Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Lúðvík Ásg-eirsson svœðisumsjónamaður Pósts og síma hugar hér að skemmdum i nýja simaklefanum. Blönduós: Skemmdarverk unn- in á nýjum símaklefa Blönduósi. SÍMI i nýjum almenningssímaklefa var var eyðilagður fyrir skömmu. Símaklefi þessi var settur upp við nýja pósthúsið hafði siminn i honum ekki verið tengdur nema i lagður. Auk þess að slíta símtólið frá símtækinu og stela því hefur verið hellt yfir tækið úr gosflösku þannig að óljóst er hve skemmdimar eru miklar. Hér er um töluvert fjár- hagslegt tjón að ræða og að sögn Sigurðar Hermannssonar póst- meistara á Blönduósi kostar símtól það sem var slitið af og stolið aldr- ei minna en 25.000 krónur. Sigurð- nokkra daga þegar hann var eyði- ur sagði jafnframt að ef áframhald yrði á þessum skemmdarverkum þýddi ekkert að bjóða upp á þessa nýjung í þjónustu. Að sögn þeirra sem til þekkja eru skemmdarverk þessu lík afar fátíð á Blönduósi. Ekki hefur verið upplýst hveijir hér hafa verið að verki en málið er í rannsókn. Jón Sig Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Skagaröst KE 70 við komuna til Keflavíkur frá Noregi, þar sem um&ngsmiklar breytingar voru voru gerðar á bátnum. Skagaströnd: Samæfing björgunar- sveita SVFI á svæði 6 Skagaströnd. SAMÆFING björgunarsveita SlysavarnadeUdanna á svæði 6 var haldin á Skagaströnd 7.-8. október sl. Á svæði 6, sem nær yfir Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur, eru 14 björgun- arsveitir á vegum SlysavamadeUda. Á æfinguna mættu um 50 son með fyrirlestur um ýmislegt manns frá björgunarsveitunum á sem viðkemur björgun, meðferð Skagaströnd, Blönduósi, Sauðár- króki, Siglufirði, Dalvfk, Árskógs- strönd og Akureyri. Áðeins ein kona var í hópnum og tók hún þátt í æfingunni af engu minni krafti en karlmennimir. Sagði Magnús Sigfússon svæðisstjóri á svæði 6 að þetta væri í fyrsta sinn sem kona tæki þátt í samæfingu á svæðinu og fagnaði hann því að fá loks konu með. Auk björgunarsveitamannanna vom tveir menn frá Slysavamafé- lagi íslands á staðnum til að fylgj- ast með æfingunni og kynna mönnum ýmsar nýjungar. Vom það þeir Þór Magnússon, erind- reki SVFÍ, og Davíð Hermannsson frá Innkaupasambandi SVFI. Æfingin fór þannig fram að á föstudagskvöld var Þór Magnús- björgunartækja og slasaðra. Klukkan 4.30 um nóttina vom björgunarsveitamenn síðan ræstir út f leit þar sem tveir menn höfðu farið til Qalla og ekki skilað sér heim aftur á tilsettum tíma. Það tók um flóra klukkutíma að finna mennina og koma þeim til byggða. I millitíðinni vom kallaðir til baka úr Qallaleitinni þeir menn sem skipa áhafnir björgunarbáta þessara björgunarsveita og vom þeir sendir til leitar á sjó. Leituðu sjóbjörgunarsveitimar, sem í vom 4 slöngubátar og tveir stórir björgunarbátar, að gúmmíbjöig- unarbát en sagan var sú að neyð- arkall hefði borist frá bát sem gaf upp nokkuð óljósa staðarákvörð- un. Tók það áhafnir bátanna rúma þijá klukkutfma að finna gúmmí- bátinn. Á sama tíma og sjóleitin fór fram leituðu þeir sem verið höfðu í fjallaleitinni, §örana frá Kálfs- hamarsvík til Skagastrandar. Stóð það nokkuð vel heima að leit á sjó og í fjöranni lauk á sama tíma og vom aliir björgunarsveit- armenn komnir í hús klukkan 13.30 á laugardag. Að loknum hádegisverði var farið jrfir æfinguna á fundi þar sem menn töluðu um það sem betur hefði mátt fara. í heild vom skipuleggjendur æfingarinnar og þátttakendur nokkuð ánægðir með árangurinn og töldu að öll meginmarkmið hennar hefðu náðst. Á heimleið frá Skagaströnd stoppuðu björgunarsveitarmenn svo hjá Laxá og æfðu bjargsig niður í gljúfrið. Var það einkum gert fyrir þá, sem ekki höfðu séð eða prófað slíkt áður til að kenna þeim hvemig mönnum ber að haga sér við bjargsig. - ÓB. Menn voru fegnir að fá að halla sér eftir stranga æfingu. Keflavík: Umfangsmiklar breyting- ar á Skagaröst KE í Noregi Hrungnir við bryggju I Grindavík eftir breytíngamar í Hull. Grindavík: Breytingarnar á Hrungni tókust vel HRUNGNIR GK 50 frá Grindavik hefiir tekið stakkaskiptum eftír miklar breytingar sem gerðar voru á bátnum í Hull í ágúst. Hrungn- ir kom tíl Grindavikur með nýja brú og nýjan matsal og kunna skip- veijar vel aj) meta breytíngamar. Keflavík. SKAGARÖST KE 70 kom til Keflavíkur fyrir skömmu frá Vestnes í Noregi þar sem um- fangsmiklar breytingar vom gerðar á bátnum, hann nánast endurbyggður frá grunni og tók verkið tæpa 6 mánuði. Sigl- ingin frá Noregi tók tæpa 4 sólarhringa og reyndist skipið ákaflega vel á leiðinni heim. Skorið var ofan af bátnum við sjólínu og hann síðan endurbyggð- ur frá þeim stað. Helstu breytingar em þær, að nú er báturinn yfir- byggður með nýja brú miðskips, pemstefni og nýjan skut. Þá vom allar vistarvemr neðan þilja end- Fyrirlestur um ákvörð- unarfræði MARINÓ G. Njálsson heldur er- indi um ákvörðunarfræði þriðju- daginn 25. október kl. 17.15. Marinó G. Njálsson lauk verk- fræðigráðu í aðgerðagreiningu frá Stanford-háskóla í Kalifomíu. Fundarstaður er Lögberg, stofa 101. umýjaðar. Skipt var um eina ljósa- vél, en önnur tæki og vélar em nýleg og ekki talin ástæða til að Halldór Brynjólfsson skipstjóri ræðir málin í farsímann í brúnni á Skagaröst KE, en farsíminn er nú orðinn ómissandi tæki hjá sjó- mönnum og mikið notaður. endumýja þau. Nýlega hafði verið skipt um aðalvél í bátnum og er hún tveggja ára. Eigandi og útgerðarmaður er Guðmundur Axelsson, en skipstjóri er Halldör Brynjólfsson. Halldór fór með bátinn til Noregs 19. maí og hafði umsjón með verkinu. Halldór sagði að vel hefði verið að öllu staðið hjá Norðmönnunum og þeir unnið sitt verk fagmannlega og af alúð. Skagaröst heldur ein- hveija næstu daga á síldveiðar og í vetur verður báturinn á netum. Skagaröst KE 70 var byggð í Risör í Noregi 1960 og hét Sæþór ÓF 5, hann var seldur til Akraness árið 1973 og hét þar Sævari AK 171. Þaðan lá leiðin til Vestmanna- eyja og þar fékk báturinn nafnið Erlingur Amar VE 124. Hann var síðan seldur til Hafnarfjarðar árið 1980 og mefndur Hringur GK 18. Sama ár var hann síðan seldur til Keflavíkur og nefndur Vatnsnes KE 30. Árið 1^85 skipti hann enn einu sinni um eigendur og hét þá Axel Eyjólfs KE 70 og ári seinna keypti Guðmundur Axelsson bát- inn og skírði hann Skagaröst KE 70. Fyrir tveimur ámm var bátur- inn lengdur um 4 metra. BB Hmngnir fór á veiðar upp úr miðjum september og gekk mjög vel. í fyrsta róðri fékk hann 73 tonn í net í einni lögn og í fyrstu vikunni samtals 130 tonn. Menn hafa því haft á orði að greinilegt sé að breytingamar hafi borgað sig. Skipstjóri á bátnum er Pétur' Páisson, en Hrangnir er gerður út af Vísi í Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.