldi um stund. Sú dvöl fullvissaði mig um að ávallt var véllíðan gesta og fiölskyldu höfð í fyrirrúmi. Þar sagði hún mér frá broti úr ævisögu sinni. Eitt tímbilið var hún að gæta bamabama sinna í París og strax og því lauk fór hún til Ameríku til þess að dvelja þar um eins árs skeið hjá dóttur sinni og bamabömum þegar tengdasonur hennar var kall- aður til þess að beijast í stríðinu í Víetnam. Hennar heimili og hugsjón var að fylgja bömum og bamabömum eftir. Sú skamma stund er ég dvaldi í Árdal fullvissaði mig um að ættar- fylgja ömmu og góðar fyrirbænir hafa fylgt Siggu frænku alla tíð. Það er einnig mitt hugboð að glað- værð hennar, léttlyndi og mann- kostir hafi einmitt á örlagastundum hennar veitt henni þann dug og kjark að láta ekki bugast. Nú á kveðjustundu veit ég að við minn- umst hennar með þökk fyrir hin góðu kynni, en íjölskyldan finnur nú að leiðarlokum og á kveðju- stundu mannkosti hennar, þrek og ástúð. Hún bar sólargeisla inn I líf þeirra er kynntust henni. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Þorarinsson „Að eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort lif, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öilum oss faðminn breiðir." Þessar kunnu ljóðlínur Einars Benediktssonar komu upp í huga mér er ég heyrði lát þeirrar ágætu konu Sigríðar Oddsdóttur Bene- diktsson, en hún lést að morgni 29. ágúst sl. tæplega 81 árs að aldri. Sigríður var fædd 18. september 1907 að Miðhúsum í Reykhólasveit, dóttir hjónanna Finnbogu Ágústs- dóttur og Odds Jónssonar læknis. Eina systur átti Sigríður, Guðrúnu, en hún andaðist á sl. ári. Þær syst- ur vora mjög samiýndar allar tíð. Þær misstu föður sinn 1920, en nutu uppeldis ástríkrar og dugmik- illar móður og fengu það veganesi, sem entist þeim alla ævi, heiðar- leika, dugnað og festu. Sigríður var gift Stefáni Má Benediktssyni — Einars Benedikts- sonar skálds, en hann lést 12. febrú- ar 1945, langt um aldur fram. Böm þeirra Sigríðar og Stefáns Más era fimm. Einar Benediktsson sendi- herra, Svala Daly búsett í Banda- rílq'unum, Valgerður Þóra Bene- diktsson bókasafnsfræðingur, Odd- ur Benediktsson prófessor og Ragn- heiður Kristín Benediktsson kenn- ari. Bamaböm Sigríðar eru 17 tals- ins. Sigríður fylgdist af alhug með framgangi niðja sinna og naut þess að fá að sjá mannvænleg hóp vaxa og dafna. Með Sigríði er genginn stórbrot- inn og merkur persónuleiki, sem öllum þeim er henni kynntust mun verða minnisstæður, fyrir margar sakir. Hún hafði til að bera eigin- leika, sem settu mark sitt á allt hennar nánasta umhverfi. Það sem einkenndi hana helst var skapfesta og dugnaður samfara góðvild og kærleika. Hún var smávaxin og fíngerð en af henni geislaði styrk- leiki og innri ró svo sem engum duldist að þar fór einbeittur og stað- fastur einstaklingur. Ég minnist þess að faðir minn sagði eitt sinn um Sigríði „þessi litla og fíngerða kona getur gert það sem hún ætlar sér og það sem meira er, hún gerir það.“ Á viðkvæmu skeiði ævi sinnar missti Sigríður mann sinn, langt um aldur fram og stóð þá ein uppi með börnin sín fimm, það yngsta aðeins 6 ára gamalt. Það má nærri geta hvert slíkt áfall hefúr verið. En það var ekki í eðli Sigríðar að láta deigan síga eða gefast upp. Hún hélt ótrauð þann veg að ala upp böm sín og koma þeim til vits og ára. Hún setti metnað sinn í það starf og uppskar sín laun í því að sjá vonir sínar rætast í mannvæn- legum bömum. Foreldrahlutverk sitt rækti hún af mildi og skyn- semi. Hún var ákveðin en réttlát. Ég tel að hún hafí kunnað þá list að fá sitt fram með því að rétta bömum sínum hendina en lofa þeim að ráða ferðinni og þannig verið þeim sú stoð og stytta, sem öllum er kærkomin þegar fetaðir era hin- ir margvíslegu stigar mannlífsins. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnast Sigríði á æskuáram mínum en vináttubönd hafa haldist óslitið á fjórða áratug. Margar minningar hrannast upp í huga mér er ég minnist Sigríðar, allar ljúfar og góðar. Mér er minnis- stætt hversu gott var alltaf að koma á Marargötuna, þar sem tekið var á móti manni opnum örmum, með því hlýja brosi, sem fylgdi Sigríði alla tíð. Ég minnist þess að þrátt fyrir annríki móður og uppalanda, virtist Sigríður alltaf hafa tíma af- lögu til að spjalla og gefa góð ráð. Ég minnist þess hversu annt hún lét sér um vini bama sinna og fylgd- ist með gleði þeirra og bersnkubrek- um. Hvemig hún gat sett ofan í við mann, ekki særandi eða espandi, heldur á þann hátt að maður gat ekki annað en gefið því gaum. Ég minnist þess- að í hvert sinn er ég hitti Sigríði sýndi hún óblandinn áhuga á því að fylgjast með þvi sem ég var að aðhafast hveiju sinni, áhuga fyrir fjölskyldu minni og því hvemig henni vegnaði. Atvikin hö- guðu því þannig að ég fékk tæki- færi til þess að fylgjást náið með Sigríði síðustu árin, þegar veikindi höfðu sett mark sitt á þessa ágætu og elskulegu konu. Þrátt fyrir erfið veikindi fann ég alltaf til hins síðasta, „gömlu góðu Sigríði", sem vildi hjálpa og leiðbeina, vildi taka þátt í og vera með. Sigríður var trúuð kona, sann- færð og viss í trú sinni. Ég veit að þangað sótti hún styrk og huggun á erfiðum stundum. Bænir ættingja hennar og vina munu nú fylgja henni yfir móðuna miklu. Ég votta bömum, tengdabömum og bama- bömum innilega samúð og kveð góðan vin með ljóðlínum Einars Benediktssonar. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðarörmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borin, hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tiyggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast Hér er nú starfsins endi. í æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Margrét S. Einarsdóttir í dag, fimmtudaginn 1. septem- ber, verður til moldar borin amma okkar, Sigríður Benédiktsson. Amma var yndislegasta mann- eslqa sem við höfum kynnst því hún gaf okkur meira en tfma og þolin- mæði, hún gaf okkur alla sína ást. Enginn hefur haft svo sterk áhrif á hugsanir og atferíi okkar sem hún. Heilræði hennar vora alltaf efst ( hugum okkar þegar eitthvað bjátaði á. Við lærðum mest af henn- ar einfalda lífsstíl, nægjusemi og óendanlegu gjafínildi. Með sinni bjargfostu trú og lífskrafti var hún snillingur í að gera vandamál okkar að engu. Þau okkar sem bjuggum erlendis áttum ætfð annað heimili á íslandi, og það var hjá ömmu. Amma fylgdist af ótrúlegum áhuga með öllu því sem var að gerast í heiminum og vildi óspart miðla þessum áhuga sínum. Hún var svo vel að sér í öllum málum að ekki var hægt annað en að fyllast sama áhuga. Við bamabömin skrífum þessa greín til að sína hversu rík við telj- um okkur vera að hafa átt hana að. Frá barnabörnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.