Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1988 ramtíðariim- ir lægðinni talsvert héma og ég var mjög leið- ur yfír því að geta ekki gengið á skákstað. Þegar veðrið skánaði fór mér líka að ganga betur. Eftir skák- ina snæði ég kvöldverð og undirbý viðureign morgundagsins. Ég reyni að vera sofnaður milli klukkan eitt og tvö. Þijátíuþúsundskákabanki Mér skilst að þú eigir mikið safn skáka á tölvudiskum, hafðirðu þá með þér til íslands? Slíkur gagnabanki er mjög hjálp- legur en í þessu móti þekki ég alla andstasðingana og þá notast ég ekki svo mikið við hann. Hann kem- Morgunblaöið/Siguijón Jóhannsson Skákútsendingar Stöðvar 2 hafa vakið mikla athygli almennings undanfarnar vikur. Það er ekki síst að þakka Kasparov heimsmeistara, sem hefur verið óþreytandi að skýra skákir i sjónvarpinu á sérstæðan og skemmtilegan hátt. Þessi myndaröð sýnir Kasparov við skákskýringar og þannig hefur þjóðin séð hann að undanförnu. Kasparov hefur svo gaman af því að skýra skákir í sjónvarpinu að hann hefur komið þar firam óbeðinn! ur frekar að gagni þegar teflt er gegn andstæðingum sem maður þekkir ekki. En það mikilvægasta er náttúrulega að tefla vel. Er þetta kerfí algengt meðal sov- éskra skákmanna? Já. Fæstir búa þó eins vel og ég. Ég hef þijá aðstoðarmenn sem sjá um að halda gagnabankanum við, tvo skákmenn og einn forritara. Enn sem komið er eru bara skákir í gagnabankanum en mig langar til að bæta alls kyns öðrum upplýs- ingum við. Ég á mikinn stafla af minnisbókum með alls kyns hug- myndum sem þarf að færa inn í tölvuna. Það eru um það bil 30.000 skákir inni á kerfínu en mikilvæg- ara er að safna eigin hugmyndum saman á einn stað og ég vona að því verki verði lokið við upphaf næsta heimsmeistaraeinvígis. Þú minntist á aðstoðarmenn, ■ móðir þín hefur helgað líf sitt skák- ferli þínum en hún er ekki með þér núna? Nei, það er óþarfí að hún sé að ferðast með mér á mót af þessu tagi enda er í nógu að snúast heima fyrir. Auk þess hlýt ég að geta teflt án aðstoðarmanns, ég er atvinnu- maður, segir Kasparov og brosir breitt. Þegar ég var yngri fylgdi hún mér jafnan og hún kemur með mér til Parísar og Madríd í lok þessa árs. En á meðan á einvígjunum stendur er heill her manna mér til aðstoðar og þá heldur hún um stjómvölinn. Fær Benz fyrir einvígi við Hort Hvar áttu þér heimili? Ekki í Bakú sjálfri heldur í æf- ingabúðum rétt fyrir utan. Reyndar er ég ekki heima nema kannski viku á ári, ég er ýmist í Moskvu eða í útlöndum. Ég vil taka það fram að þó ég sé stöndugur þá vil ég ekk- ert hóglífí, til dæmis á ég ekki íbúð í Moskvu. að skipta við rétta aðila í vestri. Fyrir utan starf á vegum Stórmeist- arasambandsins vinn ég að stofnun nýs skákútgáfufyrirtækis í Moskvu. Ég er fullur af hugmyndum. Ég vil lifa starfsömu lífí. Ég á í baráttu við FIDE og sovéskt skrifræði vegna þess að þau vilja hindra starf- semi af þessu tagi. Þú átt sæti í miðstjóm ungliða- hreyfingar sovéska kommúnista- flokksins ekki satt? Jú, ég var kosinn í hana. Ég gengst ekki upp í slíkum titlum. Þetta var nokkurs konar gjöf vegna stöðu minnar. En ég hef áorkað mun meiru en nokkur annar sem ber slíkan titil. Fyrir fimm árum hefði þetta verið mikill heiður en núna þakka ég pent. Þessi titill kom mér ekki að gagni þegar sovésk íþróttayfírvöld hófu árásir sínar á mig. Hann nýtist mér heldur ekki við að koma ungdómnum til hjálp- ar. Maður verður að treysta á sjálf- an sig en ekki stuðning meðal hátt- settra embættismanna. Kannski fékk ég þessa útnefningu fyrir starf mitt í þágu æskunnar en það var á þessum deilum. Ég get ekki tekið afstöðu með öðrum hvorum því hvorir tveggja hafa nokkuð til síns máls. Sem fulltrúi ríkisins hlýt ég' að segja að það er ekki hægt að ganga að kröfum Armena því þá myndu vandræðin hefjast í Eystra- saltsríkjunum, í Úkraínu og alls staðar, vegna þess hve landakortið okkar er undarlegt. Stórmeistarasambandið Er það lausn til frambúðar að starfandi séu tvenns konar hags- munasamtök skákmanna, FIDE og Stórmeistarasambandið? Stórmeistarasambandið á eftir að standa vörð um atvinnumennsku í skák. Kannski á það eftir að breyt- ast í nokkurs konar 1. deild skák- manna. Skákheimurinn stendur á tímamótum, hin nýja atvinnu- mennska er að ryðja sér til rúms. Fram til þessa höfðum við enga skiptingu milli atvinnumennsku og áhugamennsku í skák. En sú þróun verður ekki stöðvuð. Ég sé fyrir mér ýmiss konar nýstárlega skák- viðburði byggða á atvinnumennsku. Stærstu bókmenntaverðlaunin Var bókin þín Child of Change gefin út í Sovétríkjunum? Nei, en ég býst við að hún komi út á næsta ári. Það verður endur- skoðuð útgáfa. Ég tel fyrstu út- gáfuna ekki til minna stærri af- reka. Samt sem áður er ég ósam- mála fólki sem gagnrýnir hana mjög harðlega. Allt sem í henni stendur er satt. En stundum beitti ég röngum aðferðum við útskýra mál mitt. Ég hef unnið að brgyting- um og ég held að nýja útgáfan sé mun betri. Hún kemur út á miðju næsta ári í Englandi. Hvað fór svona fyrir bijóstið á lesendum bókarinnar? Menn eru ekki vanir því að skák- menn skrifí slíkar bækur. Þeim fannst ég gera lítið úr Karpov og setja mig á hærri hest en hann. Karpov var ekki skotmark mitt að öðru leyti en því að hann er skilget- ið afkvæmi kerfísins sem ég berst við. Kannski voru það mistök að skrifa bókina. En hún var vel meint og mistök geta líka verið mikilvæg, einkum manns eigin. Hvers vegna var bókin ekki gefin út í Sovétríkjunum? Þrátt fyrir alla galla bókarinnar er hún hörð árás á kerfið í Sovétríkj- unum. Ég held að stærstu bók- menntaverðlaunin mín, og með- mæli með bókinni, hafí verið þau að hún var ekki gefín ut í Sovétrílq'- unum. Sumir háttsettir menn í Sov- étríkjunum kunnu að meta þessa bók, betur en margir í vestri. Hefði bókin verið skrifuð sem málamiðlun þá hefði hún verið gefín út með pomp og prakt til að draga úr áhrif- um mínum og varpa skugga á ímynd mína meðal menntamanna og alþýðu í Sovétríkjunum. Ráða- menn óttuðust þessa bók og þess vegna var hún ekki gefin út og ég er hæstánægður með það. Þegar þú agnúast út í sovésk íþróttayfírvöld nær gagmýni þín þá einnig til hærri þrepa í valdastig- anum? Já, en þar á ég einnig mína stuðn- ingsmenn. Fæstir eru á móti mér persónulega heldur fremur hugsjón- um mínum. Sem betur fer vinna menn með mannlega ásjónu á en baráttunni er ekki lokið, síður en svo. Má skilja þessi orð svo að þú sért stuðningsmaður Gorbatsjovs og öfugt? Ég er fyrst og fremst sonur ætt- jarðar minnar. Mér er sama hver það er sem ræður ríkjum ef hann þjónar ættjörðinni. Skákin og kveneðlið Þú lést þau orð falla einhveiju sinni að eðli kvenna samkvæmt gætu þær ekki náð hæstu hæðum í skáklistinni. Hvað með Polgar- systur? Sú yngsta er enn of ung til að hægt sé að spá henni mjög miklum frama. Sú í miðjunni er ekki gædd neinum sérstökum skákhæfíleikum. Sú elsta, sem farin er að nálgast tvítugt, tók þátt í heimsmeistara- móti unglinga undir tvítugu nýlega og lenti í 13. sæti. Mér þykir fyrir því en þær geta ekki teflt betur en vel. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt að skák er bardagi og hentar ekki eðli kvenna. En er skák holl íþrótt fyrir ung- menni? Já, einkum fyrir unga krakka. Skákin er góður undirbúningur fyr- ir lífsbaráttuna. Hún agar manninn og hann verður færari til að leysa öll önnur verkefni af hendi. Þess vegna styð ég kennslu skákar í skólum. Ég minnist þess að skákin hjálpaði mér mikið í skóla. Ein sígild spuming að lokum: Eru skákmenn í sjónmáli sem geta ógnað veldi þínu? Ég veit ekki um nokkum skák- mann sem getur lagt mig að velli þegar ég er upp á mitt besta. Ég held mér verði ekki skotaskuld úr því að veija titilinn árin 1990 og 1993. Viðtal: Páll Þórhallsson Hvemig bfl ekurðu? Eiginlega á ég ekki bfl en ríkið sér mér fyrir vagni í Bakú. Bflstjór- inn er góður vinur minn og ég borga honum vel ofan á launin sem ríkið greiðir honum. En vegna þess að ég er sjaldnast heima þá nota mamma mín og amma bílinn. Reyndar er ég að fara til Kölnar í Vestur-Þýskalandi til að tefla sýn- ingareinvígi við Hort og þar fæ ég Mercedes Benz að launum. Ferðu með hann heim? Ég veit ekki hvort ég fer með hann til Moskvu eða Bakú. Ég er ekki viss, líklega til Bakú. Hve miklar tekjur hefurðu? Ég veit það ekki. Meiri en nóg fyrir mig. Þær em mjög miklar miðað við meðal-sovétborgara. Fyr- ir einvígin fjögur við Karpov fékk ég u.þ.b. 150 þúsund rúblur (IIV2 milljón ísl. króna). Ég hef fengið mikið fyrir bækur sem gefnar hafa verið út í vestri og í Sovétríkjunum og auk þess gefa sigrar á skákmót- um mikið í aðra hönd. Samanlagt eru þetta nokkur hundruð þúsund dalir. Andrew Page, umboðsmaður minn í vestri, sér um þessa hlið mála. Hann vasast í innkaupum eins og til dæmis að senda gjafír til móður minnar. Það er mér mjög mikilvægt að hafa slíkan umboðs- mann til að skipuleggja viðskiptin og framkvæmd allra þeirra hug- mynda sem ég geng með. Samstarf okkar hófst fyrir þremur árum og hefur gengið vel. Margir skákmenn skilja ekki hversu mikilvægt það er. Þeir halda að þeir geti séð um slíkt sjálfír. En ég verð að hafa umboðsmann til að hrinda hug- myndum mínum í framkvæmd. Fyrst og firemst atvinnumaður Segðu mér eitthvað frá áhuga- málum þínum utan skákarinnar. Ég er ekki hrifínn af orðinu „áhugamál". Ég er fyrst og fremst atvinnumaður. Áhugamál eru fyrir „amatöra". Ég vil gera eitthvað nýtt í samskiptum fólks. Ég vil koma einhvenu til leiðar sem skipt- ir fólk máli. Ég vil til dæmis hjálpa vinum mínum í Sovétríkjunum við ekkert annað en skylda mín. Ég hef lagt eigið fé af mörkum til að styðja unga skákmenn og Botvinn- ik-skákskólinn er núna undir minni stjóm. Breytingar innan ramma kerfisins Líturðu á sjálfan þig sem sósíal- ista? Nokkurt hik kemur á Kasparov og svo svarar hann: Ég held að eitthvað sé að breytast. Maður get- ur ekki haldist í sama farinu lengi. Lífsskoðun mín er ósköp einföld. Ég reyni að gera allt hið besta fyr- ir ættjörðina. Eina leiðin er sú að hjálpa fólki innan ramma kerfisins. Og þá verður maður líka að starfa með embættismönnunum. Ég veit ekki hvort þetta tekst en þetta er eina leiðin. Landið þokast í rétta átt en enn er Iöng leið framundan. Er umbótastefna Gorbatsjovs eina úrræðið? Já. Hinar slæmu hefðir eru svo fastar fyrir að ekki er hægt að ganga mjög skjótt til verks. Þetta er eina leiðin í átt til eðlilegs ríkis, eðlilegra laga, eðlilegs mannlífs, eðlilegra viðskiptahátta og frelsis fyrir þjóðina. Ég legg ríka áherslu á frelsi í viðskiptum. Ég reyni að beita mér mjög á þessu sviði. Við sem erum í áhrifastöðu og viljum breytingar megum ekki missa af þessu einstæða tækifæri. En samrýmist fíjálst markaðs- kerfí sósíalismanum? Ég veit það ekki, ég vona það. Ég get komið með samlíkingu úr skákinni. Ef staðan er góð þá getur maður leyft sér hitt og þetta. Ef staðan er mjög slæm þá verður maður að feta einstigið út úr vand- ræðunum. Þá tjóir ekki að hugsa mjög langt fram í tímann heldur einungis um það að bjarga því sem bjargað verður. Nú ert þú hálfur Armeni og býrð í Azerbajdzhan, hvemig meturðu deilumar um Nagomo-Karabak? Þær snerta mig ekki beint en valda mér sársauka. Á fyrstu ámm Sovétríkjanna voru gerð mörg mis- tök. Landamæri lýðvelda em oft á tíðum undarleg. Ég sé enga lausn í framtíðinni verða allir atvinnu- skákmenn undir einum hatti burt- séð frá þeim titlum sem þeir bera. Þetta em svipaðar breytingar og áttu sér stað í tennis fyrir 18 ámm og knattspymu fyrir aldarfjórð- ungi. FIDE ætti að sjá um viðburði eins og Ólympíuskákmótið og út- breiðslu skáklistarinnar. Atvinnu- skákmenn munu sjá FIDE fyrir fé til þessara hluta. Ég skil ekki hvem- ig áhugamenn, einkum í ljósi spill- ingarinnar innan FIDE, eigi að geta séð um skákmót fyrir atvinnumenn. Við verðum að skapa atvinnu- mennskunni gmndvöll. Heimsmeistari atvinnuskákmanna Hvað um samskipti þín við sov- ésk skákyfírvöld? Ég vil helst ekki eyða orðum á þá aðila. íþróttayfírvöld ráða jrfír skáklífínu í Sovétríkjunum. Þau geta vasast í málefnum skákmanna án þeirra samþykkis. Þessir menn em nánir vinir Campomanesar. Þau samskipti einkennast af baktjalda- makki. Ég er heimsmeistari og mér er sama um þessa menn. Ég vil hjálpa fólki að lifa eðlilegu skáklífí. í mörg ár barðist ég hatrammlega gegn þessum mönnum en í ár rann upp fyrir mér að betra væri að virða þá að vettugi. Ég.lít frekar á mig sem heimsmeistara atvinnuskák- manna en heimsmeistara FIDE. Ég vil ekki tengja nafn mitt svo svívirðilegum samtökum. Verksvið FIDE ætti að vera að huga að undir- stöðunni. En ég stend ekki einn meðal sovéskra skákmanna, menn eins og Júsúpov og Beljavskíj styðja mig. Ég vil skilja skákina frá opin- berri stefnu sovéskra íþróttayfír- valda. Það er semsagt engin „perestr- ojka“ á þeim bænum? Nei, þessir aðilar hafa jafnvel versnað því nú hafa þeir svo mikil tengsl við Vesturlönd og geta nýtt þau sambönd í sína þágu. Til þeirra streymir fjármagn. Þeir sælq'a völd sín í einokunina sem er í sínum ýmsu myndum stærsta vandamál Sovétrflq'anna. Ég ætla mér að brjóta þessa einokun á bak aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.