Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
Matthildur Bjömsdóttir skrifar írá Ástralíu:
Skoðanakannanir
Ég held að burtséð frá Banda-
rflrjunum hljóti islendingar að eiga
metið í þessum svokölluðu skoðana-
könnunum. Það var alltaf verið að
segja okkur hvað okkur fyndist, hvað
við myndum kjósa eða ekki lq'ósa,
hvað okkur fyndist gott að borða og
hvað okkur líkaði eða líkaði ekki.
En oft horfði fólk þó hvað á annað
er þessar niðurstöður voru birtar og
könnuðust ekki við neitt af þessum
skoðunum eða hvað það nú var sem
borið var upp á fólk. Enda hafði það
ekki verið spurt og þekkti engan sem
hafði verið spurður.
En það eru til fleiri tegundir kann-
ana en að spyija tiltekinn hluta fólks.
Nú hafa áströlsk yfírvöld ákveðið að
spyija ekki fólk í hvað það eyddi
peningunum en skylda það hinsvegar
til að gefa mjög nákvæma skýrslu
um tveggja vikna skeið um allt sem
það ver peningum í. Og hvern dag
sem það kann að gleyma að telja
fram hvað það notaði til dæmis mörg
biöð af klósettrúilunni yrði það sekt-
að um eitt hundrað dollara. Þetta
er aðferðin sem yfírvöld ætla að nota
til að komast að því hvað þjóðin ver
aurum sínum í.
Til að komast að ástandi um
heilsufar manna á einnig að skylda
fólk til að gangast undir stranga
læknisskoðun og blóðprufur, og við
undanbrögðum frá því á einnig að
sekta fólk um hundrað dollara.
Mér dettur í hug að Hawk og
Gorbatjov hljóti að hafa skipst á lof-
orðum. Gorbatjov lofað að losa um
höftin í Sovétríkjunum ef Hawk lof-
aði að láta sitt fólk finna fyrir hvem-
ig það sé að búa undir þvingunum
af slíku tagi sem Sovétmenn búa við.
í blöðum og útvarpi hafa verið
margir þættir til að ræða þessar
skyldukannanir og fólk mótmælir
harðlega.
í svipaðri könnun sem gerð var
árið 1984 sagði kona ein að starfs-
menn þessarar könnunar hafí hótað
að stefna henni fyrir rétt ef hún
gerði ekki eins og henni væri sagt.
Maðurinn er það
sem hann borðar
Hér eru þó auðvitað einnig gerðar
venjulegar kannanir þar sem fólk er
spurt. Það hefur verið kannað hvað
fólk borðar og komið í ljós að þrátt
fyrir hina miklu ijölbreytni og mikið
magn ljúffengra ávaxta og græn-
metis eigi Ástralir metið í neyslu fítu
og fæðu sem inniheidur mikið kólest-
rol.
Matarvenjur bama og unglinga
hafa verið kannaðar og sagt að þau
séu að grafa sér sína eigin gröf með
fæðuvenjum sínum. Kólestrol í blóði
unglinga sé óeðlilega hátt. Enda er
ekki glæsilegt að líta inn í matsölur
grunnskóla. Uppistaðan í því sem er
á boðstólum eru „pæ“ og „pastries"
sem er einskonar smjördeigskökur
með fyllingu úr kjöthakki eða græn-
meti og svo er allt fljótandi í sæl-
gæti. Heilsufæðisæðið fer hijóðlega
hér ennþá, en þó er verið að reyna
að beijast fyrir að breyta fæðuvenj-
um unglinga.
Oft óska ég þess að hér væru
íslensk bakarí með öllum þeim grófu
rúnnstyklqum og hollu góðgæti sem
ég sakna mikið að heiman. Það gæti
kannski haft áhrif á smekk lands-
manna fyrir því hvað er ljúffengt.
Baríst gegn tóbaki
Það er víðar en á íslandi sem reynt
er að heija á Nikótín konung. Hér í
Ástralíu hefur verið herferð gegn
tóbaki og reykingum, er þar er við
ramman reip að draga þar sem tóbak
er ræktað hér. Tíu milljónir dollara
til þeirrar baráttu af hendi yfirvalda
draga skammt á móti áttatíu milljón-
um dollara sem tóbaksræktendur
leggja af mörkum til að veija sinn
hag.
Fyrir nokkrum mánuðum ákváðu
yfírvöld Suður-Ástralíu að stöðva
íjárveitingar tóbaksframleiðenda til
íþrótta. Astæðan fyrir því að tób-
aksræktendur hafa stutt íþróttir er
að það hefur gefíð þeim aðgang að
ódýrum auglýsingum. En tóbaksaug-
lýsingar eru bannaðar í útvarpi og
sjónvarpi.
Á síðasta ári voru reykingar bann-
aðar í innaniandsfíugi og þær eru
bannaðar í öllum opinberum sam-
göngutækjum, opinberum skrifstofu-
byggingum og ökutækjum sem opin-
berir starfsmenn hafa undir höndum,
ásamt fleiri stöðum.
Óhugnanlegar tölur um
reykingar unglinga
Læknar hér í Ástralíu segja að
fleiri konur muni deyja úr lungna-
krabbameini en bijóstakrabbameini
næstu fímm ár. Spáin er byggð á
niðurstöðu úr könnun á reykingum
unglinga. Milli 30 og40% stúlkna í
skólum reykja og 14—15% þeirra slá
drengjum við í reykingavenjum
sinum.
Niðurstaða könnunarinnar leiddi í
ljós að á hveiju ári byija 4.308 stúlk-
ur að reykja á móti 3.940 drengjum
á aidrinum 12—15 ára. Könnunin
leiddi einnig í ljós að 50% kvenna á
aidrinum 16—24 ára reykja og 45%
karla.
í kjölfar þessarar könnunar átti
að hefja herferð gegn reykingum í
ríkisskólum Suður-Ástralíu. En slíkt
hefur ekki verið gert áður. Ef sú
herferð reynist árangursrík verður
hún gerð almenn { öllum skólum.
Það sýnir íslendingum hvað þeir
eru langt á undan í þessum eftium
þó fámennir séu. Á íslandi er tiltölu-
lega auðvelt að ná til allrar þjóðarinn-
ar í gegnum eina til tvær sjónvarps-
stöðvar og fræða hana í einu vet-
fangi um tiltekin atriði eins og um
hættur reykinga og þar fram eftir
götunum. Þó reykja nógu margir.
Yfirvöld neita um leyfi
könnunar á kynlífsvenjum
Þeir hugðust spyija flórtán þúsund
flölskyldur um kynlífsvenjur og notk-
un smokka.
Ástæðan fyrir því að aðilum var
neitað um leyfí til að gera þessa
könnun var að spumingamar gengu
allt of langt og enginn myndi kæra
sig um að svara þeim. Hins vegar
sögðu þeir hjá „könnunardeildinni"
að þeir spjrrðu flórtán þúsund fjöl-
skyldur um eyðsluvenjur á hveiju ári
og að á síðasta ári hefði aðeins þurft
að sekta sex manneskjur fyrir að
neita þátttöku. Já, þeir geta stundum
verið harðir í henni Ástralíu.
Queensland stígur
skref inn í nútímann
Á meðan rifíst er um slíka hluti
sem skoðanakönnun um kynlífsvenj-
ur annarstaðar en í Queenslandi em
þeir í fyrsta skipti I tæplega tvö
hundmð ár að leyfa fólki að hafa
aðgang að smokkum. Queensland
hefur lengi reynt að halda í gömlu
gildin og hefur verið einskonar
minjasafn fortíðar í lífsviðorfum
sfnum. Það var ekki fyrr en skipt
var um æðsta yfírmann stjómarinnar
í Queenslandi (premier) að þetta
skref var stigið. Sá sem var á undan
var sannkallaður (haldsmaður í þess-
um efnum sem öðram og taldi sig
vita manna best hvað fólki væri fyr-
ir bestu!
Margt fleira hefur verið með öðm
móti í Queenslandi en þetta með
getnaðarvamir því staða frumbyggja
er verri þar en í öðmm fylkjum.
Rifist um inn-
flytjendapólitik
Ailtaf er eitthvað um að vera og
þessar andfættu þjóðir fínna sér báð-
ar eitt og annað til að þrátta um.
Eitthvað verða jú fjölmiðlar að hafa
að gera.
Þessa dagana er verið að ræða
um hvað eigi að hafa forgang í inn-
flytjendapólitíkinni. Nú vilja sumir
þingmenn að sett verði á oddinn að
flytja menntað fólk inn I landið en
takmarka innflutning á fólki vegna
fjölskyldutengsla við þá sem em hér
fyrir. Um það er rætt í íjölmiðlum
og er fróðiegt að heyra sjónarmiðin.
Enn heyrast þó nokkuð sjónarmið
sem byggð em á kynþáttafordómum
Island sem efhahags-
lega vanþróað ríki
eftir Brynjólf
Jónsson
Lesandi góður, að ioknum vinnu-
degi er gott að koma heim, fá sér
kvöldverð og setjast svo fyrir framan
sjónvarpið og hlýða á fréttir. Þannig
fór fyrir mér föstudaginn 7. október
sl. Og í sjónvarpinu var verið að segja
frá hörmungum fólks f Súdan, bmgð-
ið var upp gamalkunnum myndum
af vannærðum bömum, engisprettu-
faraldri, fátækt, og hörmungum eins
og þær gerast mestar á jarðríki. í
texta með þessum myndum las hinn
íslenski fréttaþulur frétt á þá leið að
f Súdan ríkti nú hin mesta skálmöld,
þar geisaði engisprettufaraldur,
miklar rigningar og flóð höfðu valdið
búsiQum, hungursneið ríkti í landinu
og borgarastyijöld. Síðan var fjallað
um efnahagsmál þeirra í Súdan. Þar
á bæ hafa menn víst ekki staðið í
skilum með afborganir erlendra
skulda og skyldi nú engan undra,
en svo kom rúsínan í pylsuendanum.
Aðalástæðan fyrir því að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn vildi ekki lána
þeim meira eða fresta afborgunum
lána var sú að stjómvöld höfðu að
því er sagt var ekkert aðhafst til að
koma efnahagsmálum þjóðarinnar á
réttan kjöl. Því til áréttingar var
bent á að það væm einkum fímm
atriði sem kæmu í veg fyrir hagvöxt
f vanþróuðu ríkjunum og þau væm
öll til staðar í Súdan. Og þau vom:
1. Verðbólga.
2. Miðstýring verðlags.
3. Fjárlagahalli.
4. Ríkisbákn.
5. Óraunhæf gengisskráning.
Hvemig heldur þú, lesandi góður,
að íslenskum hagfræðingi sem kann
að skammast sfn hafí liðið fyrir fram-
an sjónvarpið þetta kvöld? Það skyldi
nú ekki vera að hið íslenska efnahag-
sundur sé byggt á fyrirmynd frá
Súdan, eða hver er munurinn? Senni-
lega sá að íslendingar em hvítir f
framan og hér lifa ekki engisprettur,
myndu einhveijir húmoristar svara.
Hugsaðu þér bara, stjómvöld í Súdan
láta stjómun efnahagsmála lönd og
leið í öllum hörmungum landsmanna
og afleiðingin verður fslenskt efna-
hagsástand! Hvílík hneisa!
Svo ri^aðist upp fyrir mér sagan
um manninn sem sá svo vel flfsina
f auga náungans, en ekki bjálkann
í eigin auga. Höfum við efni á að
fjalla á þennan hátt um vandamál
Súdana? Ég hef áður fjallað um það
opinberiega hvað er efnahagsvandi
og ætla ekki að fara að endurtaka
það að öðm leyti en því að undir-
strika að íslenska þjóðarbúið er ekk-
ert annað en öil íslensk fyrirtæki,
allar fjölskyldur og einstaklingar sem
á íslandi búa, og samtök þeirra sam-
anlagt. Ef fslenska þjóðarbúið eyðir
meira en það aflar þá myndast ein-
hvems staðar skuld eða eignir lýma
einhvers staðar, svo einfalt er þetta
nú. Ef við íslendingar eyðum
langtímum saman meira en við öflum
þá streyma verðmæti út úr landinu,
það getur ekki gengið til lengdar.
Verðbólgan er eitt af stóm vanda-
málunum okkar, undir henni hefur
einkum verið kynt með allt of háu
vaxtastigi og fjármagnskostnaði
síðustu misserin. í öllum þeim skolla-
leik leikur lánskjaravísitalan svo-
nefnda aðalhlutverkiö. Hana verður
að afnema með einu pennastriki á
sama hátt og Finnar gerðu fyrir
nokkram ámm. Að ætla að bíða
þangað til verðbólgan kemst niður
fyrir éitthvað mark í einhvem tfma
er út í hött. Það endar á sama hátt
og með hundinn sem reynir að bíta
í skottið á sér, það vantar alltaf að-
eins pínulítið enn til að takmarkið
náist. Lánskjaravísitöluna á ekki að
afnema afturvirkt, heldur leggja
bann við nýjum vísitölulánum. Réttur
skuldara er síðan sá að geta sagt
upp lánum og breytt viðmiðuninni
yfír í annað form frá og með upp-
sagnardegi. Víðtæk samvinna við
verkalýðshreyfínguna er frumfor-
senda þess að viðunandi árangur
náist í róttækum efnahagsaðgerðum
Brynjólfúr Jónsson
„Stjórnvöld í Súdan láta
stjórnun efnahagsmála
lönd og leið í öllum hör-
mungum landsmanna
og afleiðingin verður
íslenskt efinahags-.
ástand! Hvílík hneisa!“
enda er barátta verkalýðshreyfíngar-
innar ekki um krónur og aura, held-
ur um þau gmndvallarmannréttindi
að fólk hafí í sig og á og geti átt
einhvers staðar heima. Afnám mat-
arskattsins stuðlar að því. Það á aldr-
ei að skattleggja brýnustu lífsnauð-
synjar fólks, slíkt kallar á kröfur um
launahækkanir, sem kynda undir
verðbólgubálinu alls staðar og alltaf.
Miðstýringu verðlags finnum við
hér á íslandi því miður á alltof mörg-
um sviðum. FVægastir emm við sjálf-
sagt fyrr að slá öll verðbólgumet,
fyrir nokkmm ámm þegar allsheijar
verðstöðvun rfkti í landinu. Núna
ríkir verðstöðvun og samningsréttur-
inn hefur verið afnuminn. Rfkis-
stjómin hefur svipt verkalýðshreyf-
inguna gmndvallarrétti sínum og
gert hana óábyrga, rétt eina ferðina
enn. Verðlagning á físki og land-
búnaðarvömm er enn eitt dæmið.
Það er af nógu að taka þegar fjallað
er um miðstýringu verðlags á ís-
landi. Mikið held ég að Gorbatsjov
yrði glaður ef hann frétti af því að
hann er ekki einn á báti í allri vitley-
sunni með miðstýringu verðlags.
Fjárlagahalli er vandamál út af
fyrir sig, en öllu vérra er ef miklu
munar með að endar náist saman í
ríkisreikningi. Fjárlög em nefnilega
fjárhagsáætlun ríkisins, og ríkis-
reikningur er ársreikningurinn. Hér
á íslandi hafa menn ekki einu sinni
komist á það stig að ræða ríkisreikn-
inginn af viti, fyrir fáfræði og pexi
um fjárhagsáætlunina, sem er ekkert
annað en góðviljuð viljayfírlýsing
ríkisstjóma, en segir ekkert um
árangur.
Útþensla ríkisbáknsins er með
endemum, meira að segja forystu-
sauður fijálshyggjunnar Hannes
Holmsteinn kominn á ríkisjötuna með
eftirminnilegu brölti, fijálshyggjan
er greinilega eitthvað sem aðrir eiga
að framkvæma en forystusauðimir.
Óraunhæf gengisskráning er nú
komin langleiðina með að drepa allan
útflutnings- og samkeppnisiðnað. Og
af hveiju? Jú, erlendar skuldir hækka
svo mikið við hveija gengisfellingu