Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Saddam Hussein, forseti íraks, með hermönnum sínum. Rafsanjani, þingforseti í íran. Þegar Rafsanjani hafði tekið við forystu iranska hersins dró fljótt að vopnahléi í striðinu við íraka. írökum neitað um sig- ur í Persaflóastríðinu eftirÁke Sparring VINIR Cató gamla sögðu að stjórnmálamaðurinn hefði oft furðað sig á því að spámaður gæti horft framan í annan spá- mann án þess að skella upp úr. Talsverða spádómsgáfú þarf til að fjalla um stjórnmál á Austur- löndurn. Þar eru sjaldnast ótví- ræð teikn á lofti og ekki er beint auðvelt fyrir Vestur- landabúa að átta sig á austur- lensku leyndardómunum. Síðan Iranar og írakar komu sér saman um að leggja niður vopn og efina til friðarviðræðna í Genf hafa spámennirnir háft ærin starfa. Flestir þeirra beina sjónum sínum að íran og það er frá þeim sjónarhóli sem þeir Qalla um horfiir á varan- legum friði í Persaflóa. Það er vonlegt að menn velji þennan kost þar sem talið er að auðveldara sé að sjá þróunina í írak fyrir. íranar eru „vandræða- bömin" í alþjóðastjómmálum, þeir fara ekki eftir reglunum. Skyn- .semin náði yfirhöndinni þegar írönsk stjómvöld fór að vilja Or- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna en fáir em bjartsýnir á að raun- vemlegar breytingar verði í íran. Gæti Khomeini nokkum tíma sætt sig við að þurfa að búa í grennd við Saddam Hussein, „litla Satan"? Almennur stríðsleiði, ótt- inn við gasárás á borgir, bágur efnahagur og slæmt gengi á vígvellinum þvinguðu írönsk stjómvöld að samningaborðinu. En hafa þau þá fallið frá íslömsku byltingunni? Hveijir sigruðu? íranar era til alls líklegir en það merkir ekki að auðvelt sé að sjá þróunina í írak fyrir. Saddam Hussein, einráður þjóðhöfðingi íraks, flýtti sér mjög að fagna sigri eftir að vopnahléð varð að veraleika laugardaginn 20. ágúst. Það var ekki alveg út í hött, því frá árinu 1982 höfðu íranar haft framkvæðið á fremstu víglínu, en í byijun apríl á þessu ári varð mikil breyting þar á. Allt I einu kom í ljós að írakski herinn var óvenju öflugur og um leið virt- ist draga úr eldmóði írönsku bylt- ingarvarðanna. Blómanum af írönsku hermönnunum hafði blætt út á sléttunum skammt frá Basra í bardögum sem minntu á Flæm- ingjaland og heimsstyijöldina fyrri. Almennt fagna Bagdadbúar einnig sigri. Rómveijar sýndu þó fram á að sigur er ekki vfs fyrr en óvinurinn hefur lýst sig sigrað- an. Verði írakar einnig of fljótir á sér að fagna friði veikist staða þeirra í samningaviðræðunum í Genf. Dragist viðræðurnar á lang- inn, sem er næsta víst, gæti írökskum stjómvöldum reynst erf- itt að fá landsmenn til að beijast á ný. Flestum kom á óvart að íranar skyldu samþykkja vopnahlé og virða ályktun öryggisráðsins nr. 598 (frá árinu 1987) - og Saddam Hussein varð fyrir miklum von- brigðum. Haft er eftir honum að írakar hefðu staðið uppi sem óum- deilanlegir sigurvegarar hefði stríðið haldið áfram í tvo mánuði til viðbótar. Aðeins kröftug áminning Saudí-Araba, helstu lánadrottna íraka, kom í veg fyr- ir að hann hafnaði vopnahléinu. Þetta sýnir raunar að stjómvöld í Saudí-Arabaíu, sem og önnur í Austurlöndum nær og utan þeirra, vilja ekki að írak verði að stór- veldi á svæðinu. Saddam var því neitað um sigur í stríðinu. Og það gæti reynst örlagaríkt, þar sem markmið írakshers hefur verið að sigra írana á sannfær- andi hátt eða þvinga fram sögu- legar sættir. Þrátt fyrir hemaðar- lega ávinninga er staða íraka ekki sterk. Herinn stendur í sömu sporam og þegar stríðið hófst. Manntjón hans hefur verið mikið. Efnahagur landsins, sem lofaði góðu fyrir stríðið, er í lamasessi og uppbygging hans krefst stórra lána erlendis frá.Ósennilegt er að írakar geti reitt sig á sama vel- vilja ríkja í austri og vestri og hingað til, hagnýti þeir sér um of hemaðarlega ávinninga síðustu sex mánuði stríðsins í friðarvið- ræðunum. Þar sem tortiyggnin gagnvart írönum kemur Irökum mjög til góða gæti eftirmaður Khomeinis breytt stöðu íraka í friðarviðræð- unum. Hyrfi þessi tortryggni yrðu Iranar eftirsóknarverðari banda- menn á Persaflóanum en írakar. Þetta sýnir til að mynda íran- kontra-málið, þegar stuðnings- menn Reagans smygluðu vopnum til írans. Markmið írakshers Markmið heija breytast yfirleitt á vígvellinum og sú varð raunin með íraksher. Enn virðast þó þau markmið, sem íröksk stjómvöld kynntu fyrstu dagana eftir stríðið, vera í fullu gildi. Helstu kröfur Iraka eru eftirfarandi: — Að Irakar fái óskorað yfirráð yfir Shatt-el-Arab, að landamæri ríkjanna verði ekki í miðju fljóts- ins heldur við austurbakka þess. í þessu felast flóknar breytingar því margir farvegir era á fljótinu. — Iranar hætti íhlutun í inn- anríkismálefni íraks, það er að segja hætti að styðja uppreisn Kúrda í norðurhluta Iandsins og reka áróður meðal shíta í suður- hlutanum. — Iranar skili Tunb-eyjum og Abu Musa (í sunnanverðum Persaflóa) til sinna réttu arabísku eigenda (hveijir sem þeir era). Iranskeisari sölsaði eyjamar undir sig árið 1971. Auk þess hafa írakar gert sér vonir um ýmislegt. íröksk stjóm- völd héldu augljóslega að íranar biðu slíkt afhroð í stríðinu að íslamska lýðveldið félli. Klerka- veldið er í þeirra huga ógnun við þau stjómvöld í íslömskum lönd- um sem hafa ekki trúna í háveg- um. Veiktist staða írana vegna mótlætis að utan sem innan gátu írakar orðið leiðandi afl við Persa- flóa og gegnt stóra hlutverki meðal arabaríkjanna. Gild rök hníga hins vegar að því að stríðið hafi bjargað klerka- veldinu. Shatt-el-Arab Vart er hægt að gera of mikið úr þýðingu Shatt-el-Arab fyrir íraka. Shatt el-Arab er eina sigl- ingaleið íraka út í heimshöfin. Strandlengja íraks er aðeins 19 km en landamærin á landi era 3700 km löng og vandi að veija þau. Þegar siglingaleiðin lokaðist í stríðinu urðu Irakar að hætta olíuframleiðslu við Basra. Fram- Ieiðslan í norðurhluta landsins gat haldið áfram þar sem hægt var að flytja olíuna í leiðslum um Tyrkland og Sýrland. írakar vora enn minntir á þennan veikleika sinn þegar sýrlensk stjórnvöld bundu enda á olíuflutningana í gegnum Sýrland. Að hluta til var þetta leyst með því að bætt var við tyrknesku leiðslumar og ný leiðsla var lögð til Saudí-Arabíu og hún tengd við kerfi sem fer þvert yfír Arabíuskagann í Rauða- haf. Þessi lausn er þó háð ýmsum skilyrðum. Erfitt er, ef ekki ómögulegt, að hugsa sér hvemig Saddam Hussein geti hvikað frá kröfunni um að írakar hafi einir yfirráð yfir Shatt-el-Arab. En þrátt fyrir það verður Shatt-el-Arab snöggur blettur á írak vegna nálægðarinn- ar við íran, þannig að efa má hvort lausn Saddams leysi vanda íraka. Ályktun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna kveður á um að landamæri ríkjanna verði eins og þau voru áður en stríðið braust út. Þetta útilokar þó ekki að sam- ið verði um annað í friðarviðræð- unum, en óneitanlega styrkir ályktunin stöðu írana. Bæði ríkin gætu sætt sig við að Shatt-el-Arab lyti alþjóðlegri stjóm því þessi siglingaleið er einnig mikilvæg fyrir Irana. En þessari lausn gæti orðið erfitt að koma í framkvæmd vegna krafna beggja ríkjanna. Óáþreifanleg vandamál Shatt-el-Arab er nokkum veginn áþreifanlegt vandamál. Öðram vandamálum er erfiðara að átta sig á. Hvemig geta Irakar yfirleitt fengið írana til að hætta stuðning- inum við Kúrda og trúbræður sína, shíta, í írak þegar gagn- kvæm tortryggni þeirra er svo mikil? Stuðning má veita á ýmsan máta án þess að eftir honum verði tekið. Þetta er mikilvægt. Kúrd- amir hljóta að vera alvarlegra vandamál en Shatt-el-Arab, þar sem sjálf tilvera írakska ríkisins er í veði. í írak era fleiri en ein trúar- brögð og ein þjóð. Meirihluti íbú- anna - um 80 prósent - talar arabísku. í norður- og norðaustur- hlutum landsins er hinn margum- talaði kúrdíski minnihluti, um 2 til 3 milljónir manna. Kúrdar hafa í áratugi barist fyrir stofnun eigin ríkis, og oft beitt skærahemaði. Þeir era, eins og valdamennimir í Bagdad, sunnítar, meðan meiri- hluti verkalýðsins telst til shíta. Tveir helgustu staðir shíta eru í írak, Karbala og Najaf. írak má að þessu leyti líkja við Jerúsalem. Þegar stríðið braust út vonuðu stjómvöld í Teheran að írakskir shítar myndu rísa gegn „litla Sat- an.“ Svo varð ekki. Irakar vora einnig tortryggnir gagnvart shítum: síðustu mánuðina fyrir stríðið var 100.000 þeirra vísað úr landi til írans. Fá þeir að snúa aftur verði samið um frið? Saddam tókst ekki heldur að fá arabíska minnihlutann í íran á sitt band. Kúrdamir era nú stærsta vandamálið. Engar sættir era taldar í sjónmáli. Ekki liðu heldur margir dagar eftir vopnahléð þar til Irakar hófu árásir á Kúrda, líklega með efnavopnum. „Þjóðar- morð,“- segja kúrdamir, og ef til vill ætluðu stjómvöld að útrýma Kúrdum. Með efnavopnaárásum tæki Hussein mikla og einnig úthugs- aða áhættu gagnvart almenning- sálitinu á Vesturlöndum og líklega í Sovétríkjunum. Hveijir hófii stríðið Ályktun 598 kom fram þegar írakar áttu í vök að veijast í stríðinu og stórveldunum var umhugað að fá írani til að sam- þykkja friðarviðræður. Þess vegna freista tvímælalaust mörg atriði ályktunarinnar írana. Eitt þeirra atriða er að landa- mæri ríkjanna skuli vera eins og þau vora áður en stríðið hófst. Sameinuðu þjóðimar skuldbundu sig einnig til að koma á óháðri nefnd sem fengi það hlutverk að úrskurða hvort ríkið hafi átt upp- tökin í stríðinu. Þótt íranir hafi gerst sekir um ögranir fyrir stríðið er staða þeirra sterk á þessu sviði. Urskurðurinn gæti ekki aðeins orðið siðferðilegur sigur fyrir klerkana, því á honum gætu þeir byggt skaðabótakröfur vegna eyðileggingarinnar sem stríðið olli í Iran. Hvorki stríð né friður Það er ekki margt sem bendir til þess að samið verði um frið í bráð, að minnsta kosti ekki eins og málið horfir við vestrænum spámanni. Sennilega megum við búast við að næstu árin verði hvorki stríð né friður á Persaflóa. Ekki er ólíklegt að við eigum eft- ir að lesa annað slagið að til tíðinda hafi dregið við landamær- in. Ef til vill væri þetta einmitt heiminum fyrir bestu. Mörgum ríkjum er umhugað að írakar og íranar haldi hvor öðram bundn- um, þar til ljóst verður hvað ger- ist í íran. Þannig var það þegar á stríðinu stóð. Ástæðan fyrir þessum áhuga er að hluta til efna- hagsleg og einnig hemaðarlejg. Fyrst þegar hætta var á sigri Ir- ana í stríðinu komu ríkin í austri og vestri og við Persaflóa írökum til aðstoðar. íranar gætu haft ástæðu til að ætla að þeir ættu í stríði við Bandaríkjamenn og Sov- étmenn. írakar hafa viss skilyrði til þess að gegna mikilvæjgu hlutverki meðal arabalanda. I írak búa 15 milijónir manna eða fleiri en í öll- um löndunum á Arabaskaga til samans, að Jemen undanskildu. írakar ráða yfir mestu olíuauð- lindum heims, fyrir utan Saudí- Arabíu, vatn er þar nægjanlegt fyrir veralegan landbúnað og iðn- aðurinn er tiltölulega vel á veg kominn. Þeir eiga einnig vel þjálf- aðan her. Róttæknin sem ein- kenndi utanríkisstefnu íraka og andúð gagnvart hófsamari ar- abaríkjum og Bandaríkjunum heyrir nú sögunni til. Talið er að íröksk stjómvöld vilji koma á bandalagi við þau ríki sem hlið- hollust era Bandaríkjunum, þ.e. Saudí-Arabíu og Egyptaland. Sennilega merkir þetta að írakar séu nú tilbúnir að viðurkenna ísra- elsríki formlega. En slíku bandalagi verður ekki komið á án stuðnings stórveld- anna. Og hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn geta einblínt á ír- aka án þess að gjóta augunum til írana. íranar fóra ef til vill illa út úr stríðinu, segja má að klerka- stjómin hafi að ýmsu leyti valdið afturför í landinu, en íran er enn- þá það land sem hefur mesta burði til að verða stórveldi í þess- um hluta heimsins. Of snemmt er fyrir íraka að fagna sigri. Höfiindur er fyrrum forstöðu- maður sœnsku utanríkismála- stofnunarinnar. Hann skri/kr nú greinar fyrir ýmis blöð á Norðurlöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.