Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ- VIDSinPn/AlVIWNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Ættarveldi Fall Hunt-veldisins HUNT Qölskyldan í Dallas, Tex- as, sem áður var eitt ríkasta og valdamesta ættarveldi Banda- ríkjanna, hefur lengi borið öll einkenni sögupersóna svo- nefhdra „sápu-óperu“ þátta þar- lends sjónvarps, nema hvað saga ættarinnar er jafiivel enn yfir- gengilegri en atburðarás sjón- varpsþáttanna. í ættarsögunni er að finna fjöl- kvæni, blóðug innbyrðis átök, ótrú- leg auðæfi, pólitískar öfgar, trúar- kreddur og loks fall ættarveldisins. í ágúst kippti alríkisdómstóll í New York endanlega fótunum und- an Hunt-veldinu. Kviðdómurinn úr- skurðaði að þrír þekktustu Hunt bræðumir — synir þjóðsagnaper- sónunnar og olíufurstans H. L. Hunt í Texas úr fyrsta hjónabandi hans — hefðu stundað sviksamleg viðskipti og brotið lög um verzlun og mjmdun auðhringa. Eftir að hafa kynnt sér sönnunar- gögn sem safnað hefur verið víða um Bandaríkin og í helztu borgum Evrópu komst kviðdómurinn að þeirri niðurstöðu að bræðumir hefðu á árunum 1979 og 1980 tek- ið höndum saman við þekkta kaupa- héðna tengda konungsfjölskyldu Saudi Arabíu um að kaupa gífurleg- ar birgðir silfurs til að hækka heimsmarkaðsverðið. Þá úrskurðaði kviðdómurinn að Mahmoud Fustock, mágur krónsprins Saudi Arabíu, og fyrirtækið Intemational Metals Investment Co. á Bermuda hafi einnig átt aðild að þessu sam- særi. Fyrirtæki þetta verslaði með silfur og er sameign bræðranna Nelsons Bunker Hunt og Williams Herberts Hunt og tveggja arabískra fursta. Nelson Bunker Hunt, sem á sjö- unda áratugnum var talinn auðug- asti maður heims með eignir upp á 16 milljarða dollara (nærri 770 milljarða króna á núgengi), og Will- iam Herbert Hunt voru einni sekir fundnir um brot á lögum um Qárglæfrastarfsemi, en þriðji bróð- irinn, Lamar Hunt, sem meðal ann- ars á bandaríska fótboltaliðið Kans- as City Chiefs, var ekki kærður fyrir það brot. Fyrsti dómur af mörgum Með úrskurði sínum hefur kvið- dómurinn í fyrsta sinn staðfest ábyrgð Hunt bræðranna á þeirn sérstæða atburði þegar verð á únsu (31,103 grömmum) silfurs rauk upj úr 9 dollurum í 50 dollara og hrap- aði svo aftur niður á örfáum mánuð- um. Þetta er aðeins fyrsti úrskurð- urinn í fjölda dómsmála sem nú bíða afgreiðslu, en þar fara silfur- kaupmenn fram á miklar skaðabæt- ur frá Hunt-bræðrum. Bræðumir hafa þegar verið dæmdir til að greiða 130 milljóna dollara skaðabætur til Minpeco, sem er markaðsstofnun yfirvalda í Perú, og verða þær bætur notaðar sem fordæmi við ákvörðun skaðabóta til annarra aðila. Herbert Deutsch frá lögmanna- stofu Deutsch & Frey í New York flytur tvö skaðabótamál 17.000 silf- urkaupmanna sem urðu fyrir mikl- um skakkaföllum í viðskiptum á árunum 1979 og 1980. Samtals er þar farið fram á 500 milljónir doll- ara í skaðabætur. Reiknað er með að málin verði tekin fyrir nú í haust, og eru þar tilnefndir fleiri aðilar sem sakaðir eru um að hafa fjármagnað silfurkaup Hunt- bræðra og hagnazt á þeim. Harry Hurt III, höfundur bókar- innar „Texas Rich“ sem segir sögu Hunt ættarinnar, telur að úrskurð- urinn f New York leiði til fjölda nýrra skaðabótamála gegn Hunt bræðrunum, sem áætlað er að hafi tapað rúmlega.tveimur milljörðum dollara á silfurævintýrinu. Segir hann að þessi málaferli verði bræðr- unum dýr og geti reynzt banabiti ættarveldisins. Hafa tapað öllu í dag er áætlað að eignir Hunt bræðranna nemi um einum milljarði dollara þegar allt er talið. Um þetta segir Harry Hurt III: „Pabbinn gaf aðalerfíngjum sínum (bömum H. L. Hunt með fyrstu þremur eigin- konum sínum - hann var kvæntum tveimur fyrstu konunum samtímis) megnið af eigum sínum og bræð- umir voru alltaf ákveðnir í að sýna að þeir væm ekki aðeins erfingjar auðs heldur einnig snjallir kaup- sýslumenn. Það er hámark kald- hæðninnar að þeir töpuðu ekki að- eins því sem þeim hafði sjálfum áskotnazt, heldur einnig megninu af arfinum. Heimild: Financial Times. ÆTTARVELDI - Saga Hunt flölskyldunnar er enn yfirgengi- legri en sögur ættarveldanna í sjónvarpinu. Hunt-bræðumir (frá; vinstri) William Herbert, Lamar og Nelson Bunker. Línuritið sýnirl hvemg silfurverðið rauk upp þegar Hunt- bræður Qárfestu í miklu magni silfurs. Silfur $ miðað við Troy únsu (London) 50 JanlOSO Atburðarásin Nóvember 1974: H. L. Hunt, stofn- andi Huntveldisins deyr, 85 ára að aldri. Desember 1979: Hunt fjölskyldan og arabískir samstarfsmenn safna til sfn nærri 200 milljón únsum (rúml. 62 þúsund tonn) af silfrí að . matsverðium6,6milljarðardollara. Janúar 1980: Silfurverð nær hám- arki, rétt rúmlega 50 dollarar á únsu. Marz 1980: Silfurverð snarfellur. Apríl 1980: Hunt-bræður segjast hafa tapað 1 milljarði dollara á silf- urviðskiptunum. Marz 1985: Hunt Intemational Resources tekið til gjaldþrotaskipta. Ágúst 1986: Placid Oil, olíufélag Hunt-bræðra, lýst gjaldþrota. 1986-1987: Fleiri fjölskyldufyrir- tæki fá greiðslustöðvun vegna yfir- vofandi gjaldþrota. Júlí 1988: Hunt-bræður afsala sér 50% hlut í orkufyrirtæki sínu, Penrod Drilling, til ýmissa banka sem þeir skulda fé. Ágúst 1988: Hunt-bræður dæmdir til að greiða Minpeco skaðabætur. MOBlRA TALKMAN sINSK VIKA -29 OKTÓBER1988 21 AFSLATTUR í tilefni Finnskrarviku á íslandi, dagana21 .-29. október bjóðum við 15% staðgreiðsluafslátt af Mobira Talkman og Mobira Cityman farsímum. Þessa fáu daga er því kjörið tækifæri til að kaupa finnska gaeðavöru átilboðsverði! Mobiia Gtyman „ t Háteeknihf Armúla 26, simar: 91 -31500 - 36700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.