Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. * Adrepa háskólarektors Gekk á orkuforða f: ar og náði mér uppí - segir Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák að er skuld háskóla og ábyrgð að vera virkur í baráttunni fyrir betra þjóð- félagi," sagði dr. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, réttilega í ræðu sinni síðastliðinn laugardag, þegar hann ávarpaði kandidata við brautskráningu. í ræðunni minnti rektor til að mynda á þá staðreynd, að efnahagsmál hafa slíkt ofurvægi í þjóðmála- umræðum hér hjá okkur á líðandi stundu, að öðrum mál- um er vart gaumur gefínn og hann sagði: „A undangengnum mánuð- um höfum við fylgst með sorg- legu sjónarspili í íslenskum stjómmálum. Slíkar deilur, sem við erum vitni að, skerða traust og virðingu stjómmála- manna okkar. Barlómur og úrtölur dynja á okkur í fjöl- miðlum, hrakspár og svartsýni draga þrótt og kjark úr fólk- inu. Ástæðan fyrir því að okk- ur skortir kjark er ekki sú að lífíð sé erfítt, lífíð er erfítt af því að okkur skortir kjark — sagði Seneca forðum. Nú þrengir að á erlendum mörkuð- um fyrir íslenskar útflutnings- afurðir vegna stefnu í hval- veiðimálum. Það þarf kjark til að kyngja stolti og stefnu sem ekki reynist farsæl. Flestum landsmönnum er Ijóst að hér þarf að taka mið af raunveru- leikanum en ekki óskhyggju. Hvalveiðistefnan skaðar hags- muni okkar. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af friðun hvala að sinni. Hvalveiðar hafa legið niðri í áratugi fyrr á þess- ari öld án þess að valda offjölg- un hvala eða raska jafnvægi í lífríki sjávar svo vitað sé. Deilt er einnig um arðsemi fjárfest- inga til lands og sjávar, um ofbeit og landeyðingu, um hagkvæmni í fískveiðum og fískvinnslu og fleira mætti telja." Með þessum orðum tekur háskólarektor eindregna af- stöðu í viðkvæmu máli, sem veldur deilum bæði innan lands og utan. Menn ættu ekki að þurfa að fara í grafgötur um að hvalamálið allt skaðar hagsmuni okkar. Þá er sú rök- semd athyglisverð að friðun hvala muni ekki raska jafn- vægi í lífríki sjávar. Er nauð- sjmlegt að hún verði kynnt frekar í almennum umræðum. Talsmenn hvalveiða hafa leynt og ljóst gefið til kynna, að aukin ásókn hvala í takmark- aða fískstofna myndi fylgja friðun þeirra og þannig yrði gengið á þá auðlind sem er undirstaða efnahags okkar. í ræðu sinni vakti háskóla- rektor einnig máls á þeirri staðrejmd,. að umhverfismál verða mál málanna í framtíð- inni, raunar eru þau þegar orðin það í mörgum nágranna- ríkja okkar. „Nú er svo komið víða í Evrópu," sagði rektor „að jarðvegur er spilltur og óhæfur til ræktunar, drykkjar- vatn óneysluhæft og hafíð svo mengað að fiskurinn verður óætur.“ Þetta er ekki glæsileg mynd. Ef hirðuleysi og fá- fræði, skortur á þekkingu á náttúrunni og lífríkinu eru helstu ástæður þess hvemig komið er í þessum efnum, kann meiri miðlun upplýsinga, fræðsla, agi og almenn vakn- ing að beina okkur af óheilla- brautinni. Varað við Jjölmiðlum Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, hvatti kandidata til þess að vera á verði gagnvart fjölmiðlum, þar sem „efni og viðtöl em klippt og stytt og stundum með þeim afleiðingum að áherslur breyt- ast og merking brenglast“, eins og hann orðaði það. Þessi ábending er tímabær. Að kvöldi sama dags og rektor flutti ræðu sína birtist til dæm- is „frétt“ hjá ríkissjónvarpinu sem var í raun ekki annað en óhróður um Davíð Oddsson, borgarstjóra. Var þar vitnað í óbirt tímaritsviðtal við fráfar- andi borgarfulltrúa Kvenna- listans. Ef unnt er að flokka efni af þessu tagi undir fréttir er það hugtak orðið brenglað eins og flest önnur. Er enn einu sinni ástæða til að hvetja forráðamenn ríkisút- varpsins til að draga gleggri skil á milli frétta og fréttaskýr- inga, þannig að menn telji sig ekki vera að horfa eða hlusta á staðreyndir, þegar í raun er verið að ffytja þeim einkaskoð- anir fréttamanna. f ELLEFU ár hefur Garrí Kasp- arov verið fréttaefiii á íslandi. Fjórtán ára gamall tók hann þátt f heimsmeistaramóti sveina í Cagnes-sur-Mer á Frönsku rívíerunni. Garrí lenti í þriðja sæti en Botvinnik þjálfari hans var ánægður með árangurinn því pilturinn lagði sigurvegarann, Jón L. Árnason, að velli. Upp frá þeim degi hafa íslenskir skák- áhugamenn fylgst úr fíarlægð með snillingnum unga. Skákstill hans leiftrar af Qöri og sigur- vilja. Frami hans var undraskjót- ur. Fimmtán ára gamall tók hann þátt i sovéska meistaramótinu og hlaut 8V2 vinning gegn 16 stórmeisturum. Á sterku alþjóð- legu móti i Banja Luka i Júgó- slavíu, sem hófst á 16. afinælis- degi Kasparovs, varð hann tveimur vinningum ofar en næsti maður. Frá árinu 1981 hefiir Kasparov ekki tekið þátt í skák- móti án þess að bera sigur úr býtum. Arið 1985 lagði hann Karpov að velli í öðru einvigi þeirra um heimsmeistaratitilinn. Campomanes, forseti FIDE, stöðvaði fyrsta einvígið eftir að staðan hafði breyst úr 5-0 Karpov í vil í 5-3. Þar með var stríðshanskanum kastað. Alla tið siðan hefur Kasparov átt i heil- ögu striði við Campomanes, Karpov og sovéska skáksam- bandið. Hann hefur stofiiað Stór- meistarasambandið til að gæta hagsmuna atvinnuskákmanna. í fyrra gaf hann út sjálfsævisögu sína sem hlaut harða gagnrýni í skákheiminum. Einkalíf hans hefiir þótt fréttnæmt, hann stóð lengi í ástarsambandi við leik- konuna Marinu Nejelovu, sem er nógu gömul til að vera móðir hans. Hann litur á sjálfan sig sem barn breyttra tíma í Sovétrikjun- um. Klara, móðir hans, sem helg- að hefiir líf sitt frama piltsins er armensk og faðirinn var gyð- ingur. Kasparov vill breyta imynd Sovétmanna sem hinir þunglamalegu Rússar hafa skap- að og hefur svo sannarlega tek- ist það á skákborðinu og utan þess. Síðustu sprengjunni varp- aði hann um helgina þegar hann sagðist ekki ætla að tefla við Karpov til úrslita um sovétmeist- aratitilinn. Ástæðan var að hans sögn sú að sovésk skákyfirvöld hefðu ekki tekið tillit til sinna óska um tilhögun einvigisins. Það tók sinn tíma að fá viðtal við heimsmeistarann. Honum vegn- aði ekki vel framan af Heimsbikar- mótinu og var tæpast viðmælandi. Eftir þrjá glæsta sigra í röð tók þó að lyftast á honum brúnin og fyrir harðfylgi Óttars Felix Haukssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra móts- ins, féllst hann á að ræða við undir- ritaðan í nákvæmlega 45 mínútur. Fer það samtal hér á eftir: Þér gekk ekki sem best í fyrri- hluta mótsins. Hvað fór úrskeiðis? Ég var hugmyndasnauður og mig skorti orku. Að vinna skák er ekki bara að leysa verkefni vel af hendi heldur eyðir maður mikilli orku. Ef maður er þreyttur þá getur maður ekki teflt af viti og mistök verða óumflýjanleg. Ég var úrvinda eftir mörg undanfarin skákmót og mikla baráttu tengda skákinni. Ég átti jafnvel von á þessu og því miður reyndist sá grunur réttur. Ég hafði teflt í Amsterdam, í Belfort og á sovéska meistaramótinu. í Belfort gat ég teflt allan tímann af fullum krafti en ekki hér. Ég hugsa að þær tvær vikur sem ég bjó mig undir mótið í Reykjavík hafí ekki reynst nægur tími. Þetta vandamál tengist afstöðu minni til skákarinnar. Ég má ekki tefla of mikið. Mig verður að þyrsta í skák og mér verður að líða vel á meðan á skákinni stend- ur. Ég verð að geta barist — ekki endilega til sigurs — heldur í þágu skáklistarinnar. Ég vil að mér líði eins og í fríi við skákborðið, en þannig var það ekki í upphafi móts- ins. En hvernig náðirðu þér upp úr þessari lægð? Ég veit það ekki og get ekki útskýrt það. Eftir sex umferðir leið mér mjög illa. Það er ekki nóg fyr- ir mig að hafa fjóra vinninga af sex þegar taflmennskan veit á illt. Svo kom skákin við Sokolov. Ég var mjög undrandi á þeim mistökum sem ég gerði í unninni stöðu. Ég var miður mín eftir þá skák og í næstu umferðum var taflmennskan brokkgeng sem fyrr. Ég tefldi eigin- lega hvorki vel né illa. Ég var alltaf að bíða eftir að ég kæmist í mitt rétta form. Hélt jafnvel að það myndi gerast í skákinni við Tal en það gerðist ekki. Ég tefldi slaklega gegn Nunn og Spasskíj. Gekk á orkuforða framtíðarinnar Svo kom skákin við Beljavskíj. Mér fannst eitthvað vera að smella saman, ég hefði tök á framvindu skákarinnar þótt ég ynni hana reyndar ekki. Eg veit ekki nákvæm- lega hvað gerðist en það var líkt og ég gæti tekið af orkuforða framtíðarinnar. Því miður þá verð ég mjög oft að gera slíkt. Ég skammaðist mín fyrir frammistöð- una og óttaðist að orðstír minn myndi bíða hnekki. Ég ákvað því að beijast eins og ljón og flækja stöðumar. Fyrir skákina við Timm- an fannst méy eins og nú gæti eitt- hvað gerst. Ég er mjög sáttur við þijár sfðustu skákimar, gegn Timman, Sax og Ehlvest. Jafnvel þótt mér takist ekki að vinna mótið þá sýnir skákin gegn Timman að ég hafði erindi sem erfíði hingað til íslands. Hún er sigur út af fyrir sig. Þetta var ein af þeim skákum sem fær mann til að fínnast að maður sé ekta skákmaður. Ég held að skákin gegn Timman sé ein af mínum bestu skákum. En hver er sú allrabesta? Ég hlýt að svara með hinum sígildu orðum: Hún hefur enn ekki litið dagsins ljós. Ég er stoltur yfir því að geta sagt að ég hafi teflt fleiri góðar skákir en aðrir skák- menn. En kannski er það liðin tíð. Ég er ef til vill orðinn of þreyttur, of gamall, segir Kasparov og hlær. Þú sérð hve frammistaðan í þessu móti hvílir þungt á mér. En mér eru margar skákir eftirminnilegar eins og 24. skákin í öðru einvígi mínu við Karpov. Biðleikurinn minn í 22. skákinni við Karpov í Leníngrad, Rd7, er einn af frægari leikjum skáksögunnar. Og 24. skákin í Sevilla að sjálfsögðu. Einn- ig skákin við Kortsnoj 1981 í Luz- em. Jóhann á mögnleika gegn Karpov Viðureign þín við Jóhann Hjart- arson var æsispennandi. Hvert er álit þitt á honum sem skákmanni? Að sjálfsögðu er hann mjög sterkur skákmaður. Hann er sterk- ur á taugum, hraustur og mikill baráttujaxl. Síðasttaldi eiginleikinn er mjög mikilvægur; að geta barist til síðasta blóðdropa. Hann er öllum hættulegur og það er erfítt að tefla gegn honum. Hann er vel heima í býijunum og mjög taktískur en stöðulegur skilningur hans er ekki nógu góður ennþá. En því má ekki gleyma að hann er rétt að byija að tefla við sterkustu skákmenn heims. Það er enginn vafí á þvf að hann á eftir að bæta sig. Heldurðu að Jóhann eigi mögu- leika í einvíginu við Karpov í janúar? Já, vegna þess hve einvígið er stutt, einungis sex skákir. Ég held að allt geti gerst. Að sjálfsögðu á Kárpov mun betri möguleika. Hann hefur mun meiri skilning á skák en Jóhann. En líttu á, ég átti mína slæmu daga í þessu móti og slíkt gæti komið fyrir Karpov. Ef ein- vígið væri 10-12 skákir þá mjmdi ég ekki spá Jóhanni góðri útkomu. Takist honum að viðhalda spenn- unni í skákunum sex og hindra Karpov í að beita stöðulegum skiln- ingi sínum þá á hann möguleika. Rigningin olli óþægindum Hvemig líður starfsdagurinn hjá þér á móti sem þessu? Ég hef komið mér upp fastmót- aðri dagskrá frá því ég hóf að tefla einvígi. Því er nú einu sinni þannig háttað að ég hef einvígi að atvinnu. í upphafí þreifaði ég mig áfram og ég held ég hafí fundið þá dagskipun sem hentar mér best. Ég rís úr rekkju milli klukkan níu og hálftíu. Yfír morgunverði milli klukkan 10 og 11 rabba ég við félaga mína um heima og geima. Það er mjög gam- an að vera í félagsskap allra skák- mannanna á móti sem þessu. Síðan fer ég í klukkutfma göngutúr og eyði svo klukkustund í undirbúning fyrir skákina þann daginn. Þvínæst legg ég mig í klukkutíma. Um nón- bilið fer ég niður og snæði miðdegis- verð. Um klukkan 3.45 rejmi ég að koma mér í form með því að fara í sturtu til dæmis og raka mig. Milli klukkan fj'ögur og hálf- fimm fer síðasti undirbúningur fyr- ir skákina fram. Ef veðrið er gott þá geng ég f tuttugu mínútur á skákstað. Þvf miður hefur rignt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.