Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Heimsbikarmótið í skák Heimsmeistarinn kominn í form Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins Það hefur verið allt annað að sjá til heimsmeistarans Garrý Kasp- arovs í hinum síðustu umferðum á Heimsbikarmótinu. Nú loks teflir hann með hinum kraftmikla og áhrifaríka stfl sem auðkennt hefur skákferil hans. Eistlendingurinn Ehlvest var andstæðingur heimsmeistarans í 16. umferð. Ehlvest hefur verið farsæll með hvítu mönnunum í mótinu til þessa en nú varð heldur betur breyting þar á. Kasparov fékk nefnilega strax betri stöðu eftir byrjunarleikina þótt hann stýrði svörtu mönnunum og snemma var ljóst hvert stefndi. Heimsmeistarinn sleppti hvergi tökunum á andstæð- ingnum, jók stöðuyfirburðina með hveijum leik. Lét mann af hendi til þess að auka stöðuyfirburði sína og vann sannfærandi sigur eftir 25 leiki. Að skák lokinni mætti Kasparov í viðtal á Stöð 2. Glaðbeittur svar- aði hann spumingum fréttamanns um skákina. Sagðist hafa teflt vel og sýndi ógrynpi möguleika sem fyrir hendi voru í skákinni. Hann átaldi taflmennsku hvíta liðstjóm- andans og kvað sigurinn heldur auðveldan af þeim sökum. Samt er það nú ómaksins vert að skoða skákina. Hvítt: Jan Ehlvest Svart: Garrý Kasparov Enskur leikur. 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - e5, 3. Rf3 - Rc6, 4. e3 - Bb4, 5. Dc2 - 0-0, 6. d3 Bitlaust framhald. Skarpara framhald er 6. Rd5 - He8, 7. Df5!?. Ehlvest hefur ráðgert að fá upp rólega stöðu en heimsmeistar- inn hefur aðrar áætlanir í huga. 6. - He8!, 7. Bd2 - Bxc3, 8. Bxc3 - d5, 9. cxd5 - Rxd5, 10. Be2 — Bf5! „Ég vildi flækja taflið," var skýr- ing heimsmeistarans á hinum gerða leik. Leikurinn felur í sér manns- fóm eftir 11. e4. Áframhaldið þá gæti orðið 11. — Rf4!, 12. exf5 - Rd4, 13. Bxd4 - exd4, 14. Rgl - Dd5, 15. 0-0 og staðan er mjög óljós. Þetta var hið krítíska fram- hald en Ehlvest skortir kjark til þess að flækja tafjið og fær verri stöðu. 11. Hdl?! - a5!, 12. 0-0 - De7, 13. a3 - a4, 14. Bel?! - Bg6, 15. Dc4 - Hed8, 16. Rd2? Taflmennska hvíts hefur verið ráðleysisleg í síðustu leilqum. Hér var nauðsynlegt að leika annað- hvort 16. d4 eða 16. Hcl. Taflið stendur þó ætíð svörtum í hag. 16. - Rd4! Margeir sneri á Spasskíj Það tók heimsmeistarann aðeins þrjár mínútur að ákveða að fóma manni hér. Eftir 10 leiki var ég búinn að ákveða að fóma manni sagði hann líka eftir skákina. Fórn- in grundvallast á afskaplega slæmri staðsetningu liðsmanna hvíts og þarfnast raunar ekki viðamikilla útreikninga. Hvíta taflið er tapað þrátt fyrir ýmis brögð í framhald- inu. 17. exd4 - Rf4,18. Bf3 - Hxd4! Best. 18. - Bxd3? 19. Dc5! var lakara. 19. Db5 - c6! 20. Bxc6 Hvítur gefur manninn til baka. Hvíta drottningin átti enga undan- komureiti því eftir 20. Db6? - Ha6 fellur hún. 20. - bxc6, 21. Dxc6 - Db8! Heimsmeistarinn teflir mjög ná- kvæmt. 21. — Had8 var þannig ónákvæmara vegna 22. Rf3 - Be4, 23. Bb4 og hvítur á jafnteflismögu- leika. 22. Rf3 - Hd6, 22. — Be4 var ekki eins gott sökum 23. dxe4 - Hxdl, 24. Rxe5 og lengri tíma tekur að innheimta vinninginn. 23. Db5 - Hd5, 24. Db4 - e4! Margeir Pétursson hefur staðið sig vel á mótinu. Hann var í byijuri mótsins langveikasti keppandinn, ef miðað er við skákstig, og framan af virtist hann dæmdur til að verma neðsta sætið. Þegar fjórar umferðir voru til loka, hafði Margeir einum og hálfum vinningi minna en næst- neðsti maður. Uppgjöf er ekki til í orðabók Margeirs, og í næstu þrem umferðum tók hann 2V2 vinning og náði Spasskíj fyrir síðustu um- ferð. Margeir og Spasskíj tefldu byij- unina fremur rólega. Margeir tók á sig veikt peð á drottningararmi og missti það í framhaldi skákarinnar. Honum tókst að skapa sér sóknar- færi gegn kóngi andstæðingsins og í tímahraki missti Spasskíj tökin á skákinni. Hann lék af sér peði og missti annað strax eftir að 40 leikja markinu var náð. Margeir átti auð- unnið endatafl, sem hann vann ör- ugglega. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Boris Spasskíj Bogoindversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - Bd4+, 4. Rbd2 - d5, 5. Da4+ Hvítur getur einnig leikið strax 5. a3 - Be7, 6. Dc2 - 0-0, 7. e4 o.s.frv. 5. - Rc6, 6. a3 - Bxd2+ Önnur leið er hér 6. - Be7, 7. e3 - Bd7, 8. Dc2 - a5, 9. b3 - 0-0, 10. Bb2 - Ra7, 11. Bd3 - h6, 12. 0-0 - Hc8 með nokkuð jöfnu tafli. 7. Bxd2 - Bd7 Algengast er að leika hér 7. - Re4, t.d. 8. Hdl - 0-0, 9. e3 - Re7, 10. Bcl - b6, 11. Bd3 - Bb7, 12. 0-0 - Rg6, 13. Dc2 - f5 með flókinni stöðu (Pr. Nikolic — Kurajica, Júgóslavíu 1987). 8. Dc2 - a5, 9. Bg5 - h6, 10. Bxf5 - DxlB, 11. e3 - 0-0, 12. Be2 - Hfc8, 13. cxd5 - exd5, 14. 0-0 - a4, 15. Hacl Hvítur getur ekki farið á peða- veiðar: 15. Bb5 - Dd6, 16. Bxa4 - Rxd4, 17. Rxd4 - Bxa4 o.s.frv. 15. - Ha5, 16. Dd2 - b6, 17. Hc3 - Dd6, 18. Hfcl - Re7, 19. Re5 - f6 Spasskíj veikír hvítu reitina í eig- in kóngsstöðu með þessum leik, en hann hefur líklega hvorki verið ánægður með 19. - Be6, 20. Rc6 - Rxc6, 21. Hxc6 - Dd7, 22. Dc2 - Ha7, 23. Bb5 né 19. - Be8, 20. Bg4 - f5, 21. Bf3. 20. Rxd7 - Dxd7, 21. Dc2 - c6, 22. b4?! Til greina kom að leika 22. e4!?, því í framhaldi skákarinnar verður hvíta peðið á a3 mjög veikt. 22. - axb3 e.p. 23. Dxb3 - b5, 24. e4?! - Kh8, 25. He3 - Ha4, 26. Dd3 Margeir á í miklum vandræðum með að valda peðin sín og verður í framhaldinu að treysta á mátt biskupsins til að notfæra sér veil- umar í svörtu kóngsstöðunni. 26. - Hca8, 27. Bf3 - fxe4, 28. Dxe4 - H8a7, 29. Hcel - Hxa3, 30. H3e2 - Hal, 31. h4 - Hxel+, 32. Hxel - Dd6, 33. h5 - b4, 34. Dg4 - b3? Spasskíj gefur Margeiri of mikil færi í tímahrakinu. Sjálfsagt var að koma í veg fyrir næsta leik með 34. - f5! 35. Be4 - Kg8?! Spasskíj leggst í óvirka vörn í stað þess að gefa peð með . - f5, 36. Bxf5 - Rxf5, 37. Dxf5 - Ha8 og frípeðið á b3 ræður úrslitum í skákinni. 36. Bg6 - Ha8 Hvers vegna ekki 36. - b2? 37. De2 - Kf8, 38. Dc4 Staðan sýnir vel, að Spasskíj hefur gjörsamlega misst tökin í tímahrakinu. Hvítur hótar bæði 39. Df7 mát og 39. Dxb3 og svartur er rígbundinn við að valda máthót- anir hvíts. 38. - Dd5? Hér voru síðustu forvöð að forða sér í jafnteflishöfn með 38. - Rd5, 39. Dxb3 - Db4, o.s.frv. 39. Db4 - Dd7, 40. Dxb3 - Rxg6, 41. hxg6 - Hd8 Það hefur varla verið mjög ánægjulegt fyrir Spasskíj að ná 40 leikja mörkunum, aðeins til að virða fyrir sér ijúkandi rústir sinnar fyrr- um glæstu stöðu. Hann á tæplega betri vöm en þá, sem hann nú vel- ur, t.d. 41. - Dd5, 42. Db7 - He8, (42. - Hd8, 43. De7+ - Kg8, 44. De8+ og mátar) 43. Hxe8+ - Kxe8, 44. Dxg7 - Dxd4, 45. Df7+ - Kd8, 46. g7 og vinnur. 42. He6! - Dd5 Ekki 42. - Dxd4?, 43. He8+ ásamt 44. Df7 mát eða 42. - Dd7, 43. Hd6 — De7, 44. Hxd8+ ásamt 45. Df7 mát. 43. Da3+ - c5 Eftir 43. - Kg8, 44. De7 vinnur hvítur vegna mátsins í borðinu. 44. Dxc5+ Endataflið er auðunnið fyrir hvít. Hann á peði meira og slæm kóngs- staða og veikt peð á g7 gera svarti erfítt fyrir. 44. - Dxc5, 45. dxc5 - He8, 46. Hc6 - He7, 47. f4 - Ke8, 48. Kf2 - Ha7, 49. Ke3 - Kd7, 50. Hd6+ - Ke7, 51. g4 - Ha5, 52. Hd5 - Hb5, Eða 52. - Ke6, 53. Ke4 - Ha4+, 54. Hd4 - Ha5, 55. f5+ - Ke7, 56. Kd5 og hvítur vinnur. 53. f5 - Ha5, 54. Ke4 - Ha7, 55. Hd4 - Ha8, 56. Hb4 - Kd7, 57. Kd5 - Ha7 og Spasskíj gafst upp, áður en Margeir lék 58. c6+ - Kc7, 59. Hb7+ - Hxb7, 60. cxb7 - Kxb7, 61. Ke6 — Kc6, 62. Kf7 og hvítur vinnur létt. Spasskíj tapaði fyrir báðum Islendingunum á mótinu og heyrðust þau orð meðal áhorfenda, að nemendumir væru orðnir kenn- aranum fremri, en Spasskíj ætlar að þjálfa íslensku skáksveitina fram að Olympíumótinu í næsta mánuði. Glæsileg drottningarfórn var undirbúin hjá Kasparov eftir 25. Rd2. Hún byijar á 25. — Dh4! 26. Rxe4 - Re2+ 27. Khl - Dxh2+! 28. Kxh2 - Hh5 mát! 26. g3 - Dh3 er engin lausn á vandræðum hvíts. Ehlvest átti einungis eina mínútu til ráðstöfunar fram að tímamörkunum við fertugasta leik og leikur nú af sér manni. 25. Bc3 - Re2+ og Ehlvest gafst upp. Svartur drep- ur einfaldlega riddarann í næsta leik. Næstsíðasta umferðin: Baráttugleðin allsráðandi Baráttugleðin var allsráðandi í næstsíðustu umferð Heims- bikarmótsins í Borgarleikhúsinu á Iaugardaginn. Barist var af hörku á hveiju borði og úrslitin hvergi ljós fyrr en við handaband keppenda að skák Iokinni. Tæki- færin gefast líka ekki miklu fleiri fyrir toppsauðina að afla vinninga né aðra keppendur að rétta hlut sinn. Jóhann Hjartarson tefldi drottn- ingar-indverska vöm gegn Júsupov. Tefldi byijunina djarft eftir vel- gengnina í síðustu skákum. Áhorf- endur vom samt ekki allskostar ánægðir með stöðuna sem upp kom. Það stöðumat reyndist rétt því við athuganir eftir skákina kom upp úr dúmum að staða Jóhanns var ekki ýkja traust. Júsupov hafði aðr- ar skoðanir og þrálék þegar tæki- færi gafst og jafntefli var samið. Niðurstaðan varð hin sama hjá Sax og Tai eftir færri leiki. Hjá Sokolov hipum sovéska skip- ast veður fljótt í lofti. Hamingjudis- imar sem voru honum hliðhollar í fyrri hluta mótsins eru nú auðsýni- lega á brott. Heillum horfínn tapaði hann gegn Nikolic á laugardaginn og hefur nú þijú töp á bakinu í síðustu §órum umferðum. Heimsmeistarinn Gary Kasparov var í essinu sínu gegn Ehlvest. Gretti sig og yggldi við taflmennsku andstæðingsins. Þegar Ehlvest átti leik hvessti heimsmeistarinn brúnir og labbaði hratt og í sífellu fram- hjá borðinu. Mönnum þótti þetta heldur vafasamt háttemi, minnugir kæru á hendur Kortsnoj fyrir svip- aða tilburði í Kanada. Ekkert var þó aðhafst hér, Ehlvest stýrði hvítu mönnunum en tefldi heldur bit- laust. Hann er kunnur snillingur að handleika hvítu taflmennina og því kom mönnum spánskt fyrir sjón- ir leikmáti hans er þekktu með skiptum litum! Enskur leikur kom nefnilega upp á borðinu og taflmáti hvíts er nefnilega kunnur í sikileyj- arvöm hjá svörtum! Það er skemmst frá því að segja að Eistlendingurinn knái sá aldrei til sólar í skákinni og þegar mannstap var fyrirsjáan- legt eftir 25 leiki gafst hann upp. Þá átti hann aðeins mínútu til ráð- stöfunar fram að tímamörkunum við fertugasta leik. Það hafa því orðið heldur betur umskipti hjá heimsmeistaranum í síðustu umferð og glaðbeittur mætti hann að skák lokinni í viðtal hjá Stöð 2 þar sem stór orð féllu í garð sovéska skák- sambandsins og Campomanes, for- seta Alþjóðlega skáksambandsins FIDE. Háttemi Beljavskys er annað. í kyrrð og ró vinnur hann verk sín. Afskaplega einbeittur við skák- borðið og stendur sjaldan upp. Kóngsindversk vöm kom upp í við- ureign hans við Nunn. Nunn fóm: aði peði og fékk ágæt færi fyrir. í framhaldinu missti hann hins vegar fótanna. Tækifæri til að einfalda taflið í jafnteflishöfn fór forgörðum og eftir snilldarlega taflmennsku Beljavskys mátti undrabamið enska játa ósigur sinn. Margeir Pétursson er heldur bet- ur kominn í form. Tveir sigrar í síðustu þremur umferðum er til marks um það. Hann sigraði fyrrum heimsmeistara, Boris Spassky, í einkar skemmtilegri skák sem vakti mikla athygli. Mikið tímahrak kom til sögunnar og Spassky sem hafði þá tögl og hagldir í skákinni missti þá öll tök á taflinu. Áhorfendur hentu gaman að því að taflmennska hans bæri það með sér að það væri ekki hans háttur að lenda í tímahraki. Venjulega væri hann búinn að semja um jafn- tefli miklu fyrr! í áframhaldinu lenti Spassky í miklum þrengingum. Missti peð og hróksendataflinu sem upp kom varð ekki bjargað, áhorf- endum til mikillar ánægju. Timman sigraði Kortsnoj í harðvítugri skák tveggja baráttujaxla. Og Speelman sigraði Ribli í skemmtilegri skák. Hann fórnaði nefnilega manni í miðtaflinu en fékk nokkur peð í staðinn. Ungveijinn lenti í miklum hrakningum í framhaldinu, þurfti sífellt að láta peð af hendi til þess að veijast hótunum stærðfræðings- ins snjalla og að lokum hafði Speel- man fímm peð fyrir manninn. Þá var sigurinn skammt undan. Ander- son og Portich sömdu loks um jafn- tefli eftir rúmlega ijörutíu leiki. !W»BPTTr !1 : 11 u j 11 t -J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.