Morgunblaðið - 16.09.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 16.09.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 21 „Það er um að gera að vera bjartsýnn“ - segir Ottó A. Michelsen, sem á hálfrar aldar starfsafmæli í dag „Ég held að mér sé efst í huga hvað það er skemmtilegt lífshlaup að hafa verið í þessu fagi og hafa átt þátt í að byggja upp það sem við höfum í skrif- stofuvélum, sem síðar urðu gagnavinnslu- eða gatspjalda- vélar og nú tölvur. Þetta er vítt svið og framfarir verið geysi- legar, sennilega meiri breyting- ar en á nokkru öðru starfs- sviði,“ sagði Ottó A. Michelsen, sem í dag á hálfrar aldar starfs- afmæli, en 16. september 1938 hóf hann nám í skrifvélaiðn í bænum Zella-Mehlís í Thiiring- en í Þýskalandi. Ottó er fæddur á Sauðárkróki 10. júní árið 1920 og lærði iðn sína í Þýskalandi og Danmörku á árunum 1938 til 1946. Hann stofnsetti Skrifstofuvélar eftir að hann kom heim til íslands í febrú- ar 1946. Mikil breyting varð á fyrirtækinu 1967, þegar helming- ur þess var seldur til IBM, en áður hafði Ottó haft umboð fyrir það. Hann gerðist þá forstjóri IBM og stjómarformaður Skrifstofu- véla. Ottó segir að fyrirtækið hafí hægt og rólega vaxið upp í það að hafa 60 starfsmenn innan sinna vébanda. „Á síðasta ári seldi ég fyrirtækið til Gísla J. Johnsen, en eigendur þess eru fyrrum starfs- menn mínir og mér því að góðu kunnir. Ég sit áfram í stjóm þess og starfa við það,“ segir hann og bætir við að sér lítist mjög vel á framtíðina. Það væri engan veginn Ný útgáfa af ÍST 30 staðlinum: Betri grundvölliir verksamninga ÍST 30 staðallinn, sem lýtur að almennum útboðs- og samnings- skilmálum um verktakafram- kvæmdir, hefur litið dagsins ljós í nýrri og endurbættri útgáfu. Þessi staðall var síðast endur- skoðaður árið 1979, og hefur vinna við þessa nýju útgafu stað- ið undanfarin tvö ár. Staðallinn tók gildi 15. þessa mánaðar. Staðlinum er ætlað að skapa þeim aðilum sem tengjast verkta- kastarfsemi grundvöll til að byggja verksamninga á, og á hann að minnka hættu á árekstrum á milli samningsaðila. Notkun hans er ekki lögbundin að neinu leyti, þó svo að ýmis ákvæði hans tengist að mjög lagalegu umhverfí verk- samninga. Nokkuð miklar breytingar voru gerðar á staðlinum í endurskoðun- inni, og koma sumar þeirra til með að hafa töluverð áhrif á samskipti verktaka og verkkaupa. Til dæmis um breytingamar er nú gert ráð fyrir að verktaka, sem vinnur tilboð samkvæmt útboðsgögnum sé heim- ilt að gera frávikstilboð, þar sem hann setur fram tillögur frá eigin bijósti um hagkvæmari leiðir til framkvæmda. Einnig er nú kveðið á um að verkkaupandinn eignist verkið jafnóðum og hann borgar það, en ekki jafnóðum og því miðar áfram, og einnig eru ákvæði um tímabundna stöðvun, vanefndir og riftun nú mun ítarlegri en áður var. Þá er í staðlinum nýr kafli um samskipti yfír- og undirverktaka. Meginþungi þessarar útgáfu staðalsins hefur verið á herðum fjögurra manna, sem hófu vinnu við gerð hennar árið 1986. Þetta eru þeir Gunnar S. Bjömsson form- aður meistara- og verktakasam- bandsins, Stanley Pálsson verk- fræðingur og Jónas Frímannsson yfírverkfræðingur hjá ístaki hf. sem skipa vinnunefnd um staðal- inn, auk ritara og umsjónarmanns nefndarinnar Jóhannesar Þor- steinssonar deildarstjóra staðla- deildar Iðntæknistofnunar íslands. Starf þetta hófst _á vegum ITÍ, en eftir að Staðlaráð Islands var stofn- að í lok ársins 1987 færðist yfímm- sjón verksins að mestu leyti til þess. Við gerð þessarar nýju útgáfu var reynt að taka á öllum þeim vafaþáttum sem fundist höfðu á þeirri eldri, auk þess sem leitað var til fjölmargra hagsmunaaðila, og þeir ynntir álits. Þar að auki vora framdrög staðalsins sett í svo- nefnda opna gagnrýni, það er hver sem er gat fengið þau til umsagnar og gert við þau athugasemdir. Þeim svaraði nefndin síðan skriflega, greindi frá viðbrögðum sínum við gagnfyninni, og rökstuddi þau. Þeir sem stóðu að endurgerð þessa staðals þykja hafa unnið mikið og fórnfúst starf, en það skal tekið fram að staðallinn var unninn í sjálfboðavinnu. Hann verður svo kynntur á opnum fundi þann 22. þessa mánaðar. séð fyrir endann á þeim breyting- um, sem vænta mætti. Tæki framtíðarinnar á þessum vettvangi yrðu þægilegri í notkun, minni og ódýrari, og betur við hæfi hvers einstaklings. „Nei, ég hef átt því láni að fagna að hafa haft góða heilsu, mikið starfsþrek og gott §ölskyldulíf,“ segir hann aðspurður um hvort hann sé nokkuð að hugsa um að hætta vinnu. „Meðan það er, fagna ég hveijum deginum sem Guð gefur. Vonandi getum við hist í smáblaðaviðtali um aldamótin. Það er um að gera að vera bjart- sýnn.“ Þeir sem vilja samfagna Ottó með þennan áfanga er boðið í af- mæliskaffí í verslun Skrifstofuvéla við Hverfísgötuna milli klukkan 15 og 17. Ottó A. Michelsen Morgunblaðið/KGA Þó aðþaðsé alltafgott veður í Kringl- unnl, fínnur maður það best á velurna. 400 ný bílasfœði og nýr opnunartími verslana eykur enn á þœgindln. Frá 1. september verður opnunartími versl• ana í Kringlunni sem hér segin Mánudaga- föstudaga ..kl. 10-19 Matvöruversl. föstud..kl. 10-19:30 Laugardaga...........kl. 10-16 Ath! Veitingastaðirnir eru opnir a.m.k. til ki. 21:00 alla daga vikunnar. Nœg ókeypis bílastœði!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.