Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 15
15 arbrag og volduga fas sem Sigríður hlýtur að hafa, Helga Bachmann er með minnsta kvenhlutverkið en sýnir í nokkrum atriðum djúpa móðurást og hlýju til Trausta. Mest mæðir á Tinnu, sem útnefnd hefur verið til hinna nýju Evrópuverð- launa fyrir leik í besta kvenhlut- verki, en túlkun hennar á ísold er mögnuð, heit og tilfinningarík í ást og sterk í hatri. Svipsterk og gull- falleg gerir Tinna ísold að konu sem karlmenn voru og eru sennilega enn tilbúnir að deyja fyrir. Helgi Skúlason, sem útnefndur hefur verið til sömu verðlauna og Tinna fyrir bestan leik í aukahlut- verki, er hér ekki alfarið sá illi sad- isti sem við eigum að venjast úr Hrafninn flýgur og Leiðsögumaður- inn þótt hann sé grimmur í orði, æði og athöfnum; Reine Brynolfs- son leikur Trausta ágætlega með hjálp Valdimars Amar Flygenrings, sem talar inná myndina fyrir hann, eins og Kristinn Hallsson talar fyr- ir Sune Mangs, sem gerir spilltum biskupnum góð og spaugileg skil (það er eins og talsvert mikið sé talað inná myndina (,,voice-over“) og oft er greinilegt að ekki fara saman varahreyfingar og talhljóð sem vill líka vera óþarflega há- vært). Þá er Hjörleifur Egils Ólafs- sonar heldur seinheppinn og ráð- villtur óþokki, sem á þó til kænsku í lokin. Hrafn hefur stillt sig nokkuð í leikstjóminni frá því hann gerði Böðulinn og skækjuna, sérstaklega hvað varðar sóðalegt kjötát og klúrt orðbragð. Hér er ekkert slíkt. Hann dregur athyglina aldrei frá persón- unum og afdrifum þeirra en heldur sér fast við efnið, stórbrotna ástina og stórbrotnar persónur. Tónlist er mikið notuð til áhrifsauka, jafnvel um of, og klippingu er stundum ábótavant, það er eins og vanti samtengingar á milli atriða t.d. þegar Edda deyr. Búningar Karls Júlíussonar eru annálaðir og allt ytra útlit og leikmynd er afburða- góð. Bardagaatriðin og brennumar eru vel sviðsettar og myndatöku- staðimir hafa verið valdir af kost- gæfni og útsjónarsemi og mynda- takan dregur mjög fram tign og fegurð landsins og nábýli persón- anna við það. Tónlistin eftir Hans- Erik Philip er áhrifamikil útfærsla á laginu um Suðumesjamenn. Hrafti vinnur úr þeim menningar- arfi sem mikilvægastur er okkur íslendingum og verður sífellt mikil- vægari. Hann sækir efnivið í óþijót- andi bmnn sagnanna okkar, það má allt eins segja að hann sé kvik- myndalegur arftaki íslendinga- sagnahöfundanna. Stórar tilfínn- ingar, stórar persónur, mikilfengleg mynd. Ólöf Ketilbjarnar anda og tisku. Hún yrkir lítt um ákveðin tilefni, rifjar ekki upp minn- ingar um stundir og staði. Það er hið almenna — lifssannindin yfír- höfuð — sem hún leitast við að tjá í ljóði fremur en hið sértæka og áþreifanlega. Bækur eins og Gullregn minna sífellt á hversu tamt íslendingnum er að tjá í ljóði hugsanir sínar og tilfínningar. Formálann ritar Ólöf Guðmunds- dóttir Salmon þar sem hún rekur i stómm dráttum æviferil ömmu sinnar. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1988 Utlínur sögunnar __________BÓK Erlendur Jónsson Einar Laxness: ÍSLANDS- SAGA, a-k. 2. útg. 287 bls. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins. Reykjavik, 1987. Þessi 2. útgáfa íslandssögu er i ýmsum greinum aukin. Ennfremur hafa sumir kaflamir verið endur- samdir. Myndeftii hefur lika verið aukið. Þar sem hér er um alfræði að ræða er efninu að sjálfsögðu skip- að i stafrófsröð. Þetta er því hand- bók fyrst og fremst. Og sem slik er þessi íslandssaga bæði nákvæm og itarleg og því ómissandi hveijum þeim sem eitthvað gluggar i sögu, t.d. skólanemendum. Upphaflega skyldi þetta vera hluti af geysimik- illi íslenskri alfræðiorðabók. Þegar á striðsámnum var byijað að safna áskrifendum að sliku riti ef ég man rétt. En þegar til kom hafði lýðveld- ið ekki efni á að gefa út þvílíkt stór- verk. Þvi mun hafa orðið að ráði að gefa hveija grein út sérstaklega og var það vissulega heppileg lausn ■ málanna úr þvi sem komið var. A öld sérhæfíngar er það að sumu leyti þægilegra en að fletta upp í margra binda doðranti sem inniheldur allar heimsins fræðigreinar. Hér er sagan í samþjöppuðu formi og afar hand- hæg þegar leita þarf svara við spum- ingum sem í hugann koma þá stund- ina. Maður skoðar þá söguna frá lit- ið eitt öðm sjónarhomi en við sam- felldan lestur. Söguþráður er vitan- lega enginn eins og i hefðbundnum ritum sem heflast á Hrafna-Flóka og eiida einhvers staðar í nánd við nútimann. Slikt má kalla klassiska söguritun þar sem hér er á hinn bóginn skýrt og skilgreint. Sá er helsti munur samfelldrar frásögu og alfræði sem þessarar að fyrmefnda sagan rekur atburði en i þessari em útlinur dregnar. Á þvi var ekki held- ur nein vanþörf þvi fyöldi hugtaka, sem fyrram töldust hversdagsleg, vilja nú orðið vefjast fyrir sögules- endum, sérstaklega hinum ungu. Hvað var, svo dæmi sé tekið, ás- mundaijám? Hvi var smíðajámið kallað svo? Svarsins má leita hér. Sama máli gegnir um hundrað sem fyrir kemur á hverri siðu, svo að segja, i venjulegri sögubók. Jarðir vora metnar I hundruðum. Sums staðar mun hliðsjón jafnvel höfð af þvi mati enn þótt verðlagning sé vit- anlega undir fleiri þáttum komin. En eftir á að hyggja: Hundruðum af hveiju? Hvað var þetta hundrað? Og myntin gamla, dalur til að mynda? Hvers vegna var hann nefnd- ur svo og hvert var verðgildi hans miðað við krónur og aura þegar sú Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Barðstrending’afélagsins Lokið er þremur umferðum í tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Ragnar Björnsson - Skarphéðinn Lýðsson 534 Hörður Hallgrímsson — Hallgrímur Kristjánsson 527 Kristján Ólafsson — Stefán Ólafsson 527 Úrslit í A-riðli siðasta spila- kvöld: Eggert Einarsson — Anton Sigurðsson 190 Sigurður Kristjánsson — Jóhann Sigurvinsson 178 Hörður Davíðsson —■ Þorleifur Þórarinsson 178 Úrslit í B-riðli: Jón Ingi Jónsson — Gunnlaugur Gunnlaugsson 185 Garðar Jónsson — Ingimundur Guðmundsson 177 Leifur Jóhannsson — Elísabet Jónsdóttir 173 mynt kom til sögunnar? Þessum og þvilíkum spumingum er útþrykkilega svarað í alfræði þessari. Þann, sem skilur ekki undirstöðuatriði af þvi tagi sem hér vora nefnd, hlýtur einn- ig að bresta skilning á mörgu i hinni samfelldu sögu. Fróðleik þennan er auðvitað viðar að fínna. En hér er allt á einum stað. Sá er að mínum dómi meginkostur þessa rits hversu gagnort það er og hlutlægt. Höfundar samfelldrar sögu hyllast oft til að segja i löngu máli frá litlu efni, og þá gjaman í þeim vændum að skemmta lesandanum, og skal það síst lastað þar sem þess háttar á við. Hér er það ramminn sem markaður er eða það sem menn kalla gjaman sagnfræðilegar stað- reyndir, það er að segja þekking sú sem fræðimenn hafa komið sér sam- Einar Laxness an um að reist sé á svo traustum granni að við -megum trúa þvi og treysta. Það kann að vera álitamál í al- fræði sem þessari hvaða orð skulu valin til fyrirsagnar (uppflettingar). Höfundur hefur séð þann kost vænst- an að sleppa nöfnum, fara eingöngu eftir máleftiaflokkum þess i stað. Þvi tjóir ekki að fletta upp á Tryggva Gunnarssyni svo dæmi sé tekið. Hans er þó rækilega getið. Við finnum hann meðal annars undir fyrirsögn- inni »Bankamálið«. Sé málefnis getið i fleiri köflum er jafnframt visað til þeirra. Höfundur komst svo að orði i formála fyrir 1. útgáfu að hann hefði valið þá leið að hafa uppflettigrein- amar »fremur lengri en styttrk. Að mínum dómi hefur hann ratað meðal- hófíð i þeim efnum miðað við að hér er á ferðinni sérstakt rit. Væri allt þetta efni hins vegar fellt inn í al- fræðiorðabók þar sem aðrar greinar fengju viðlíka rúm er hætt við að fyrirferðin yrði nokkuð mikil! Þvi má segja að umfang og gagnsemi sé hér útmælt í ákjósanlegum hlut- föllum. Þannig má rit þetta gagnast að jöfnu við fræðiiðkanir og áhuga- lestur og síðast en ekki síst við skóla- nám. TELEFAX lConica U-BIX FT5100 Vantar þig TELEFAX, en hefur ekki of mikið pláss aflögu? Ef svo er þá ættirðu að athuga KONICA U-BIX FT 5100 sem tekur minnsta borðpláss allra telefax tækja á mar- kaðnum. Nú ef borðplássið er ekkert þá má festa KONICA U-BIX Ft 5100 beint á vegg. :v |V ( . ■:j. •.-.:■.■■.■■ (... .-nl^ MýNO QiÁ'ý. A 3Œ® ; ( ; > ðiB ■ fXííOi- : <f> í. 'ý. - ' ...................Illlllll......... KONICA U-BIX FT 5100 ----Verð kr. 99.800. ★ CCITTStaðall: Samþykktaf Alþjóða póst og síma- málastofnunni. ★ G3 category: Sendingarhraði allt að 9600 bps. ★ Sendir frumrit í öllum stærðum að B4. Breidd 25,7cm. ★ Tekur 10 blöð til sendingar í sjálfvirka pappírs- mötun (ADF). ★ Sjálfvirkur pappírsskurður. ★ Thermal pappírsrúlla: 50m. (A4) að lengd 21,6 cm að breidd. ★ Upplausn 8x3,85 (standard) 8x7,7 (fine). ★ Innbyggtnúmeraminni: 16númereinshnappaval. 16 númer tveggjahnappaval. ★ Sjálvirkt endurval x3 (ef lína er upptekin). ★ Fyrirferðalítið (tekur minnsta borðpláss af öllum fax tækjum á markaðnum). ★ Aukahlutur: Veggfesting. Telefax er traustvekjandi SKRIFSTOFUVELAR H.F. % ^ Hvertisgötu 33, simi: 62-37-37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.