Morgunblaðið - 14.09.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.09.1988, Qupperneq 46
46 fclk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 rithöfundur og SELFOSS Oseyrarbrú fagnað Gestir í brúarsam- sætinu voru rúm- lega 300. Hér eru fremstir á mynd- inni nokkrir brú- arsmiðanna. easVU1 ° Eftir formlega opnun Óseyrarbrúar yfir Ölf- usárósa 3. september bauð samgönguráð- herra til samsætis í Hótel Selfoss. Það sátu rúmlega 300 gestir. Matthías Á. Matthiesen tók á móti gestum og bauð þá velkomna. COSPER — Nú verð ég að gefa í, ef við eigum að sleppa yfir gatnamótin. Það kom fram í stuttum ávörpum sem flutt voru í samsætinu að opnunarathafnarinnar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þetta kom greinilega fram hjá einum gestanna er hann heilsaði forsætisráðherra og sagði:„ Maður lifði það þá.“ Tilkomu brúarinnar var fagnað í nokkrum stuttum erindum sem flutt voru. Þar var tveggja manna sérstaklega getið sem mikilla baráttu- manna fyrir brúnni, þeirra Sigurðar Óla Ólafs- sonar, fýrrum odvita á Selfossi og alþingis- manns, og Vigfúsar Jónssonar, fyrrum oddvita á Eyrarbakka. Aðalverktakar að brúnni, SH verktakar, þökkuðu fyrir sig með því að afhenda Snæbimi Jónssyni vegamálastjóra og Magnúsi Karel Hannessyni hvorum um sig litmynd af brúnni. Samkoman í Hótel Selfossi stóð í rúma tvo tíma sem menn notuðu til að spjalla saman og það var mál manna að þessi nýja leið með ströndinni opnaði nýtt og athyglisvert sjónar- hom sem fæstir þekktu. Einn gestanna komst svo að orði að það væri líkt og að aka með stóru stöðuvatni þegar litið væri yfir Ölfusá- rós. Annar sagði það hljóta að vera tilkomumik- ið að aka yfír brúna þegar hraustlega brimaði úti fyrir. Tií að kynna baráttusögu brúarinnar settu Eyrbekkingar upp sögusýningu í félagsheimil- inu á Stað. Þar voru ljósritaðar heimildir og blaðagreinar um brúarbaráttuna. Þangað fjöl- menntu heimamenn og aðrir og drukku sitt brúarkaffi á opnunardaginn. — Sig. Jóns. Islands úfífstjómaídi Ra0gnarB^arnason. alvinningur kr. darverðmæti vinmnga kr. 300.000 . Okeypis aðgangur. mzzs*; bingó á Hótel íslandi fimmtudagskvöldið 15. sept. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.