Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.09.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 9 I 14. sunnudagur eftir trinitatis. Lúk. 17.11.-19. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Hvar em hinir? Það er satt, að stundum er fátt í kirkju. Engir vita það bet- ur en prestar og aðrir þeir, sem þjóna að helgihaldinu. Varð ekki einhverjum kennimanni suður með sjó að orði, þegar hann leit yfir söfnuð sinn: „Fátt guðs- barna, flestir útróðramenn“? Það er þó nokkur skóli fyrir prest að þjóna þeirri kirkju, sem ferðamenn sækja mjög, en á sér fámennan heimasöfnuð. Þar getur ýmist orðið mest fjölmenni og svo næsta fámennt, og hvort tveggja harla óvænt. Stundum virðist það koma eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir gesti og gangandi, þegar hringt er til messu, og ryðst þá hver um annan þveran í burtu, eins og eigi fótum fjör að launa. Aðra daga kemur fólk hópum saman og í hátíðarskapi til að taka þátt í lofsöng og messugerð. En hvort heldur sem er, þá er ætíð of fátt, því að þeir, sem ekki komu, en áttu þess þó kost, eru ævin- lega miklu fleiri en þeir, sem komu. Því hlýtur Drottinn sjálf- ur að svipast um bekki við hveija messu og segja: „Fátt af guðs- börnum. Hvar eru hinir? — Voru þeir ekki fleiri, sem vildu snúa aftur og gefa Guði dýrðina?“ Myndirnar af Jesú og líkþráu mönnunum tíu eru skýrar og skarpar, þótt liðnar séu tuttugu aldir frá atburðum. Orð eru máttug, bæði töluð og rituð, og þeim mun máttugri sem meira er til þeirra vandað. Islenzk predikunarlist virðist snemma hafa risið hátt og mótaðist eflaust af fáorðum sögum Jesú og lærisveinanna. Þegar aldir liðu fram varð hún fjársjóður í bókum og sálmum. En þótt orðsins list sé göfug og enn megi glöggt sjá markaða ásjónu og fátæklegan búning Samveijans, sem kastaði sér að fótum Jesú og lofaði Guð hárri raustu — og ekki síður heyra tregann í orðum Jesú — þá eru textar næsta örðugir þessa daga. Hví eru allar þessar sög- ur, sunnudag eftir sunnudag, af Samveijum, útlendingum og út- lögum mannfélagsins: Týndur sauður, bersyndugir og toll- heimtumenn, blindir og holds- veikir? Er nokkur furða, þótt ein- hveijir forði sér úr þessari döpru veizlu út í sólina? Flóttinn verður þó skamm- vinnur fagnaður. Enginn fær flúið þetta stríða erindi, sem að lokum reynist hið mesta fagnað- arerindi á jörðu. — „Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? kvað gam- alt sálmaskáld. „Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið yzta haf, — einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.“ (Sálm. 139.) Hann er að leita hins týnda, Frelsarinn. Hann kom ekki til að lækna heilbrigða, ekki til að kalla réttláta, heldur syndara. Það verður stríð og örðug kenn- ing, þar til sá dagur rennur, að þú sérð og skilur hver er sjúkur og sekur og týndur og kominn á dauðans hæð. Ræða Jesú yfir Samveijanum var hins vegar ekki hörð. Það er líkast því, að hann brosi og bitur tár hrynji af hvörmum hans í senn: „Trú þín hefur bjargað þér.“ Þeir urðu að vísu allir heilir, þeir tíu. Þessi eini var útlending- urinn, sem ekki var af sama sauðahúsi. Hann einn sneri aftur og heyrði þá predikun. Og hví var trú hans svo frábær? Jú, hann hætti á meira en hinir. Hann varpaði sér í dýpsta hylinn, í haf miskunnarinnar, gaf sig því á vald. 011 rök manna mæltu þó móti því, að honum yrði bjargað, að hann næði nokkurn tíma landi. Hann bjargaðist. Þá sneri hann við. Engin bönd hefðu haldið honum. Drottinn hafði opnað varir hans og harta. Hárri raustu lofaði hann Guð og þakk- aði Jesú. Þar varð ekkert messu- fall, þótt hinir tíu kæmu ekki. , Kristniboð, hvað er það? Þú hefur heyrt þess getið. Það er messugjörð af þessu tagi. Drottinn vinnur miskunn- arverk á óverðugum. Þá lúkast upp flóðgáttir lofsöngsins og els- kunnar til Guðs. Steinarnir mundu hrópa, ef aðrir brygðust. Hefur þú hugleitt, að kirkju- gangan ein getur verið öðrum kristniboð og vitnisburður. Fá- tæklegri væri Biblían, ef ekki væri þar sagan af Samveijanum líkþráa og löfsöng hans. Hér er lítil þjóð, oft eins og Samvetji meðal stærri og fremri þjóða, sem mætti virðast að stæðu Guði nær. Og þó hlaut hún dýra miskunn af hendi Guðs, — dýr og máttug og eilíf orð. Skyldi hún ekki skulda nein- um neitt — í sunnudagstómlæt- inu? Tólf ára ábyrg fjármálaráðgjðf Fjárfestingarfélagsins hefur tryggt þúsundum sparifjáreigenda góða ávöxtun á ðruggan hátt! ú þarft ekki að þekkja okkur til að koma í heimsókn og tala við okkur. Þú þarft heldur ekki að vita neitt um vexti eða verð- bcetur. Það eina sem þú þarft er að viljafá sem mestfyrirpening- ana þína. Hyá Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélagsins fá þeir sem þess óska aðstoð við kaup á Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Skyndibréfa, Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 2. sept. 1988: Kjarabréf 3,249 - Tekjubréf 1,558 - Márkbréf 1,704 - Fjölþjóðabréf 1,268 Kjarabréfum, Tekjubréfum, Markbréfum, Spariskírteinum ríkissjóðs, bankabréfum og öðrum verðbréfum. FJÁRFESTINCARFÉlÆilÐ Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri Aöili aö Veröbréfaþingi Islands Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin, Lifeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. c Kjtrangar starfsreglur og ábyrg verðbréfaviðskipti hafa sett Verðbréfamarkað Fjárfestingar- félagsins í forystu frjálsra verð- bréfaviðskipta undanfarin tólf ár. Sérþekking starfsfólks okkar kemur sparifjáreigendum til góða. Árangur og ávöxtun undanfarinna ára eru besti vitnisburðurinn um hœfni okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.