Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 51 Þorvaldur Ásgeirs- son — Minning Fæddur 15. mars 1917 Dáinn 14. október 1988 Hann pabbi er dáinn. Þegar Kristín, dóttir Þorvaldar, hringdi til mín og tilkynnti mér lát föðurs síns kom það mér ekki á óvart því ég vissi um líðan hans síðustu vikuna. Þorvaldur tengist sögu Golf- klúbbsins Keilis þau 21 ár sem liðin eru frá stofnun hans. Þorvaldur var fenginn til að gera drög að fyrsta golfvellinum á Hvaleyrinni og síðan ýmsum breytingum, sem gerðar voru á vellinum fyrstu árin. Hann er fyrsti og eini íslendingurinn sem alfarið hefur sinnt golfkennslu hér á landi. Starfsaðstöðu sína hafði hann á Hvaleyrinni og það eru ófáir kylfingar sem hafa slegið sín fyrstu golfhögg f kennslustund hjá honum. Þorvaldur fór víða um landið til að- stoðar þar sem verið var að stofna nýja golfklúbba, bæði til að skipu- leggja golfvelli og kenna golf. Það er óhætt að segja að hann á þátt í þeirri miklu útbreiðslu golfíþróttar- innar sem orðið hefur síðustu árin. Þorvaldur var margfaldur íslands- meistari í golfi en þó að hann væri búinn að leika golf í marga áratugi var það fyrst á haustdögum 1987 að honum heppnaðist það, sem allir kylfíngar þrá, að fara holu í höggi og var gaman að heyra hann lýsa þeim atburði. Hann var vakandi yfir öllu er var að gerast í heimi golfíþróttarinnar bæði hér heima og erlendis. Arið 1979 var Þorvaldur heiðrað- ur sérstaklega fyrir störf hans í þágu Golfklúbbsins Keilis. Síðasti starfsdagur hans var á Hvaleyrinni þann 4. okt. en þá sá ég til hans vera að kenna nýliða réttu tökin. Þá um nóttina veiktist hann og lést síðan þann 14. okt. Fyrir hönd félaga í Keili færi ég aðstandendum Þorvaldar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðlaugur Gíslason Þegar mætur samferðamaður er kvaddur þá lítur maður oft yfír far- inn veg og vill þakka fyrir sam- fylgdina. Þorvaldur var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og útskrifaðist úr þeim skóla árið 1936. Hann starfaði hjá málningarverksmiðjunni Hörpu og við heildverslun föður síns, Asgeirs Ólafssonar. Þorvaldur var ætíð mik- ill áhugamaður um íþróttir, stund- aði badminton og náði þar góðum árangri en hans aðalíþróttagrein var golf. Hann gerðist félagi í Golf- klúbbi Reykjavíkur árið 1936. Þar vann hann að margvíslegum félags- störfum og var formaður Golf- klúbbs Reykjavíkur í sex ár og var kjörinn heiðursfélagi Golfklúbbs Reykjavíkur árið 1984. Hann varð íslandsmeistari í golfí árið 1945, 1950 og 1951 og var forseti Golf- sambands íslands árið 1952-’55. Ifyrir tuttugu árum síðan braut Þorvaldur blað í sögu golfíþróttar- innar hér á landi þegar hann gerð- ist fyrsti atvinnumaðurinn í þeirri íþróttagrein og stundaði hann golf- kennslu í tuttugu ár. Mikill fjöldi kylfinga naut tilsagnar hans og golfþekkingar. Þovaldur ferðaðist um landið þvert og endilangt og aðstoðaði við að gera uppdrætti af golfvöllum um leið og hann annað- ist kennslu. Ég varð þess aðnjót- andi að starfa með Þorvaldi að okk- ar sameiginlega áhugamáli en það er að efla golfíþróttina á íslandi. Ég votta eftirlifandi bömum Þor- valds og aðstandendum öllum sam- úð. Blessuð sé minning hans. Konráð R. Bjarnason forseti GSÍ. Skólabróðir og jafnaldri er nú burtu kvaddur. Ég kynntist Þorvaldi Ásgeirssyni á skólaárum okkar í Verzlunarskóla íslands, veturna 1933—1936, en þá var skólinn undir stjórn Vilhjálms heitins Þ. Gíslasonar. Við bjuggum þá sitt hvoru megin við norðurhom Tjamarinnar hér í Reykjavík, þar sem nú á að rísa hin umdeilda bygg- ing, Ráðhús Reykjavíkur. Þoiyaldur bjó þá með föður sínum, Ásgeiri Ólafssyni heildsala, og Þómnni syst- ur sinni, en móðir þeirra lést er þau voru á unga aldri. Þorvaldi veittist létt að læra og með okkur varð kunningsskapur og vinátta, enda þótt við háðum kapp í vélritun í skólanum, sem lauk með sigri hans. Sú vinátta okkar átti eftir að standa í mörg ár þótt síðar skiptust leiðir okkar. Nokkrum árum eftir námsárin og lokapróf vorið 1936 kvæntist Þor- valdur hinn 21. júní 1942 hinni ágætustu konu, Karen f. 10.5. 1922, dóttur P. L. Mogensen, lyfsala í Ing- ólfs Apóteki, sem þá var til húsa á horni Aðalstrætis og Vesturgötu í Reykjavík, þar sem nú er Verslunin Geysir. Hélst vinátta með þeim hjón- um um árafjölda. Konu sína missti Þorvaldur 31. janúar 1980 frá fjór- um börnum þeirra hjóna. Það vom kreppuár er við lukum prófi frá Verzlunarskólanum 1936, og lítt um atvinnu á lausu. Það var Þorvalds lán að fá strax vinnu hjá lakk- og málningarverksmiðjunni Hörpu hf. við skrifstofustörf og var hann þar starfsmaður í fjölda ára. Ef til vill var Þorvaldur þekktast- ur fyrir áhuga sinn á golfíþróttinni hér á landi, enda byijaði hann ungur að leika golf. Áttum við mörg sporin saman á Öskjuhlíðarvellinum fyrr á ámm golfíþróttarinnar í fjölda ára. Gerðist hann síðar kennari í þeirri íþrótt og fór vítt um land til þess að kenna byijendum og jafnvel þeim er lengra vom komnir að leika þessa íþrótt, allt fram að andláti hans, sem bar svo brátt að. Standa sjálfsagt margir í þakkarskuld við hann fyrir fyrstu tök þeirra á golfíþróttinni hér á landi. Vini mínum og skólafélaga áma ég fararheill á þeirri leið hans sem nú er hafín, til þeirra ástvina sem honum vom hjartfólgnir. Bömum hans, Ásgeiri, Stefáni, Kristínu og Pétri, og öðmm vanda- mönnum fylgir hluttekning frá gömlum skólafélaga og vini. Megi hann í friði fara og honum Guðs blessun fylgja. Sv.Bj. Kveðja frá Golfklúbbi Reykjavíkur I dag kveðjum við félagar í GR heiðursfélaga okkar, Þorvald Ás- geirsson. Þorvaldur sat stofnfund Golf- klúbbs Reykjavíkur í desember 1934 og var hann virkur félagi allt til dauðadags. Saga golfsins á Is- landi er því nátengd Þorvaldi Ás- geirssyni. Ekki aðeins var hann Is- landsmeistari fyrir GR þrisvar sinn- um, heldur varð hann fyrsti og eini Islendingurinn, sem hefiir lagt fyrir sig golfkennslu sem aðalstarf. Nemendur Þorvalds skipta hundr- uðum og líklega á enginn einn maður jafn mikinn þátt í þeirri miklu grósku, sem nú er í golfíþrótt- inni. Sú ákvörðun að gera golf- kennslu að atvinnu á þeim tíma þegar ekki var ljóst hvort golfíþrótt- in ætti framtíð fyrir sér lýsir mik- illi framsýni og áræði Þorvalds. Golfklúbbur Reykjavíkur stendur í mikilli þakkarskuld við Þorvald Ásgeirsson. Félagar í GR senda ástvinum hans innilegar samúðar- kveðjur. Hannes Guðmundsson formaður Sigríður Ebenezer- dóttir — Minning Sigríður Ebenezerdóttir lést á Akranesi 21. september sl. Hún var fædd í Reykjavík 16. september 1899 og átti því eftir ár í nírætt. Sigríður var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Gunnarsdóttur f. 1857 í Gullberastaðaseli í Lundarreykja- dal, borgfírskrar ættar og Ebenez- ers Helgasonar sem ættaður var úr Breiðafjarðareyjum, fæddur í Ólafsvík 1854. í Ólafsvík hafði Ebenezer stundað sjómennsku frá unglingsárum þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1882 ásamt þremur hálfsystkinum sínum; fluttust þau vestur um haf til Ameríku, en Ebenezer varð eftir og munu hafa valdið því veikindi fyrri konu hans, Sigurlínar Hannesdóttur frá Tungu í Hörðudal. Eftir að þau Ingibjörg og Ebenezer giftust fengu þau út- hlutað lóð að Lindargötu 2, síðar 10, þar byggðu þau sér steinbæ um 1890 en nýtt hús byggðu þau sér og bömum sínum sumarið 1914, stendur það enn. Ebenezer var verkamaður allt sitt líf og átti jafn- framt lítinn árabát og reri á hrogn- kelsi einn eða með öðrum og seldi úr börum á götum bæjarins en Ingi- björg hugsaði um heimilið og var á stundum í kolaburði við uppskipun á höfninni. Á lóðinni við húsið þeirra hnýtti og lagfærði Ebenezer net sín og þar ræktuðu þau kartöflur til heimilisins, í húsinu þeirra gisti skyldfólk að vestan einkum ofanúr Borgarfirði sem kom erinda sinna til Reykjavíkur. Þau hjónin áttu fímm böm. Elstur var Helgi, f. 1891. Hann var sjómaður og eign- aðist liðlega þrítugur lítinn dekkbát sem útgerðarmaðurinn Haraldur Böðvarsson minnist á í frásögn sem Guðmundur Hagalín skrifaði eftir honum í bókina I fararbroddi síðara bindi (bls. 230-231). Haraldur seg- ir svo frá „Árið 1924 tóku tveir bátaeigendur á Akranesi upp þá nýbreytni að hefja róðra heiman að á vetrarvertið. Sá, sem átti fmm- kvæðið, var reykvískur maður, Helgi Ebenezerson. Hann var ný- fluttur upp á Akranes og átti bát, sem hann hafði skírt í höfuðið á föður sínum. Hann var aðeins 6 smálestir, en traustur og í honum all aflmikil vél. Helgi var ekki for- maður á bátnum, enda ókunnugur miðum Akurnesinga, og hafði hann ráðið sem formann vanan sjósókn- ara af Akranesi, Guðmund á Vega- mótum, en hafði sjálfur vélgæzluna. Helgi réð því, að haustið 1923 stundaði Ebbi veiðar allt fram á jólaföstu, þegar veður var einsýnt, og aflaði hann vonum framar." ■Helgi hafði hug á að halda bátnum út áfram þennan vetur en var lóða- fátækur og enn fátækari af uppi- höldum, fór hann því á fund útgerð- armannsins Haralds og bar sín vandræði upp við hann og sagði: . . . ég veit ekki hvort nokkur mundi reynast fáanlegur til að lána mér, ef mig henti það óhapp að tapa lóðum, — ég er ekki ríkur maður.“ En Haraldur brást vel við, lofaði Helga lóðum og uppihöldum, gerði Helgi svo bát sinn út um veturinn og næsta vetur og tapaði ekki á þeirri útgerð. Helgi fórst með ms. Kveldúlfi, mótorbát sem gerður var út frá Akranesi er týndist með allri áhöfn í janúar 1933. Elst dætra þeirra Ebenezers og Ingibjargar var Sigurlína f. 1893, hún var kona Magnúsar H. Jónsson- ar, prentara, lét hann til sín taka í réttindabaráttu stéttar sinnar og var nær tvo áratugi formaður Hins íslenzka prentarafélags. Næstelst var Gunnfríður Agatha, f. 1896, hún nam eitt ár í Kaupmannahöfn og starfaði lengstum við afgreiðslu í versluninni Edinborg í Hafnar- stræti í Reykjavík, var einhleyp og bjó í húsi foreldra sinna alla ævi og leigði öðru fólki þar jafnan hæð og herbergi. Þá var Sveindís f. 1897, lést hún tvítug árið 1917. Sigríður sem hér er minnst var yngst systkinanna. Ung réðist hún kaupakona austur í Rangárþing, það var sumarið 1915. Var þar á ferð landpóstur og hafði meðreiðar- svein, nítján ára pilt, Harald Sig- urðsson frá Þingnesi { Borgarfirði. Réðust þá örlög Sigríðar svo að þau Haraldur felldu hugi saman en hún var ung og urðu þau að bíða með að gifta sig þangað til árið 1919. Haraldur varð lærlingur í hús- gagnasmíði og gekk í Iðnskólann í Reykjavík og leigði herbergi hjá foreldrum Sigríðar á Lindargötu ásamt vini sínum, Jóhanni Valdi- marssyni, járnsmíðanema frá Sól- eyjarbakka í Hrunamannahreppi. Haraldur var hagur maður og mál- aði myndir til að hengja á veggi, ein þeirra er á Listasafni alþýðu, einnig skar hann út húsgögn sem hann smíðaði sjálfur, hillur, borð og bekki. Þau Sigríður voru tvö ár í hjónabandi, þá veiktist hann og dó en Sigríður syrgði smiðinn sinn og unni honum alla ævi. Síðar gift- ist Sigríður vini Haralds, Jóhanni áðumefndum, þau slitu sitt hjóna- band en áttu í því einn son, Har- ald, hann er hagfræðingur að mennt. Fjögur sumur, 1929—1932, var Sigríður kaupakona að Skarði í Lundarreykjadal, bar þar saman fundum hennar og Magnúsar Ás- mundssonar af Bergsætt, hann hafði verið vinnumaður í Þingnesi sumarið 1919 en þá höfðu þau Sigríður og Haraldur, fyrsti maður hennar, verið þar. Giftust þau Sigríður og Magnús árið 1932 og settu saman bú á Akranesi. Magnús hafði keypt ásamt bræðrum sínum, Þorkeli og Sigurbimi, Lambhús á Akranesi, þá 23 ára og við Lamb- hús vom systkini Magnúsar oft kennd. Bræður Magnúsar staðfestu ráð sitt um líkt leyti og hann, seldu þeir þá Lambhús en Magnús og Þorkell byggðu þriggja hæða hús á Akranesi, Deildartún 4, lokið var að byggja það 1932 og þótti veg- legt hús á sínum tíma og í því bjuggu þau Sigríður og Magnús í 52 ár uns þau fluttu til dóttur og tengdasonar er bjuggu hið besta að foreldrum sínum. Magnús hafði stundað sjó í tíu ár áður en hann giftist en við það varð hann land- maður á vertíðum nær tvo áratugi, lengstum hjá Haraldi Böðvarssyni og Þorkeli á Bakka, en verkamaður var Magnús aðra hluta ársins. Hann lifir Sigríði, kominn á tíræðisaldur. Dóttir Sigríðar og Magnúsar er Ebba Ingibjörg, f. 1938, gift Högna Ingimundarsyni, stýrimanni frá Hveravík í Kaldrananeshreppi á Ströndum, eiga þau tvö böm; sonur þeirra Sigríðar og Magnúsar er Gylfi, f. 1940, bókbindari og verka- maður, var hann giftur Jóhönnu Aðalsteinsdóttur frá Fellsaxlarkoti í Skilamannahreppi, þau skildu, eiga tvær dætur. Sigríður Ebenezerdóttir var lag- Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, i 222 Hafnarfjörður leg kona, ljós yfirlitum, hlýleg á svip, andlitið reglulegt, hún var í meðallagi á vöxt, hnellin á æsku- ámm en varð holdug þegar aldurinn færðist yfír hana og vanheilsa stríddi á. Á uppvaxtarámm hennar var Reykjavík litill verslunarbær og á þann bæ leit hún ávallt sem sinn stað. Hún gekk bam í Miðbæjar- skólann og allt frá unglingsámm var afþreying hennar að lesa dönsku vikublöðin, sem Gunnfríður systir hennar keypti jafnan og lét Sigríði eftir, þau las hún fram á síðustu ár. Hún var lítt áberandi kona í mannfélaginu, heimakær, heimilið var henni allt, og var til þess tekið hve ræktarlega hún hélt heimili sitt. Orð fór af þrifnaði hennar og sagt var að gólfin hjá henni hefðu jafnan verið svo stífbónuð að mannhætta var að ganga þar um. Vel hélt hún áfram við vinnu þá til þurfti að taka. Sigríður var vellátin og virt af þeim sem þekktu hana, létt í skapi, hlát- urmild á jmgri ámm en að henni þyngdi með ámm sem yfír færðust. Hún var fróð um fólk í Borgarfírði þar sem hún hafði ung dvalið; Borg- arfjörður var hennar heimur og hennar eigin ættingjar var hennar fólk. Hún hvíli í friði. Guðrún Asa Grímsdóttir Blómastofa FnÖfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld tít td. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tílefni. Gjafavörur. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.