Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 „ÞAÐ má segja að slgurinn hafi ekki veríð ósanngjam fyrst Beljavskij tókst ekki bet- ur upp gegn Spasskíj," sagði Garrí Kasparov, sigurvegari á Heimsbikarmóti Stöðvar 2 í gærkvöldi. Heimsmeistaran- um var fagnað með löngu og innilegu lófataki þegar hann kom fram á sviðið í skákskýr- ingasalnum. „Mér þykir vænt um hve íslenskir áhorfendur hafa veríð vel með á nótunum í þessu móti. Mér hlýnaði um hjartaræturnar við þær góðu viðtökur sem ég fékk eftir sig- urinn á mótinu,“ sagði Kasp- arov en hann varð einn efstur með 11 vinninga. Kasparov tryggði sér sigur í síðustu umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2 með því að gera jafn- tefli við Predrag Nikolic. Beljavskíj varð í öðru sæti með IOV2 vinning en hann tapaði í gær fyrir Spasskíj og var það fyrsta sigurskák heimsmeistar- ans fyrrverandi á mótinu. í þriðja sæti varð Míkhaíl Tal með 10 vinninga. Jóhann Hjartarson Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Hjartarson sést hér óska heimsmeistaranum Kasparov til hamingju með sigurinn á Heimsbikarmóti Stöðvar 2. Hlýnaði um hjartaræturn- ar við viðtökur áhorfenda - sagði heimsmeistarinn Kasparov eftir sigurinn á Heimsbikarmótinu varð í 4.-5. sæti ásamt Ehlvest með 9V2 vinning. „Að sjálfsögðu er ég ánægður með sigurinn á mótinu en engu að síður er þetta lakasta frammi- staða mín f skákkeppni frá árinu 1981,“ sagði heimsmeistarinn í gær þegar ljóst var að hann stæði einn uppi sem sigurvegari. „Mér létti þegar ég sá hversu rólega Beljavskíj tefldi gegn Spasskíj og þegar ég samdi um jafnteflið við Nikolic var staða Beljavskíjs töpuð." í dag hyggst Kasparov skoða sig um í nágrenni Reykjavíkur en verðlaunaafhending fer fram í boði forsætisráðherra í kvöld. Kasparov lýsti yfir áhuga á því í gær að fá myndbönd af íslenskri náttúru til að hafa með sér heim. Á morgun heldur hann til Vest- ur-Þýskalands þar sem hann tefl- ir einvígi við Vlastimfl Hort. í gær tilkynntu sovésk skákyfir- 4. völd að ekkert yrði af einvígi Kasparovs og Karpovs um Sovét- meistaratitilinn og þeir myndu deila með sér efsta sætinu. Kasp- arov hafði lýst því yfír um helg- ina að hann myndi ekki tefla ein- vígið fyrirhugaða við Karpov. Sigurlaun Kasparovs á Heims- bikarmótinu eru u.þ.b. 900.000 ísl. krónur. Beljavskíj fær 675.000 kr. og Tai 540.000. Jó- hann og Ehlvest fá u.þ.b. 340.000 ísl. krónur hvor. „Frammistaða mín í mótinu er fremri björtustu vonum fyrir keppnina," sagði Jóhann Hjartar- son í gærkvöldi en hann lenti í 4.-5. sæti sem fyrr segir. „Ég ákvað að tefla ekki stíft til vinn- ings í síðustu umferðinni gegn Andersson enda orðinn töluvert- þreyttur eftir að hafa teflt 31 skák á 40 dögum." Jóhann sagð- ist búast við að hann myndi hækka um fimm Eló-stig á næsta stigalista og verða þá kominn með 2615 stig. „Maður er nú kannski ekki ánægður með að tapa átta skák- um í einu móti en árangurinn er viðunandi," sagði Margeir Pét- ursson en hann tapaði fyrir Ríblí í gær og lenti í 18. sæti með 6 vinninga. „Ég lagði talsvert und- ir í skákinni og var kominn með iakari stöðu án þess að gera beinlínis mistök. Það hefur verið mikilsverð reynsla_ að tefla á þessu sterka móti. Ég tefldi yfír- leitt hvasst og mínar bestu skák- ir voru gegn Portisch og Nunn,“ sagði Margeir að lokum. Kanada: Vigdís flutti ávarp á „Ferð til friðar“ Vancouver, frá Oddnýju Sv. Björgvins blaðamanni Morgunblaðsins. VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands flutti ávarp í gær við setn- ingu ráðstefhunnar „Ferð til frið- ar“ sem haldin er í Vancouver í Kanada. Ávarpinu var nyög vel tekið, ráðstefiiugestir risu úr sætum og klöppuðu. Vigdís ræddi af hveiju íslenskur fulltrúi hefði verið valinn í þetta hlutverk. Sagði að ísland hefði aldr- ei verið í stríði og sagði frá fundi leiðtoga stórveldanna í Reykjavík. Þá vitnaði hún m.a. í Hávamál. í lok ávarpsins var þess getið að hún hefði beðið leiðtoga risaveld- anna um skilaboð til ráðstefnunnar. Gorbatsjov leiðtogi Sovétrflqanna afþakkaði, en ávörp Reagans for- seta Bandaríkjanna og Páls páfa voru kölluð fram á stórum sjón- varpsskjá. Bandaríkjaforseti sagði m.a. að ferðaþjónusta gæti ekki blómgast nema í fiiðsömum heimi. Hann ræddi einnig um umhverfis- mál. Jóhannes Páll II páfi sagði að ferðaþjónusta væri mikilvægt vopn til að víkka út mannsandann og andlegt líf og ræddi um að með ferðalögum sæi fólk hvað guð hafi skapað. Aðalræðumaðurinn á ráð- steftiunni, Kanadamaðurinn Step- han Lewis, fastafulltrúi hjá Samein- uðu þjóðunum, sagði m.a. að þessi ráðstefiia væri tímamótaatburður, þó ekki væri nema vegna skilaboða B and aríkj aforseta og páfa. Innan víð V2% kaus fyrsta daginn UM 300 manns mættu á kjörstað í Laugardalshöll { gær. Þar gefst um 68.500 Reykvíkingum kostur á að tjá álit sitt á núverandi fyrir- komulagi hundahalds í höfúð- borginni. Að sögn Gunnars Eydal, sem ann- •ast framkvæmd kosninganna, hafði kjörsfjóm engar hugmyndir gert sér um væntanlega þátttöku í kosning- unum og vildi hann því ekkert segja um hvort hún væri minni eða meira en eðliiegt teldist. Kosið er í and- dyri Laugardalshallarinnar. Kosn- ingin stendur til næstkomandi sunnudags. Kjörstaður er opinn frá kl. 16-19 þriðjudag-fostudag og klukkan 14-20 laugardag og sunnu- dag. Utanríkismálanefiid fundar um hvalamál Utanrikismálanefiid Alþingis hélt fúnd i gær, að ósk sjávarút- vegsráðherra og utanrikisráð- herra, sem kynntu nefndinni stöðuna i hvalamálinu. Jóhann Einvarðsson formaður nefndarinnar sagði eftir fundinn að engin niðurstaða hefði veriðaf fund- inum. Nefndin hefði fengið upplýs- ingar um stöðu mála, bæði varðandi rannsóknaráætlunina og áhrif her- ferða gegn íslandi vegna hvalveið- anna. Auk ráðherranna Halldórs Ás- grímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar sátu fundinn Jó- hann Siguijónsson sjávarlíffræðing- ur, Kjartan Júlíusson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneyti, Hermann Sveinbjömsson aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur í ut- anríkisráðuneytinu. Þeir em allir í sendinefnd íslands hjá Alþjóðahval- veiðiráðinu. Jóhann Einvarðsson sagði að ekki hefði verið boðaður annar fundur í utanríkismálanefnd um hvalamálið en sagðist gera ráð fyrir að fleiri fundir yrðu haldnir um málið innan tíðar. Fj árlagafrumvarp ið fer í prentun á næstu dögum - segir Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra Fjárlagafrumvarpið fer væntanlega í prentun á næstu dögum, að sögn Ólafe Ragnars Grimssonar fiármáiaráðherra. Þingflokkar stjómarflokkanna héldu fimdi um helgina og i gærkvöldi um þær tillögur sem Qármálaráðherra hefúr lagt fram, og ríkisstjórain hélt einnig fimd í gær um Qárlögin. Ólafur Ragnar Grímsson sagði i gær, eftir ríkisstjómarfund, að vinnu við tillögur um niðurskurð ríkisútgjalda og auknar tekjur ríkis- sjóðs væri að ljúka. Hann vildi ekki upplýsa hvað þessar tillögur fælu í sér, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er m.a. talað um að hækka bensíngjald um 1-2 krón- ur, sem gæti skilað nokkur hundmð milljónum í ríkissjóð. Einnig er talað um að hækka vörugjald og leggja það á fleiri vörutegundir en nú er. Þá hafa komið fram hugmyndir um skattlagningu á happdrætti. Hug- myndir eru um hækkun tekju- skatts, en á móti vilja sumir stjóm- arliðar hækka persónuafslátt og selja í stað þess aukaskattþrep á teýur yfir til dæmis 130 þúsund krónur á mánuði. Ekki er ráðgert að fella niður söluskatt á matvælum en á móti mun vera rætt um auknar niður- greiðslur á landbúnaðarvömr, sem hafi bæði það markmið að lækka vömverð og koma í veg fyrir versl- un með landbúnaðarafurðir undir borðið. Stefnt er að því, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, að niður- skurður ríkisútgjalda verði sem víðast í kerfinu. Gert mun ráð fyrir því að dregið verði úr framkvæmda- hraða ýmissa opinberra fram- kvæmda sem taldar em nauðsyn- legar, en þeim verði þó ekki frestað eða hætt við þær. Framlög til ráðu- neytanna skerðast væntanlega að raungildi en samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins vilja ýmsir meina að framlög til ráðuneyta Al- þýðubandalags skerðist minna og mun vera óánægja með það innan hinna flokkanna. Ein þeirra niðurskurðartillagna, sem rætt hefur verið um, er að tekjutengja ellilífeyri, þannig að ellilífeyrir skerðist hjá þeim sem halda fullum tekjum fram yfir 67 ára aldur. Þetta var ein tillagna sem starfshópur heilbrigðisráðuneytis- ins og Fjáriaga- og hagsýslustof- unnar kom með í sumar til spamað- ar í ríkiskerfínu. Ólafur Ragnar Grímsson sagðist telja eðlilegt að skoða breytingar á því almannatryggingakerfi sem nú væri við lýði. Nú fái þeir sem em t.d. með tekjur á milli 150 til 350 þúsund krónur á mánuði sömu 10 þúsund krónumar og þeir sem hafa 30 þúsund krónur á mánuði. Ólafur sagði að það lægi þó ekkert fyrir um það hvaða breytingar yrðu á þessu, eða hvað þær gæfu ríkinu í aðra hönd. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um efnahagsaðgerðir frá því i sept- ember segir að til að ná markmiði um 1% tekjuafgang á næsta ári verði dregið úr ríkisútgjöldum um 1.500 milljónir en aflað nýrra tekna um 2.500 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða þessar tölur eitthvað hærri í fjár- lagafrumvarpinu, en Ólafur Ragnar Grímsson vildi það eitt segja að þessar tölur hefðu eðlilega tekið breytingum í ijárlagavinnunni. Margir á rjúpu um helgina: Eins og í villta vestrinu FJÖLMARGAR rjúpnaskytt- ur voru á ferð á helstu veiði- svæðum i nágrenni Reykjavíkur um siðustu helgi, enda veður til útivistar með eindæmum gott. Einn viðmæ- lenda Morgunblaðsins, sem staddur var á Hellisheiði á sunnudeginum, sagði að það hefði veríð líkast því að hann hafi veríð staddur í villta vestrinu, svo mörgum hafi hann mætt með alvæpni, og skothvellir hafi kveðið við allt í kríngum hann. Mikil umferð var á Bláfialla- veginum um helgina, og á sunnudaginn var þar bíll við bíl sem lagt hafði verið við vegar- kantinn. Rjúpnaskyttur sem voru á ferð við Hraungjá fyrir ofan Bláfiallaskálann urðu tals- vert varar við ijúpu, þó marauð jörð væri og enginn snjór. Hélt fuglinn sig þar einkum utan í klettum og hraundröngum. Ekki var þó um mikla veiði að ræða, en þó algengt að menn næðu í 5-10 ijúpur yfir daginn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er mikið um ijúpu þetta árið, en þar sem snjólaust er heldur hún sig enn í fjall- seggjum og sköflum, og kemur aðeins niður á lágiendi í ljósa- skiptunum í leit að æti. Rjúpan þykir vera betur á sig komin nú en hún hefur verið nokkur undanfarin ár, og greinilegt þykir að árferðið hefur verið henni hagstætt. Fuglamir eru bæði þyngri og betur fiðraðir, og minna er um lús á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.