Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 — Ég- veit vel að ég þarf að slaka á, en ég hef bara alls ekki tíma til þess núna. — Þýðir þetta að ég nái ekki bílprófinu? HÖGNI HREKKVÍSI Það þyrfti að hjálpa þeim sem mikið skulda Til Velvakanda. Ég fylgist oft með skrifum illa haldinna skuldara á síðum blaðsins. Hefir nokkur gert sér grein fyrir því, hversu alvarlegt þetta mál er í raun og veru og hversu langt það teygir arma sína innan fjölskyldna og hver áhrif það hefir á líf manna. Veit fólk um upplausnir heimil- anna og sundrung þegar börnin missa a.m.k. annað foreldra sinna og hversu mikið þessir aðilar þjást tiifinningalega — fyrir utan aðrar þjáningar, sem skapast vegna skulda, þar sem krafist er afborg- ana og vaxta og enga miskunn að fá fyrir félausa skuldarana (ekki reynast lífeyrissjóðirnir betur). Þetta fráskilda fólk (eða gifta) þar sem fjölskyldumar hafa ekki þolað skuldaálagið og þær tvístrast, hvað verður um það? Jú, konumar bjarga sér yfirleitt betur, þótt þær hafi börnin hjá sér, og þær fá frekar aðstoð s.s. barna- heimili fyrir bömin og jafnvel hús- næði. En hvað verður um þessa fyrrverandi heimilisfeður? Þeir standa uppi með eina skuld- ina enn, til viðbótar þeim sem fyrir vom, en það eru barnameðlögin, án þess að ráða við skuldimar sem fyrir voru, sem oft eru lífeyrissjóðs- lán, sem hvíla á „lánsveðum" hjá þeim sem misst hafa allar eignir sínar og algengt er hjá sama fólki að um „áætlaða“ skatta sé að ræða, því þetta er oft fólk sem taldi sig ekki eiga fyrir framtalsaðstoð eða hafði ekki getu til að koma frá sér framtali. Gr. bamameðlag m. 2 börnum + uppsafnaður kostn. 15.000 Afb. af lífeyrissjóðsláni 10.000 Af öðrum lánum (lágt reikn.) 15.000 Fyrirframgr. skattur 6.000 Sígarettur 6.000 52.000 eftir yrðu þá kr. 13.000 — fyrir húsaleigu — fæði og fatnaði og til að gleðja bömin sín á sunnudögum. Einstaklingsherbergi fyrir ein- hleypa menn kostar í dag kr. 17.000 og allir geta gert sér grein fyrir fæðiskostnaði, sem verður tiltölu- lega hærri hjá karlmanni en kven- manni. Á hveiju á nú þessi maður að lifa? Gefst hann ekki bara upp og hættir að vinna? Hvað gera þess- ir menn? Margir fara kannski að drekka, þótt efnin leyfí það alls ekki og missa vinnuna. Hvar fá þeir húsnæði? Hver vill svo sem hjálpa „fullfrískum“ karlmanni um húsnæði, þótt hann sé skuldugur. Væri nú ekki nær að hjálpa þess- um mönnum með einhverjum ráðum út úr skuldahringnum, svo þeir geti séð fyrir sér á ný heldur en brjóta þá niður og fá þá á fram- færi sveitarfélagsins síðar, því allir hljóta að gefast upp við svona von- lausar aðstæður. Þessir menn eiga margir for- eldra, sem kannski em ekki aflögu- færir, en hugsið ykkur líðan þeirra einnig, að vita af börnum sínum í slíkum vítahring. Kæmi ekki til greina að menn, sem svona er ástatt fyrir, greiddu engan fyrirframskatt og fengju ódýrt leiguhúsnæði hjá borginni meðan þeir reyna að ná fótfestu i lífinu aftur og þá án þess að þeir verði niðurlægðir og látnir marg- biðja um aðstoð. Langvarandi ástand, eins og ég hefi lýst hér, dregur úr lífsvilja og sjálfsbjargarviðleitni og við tekur vonleysi, sem getur haft annað í för með sér. Það er dýrt að hafa fólk ámm saman inni á sjúkrahúsum, en það er eins og enginn vilji gera neitt fyrr en í óefni er komið. Ég veit að fangar fá stundum náðun, ef þeir sækja um hana, en hvað fá þessir menn, ef þeir biðja um aðstoð? Jú, þeir fá að heyra að hægt sé að fá gjaldfrest á gömlu sköttunum, sem myndi duga mörg- um til hjálpar, én bara ekki þessum eignalausu mönnum með „lánsveð- in“ sem geta ekki einu sinni leigt sér herbergi, hvað þá íbúð, af því þeir sitja fastir í skuldafeni. Fyrirtæki fá sennilega aðstoð núna í einhverri mynd, en er til einhver „bjargráðasjóður" fyrir þessa menn? Hvert geta þeir snúið sér þegar ættingjar geta ekki að- stoðað. Athugið næst, þegar illa stæðir menn biðja um niðurfellingu skatta eða íbúð „hjá bænurn" sem er niður- lægjandi fyrir marga, að gera eitt- hvað fyrir þá og draga þá ekki of lengi á svarinu, því hjá þeim sem hvergi á höfði sínu að halla er tíminn lengi að líða. Nafiilaus Ljóðsköpun lífsins Margir missa vinnuna undir þess- um kringumstæðum og þegar taug- amar hafa jafnað sig aðeins er sótt um vinnu, en hver vill menn í vinnu með stórar gamlar skatta- og bamsmeðlagaskuldir á herðunum? Fyrirtækin vilja ekki verða gerð ábyrg fyrir skuldum starfsmanna sinna, sem sköpuðust áður en þeir hófu störf hjá þeim. Sem betur fer fá flestir vinnu og borga sinn skatt, 35,2% skv. nýju fyrirframskattalögunum, en svo á að greiða meira — gömlu skattana og bamameðlögin — auk gömlu lánanna sem sköpuðust við að taka veðleyfí og fylgja lánin við eigna- missinn. Dæmið gæti litið þannig út: Heildarlaun kr. 65 þús. Per- sónufrádr. ca. 16.000 en 35,2% skattur reiknast þá af 20.000 ca. kr. 6.800 Til Velvakanda. I. Móðirin yrkir ljóð í sál bamsins síns. Hún mótar sál þess. Hún leit- ast við að gera úr sál þess lista- verk. Það er draumur hverrar móð- ur að úr sál barnsins hennar mótist fegurra listaverk en nokkurs annars bams. Göfug móðir vill gefa barni sínu allt hið fegurstsa og besta sem völ er á og hún vill að það beri ávöxt í sál þess, ávöxt sem þroskist með vaxandi aldri. n. Til himins liggur leið hvers manns. Allir skulu þangað ná fyrr eða síðar. Það er takmark hinnar æðstu veru, að hver maður vaxi í átt til hennar að góðleika, visku, fegurð, verði henni likari og líkari, verði að lokum sjálf hin æðsta vera; taki að fullu þátt í þrotlausu starfí hennar, því að bæta og fegra allt sem er og allt sem á eftir að vera; verði henni samtaka í óendanlegri sköpun hins óendanlega heims, til æ meiri þroska og fullkomnunar. Tilgangur hinnar æðstu veru er að eyða öllu því sem andstætt er lífinu og framgangi þess, svo fullkomin farsæld allra einstaklinga lífsins verði að lokum ráðandi um alheim. Ingvar Agnarsson Víkverji skrifar Skógarhlíðin er að verða ein versta umferðargata í Reykjavík. Væntanlega stendur það til bóta með fyrirhuguðum breyt- ingum á legu götunnar. Það breytir ekki því, að töluvert er um það, að börn úr Hlíðunum fari yfir þessa götu. Sjálfsagt dregur íþróttasvæði Vals að sér böm og unglinga. Þeg- ar Víkveiji kom akandi eftir Skóg- arhlíðinni í fyrrakvöld hljóp ungur drengur yfir götuna, þótt bílar kæmu úr báðum áttum. Pilturinn fór ekki yfír á merktri gangbraut. Sjálfsagt er útilokað að tryggja, að böm og unglingar gæti þess að fara ekki yfir þessa götu annars staðar en á göngubrautum. Fyrir nokkru varð sorglegt slys í Skógarhlíð. Slysið og sú augljósa hætta, sem þama er á ferðum dag hvem kallar á aðgerðir þegar í stað. Eina aðgerðin, sem dugar er sú, að gera göng undir götuna fyrir gangandi vegfarendur. Með því einu móti er hægt að tryggja öryggi barna og unglinga, sem bersýnilega eru mikið á ferðinni yfir þessa fjölf- örnu götu. ’ xxx Hitaveitutankar setja mikinn svip á umhverfi sitt, bæði við Öskjuhlíð og annars staðar. Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á því, að ástæða væri til að fá kunna listamenn til þess að skreyta þessa tanka. Listamenn á borð við Erró gætu áreiðanlega átt þátt í því að gera þessa tanka að skemmtilegum útilistaverkum, ef þeir fengju tæki- færi til. Það er vissulega hægt að gera fleira við tankana en byggja ofan á þá veitingahús! XXX Ríkissjónvarpið sendi út stuttan kafla úr viðtali við Waldheim, forseta Austurríkis, í fyrrakvöld, en viðtal þetta verður sent út í heild síðar. í íslenzkum texta með við- talinu voru afleitar þýðingavillur. Þannig var talað um “Bundeskanzl- er“, sem forseta en á auðvitað að þýða, sem forsætisráðherra eða kanslari Austurríkis. Þegar Wald- heim nefndi hinn þekkta háskóla, Georgetown-háskólann í Washing- ton D.C. var háskólinn nefndur Churchtown (!) háskóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.