Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.09.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1988 Vestmannaeyja fýsti mig í bátsferð um eyjamar. Ég fékk upplýsingar á flugvellinum að best væri að tala við Pál Pálsson en starfar í fyrir- tæki föður síns, Páls Helgasonar, við leiðsögn og kynningu fyrir út- lendinga á sumrin. Mér tókst að hafa upp á Páli og sagði honum að ég væri í erindum fyrir Moggann og vildi fá hann í spjall um störf hans og lífið hér í Eyjum. „Það er sjálfgefið," sagði Páll og sagði að best væri að hittast þegar hann væri búinn að sigla með hóp af Ameríkönum i kringum eyjamar. Páll bauð mér jafnframt með í báts- ferðina sem átti að hefjast klukkan ellefu þá um morguninn. Við Sigurgeir ljósmyndari vorum mættir korter fyrir ellefu niðrá höfn reiðubúnir að leggja upp í bátsferð og Sigurgeir ætlaði að smella mynd af Páli. Ekki var Vinur VE kominn en það heitir bátur Páls en nokkrir Amenkanar voru mættir. Ein kon- an, líklega á níræðisaldri, í hópnum lá við biyggjusporðinn og var að gera leikfímisæfíngar. „Um að gera að vera í formi," yfirleitt gott og auðvelt að komast í burtu. Það er athyglisvert að í svona ungum bæ er varla möguleiki á að nokkur sé innfæddur, meira að segja ég, sem er þó ekki eldri en 28 ára, kem ekki héðan heldur fæddist ég á Djúpavogi og kom hingað þegar ég var sex ára gam- ail. Því eru íbúamir að meirihluta fólk úr öllum áttum og líkt og ann- ars staðar er hér mikil hreyfíng, fólk kemur og fer. Þó hefur íbúum §ölgað nokkuð undanfarin ár, sem er gott því vissu- lega á landsbyggðin undir högg að sækja vegna þeirrar byggðaþróunar sem hefur verið í gangi. Fólk hefur flust í stríðum straumum til Reykjavíkur, sem aftur veldur því að við sitjum enn síður við sama borð og höfuðborgarbúar. Þegar við eigum svona stórt og stijálbýlt land verðum við annað- hvort að ákveða hvar við ætlum að búa, fastsetja það og flytja fólk þangað, eða þá að fólk verður að geta búið þar sem það vill og notið sömu þjónustu og aðrir. Kraftur til að ýta einhveiju af stað Það má vera að ég sé með mikið á pijónunum. Ég held hins vegar að ég sé ekki með meira í gangi heldur eh svo margt annað ungt fólk sem er fullt bjartsýni og orku og nýtir þann kraft til að ýta ein- hveiju af stað. Án þess að vera endilega búið að hugsa það alveg til enda. Ég veit ekkert um hvað ég geri í framtíðinni enda eru svo margir samverkandi þættir í lífi hvers og eins sem tvinnast saman og sannar- lega veit enginn sína ævina fyrr en öll er. S.Á. sagði Sigurgeir og ég samsinnti því. Fimm mínútum fyrir ellefu kom „Vinurinn" og lagt var upp í báts- ferð. Páll skýrði nákvæmlega frá öllu sem fyrir augu bar og þegar við sigldum inn í Klettshelli sem er í Ystakletti stöðvaði hann bátinn. Dró upp þverflautu og spilaði lagið „í landhelginni". „í góðu veðri heyr- ist bergmálið úr hellinum alla leið í land,“ sagði Páll að spileríinu loknu. „í þessum helli hafa margir spilað og sungið," sagði Páll. Það voru eitt sinn (tölsk hjón með mér í túr héma. Þegar ég hafði spilað fyrir þau spurði konan mig hvort hún mætti syngja lag. Auðvitað mátti hún það. Hún söng svo undir tók í hellinum og þegar hún hafði lokið söngnum sagði ég við mann- inn hennar að hann ætti að senda hana í söngskóla. Nei, nei, það er óþarfi, sagði maðurinn. Hún syngur í Scala-óperunni í Mílanó. Eftir bátsferðina sem var bæði lærdómsrík hvað sögu eyjanna varðar og skemmtileg í blíðskapar- veðrinu fómm við Palli, sem við skulum kalla hann, á veitingastað- inn Skútuna. Ég bað Palla að segja mér eitthvað frá uppmna sínum. Ég fæddist hér í Vestmannaeyj- um 1966, sonur Páls Helgasonar og Bryndísar Karlsdóttur. Næst- yngstur þriggja bræðra. Ég er lærð- ur húsasmiður. Eftir að ég útskrif- aðist úr framhaldsskóla Vest- mannaeyja var ég á samningi hjá meistara. Ég starfaði hjá Erlendi Péturssyni bæði hér í Eyjum og einnig fyrir sunnan. Allt mitt skóla- nám fór fram hér í Eyjum utan einn vetur í gosinu 1973. Þá var ég í Vogaskóla í Reykjavík. — Þú manst eftir gosinu? Ég var sjö ára gamall. Maður gleymir þessu aldrei. Ef maður hugsar svona eftirá þá man ég hvað allir vora rólegir. Til að mynda þeg- ar pabbi minn for að ná í mömmu mína þá sagði hann við mommu sína: „Við skulum fara niðrá höfn mamma." Þá sagði amma: „Já, við skulum fara niðrá höfn. Við sjáum gosið betur þaðan." Það vom allir rólegir. Ég man að við flugum í bæinn. Við biðum það lengi heima. Ég er viss um að það hefði verið verra ef gosið hefði orðið um miðjan dag. Þegar þetta skeði um nóttina vom allir saman. Fjölskyldan var öll heima. Flestir komu aftur en ekki allir. — Segðu mér eitthvað frá starfí þínu hér á sumrin Palli. Ég kallast leiðsögumaður. Við náum í útlendingana þegar þeir koma með flugi eða með Heijólfi. Við keyram og siglum með þá um eyjamar og segjum sögu eyjanna. Síðan er kvikmyndasýning um gos- ið og mynd um afrek Guðlaugs sundkappa. Mottóið er náttúralega að fá fleiri ferðamenn og að fá þá til að gista yfír nótt. Flestir koma hingað í einsdagsferðir en það næg- ir ekki til að sjá alla fegurðina hér. Enda kvartar fólk yfír tímaleysi, vill sjá meira. Fara upp á Eldfell. Það er næg ferðamannaþjónusta héma. Tvö hótel, tvö gistiheimili og farfuglaheimili. Það koma sífellt fleiri útlendingar hingað og þeir era undrandi yfír náttúrufegurðinni. Það er hægt að komast í svo nána snertingu við hana. í júní er varptfminn og þá getur maður náð í unga og sýnt útlendingunum. í ágúst er lundapysjutíminn og frá 1. júlí til 15. ágúst er lundinn veidd- ur. Ferðamönnum fínnst raddalegt að við skulum veiða lundann. Þeim fínnst hann svo fallegur. En lundinn er ekki í neinni hættu. Það er munn- regla að ef lundi er með físk þá er hann ekki veiddur. Hann er þá að fæða yngri fugla. — Era Vestmanneyingar bestir? Já, við segjum oft um Islendinga: Við megum vera þakklátir vegna þess að íslands er stærsta eyjan í kringum Heimaey. Þetta er nú meira sagt í gríni. Fólk vinnur mik- ið héma. Mikil tilfínning fyrir at- vinnugreininni. Mörgum fínnst furðulegt að hafa lesið um það að það era um það bil 5.000 sjómenn í landinu og 4.000 bankamenn. En hér snýst allt um útgerðina. Ef útgerðin gengur vel þá gengur allt vel. En það verður að fylgjast vel með útgerðinni til að allt gangi upp. Mér fínnst mikill uppgangur í öllu hér í Eyjum. — Heldurðu að þú eigir eftir að búa hér í framtíðinni? Ég veit það ekki. Ég fer í Meist- araskólann í húsasmíði í vetur og ætli maður starfí ekki í bænum í framhaldi af því. Mér fínnst að það ætti að skylda arkitekta og bygg- ingartæknifræðinga til að læra til smiðs. Maður hefur séð suma vera að gera dýra og afkáralega hluti. Sérstaklega þegar er verið að gera eitthvað fyrir ríkið og bæjarfélög. Það er oft um ótrúlegt braðl að ræða. Furðulegt hvað sumir fá að leika sér. Maður getur aldrei flust alveg úr Eyjum. Maður á alltaf eftir að koma í lundaveiði. Ég gæti aldrei slitið mig alveg frá eyjunum. Það era ákveðin tengsl. Hér er maður fæddur og uppalinn. — Er einhver tími fyrir áhuga- mál Palli?^ Já, já. Ég er í Lúðrasveit Verka- lýðsins og Lúðrasveit Vestmanna- eyja þegar ég get. Ég er líka áhuga- maður um köfun. Það er geysilega fallegt að kafa hér í kringum eyj- amar. Ég hef líka prófað fallhlífar- stökk. 1986 komu hingað Amerík- anar sem kenndu okkur á þetta. Við voram þrír, bræðumir, og einn annar. Við hoppuðum úr flugvél í 8.000 feta hæð. Þetta er skrýtin tilfinning. Við vorum í svokölluðu fijálsu falli þangað til við opnuðum fallhlífína í 4.000 feta hæð. Við lentum fyrir framan flugstöðvar- bygginguna. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að stýra fallhlífunum. Ég sé að Palli er farinn að ókyrr- ast vegna þess að hann þarf að fara að ná í hóp af Þjóðveijum uppá völl. Ég bið hann að segja mér í lokin frá einhverri skondinni uppákomu í sambandi við leiðsögn hans um eyjamar. Maður fær alveg ótrúlegar spumingar stundum. Einu sinni spurði amerísk kona mig í einni bátsferðinni hvemig við kæmumst upp í fíöllin til að gefa fuglunum að borða. Ég náði þessu nú ekki alveg svo hún spurði mig strax aft- ur. Hvað gefiði þeim að borða? Ég hélt að hún væri að grínast og svar- aði henni: Við gefum þeim ham- borgara á sunnudögum. Svo þegar við komum í höfn þá kom konan til mín og spurði hvort ekki væri dýrt að gefa þeim hamborgara á hveijum sunnudegi. Þetta er alveg ótrúlegt, segir Palli og skellihlær. »» Ferðamönnum finnst ruddalegtað viðskul- um veiða lundann. Þeim finnst hann svo fallegur. En lundinn er ekki íneinni hættu. PÁLLPÁLSSON Iðnaðarhúsnæði til leigu! 100 fm iðnaðarhúsnæði til leigu í Ármúla 17a. Upplýsingar í síma 75721 og685335. Tannlæknastofa Hef hafið s'törf á tannlæknastofunni Laugavegi 74. Viðtalsbeiðnum veitt mót- taka í símum 10446 og 623889 kl. 9.00- 12.00 og 13.30-16.00 virka daga. Gunnar Rósarsson, íann/æknir. Badmintonfélag Hafnarfjarðar Skráning ítíma fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu mánudaginn 5. september kl. 18.00. Upplýsingar í síma 54801 (Gísli) og 54403 (Odda) eftir mánudag. Stjórnin. NÁMSK Myndþerapía Námskeiðið er aðallega ætlað fagfólki sem starfar að heilbrigð- is—, félags-, uppeldis- og kennslumólum, en einnig öðrum þeim sem óhuga hafa ó að kynnast myndþerapíu. Námskeiðið verður verklegt og veitir þótttakendum æfingu í: • að nota hugmyndaflug og frumkvæði • að akapa myndir • aðtjá slg • að skoða myndir • að skoða elgln hug og tilfinningar • að taka ókvarðanir Kunnátta í myndlist engin forsenda. Leiðbeinandi verður Sigrfður Björnsdóttir (löðlegur aðili að The British Association of Art Therapists). Innritun og nánari upplýsingar f síma 17114 flest kvöld og eftirmiðdaga. EIÐ FIMLEIKAR - ÁRMANN Innritun verður 5.-7. sept. kl. 16.00-20.00. Æfingar hefjast 5. sept. í sérhæfðu fimleikahúsi. Fimleikadeild Ármanns, ÁrmannsheimiHnu v/Sigtún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.