Morgunblaðið - 01.09.1988, Síða 57
—^urrr WTVbtlMSfc OIG' ET/UníIOT/
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Danir vilja mæta íslend-
ingum á Idrætsparken!
DANSKA knattspyrnusam-
bandið hefur boðið islending-
um ieik á Idrætsparken 28.
september, og ræðst það á
allra næstu dögum hvort af
viðureign þjóðanna verður.
Hringt var frá danska sam-
bandinu i Ellert B. Schram,
formann KSÍ, á mánudaginn og
spurt hvort íslendingar væru til-
búnir að mæta til leiks gegn Dön-
um.
28. september er miðvikudagur
— en vikunni áður, 21. septem-
ber, mætast íslendingar og Ung-
vetjar í vináttuleik á Laugardals-
velli. íslandsmótinu lýkur laugar-
daginn 24. september með heilli
umferð í 1. deild og lokahóf knatt-
spymumanna verður kvöldið eftir.
Ef af verður, verður leikur
Dana og íslendinga í Kaupmanna-
höfn, síðasti leikur Dana áður en
þátttaka þeirra í heimsmeistara-
keppninni hefst. Fyrsti leikur
þeirra í keppninni er gegn Grikkj-
um 19. október í Aþenu.
DanirunnuSvia
Því má bæta við hér að Danir og
Svíar mættust í vináttulandsleik
í knattspymu í gærkvöldi í Stokk-
hólmi og gerðu Danir sér lítið
fyrir og sigruðu í þeirri viðureign,
2:1. Það var Lars Élstrup sem
gerði bæði mörk Dana — á 29.
og 64. mínútu. Stefan Pettersson
svaraði fyrir Svía á 81. mín.
Áhorfendur voru 20.528.
KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM
Morgunblaðið/Einar Falur
Arnór Guðjohnsan lék mjög vel. Hér er hann i þann mund að skapa sér
eftirminnilegt færi í upphafi síðari hálfleiks. Hann vippaði knettinum skemmti-
lega yfir Kuznetsov (nr. 4) og þrumaði að marki.
íslenska liðið
Hvað
sögðu
þeir?
Amór Guðjohnsen
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
við fáum á okkur mark svona seint
— það endurtekur sig allt of oft.
Við emm vissulega undir pressu og
menn orðnir þreyttir. En mér finnst
óþarfi að vera óánægður með þessi
úrslit. Við fengum góð færi — sum
að vísu ekki opin, eins og til dæmis
færið sem ég fékk í byijun seinni
hálfleiks. Ég bjó það alveg til sjálf-
ur, var til hliðar og færið þröngt.
Líka þegar ég gaf á Sigga Grétars
í fyrri hálfleiknum. Það færi hans
var þröngt Þeir fengu svo auðvitað
tækifæri til að skora líka. Ég held
að þessi úrslit hljóti að auka sjálf-
straust liðsins. Það er allt í lagi að
stefiia á 2. sætið í riðlinum eins og
menn hafa talað um, en það má
þó ekki einblína algjörlega á það.
Við verðum að taka hvem leik fyr-
ir sig og gera okkur grein fyrir því
að við þurfum að eiga toppleik i
hvert einasta skipti. Ekki bara
núna. Og það er allt í lagi að vera
bjartsýnn..."
Ásgefr Sigurvinsson
„Eins og leikurinn þróaðist gátum
við unnið — við höfum aldrei verið
jafn nærri því að vinna svona þjóð
í HM eins og í dag. Það hefði auð-
vitað verið gaman ef við hefðum
unnið þá — en við fengum á okkur
ódýrt mark og verðum að taka því.
Þegar við komum inn í hálfleik 1:0
yfir vissum við að þetta var ekki
búið og reyndum að hugsa þannig
að staðan væri enn 0:0 þegar við
komum út aftur. Við fengum ágæt-
is færi í seinni hálfleiknum en tókst
ekki að nýta þau; þeir skoruðu hins
vegar mark þar sem varla var hægt
að tala um færi. Við vomm því
mjög óheppnir að vinna þá ekki.“
Er raunhæft að stefna á annað
sætíð í riðlinum?
„Við verðum að taka hvern leik
fyrir sig og sjá til hvemig keppnin
þróast. Það er kannski óþarfa
pressa að tala mikið um 2. sætið,
en ég er þó á þvf að það sé raun-
hæft. Við megum þó ekki gleyma
því að við emm með fleiri sterkum
þjóðum í riðli en Sovétmönnum.“
Gunnar Gíslason
„Það var svekkjandi að vinna ekki
leikinn. Við áttum færin, en fengum
svo á okkur svona klúðursmark.
Þetta var helv... óheppni. Atli og
j— Zavarov börðust um boltann og ég
held að boltinn hefði farið framhjá
eftir skot Zavarovs ef Bjami hefði
ekki varið. Síðan náði sá sovéski
að skora frá endalínu — framhjá
þremur eða fjómm vamarmönnum.
Það var ótrúlegt."
Atli Eðvaldsson
„Við áttum að vinna þennan leik.
Við hefðum bara þurft að bæta við
og fengum færin til þess. Sovét-
menn fengu hinsvegar aðeins eitt
færi. Ef við leikum svona eins og
við gerðum í dag, gemm engin
mistök og nýtum færin þá eigum
við möguleika. Við megum ekki
gleyma því að við eigum í höggi
við atvinnumenn sem refsa okkur
fyrir mistök. Dómarinn var hræði-
legur og maður getur ekki annað
en velt því fyrir sér hvað hefði gerst
ef við hefðum fengið heimadómara.
Við vomm alltaf að svekkja okkur
yfir dómgæslunni og vissulega hafði
það áhrif á leikinn. s
Við emm mjög litlir. Bara 16
strákar sem em alltaf að koma á
óvart En ef okkur gengur vel í
haust þá er hægt að fara að spá í
möguleika okkar."
Bjaml Sigurósson
„Þetta var mjög ódýrt mark sem
Sovétmenn skoruðu. Ég náði að
fálma í boltann og átti alls ekki von
á að Sovétmaðurinn næði honum.
Mark þeirra var mikil vonbrigði því
við áttum að vinna þennan leik.
Við fengum fleiri færi og ég held
að við höfum leikið vel.“
Ég get nú ekki sagt að ég hafi
verið taugaveiklaður yfir skotum
þeirra fyrir utan. Ég bjóst við mörg-
um langskotum og vissi að ég varð
að halda boltanum því þeir em
mjög snöggir að fylgja eftir eins
og sást í.leiknum úti í fyrra.
Þessi leikur hefur gefið okkur
sjálfetraust ög sýnt okkur að við
getum gert stóra hluti ef við gemm
okkar besta."
Guðni Bergsson
„Við áttum að vinna og Sovét-
mennimir vom greinilega á sömu
skoðun því þeir vom ánægðir með
jafntefli. Völlurinn var glerharður
og ósléttur og því kom það fyrir
að við misstum boltann í öftustu
vöm, en það bjargaðist.
Við verðum að leika með okkar
sterkasta lið og spila eins og við
gerðum í dag ef við ætlum að eiga
möguleika í þessari keppni. Við
höfum sterkan kjama og eigum
möguleika á 3. sæti og jafnvel 2.
ef allt gengur upp.“
SœvarJónsson
„Fyrirfram hefðum við verið
ánægðir með 1:1, en eftir leikinn
em þetta vonbrigði. Við áttum að
gera út um leikinn í fyrri hálfleik.
Ég fann boltann stijúkast við
löppina á mér þegar þeir skomðu,
en ég var á of mikilli ferð til að ná
að koma boltanum út.
Ég var ekki ánægður með hlut
áhorfenda á þessum leik. Við emm
að leika gegn.einni bestu þjóð heims
og þurfum að fá meiri stuðning.
Það hefur mjög mikið að segja fyr-
ir okkur að fá hvatningu."
Siguröur Grótarsson
„Það vom Sovétmenn sem unnu
eitt stig í þesum leik. Við hefðum
átt að vera 2:0 yfir í fyrri hálfleik
og ég hefði átt að skora annað
mark. Það er ekki oft sem við fáum
svo mörg tækifæri gegn liði eins
og því sovéska og þá verðum við á
nýta þau.
í fyrra færinu náði ég ekki að
slcjóta en í því síðara hefði ég átt
að skora. Hann [Dassajev] gaf mér
annað homið og lokaði hinu, en
hann náði að pota í boltann.
Þessi leikur lofar góðu, en við
verðum bara að taka hvem leik
fyrir sig og vona það besta."
Bjami Sigurðsson
■ Bjami var öryggið uppmálað
í markinu, greip vel inn í þegar á
þurfti að halda og bjargaði meist-
aralega, þegar vömin gleymdi sér.
Guðni Bergsson
■ Sovétmenn réðu ekki við hraða
Guðna. Hann var yfirvegaður, en
full rólegur með knöttinn undir lok-
in.
Sœvar Jónsson
■ Sævar er sterkur leikmaður,
sem er mikið á hreyfingu og les
leikinn vel. Hann er fljótur að átta
sig á hvenær best er að fara fram
og átti stóran þátt í markinu sem
Sigurður skoraði.
Atli Eövaldsson
lEins og áður þá barðist Atli vel,
en hann var mistækur í leiknum.
Gerði góða hluti, en var óömggur
á stundum.
Siguröur Jónsson
■Sigurður lék nú inni á miðjunni,
þar sem hann nýtur sín best. Hann
var mjög hreyfanlegur og gaf
ekkert eftir.
Pétur Ormslev
■Pétur skilaði vamarhlutverki sínu
ágætiega, en hann fann sig ekki í
sóknarleik liðsins. Var ólíkur sjálf-
um sér.
Gunnar Gfslason
■Gunnar var mjög traustur að
vanda og gaf ekki tommu eftir.
Gunnar er leikmaður sem aldrei
bregst þegar mikið liggur við.
Ólafur Þóröarson
■Ólafur er eins og Gunnar — geysi-
legur vinnuhestur. Hann var alltaf
á ferðinni, skapaði stöðugt hættu
og átti mikinn þátt í marki Islands.
Ásgeir Sigurvinsson <
■Ásgeir vann vel í leiknum og
dreifði knettinum á milli kanta.
Sovétmenn gáfu honum aldrei frið ’
- voru fljótir að ijúka í Ásgeir,
þegar hann fékk knöttinn.
Siguröur Grótarsson
■Sigurður skapaði mikinn usla í
vöm Sovétmanna með krafti sínum
Og hraða. Var óheppinn að skora
ekki annað mark. Sigurður er orð-
inn mjög öflugur leikmaður, sem
er alltaf á ferðinni.
Amór Guöjohnsen
■Arnór átti mjög góðan leik. Var
óhræddur að kljást við Sovétmenn-
ina, sem höfðu góðar gætur á hon-
um eins og Ásgeiri.
Guömundur Torfason
■Guðmundur kom inn á sem vara-
maður rétt fyrir leikslok, þannig
að hann kom lítið við sögu.
Siegfried Held landsliðsþjálfari:
„Besti leikurinn
undir minni stjóm“
„Þetta var mjög góður leikur.
Mínir menn léku samkvœmt
áœtlun — þetta er besti lelk-
urinn undir minni stjórn,"
sagöi Sigi Held þjálfari yfir
sig ánægöur skömmu eftir að
flautað var til leiksloka.
Held var samt jarðbundinn.
„Leikurinn sýnir að með full-
skipuðu liði erum við til alls vísir,
en því skal ekki gleymt að þetta
er í fyrsta sinn, sem allir eru til
taks. í öðru lagi fengum við þijá
vináttuleiki á dögunum, en æf-
ingaleikir eru nauðsynlegir fyrir
átök í keppni sem þessari og alls
er óvíst um að framhald verði þar
á. Við lékum betur og áttum skil-
ið að sigra, en úrslitin gilda. Sov-
étmenn voru meira með knöttinn,
en náðu aðeins að skapa sér tvö
góð marktækifæri gegn fjórum
okkar.
Jöfiiunarmarkið kom okkur úr
jafnvægi. Taugaóstyrkleiki gerði
vart við sig og ég er ekki frá því
að sumir leikmannanna hafi hugs-
að aftur til leikjanna gegn Svíum,
Búlgörum og Portúgölum, þegar
svipuð staða kom upp, en Sovét-
menn sættu sig við jafnteflið og
jafnvægi komst á.
Hvað dómarann varðar þá
bendir margt til þess að hann sé
kommúnisti!" sagði Held.