Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988
Minning:
Jóhanna Elínborg
Sigurðardóttir
Fædd 27. júní 1902
Dáin 16. október 1988
Amma mín, Jóhanna Sigurðar-
dóttir er látin, 86 ára að aldri, eftir
litríkt lífshlaup.
Þegar hugsað er til hennar
bregður fyrir mynd af glaðbeittri
og skarpri konu sem ávallt gat hrif-
ið fólk með sér í lífsgleðinni. Eín-
stakur kraftur geislaði ávallt í
kringum hana. Hún hafði yndi af
hverskonar ferðalögum, manna-
mótum og félagsmálum.
Ég kjmntist ömmu mjög náið
þegar hún bjó hjá foreldrum mínum,
Skarphéðni Kristjánssyni og .Guð-
rúnu Bjamardóttur, í nokkur ár.
Ég minnist vel hversu viðræðugóð
hún var og hversu auðveldlega hún
gat sett sig í spor annarra. Hún
fylgdist einstaklega vel með þjóð-
félagsbreytingum og var jafnharð-
an með velmótaðar skoðanir um
alla hluti. Amma var tilbúin hvenær
sem var til skoðanaskipta og gaf
þá í engu eftir nema gegn gildum
rökum.
Þegar ég hugsa um ömmu kemur
strax upp í huga mér „spil“, hún
hafði einstaklega gaman af spilum
og marga stund áttum við saman
að spilum.
Þótt amma sé nú farin á braut
þá lifír minning hennar áfram í
huga okkar. Blessuð sé minning
hennar og megi vegur hennar áfram
verða greiður.
Ásgrímur
Hún Jóa móðursystir mín er öll,
hún dó á Vífílsstöðum 16. þ.m. Nú
heyri ég ekki framar smitandi hlát-
urinn hennar og hressilega röddina
og nú fer ég ekki oftar af hennar
fundi léttari í lund eftir líflegar og
jákvæðar samræður. Þó að hún
hafí verið orðin 86 ára og líkaminn
að gefa sig nú í lokin eftir stranga
baráttu við skæðan sjúkdóm var
hún enn ung í anda og varðveitti
sitt góða skap. Hún fylgdist vel
með, ekki síst með afkomendum
sínum, sem munu vera orðnir nær
60 talsins. Við fínnum að sumum
er lagið að strá í kringum sig birtu
og yl með brosi og jákvæðum og
hressilegum samræðum, sem
krydda tilveru okkar, samferða-
fólksins. Hún var ein af þeim. í
minningarbók frá mínum skóla-
árum er vísa, sem mér finnst eiga
vel við Jóu frænku mína en hún er
svona:
Enginn ratar ævibraut
ðllum skuggum fjarri,
sigurinn er að sjá í þraut
sólskinsbletti stærri.
Hún fékk meiri brotsjó á sig en
venjulega er í lífsins ólgusjó. Hún
varð fyrir skyndilegum ástvinamissi
er hún missti móður sína 12 ára
gömul og árið 1936, í miðri krepp-
unni, stóð hún uppi ekkjs með 6
böm á aldrinum 2ja til 10 ára. Þá
var hún 34 ára gömul. Síðar varð
hún að sjá á bak tveimur sonum
og sonarsyni í blóma lífsins. En hún
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga miklu bamaláni að fagna, það
var hennar auðlegð. Böm og
tengdaböm hafa borið mikla um-
hyggju fyrir henni og bamabömin
hafa ekki látið sitt eftir liggja.
Hún hét fullu nafni Jóhanna Elín-
borg Sigurðardóttir og var fædd á
Harastöðum í Vesturhópi 27. júní
1902, dóttir hjónanna Sigurðar
Ámasonar frá Sigríðarstöðum í
Vesturhópi og Helgu Guðmunds-
dóttur úr sömu sveit. Jóhanna var
§órða elst af 6 systkinum, sem upp
komust, en af þeim er nú aðeins
ein systir á lífi, Steinunn, húsmóðir
í Reykjavík. Hin voru Guðlaug, d.
1956, Marsibil, d. 1942, Ástríður,
d. 1975 og Ámi, d. 1958. Fimm
ára gömul fluttist hún með foreldr-
um sínum að Urðarbaki er Sigurður
faðir hennar keypti þá jörð. Þar
ólst hún upp með foreldrum sínum
og systkinum og aldraðri móð-
urömmu, sem var á heimilinu. Þeg-
ar hún var tæplega 13 ára dó móðir-
in skyndilega úr lungnabólgu. Eftir
það var hún ekki mikið heima. Var
hún á ýmsum bæjum í nágrenninu
þar til hún hélt til Reykjavíkur
ásamt Steinunni systur sinni, sem
var 2 ámm yngri.
Sigurður hélt áfram búskap
næstu 3 árin með aðstoð aldraðrar
tengdamóður og móður minni, sem
þá var 16 ára, en seldi jörðina síðan
tengdasyni sínum og flutti nokkru
síðar til Reykjavíkur.
Sigurður afi minn átti því láni
að fagna að kvænast aftur mikilli
ágætiskonu, sem var allmiklu yngri
en hann, Unu Benjamínsdóttur frá
Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Þau
eignuðust einn son, sem upp komst,
Pálma, flugstjóra hjá Flugleiðum,
kvæntan Huldu Helgadóttur. Pálmi
var á aldur við okkur systkinaböm
sín, hann er t.d. jafngamall yngstu
dóttur Jóu. Mikið og gott samband
tókst á milli Unu og móður minnar
og móðursystkina. Má segja að
heimili afa og Unu hafí verið sam-
komustaður fjölskyldunnar á meðan
afí lifði. Á sunnudögum hittust þar
iðulega tvö eða fleiri af mínum
móðursystkinum með fjölskyldur
sínar og var þá stundum þröngt á
þingi.
Þegar Jóhanna kom til Reykja-
víkur var hún 19 ára. Fyrst fór hún
í vist, en vann síðan ýmis störf uns
hún giftist Kristjáni Björgvin Sig-
urðssyni, sjómanni, árið 1925.
Fyrstu þrjú árin bjuggu þau í
Reykjavík, en fluttu þá til Hafnar-
flarðar og áttu heima þar upp frá
því. Kristján lést skyndilega af slys-
förum 1936 aðeins 33ja ára að
aldri. Það hafa verið dimmir dagar,
sem þá fóru í hönd hjá frænku
minni. Hún fór þá að vinna í fiski
um tíma, en tengdamóðir hennar,
Ráðhildur, hugsaði um bömin og
heimilið. Drengimir byrjuðu
snemma að létta undir og með
dugnaði og góðra manna hjálp tókst
að komast yfír íbúð í verkamanna-
bústað.
Böm Jóhönnu og Kristjáns em:
Ríkharður, fyrrv. skipstjóri, verk-
stjóri í Straumsvík, kvæntur Guð-
rúnu Ólafsdóttur; Skarphéðinn,
fyrrv. skipstjóri, starfsmaður Hafn-
arfjarðarhaftiar, kvæntur Guðrúnu
Bjamadóttur; Sigurlaugur, sjómað-
ur, látinn; Ellert, sjómaður og verk-
stjóri, látinn, var kvæntur Jóhönnu
Kristjánsdóttur; Hrefna, gift Kol-
beini Grímssyni, offsetprentara og
kennara, og Dúa, gift Herði Hall-
bergssyni, rafvirkja.
Um 1950 hóf Jóhanna störf við
bókband hjá Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar. Þar starfaði hún síðan í
rúmlega 20 ár. Henni líkaði þar vel
og síðustu árin fékk hún að vinna
eins og hún vildi sjálf og hafði getu
til.
Jóhanna fluttist á Hrafnistu í
Reykjavík haustið 1975, 73ja ára
að aldri. Hún var þá svo hress að
það kom á flesta þegar hún sagðist
búa þar og sumir spurðu hvað hún
væri þar að gera. Én henni fannst
að fólk ætti að fara á elliheimili
meðan það gæti ennþá farið allra
sinna ferða, þannig gæti það haldið
þvf lengur áfram, þegar færi að
halla undan fæti. Á Hrafnistu hafði
hún það starf með höndum í mörg
ár að dreifa dagblöðum um húsið —
fyrst morgunblöðunum snemma á
morgnana og síðan síðdegisblöðun-
um eftir hádegið.
Jóhanna var félagslynd að eðlis-
fari og tók töluverðan þátt í fé-
Iagslffi. Hún starfaði í kvennadeild
Slysavamafélagsins í Hafnarfirði
og í stúkunni Morgunstjömunni og
sótti m.a. stórstúkuþing. Þó hún
væri bindindismanneskja og bragð-
aði sjálf aldrei vín gat hún verið
hrókur alls fagnaðar þar sem vín
var haft um hönd í hófí. Hún reyndi
aldrei mér vitanlega að prédika yfir
öðrum, en gat skotið að athuga-
semdum um ágæti bindindis, þegar
tækifæri gafst.
Þær vom mjög samrýndar Jó-
hanna og Steinunn systir hennar,
t
or látinn.
STEPHAN STEPHENSEN,
Ingibjörg Stephensen,
Ólafur Stephensen.
t
Vinur minn og bróöir okkar,
SIGURLAUGUR GUÐMUNDSSON,
andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 21. október.
Bergþóra Skarphéðlnsdóttir,
Ingileif Guðmundsdóttir,
Lilja Guðmundsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar,
VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Einibergi 17,
áður Reykholtl,
Hafnarfirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 22. október.
Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Steinþóra Þ. Arndal.
Systir okkar, t
ÁSTA VIGFÚSSON,
Fallbrook,
Kalifornfu,
andaðist þann 22. þ.m.
Hannes Agnarsson,
Bragl Ágnarsson,
Ari Agnarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÁGÚST B. BJÖRNSSON,
Hvassaleiti 18,
andaðist 24. október.
Unnur Kjartansdóttir,
Hreinn V. Ágústsson, Dóra Jónsdóttir,
Björn Á Ágústsson, Þuriður Magnúsdóttir,
Einar Ágústsson, Unnur H. Pétursdóttir,
Kjartan Ágústsson, Þóra S. Ingimundardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ARNALDUR ÞÓR,
Blómvangi,
Mosfellsbæ,
lést 21. október. Jarðarförin auglýst síöar.
Guðrún Þór,
Jónas Þór,
Ólöf Helga Þór,
Krlstin Þór,
Harrý Sönderskov,
Anna Bára Árnadóttir,
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Gröf,
Miklaholtshrepp,
lést laugardaginn 22. október.
Kristfn Helgadóttir,
Halldór Helgason,
Pétur H. Helgason,
Hilmar Helgason,
Ásgeir Helgason,
Marteinn S. Björnsson,
Jóhanna G. Sigurbergsdóttir,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Erla Sverrisdóttir,
Guðrún K. Ingimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN FRIÐRIK MATTHÍASSON
loftskeytamaður,
Flókagötu 61,
lést á heimili sínu laugardaginn 22. október.
Jónfna Jóhannesdóttir,
Jóhannes Helgi Jónsson,
Björg Sigrfður Jónsdóttir,
Helga Elsa Jónsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir,
Matthildur Jónsdóttlr,
Marslbil Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Ingibjörg Jónsdóttlr,
Elfn Jónsdóttlr,
Matthfas J. Jónsson,
°g
Margrét Guttormsdóttir,
Jón Guðmundsson,
Björn St. Bjartmarz,
Grfmur Magnússon,
Bolli Gústavsson,
Ferdinand Ferdinandsson,
Jóhanna Einarsdóttir,
Ingólfur Hjartarson,
Elfas B. Jónsson,
Marfa Erlingsdóttir.
barnabörn.
t
Systir mín og mágkona,
GUÐRÚN BERNHÖFT MARR,
veröur kvödd í Dómkirkjunni miövikudaginn 26. október kl. 13.30.
Lilja Bernhöft,
Sigurður Baldursson.
t
Bróðir okkar,
SIGURÐUR ELÍASSON
garðyrkjumaður
frá Saurbæ,
Holtahreppi,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. október
kl. 15.00.
Systkinin.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi
okkar,
ÓLAFUR HAFSTEINN EINARSSON,
kennari,
Reynimel 90, Reykjavfk,
sem lést sunnudaginn 16. október sl., verður jarðsunginn frá
Neskirkju fimmtudaginn 27. október kl. 15.00.
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir,
Elfn G. Ólafsdóttir, Matthfas Haraldsson,
Edda Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Sigurðsson,
Katrfn M. Ólafsdóttir, Matthfas Matthfasson,
Guðjón E. Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.