Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 • • > Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands: Eftirspurn eftir hús- næði fer stöðugt vaxandi AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags íslands var haldinn í Reylcjavík siðastliðinn laugardag, og sóttu fundinn rúmlega 60 fulltrúar og gestir. A fundinum kom meðal annars fram að þrátt fyrir veru- lega aukningu á húsnæði fyrir fatlaða, þá lengjast sífellt biðlistar eftir húsnæði. í skýrslu Amþórs Helgasonar, formanns Öryrkjabandalags ís- lands, var greint frá mjög fjöl- breyttri starfsemi Öryrkjabanda- lagsins á síðastliðnu starfsári, og gerð grein fyrir margvíslegum verkefnum, sem vaxið hafa veru- lega vegna betri fjárhags Öryrkja- bandalagsins. Bættur flárhagur er vegna tekna, sem Öiyrkja- bandajagið hefur af lottói. A veg- um Öryrkjabandalagsins hefur meðal annars verið unnið að ýms- um félagslegum verkefnum á veg- um þeirra félaga, sem Öiyrkja- bandalagið hefur styrkt og staðið Pönnukökuhús í Lækjargötu PÖNNUKÖKUHÚS verður opnað í Lækjargötu 2 i nóvember næstkomandi, að sögn Bjarna Óskarssonar, veitingamanns, sem verður framkvæmdastjóri hússins. „Þetta verður „hollenskt" pönnukökuhús og þar verða seldar 30 til 40 tegundir af pönnukök- um með tíl dæmis Ssk- og kjötfyllingum," sagði Bjarni Óskarsson í samtali við Morgunblaðið. .Pönnukökuhúsið verður á tveimur hæðum og þar verða sæti fyrir 60 manns. Það verður svo krá á kvöldin," sagði Bjami. „Þar var áður til húsa Heildversl- un Haraldar Ámasonar, Hatta- verslun Margrétar Levy, hljóð- færaverslun og veitingahúsið Mensa og þegar við fómm að gera staðinn upp fundum við mik- ið af gömlum munum, til dæmis höttum. Við ætlum að hafa þessa muni í pönnukökuhúsinu og gaml- an glymskratta til dæmis," sagði Bjami Óskarsson. Morgunblaðið/RAX Bjarni Óskarsson (fremst til vinstri) og aðstoðarfólk hans með nokkra af þeim gömlu munum sem fundist hafa í Lækjargötu 2 en þar verður bráðlega opnað pönnukökuhús. að. Jafnframt hefur verið unnið að sameiginlegu átaki Öryrkja- bandalagsins og félagsins Þroska- hjálpar varðandi félagslega fram- kvæmdaáætlun, auk aðildar að starfsþjálfun fatlaðra, sem mörg- um hefur komið að miklum og góðum notum. Þá hefur Öryrkja- bandalagið í sívaxandi mæli þurft að koma fram gagnvart stjóm- völdum og opinberum aðilum á ýmsum vetvangi í þeim tilgangi að sinna hagsmunamálum um- bjóðenda sinna, og hefur þar verið unnið mikið starf. A aðalfundinum greindi Oddur Ólafsson formaður hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins frá bygginga- framkvæmdum og rekstri íbúða í eigu Öryrkjabandalagsins. í máli hans kom fram að þrátt fyrir kaiíp á nýjum íbúðum bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu og byggingu nýs húsnæðis, þá lengist engu að síður biðlistinn hjá Ór- yrkjabandalaginu eftir húsnæði. Itarleg kynning á málefnum og starfsemi þriggja aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins fór fram á opnum fundi í tengslum við aðal- fundinn, en það voru Landssamtök áhugamanna um flogaveiki, Geð- vemdarfélag íslands og Geðhjálp, Morgunblaðið/Bjami Frá aðalfundi Öryrkjabandalags íslands síðastliðinn laugardag. Arn- þór Helgason formaður Öryrkjabandalagsins er i ræðustól. og sóttu þann fund um 80 manns. Þá gerðu fulltrúar svæðisstjórna um málefni fatlaðra víðs vegar að af landinu grein fyrir ástandi og horfum hver á sínu svæði. Öryrkjabandalagið hóf útgáfu fréttabréfs á síðasta starfsári, sem jafnframt er gefið út á hljóðsnæld- um fyrir blinda og myndsnældum fyrir heymarlausa. Reykhólar; Fjölmenni við jarðar- för Játvarðar Jökuls O INNLENT Miðhúsum. ÚTFÖR Játvarðar Jökuls Júlíus- sonar rithöfundar á Miðjanesi var gerð frá Reykhólakirkju sl. laugardag að viðstöddu miklu Qölmenni. Eftir athöfnina var ekið að Stað á Reykjanesi og þar jarðsett en á Stað var sóknarkirkja Játvarðar fram til 1952 er prestakallið var lagt niður með lögum og kennt við Reykhóla. Við athöfnina söng fólk úr söfnuðum Reykhóla og Garps- dalskirkna og organisti lék lagið Fýlgd eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Sóknarpresturinn, sr. Bragi Bene- diktsson, jarðsöng. Með Játvarði er genginn einn mesti frammámaður hér í byggð. Hann átti við alvarlegt heilsuleysi að stríða síðustu þijátíu árin en eftir því sem líkamskraftar þurru jukust andlegir kraftar hans. Ját- varður unni heimabyggð sinni og meðal annars gaf hann dvalar- heimilinu Barmahlíð 250.000 krón- ur til þess að hraða byggingu þess. Játvarður var fyrsti heimilismaður- inn í Barmahlíð og hafði dvalið þar í hálft ár. Ekkja Játvarðar, Rósa Hjörleifs- dóttir, böm, tengdaböm og aðrir afkomendur þeirra buðu til veglegr- ar erfidrykkju að lokinni jarðarför. - Sveinn Kirkjuþing sett í dag HIÐ 19. Kirkjuþing þjóðkirkj- unnar verður sett í dag í Bústaða- kirkju. Standa fundir þess í 10 daga og verða í safiiaðarsölum Bústaðakirkju. Þingið sækja 20 kjömir fulltrúar, leikmenn og prestar auk vígslubisk- upa, ráðherra og biskups sem er forseti þingsins. Kirkjuráð, sem er framkvæmda- nefnd Kirkjuþings, leggur fram nokkur helstu mál þingsins. Má þar nefna álitsgerð um endurskoðun á skipan prestakalla og prófasts- dæma, sem sérstök nefnd, undir forystu Þorleifs Pálssonar skrif- stofustjóra Dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins, hefur unnið. í álits- Skattíagnmg vaxtatekna gætí skilað um hálfiim milljarði - segir Már Guðmundsson, eftiahagsráðgjafi fjármálaráðherra MÁR Guðmundsson, eftiahagsráðgjafi flármálaráðherra, sagði á morgunverðarfundi hjá Félagi viðskipta— og hagfræðinga að skatt- ur á vaxtatekjur miðað við 6% raunvexti gæti samkvæmt lauslegri áætlun skilað á bilinu 400—500 milljónum króna þegar skattlagning væri að fiillu komin til framkvæmda. Skattlagning vaxtatekna gæti hugsanlega hafist á næsta ári og væru ýmsar lausnir við að skatt- leggja vaxtatekjur fyrir hendi. í Finnlandi og Bandaríkjunum hefði verið tekin upp svonefnd „hlutdeildaraðferð" sem gengi út á það að skattlagning færi fram með staðgreiðslu en endanlegt uppgjör færi fram í tekjuskattskerfinu. Fyrirkomulagið hér á Iandi væri enn í mótun sem væri á frumstigi. Már Guðmundsson sagði hlut- deildaraðferðina til skattlagningar felast í að ákveðin reikningsform sem ekki stæðu undir skattheimtu yrðu undanþegin. Síðan yrði tekin ákveðin hlutdeild af þeirri nafn- vaxtaupphæð sem umfram væri t.d. 20 eða 30% og greiddur af henni staðgreiðsluskattur þegar vextimir yrðu greiddir. „Þessi hlutdeild yrði að vera að vera breytileg innan ársins t.d. frá ársfjórðungi til árs- fjórðungs og hlutdeildin yrði að endurspegla hvemig vextir skiptast að meðaltali í raunvexti og verð- bótaþátt. Það mætti jafnvel hafa þessa tölu þannig að 1—2% raun- vextir yrðu undanskyldir," sagði Már. Sveinn Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri, sagði á fundinum að á und- anfömum árum hefði ekki vantað viljann hjá ríkisvaldinu til að skatt- , leggja vaxtatekjur heldur hafi stað- ið á tækninni. Það sem um væri að ræða væri sú einfalda staðreynd hvemig ætti að ná fram skattstofn- inum sem væm raunvextimir. „Þetta er gert hjá fyrirtækjunum með svonefndri verðbreytinga- færslu sem allt of fáir skilja," sagði Sveinn. „Hún er ónákvæm eins og hún er í skattalögunum því hún tekur mið af stöðunni í ársbyijun en ekki af meðalstöðu innan ársins. Mönnum hefur að vonum vaxið mjög í augum að fara út í slíkar aðferðir hjá einstaklingum. Ég held að á bak við þetta, sama hvaða ríkisstjóm á hlut, sé sú staðreynd að ríkisvaldið þarf alltaf meiri og meiri peninga í eyðslu. Það hefur lengi verið vilji til að ná inn tekjum á þessu sviði en strandað á tækn- inni.“ Sveinn sagði í samtali við Morgunblaðið að afloknum fundin- um að við fyrstu sýn fengi hann ekki séð hvemig hægt væri að skil- greina eina tegund af peningaleg- um kröfum umfram aðrar sem ættu að vera undanþegnar í hlutdeildar- aðferðinni. Þessi aðferð virtist byggjast á því að skatti yrði alfarið skilað þegar vaxtatekjumar greidd- ust en það gæti oft verið mörgum ámm eftir að þær féllu til, saman- ber t.d. kúlubréf til margra ára. Með því að framkvæma skattlagn- inguna á þennan veg væri verið að skapa ný tæknileg vandamál. Jafn- vel þótt skattlagningin yrði á greiðslugrundvelli yrði hún því engu að síður mjög þung og erfið í fram- kvæmd. Meðan verðbólgustig væri mjög hátt og breytilegt eins og verið hefði hér á landi um langt skeið hlyti skattlagning fjármagns- tekna að verða bundin miklum erf- iðleikum. gerðinni segir að skipuiag kirkjunn- ar hafi ekki fylgt eftir þeim miklu breytingum sem orðið hafa í byggðaþróun, kemur fram að 34 prestaköll telja 500 manns eða færri en önnur sex telja yfir 7.000 manns, og því eðlilegt að færa til embætti, til þess að bæta þjónustu kirkjunn- ar. Hinsvegar leggur nefndin á það áherslu að nauðsynlegt sé að halda nokkrum fámennum prestaköllum í afskekktum byggðarlögum vegna sérstakra aðstæðna. Tillögur nefnd- arinnar stefna að því að auka kirkjulega þjónustu við samfélagið og nýta starfskrafta hennar sem best við heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Þá leggur kirkjuráð fram tillögur um eflingu safnaðarstarfs, sem væri liður í undirbúningi hátíða- halda vegna 1000 ára kristni á ís- landi árið 2000. Tillögur um við- bæti við sálmabókina og stofnun þjóðmálaráðs kirkjunnar eru einnig lagðar fram af kirkjuráði. Þá mun Kirkjuþing flalla um frumvarp til laga um helgidagafrið sem ráðuneytið sendir því til um- Qöllunar áður en það fer fyrir Al- þingi. Auk þess munu kirkjuþingsmenn leggja fram mál. Setning Kirkju- þings hefst með guðsþjónustu í Bústaðakirkju kl. 14.00 í dag. Þar predikar Gunnlaugur Finnsson kirkjuráðsmaður en vígslubiskupar annast altarisþjónustu. Kirkjukór Bústaðasóknar leiðir söng undir stjóm Guðna Þ. Guð- mundssonar og einsöngvari er Ein- ar Öm Einarsson. Kirkjumálaráðherra, Halldór Ás- grímsson, mun ávarpa þingið að setningu lokinni. Þingfundir hefjast venjulega kl. 14 og eru opnir almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.