Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Borgarstjórn Reykjavíkur: Styrkjum til einkarekinna dagvistarstofnana breytt Börn að leik BORGARSTJÓRN samþykkti á fimmtudag- tillögu stjórnar Dag- vistar barna um breytingar á styrkjum til einkarekinna dag- vistarstofnana. Breytingarnar fela meðal annars í sér, að fram- lög borgarinnar til þessara stofti- ana miðast við almennar niður- greiðslur á dagvistarstofiiunum Reykjavíkur, þ.e. 40% kostnaðar við 5 klukkustunda dvöl. Þannig hækka styrkir vegna leik- skóladvalar en lækka til dag- heimilisvistar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í um- ræðum um málið, að með breyt- ingunum væri verið að tryggja að ailir sætu við sama borð hvað framlög borgarinnar varðaði. Fulltrúar minnihlutaflokkanna mótmæltu þessu og sögðu að með breytingunum væri rekstrar- grundvöllur einkarekinna dag- heimila eyðilagður, auk þess sem áhersla Sjálfstæðisflokksins á leikskóla væri tímaskekkja. Allir sitji við sama borð Anna K. Jónsdóttir (S) sagði að miðað við núgildandi reglur væri rekstraraðilum mismunað. Til dæmis væru styrkir til foreldrarek- inna dagvistarheimila mun hærri en til þeirra, sem rekin væru af starfsmannafélögum. Einnig væru framlög borgarinnar til heilsdags- vistar fimm sinnum hærri en til leikskóladvalar. Anna sagði að mismunun eftir rekstrarformum og rekstraraðilum ætti ekki að vera fyrir hendi. Einn- ig þyrfti að tryggja, að allir sætu við sama borð, hvort heldur börnin dveljast á dagheimilum, leikskólum eða hjá dagmæðrum. Framlög borgarinnar ættu því að miðast við ákveðna upphæð fyrir hvert vistað bam. Styrkurinn ætti að miðast við almennar niðurgreiðslur á gjöldum á dagvistarstofnunum borgarinnar eða sem svarar 40% af 5 stunda dvöl. I máli hennar kom fram, að breytingamar hefðu misjöfn áhrif á rekstur þeirra einkareknu stofn- ana, sem þegar störfuðu. Styrkur vegna 90 bama á leikskólum hækk- aði en lækkaði vegna 30 bama í heilsdagsvist. Breytingin kæmi verst úr fyrir bamaheimilið Ós, en þó ætti heimilið að geta lagað sig að breyttum aðstæðum. Áhrifín yrðu lítil í rekstri leikskólans og dagheimilisins Sælukots, en leik- skóli KFUM og K hefði hag af breytingunni. Anna lagði að lokum til, að tillög- ur minnihlutaflokkanna í þessu máli yrðu felldar, þar sem þær fælu í sér áframhaldandi misrétti oggerðu rekstraraðiium erfitt fyrir. Leikskólastefinan tímaskekkja Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl) mælti fyrir tillögum minnihlutans um breytt framlög til dagvistar- stofnana, annarra en þeirra, sem reknar em af opinberum aðilum. Hún sagði, að í þeim fælist fyrst og fremst hækkun til dagheimila, því þar væri gert ráð fyrir að borg- in greiddi 60% meðaltalsrekstrar- kostnaðar við heilsdagsvist. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á leikskólarými væri hins vegar tímaskekkja. Hún sagði að minnihlutaflokkamir vildu jafnframt afnema mismun milli rekstraraðila og styrkja öll heimilin með ákveðnu hlutfalli, sem miðast ætti við rekstrarkostnað heimila á vegum borgarinnar. í ræðu Kristínar kom fram, að minnihlutaflokkamir vildu að Dag- vistun bama hefði 30% vistrýma einkareknu dagvistarstofnananna til ráðstöfunar fyrir böm af biðlist- um borgarinnar. Með því mætti stytta þá og jafnframt yrði komið í veg fyrir að of einlitur félagslegur hópur dveldist á heimilum, sem t.d. væru rekin af fyrirtækjum eða starfsmannafélögum. Kristín sagði, að tillaga Sjálf- stæðisflokksins væri skemmdar- verk, því með henni væri rekstrar- grundvellinum kippt undan einka- reknu heimilunum og kæmi í veg fyrir að fleiri tækju til starfa. Til dæmis myndu dagheimilisgjöld á Ósi hækka úr 16.000 kr. í 24.000 kr. og öllum væri ljóst, að einungis sterkefnað fólk gæti greitt slík gjöld. Kristín lagði að lokum fram til- lögu þess efnis, að borginni yrði skylt að aðstoða einkaaðila við að koma á fót dagvistarstofnunum. Afstaða Sjálfstæðisflokksins kemur áóvart Alfreð Þorsteinsson (F) tók næstur til máls. Hann sagði að af- staða Sjálfstæðisflokksins kæmi sér á óvart, því nú berðist hann gegn styrkjum til einstaklinga í þessum rekstri. Hann spurði hvort þetta væri í samræmi við stefnu flokks- ins. Elín G. Ólafsdóttir (Kl) sagð- ist ekki skilja tilgang tillögu Sjálf- stæðisflokksins. Hún bætti því við, að það væri brýnt hagsmunamál barna og foreldra opinberir aðilar byðu upp á dagvistarrými fyrir alla þá er þess óskuðu. Elín sagði að lokum, að ef tillaga Sjálfstæðis- flokksins næði fram að ganga væri merku brautryðjendastarfí á Ósi stefnt í hættu. Bjarni P. Magnússon (A) sagð- ist harma að Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki sjónarmið minnihlutans í dagvistarmálum. Hagvæmara væri að dreifa reksri dagvistar- heimila milli smærri eininga. Svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki að einkaframtakinu tæk- ist vel upp og að flokkurinn segði eitt en framkvæmdi annað. Auka þarf tengsl foreldra ogbarna Anna K. Jónsdóttir tók aftur til máls og sagði, að með breytingunni færðist fjármagn frá fáum til margra. Hún vitnaði í formann Fóstrufélags fslands, landlækni og Mikhail Gorbatsjov varðandi nauð- syn þess að efla tengsl foreldra og bama og auka samvistir þeirra. Gagnrýndi hún minnihlutann í því sambandi fyrir að einblína á heils- dagsvistun. Steftit að því að koma konum inn á heimilin Elín G. Ólafsdóttir sagði að auð- vitað vildu allir foreldrar geta verið sem mest með bömum sínum, en raunveruleikinn væri annar. Því yrði samfélagið að bregðast við og bjóða fólki upp á öruggt athvarf fyrir bömin. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) tók undir þau orð og sagði að ríkjandi launastefna í þjóðfélag- inu væri þannig, að fólk gæti verið meira heim hjá bömum sínum. Til- laga Sjálfstæðisflokksins væri dýr, óhentug og fráleit og stefndi að því að koma konum aftur inn á heimil- in. Kristín Á. Ólafsdóttir sagði UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLI ÍSLANDS THE ICELANDIC INSTITU TE OE MARKETING AND EXPORT E Fjallað er um ytri umbúðir vöru og eðlilegar kröfur smásölunnar til þeirra Af meðhöndlunartíma vörunnar, frá móttöku þar til varan er komin í hillu, fara 11% í að opna ytri umbúðir, 19% í verðmerkingar, 15% i frágang og skipulag og 17% í röðun í hillur. Þessu getur framleiðandi breytt, hafi hann þekkinguna og áhugann. Leiðbeinandi: Valdemar Gunnarsson, emballeringsökonom frá Norsk Emballageskola. Tími og staður: 1. nóvember kl. 9.00-16.00 í Ánanaustum 15. Athugið! VR og starfsmenntunarsjóöur BSRB styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námskeiðum SFÍ. ÍÍÍ’lí JNi. **sii - i! UiV ^ílt^ -----I j >■ .enninp nsT -r4- öji opu muXöl öiV Anna K. Jónsdóttir Kristín Á. Ólafedóttir rangt að tillagan miðaði að réttlæti og spurði, hvort það væri réttlætis- mál að eyðileggja aðstöðu nokkurra bama og koma í veg fyrir að önnur gætu notið hins sama. Bjami P. Magnússon sagði að fólk væri neytt til að vinna lengi og því væri raun- vemleikinn annar en sá sem birtist í hugmyndum sjálfstæðismanna. Hann sagðist einnig vilja fela einka- aðilum rekstur dagvistarstofnana í borginni. Rétt að jafina aðstöðuna Árni Sigfússon (S) vakti at- hygli á því, að í málflutningi vinstri manna í dagvistarmálum væri þess aldrei getið, að 73% bama á forskól- aldri í Reykjavík nytu nú dagvistar. í þessu máli væri spumingin hins vega sú, hvort þeir sem eiga böm á einkadagheimilum ættu að fá mun meiri niðurgreiðslu en þeir sem eiga böm á stofnunum á vegum borgar- innar. Hann sagði að tillagan væri ekki endanleg lausn á vandanum í þessum málaflokki, en þó hefði ver- ið stigið skref f rétta átt. Katrín Fjeldsted (S) sagði rétt að jafna aðstöðu fólks í dagvistar- málum. Eins væri ástæða til að hvetja einkaaðila til að koma á fót dagvistarstofnunum. Þess yrði þó að gæta, að börn nytu samvista við foreldra sína og því væri æskilegt að stytta vinnutíma foreldranna. Böm eiga rétt á forskólavist Guðrún Ágústsdóttir hvatti til þess að afgreiðslu málsins yrði frestað, bað borgarfulltrúa að skoða það betur og nota skynsemina. Sig- urjón Pétursson (Abl) sagði hug- myndir stjómar Dagvistir bama vera skref í þá átt, að útiloka aðra dagvistarmöguleika en foreldraum- sjá. Hann sagði ennfremur, að böm ættu rétt á því að vera í forskóla og tillagan væri því skref aftur á bak. Að umræðum loknum fór fram atkvæðagreiðsla. Tillaga um frest- un málsins var felld með 9 atkvæð- um sjálfstæðismanna gegn 6 at- kvæðum minnihlutans. Tillaga minnihlutaflokkanna am breytta styrki féll með sama hætti. Tillaga stjórnar Dagvistar barna, sem borin var fram af sjálfstæðismönnum var hins vega samþykkt með 9 atkvæð- um gegn 6. ' ‘ -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.