Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 28

Morgunblaðið - 04.09.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Niðurfærsluleið for- stj óraiiefndarinnar bitnar harðast á launum kvenna eftirMagnús L. Sveinsson Morgunblaðið varar við skerðingu lægstu launa í leiðara Morgunblaðsins 20. ágúst sl. þar sem rætt er um efna- hagsvandann, sem þjóðin býr nú við, og leiðir til úrbóta segir m.a.: „Samdráttaraðgerðir mega því ekki miða að því að skerða kjör ellilífeyr- isþega, einstæðra foreldra, lág- launafólks eða fólks í kröggum á húsnæðismarkaðinum. Þar er enga óhóflega þenslu að flnna." Ég vil taka sérstakiega undir það sjónar- mið, sem kemur fram í þessum orð- um leiðarahöfundar Morgunblaðs- ins. Hér er komið að kjama máls- ins, sem taka verður fullt tillit til við væntanlegar efnahagsaðgerðir, sem nú eru í undirbúningi. Onnur hver kona með laun undir 40.000 í bréfl Kjararannsóknamefndar, sem var að koma út, kemur fram að 49% kvenna við afgreiðslustörf vom með laun undir 40.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu á fyrsta árs- flórðungi þessa árs og 88% vom með laun undir 50.000 kr. á mánuði. Þessar tölur sýna að meginþorri kvenna við afgreiðslustörf em á strípuðum launatöxtum. Stór hluti kvenna við skrifstofustörf em einn- ig á slíkum launatöxtum. Sama má ÁS-TENGI Allar gerðir Tengið aldrei stál-í-stál Íl_L SftuBtaaagw .J&iriiææŒnrD & <§® V££TUfiGOTU 16 SrMAB 1*660 21A0O segja um fjölda annarra starfshópa eins og verkafólk og hluta starfs- manna hjá ríki og sveitarfélögum. Þetta fólk, sem er að miklum meiri hluta konur, er á umsömdum launatöxtum, sem em á bilinu 38.000 til 55.000 krónur á mánuði. Það segir sig sjálft að fóik á þessum launum er ekki aflögufært og má ekki við að laun þess séu skert. Þetta fólk ber ekki ábyrgð á þeirri þenslu og þeim erfiðleikum sem þjóðin á nú við að stríða. Orsakanna er að leita allt annars staðar einsog allir vita. Þð væri því hróplegt rang- læti sem ekki er hægt að una við ef lækka á laun þessa fóiks, eins og forstjóranefndin gerir tillögu um, sem ieið til þess að komast út úr þeim efnahagsvanda sem við er að etja. Staða fyrirtækja misjöfn Ég efast ekki um að flestir gerir sér grein fyrir, að vissir þættir at- vinnulífsins, tiltekin fyrirtæki, eiga í erflðleikum og nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að tiyggja rekstrargmndvöil þeirra svo að sem mest atvinnuöiyggi verði áfram tryggt í landinu. Það er hins vegar mikil blekking að láta eins og öil fyrirtæki í landinu séu á hausnum og þess vegna sé nauðsynlegt að iækka laun alira, með lagaboði. Nógir peningar til fjárfestingar og sífellt meiri yfirvinnu í því sambandi vil ég t.d. benda o á hina gífurlegu Q'árfestingu, svo skiptir tugum miiljarða króna, í ýmsum starfsgreinum að undan- fömu og ekkert lát virðist vera á nema síður sé. Slíkt bendir til mik- illa erfiðleika hjá fyrirtækjum. Þá vekur það einnig athygii, að á sama tíma og forstjóranefndin leggur til að dagvinnulaun fólks með 38.000—55.000 kr. verði lækk- uð sækja forstjórar stórra fyrir- tækja það mjög fast að lengja enn yflrvinnutíma starfsfólksins og hafa í hótunum við stéttarfélög að virða að engu ákvæði kjarasamninga um frítíma fólks, ef þau samþykkja ekki kröfu þeirra um enn meiri yfir- vinnu. Það virðast sem sagt nógir peningar vera til að greiða sífellt lengri yfírvinnu, sem er þó um 80% dýrari en dagvinnan, sem forsijóra- nefndin leggur til að verði lækkuð. Engin trygging að öll laun lækki jafnt Forsendur fyrir því að efnahags- aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til eins og nú er ástatt í þjóð- félaginu heppnist, eru að þær komi sem réttlátast niður á þegnunum. í því sambandi er nú sagt að ailir verði að taka á sig jafnar byrðar. Láður í því „réttlæti" að mati for- stjóranefndarinnar er að lækka laun fólks, sem er á hinum lágu launa- töxtum um 9%. Skoðum þetta „rétt- læti“ nánar. í fyrsta iagi eru laun skv. um- sömdum launatöxtum, og getið er að framan, svo lág, að það er ekk- Magnús L. Sveinsson „í bréfi Kjararannsókn- arnefndar, sem var að koma út, kemur fram að 49% kvenna við af- greiðslustörf voru með laun undir 40.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og 88% voru með laun undir 50.000 kr. á mánuði.“ ert sem réttlætir það, að þeir séu skertir enda þótt að eitthvað af fyrírtækjum í landinu eigi í erfið- leikum. Það verður einfaldlega að tiyggja rekstrargrundvöll fyrir- tækjanna með öðrum ráðum en að lækka þessa lágu launataxta, sem allir viðurkenna að eru svo lágir að enginn geti lifað af þeim. Þeir sem gera slíkar tillögur ættu að sýna fólki hvemig þeir færu að því að lifa á þessum launum. í öðm lagi er engin tiygging fyrir því að iagaákvæði sem kvæði á um að laun skuli lækka um 9% næði til allra launþega. Það sem menn geta þó verið alveg vissir um er að með slíku lagaboði myndu öll laun samkvæmt umsömdum launa- töxtum, þ.e. lægstu launin, lækka. Það er hins vegar engin trygging fyrir því, að laun sem einstakir vinnuveitendur hafa ákveðið ein- hliða og em sum miklu hærri en launataxtamir segja til um myndu lækka. Ég hefí rejmdar heyrt vinnu- veitendur sem greiða yflr umsamda taxta segja, að þeim komi ekki til hugar að lækka laun hjá sínu starfs- fólki og sumir hafa bætt því við, að þeir myndu skammast sín fyrir að lækka launin hjá starfsfólki sínu. Menn geta því verið vissir um að launalækkunin myndi koma að fullu til framkvæmda hjá þeim, sem lægstu launin hafa, en ekki nema að hluta hjá þeim sem hærri laun hafa. Myndi leiða til mikils óréttlætis Það er því alveg ljóst, að niður- færsluleiðin samkvæmt hugmynd- um forstjóranefndarinnar myndi leiða til mikils óréttlætis í landinu og bitna harðast og þyngst á þeim sem minnst bera úr býtum í þjóð- félaginu og auka enn á þann ójöfli- uð, sem ríkir í kjörum fólks. Við slíkt er ekki hægt að una. Þess vegna verður að koma í veg fyrir að þessar hugmyndir hennar nái fram að ganga. Höfundur er formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. ÍÞRÓTTAFÓLK OG ÞJÁLFARAR Þrekhringurinn fyrirþá bestul ALFREÐ GÍSLASON LANDSLIÐSMAÐUR Þrekhringurinn og eróbikkleikfimi eru mjög góð til uppbyggingar á þreki og úthaldi. Tónlistin er hvetjandi og aðstaðan í Stúdíói Jónínu og Ágústu er stórfín. Ég hvet íþróttafólk til þess að sækja þessa tíma allt árið um kring og þjálfara til þess að notfæra sér þær * góðu teygjuæfingar, úthalds- og snerpuæfingar sem þar er boðið upp á. Að komast fjarri venjulegu æfingasölum í skemmtilegt and- rúmsloft geriröllum íþróttaliðum gott. Sjáumst íStúdíói Jónínu og Ágústu. ýttuUc f STÚDÍÓ JÓNÍNU & ÁGÚSTU SKEIFUNNI 7 SÍMI: 68 98 68 Höföar til „fólks í öllum starfsgreinum! 3 DAGA UTSALA íTOPPSKÓNUM, VELTUSUNDI FRÁ S. WAAGE KRINGLUNNI OG DOMUS MEDICA ALLT SELSTINNAN VIÐ 995 KR. KRINGLUNNI - DOMUS MEDICA M SE0RIHN VELTUSUNDI 1 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.