Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 25.10.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ- VIDSinPn/AlVIWNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Ættarveldi Fall Hunt-veldisins HUNT Qölskyldan í Dallas, Tex- as, sem áður var eitt ríkasta og valdamesta ættarveldi Banda- ríkjanna, hefur lengi borið öll einkenni sögupersóna svo- nefhdra „sápu-óperu“ þátta þar- lends sjónvarps, nema hvað saga ættarinnar er jafiivel enn yfir- gengilegri en atburðarás sjón- varpsþáttanna. í ættarsögunni er að finna fjöl- kvæni, blóðug innbyrðis átök, ótrú- leg auðæfi, pólitískar öfgar, trúar- kreddur og loks fall ættarveldisins. í ágúst kippti alríkisdómstóll í New York endanlega fótunum und- an Hunt-veldinu. Kviðdómurinn úr- skurðaði að þrír þekktustu Hunt bræðumir — synir þjóðsagnaper- sónunnar og olíufurstans H. L. Hunt í Texas úr fyrsta hjónabandi hans — hefðu stundað sviksamleg viðskipti og brotið lög um verzlun og mjmdun auðhringa. Eftir að hafa kynnt sér sönnunar- gögn sem safnað hefur verið víða um Bandaríkin og í helztu borgum Evrópu komst kviðdómurinn að þeirri niðurstöðu að bræðumir hefðu á árunum 1979 og 1980 tek- ið höndum saman við þekkta kaupa- héðna tengda konungsfjölskyldu Saudi Arabíu um að kaupa gífurleg- ar birgðir silfurs til að hækka heimsmarkaðsverðið. Þá úrskurðaði kviðdómurinn að Mahmoud Fustock, mágur krónsprins Saudi Arabíu, og fyrirtækið Intemational Metals Investment Co. á Bermuda hafi einnig átt aðild að þessu sam- særi. Fyrirtæki þetta verslaði með silfur og er sameign bræðranna Nelsons Bunker Hunt og Williams Herberts Hunt og tveggja arabískra fursta. Nelson Bunker Hunt, sem á sjö- unda áratugnum var talinn auðug- asti maður heims með eignir upp á 16 milljarða dollara (nærri 770 milljarða króna á núgengi), og Will- iam Herbert Hunt voru einni sekir fundnir um brot á lögum um Qárglæfrastarfsemi, en þriðji bróð- irinn, Lamar Hunt, sem meðal ann- ars á bandaríska fótboltaliðið Kans- as City Chiefs, var ekki kærður fyrir það brot. Fyrsti dómur af mörgum Með úrskurði sínum hefur kvið- dómurinn í fyrsta sinn staðfest ábyrgð Hunt bræðranna á þeirn sérstæða atburði þegar verð á únsu (31,103 grömmum) silfurs rauk upj úr 9 dollurum í 50 dollara og hrap- aði svo aftur niður á örfáum mánuð- um. Þetta er aðeins fyrsti úrskurð- urinn í fjölda dómsmála sem nú bíða afgreiðslu, en þar fara silfur- kaupmenn fram á miklar skaðabæt- ur frá Hunt-bræðrum. Bræðumir hafa þegar verið dæmdir til að greiða 130 milljóna dollara skaðabætur til Minpeco, sem er markaðsstofnun yfirvalda í Perú, og verða þær bætur notaðar sem fordæmi við ákvörðun skaðabóta til annarra aðila. Herbert Deutsch frá lögmanna- stofu Deutsch & Frey í New York flytur tvö skaðabótamál 17.000 silf- urkaupmanna sem urðu fyrir mikl- um skakkaföllum í viðskiptum á árunum 1979 og 1980. Samtals er þar farið fram á 500 milljónir doll- ara í skaðabætur. Reiknað er með að málin verði tekin fyrir nú í haust, og eru þar tilnefndir fleiri aðilar sem sakaðir eru um að hafa fjármagnað silfurkaup Hunt- bræðra og hagnazt á þeim. Harry Hurt III, höfundur bókar- innar „Texas Rich“ sem segir sögu Hunt ættarinnar, telur að úrskurð- urinn f New York leiði til fjölda nýrra skaðabótamála gegn Hunt bræðrunum, sem áætlað er að hafi tapað rúmlega.tveimur milljörðum dollara á silfurævintýrinu. Segir hann að þessi málaferli verði bræðr- unum dýr og geti reynzt banabiti ættarveldisins. Hafa tapað öllu í dag er áætlað að eignir Hunt bræðranna nemi um einum milljarði dollara þegar allt er talið. Um þetta segir Harry Hurt III: „Pabbinn gaf aðalerfíngjum sínum (bömum H. L. Hunt með fyrstu þremur eigin- konum sínum - hann var kvæntum tveimur fyrstu konunum samtímis) megnið af eigum sínum og bræð- umir voru alltaf ákveðnir í að sýna að þeir væm ekki aðeins erfingjar auðs heldur einnig snjallir kaup- sýslumenn. Það er hámark kald- hæðninnar að þeir töpuðu ekki að- eins því sem þeim hafði sjálfum áskotnazt, heldur einnig megninu af arfinum. Heimild: Financial Times. ÆTTARVELDI - Saga Hunt flölskyldunnar er enn yfirgengi- legri en sögur ættarveldanna í sjónvarpinu. Hunt-bræðumir (frá; vinstri) William Herbert, Lamar og Nelson Bunker. Línuritið sýnirl hvemg silfurverðið rauk upp þegar Hunt- bræður Qárfestu í miklu magni silfurs. Silfur $ miðað við Troy únsu (London) 50 JanlOSO Atburðarásin Nóvember 1974: H. L. Hunt, stofn- andi Huntveldisins deyr, 85 ára að aldri. Desember 1979: Hunt fjölskyldan og arabískir samstarfsmenn safna til sfn nærri 200 milljón únsum (rúml. 62 þúsund tonn) af silfrí að . matsverðium6,6milljarðardollara. Janúar 1980: Silfurverð nær hám- arki, rétt rúmlega 50 dollarar á únsu. Marz 1980: Silfurverð snarfellur. Apríl 1980: Hunt-bræður segjast hafa tapað 1 milljarði dollara á silf- urviðskiptunum. Marz 1985: Hunt Intemational Resources tekið til gjaldþrotaskipta. Ágúst 1986: Placid Oil, olíufélag Hunt-bræðra, lýst gjaldþrota. 1986-1987: Fleiri fjölskyldufyrir- tæki fá greiðslustöðvun vegna yfir- vofandi gjaldþrota. Júlí 1988: Hunt-bræður afsala sér 50% hlut í orkufyrirtæki sínu, Penrod Drilling, til ýmissa banka sem þeir skulda fé. Ágúst 1988: Hunt-bræður dæmdir til að greiða Minpeco skaðabætur. MOBlRA TALKMAN sINSK VIKA -29 OKTÓBER1988 21 AFSLATTUR í tilefni Finnskrarviku á íslandi, dagana21 .-29. október bjóðum við 15% staðgreiðsluafslátt af Mobira Talkman og Mobira Cityman farsímum. Þessa fáu daga er því kjörið tækifæri til að kaupa finnska gaeðavöru átilboðsverði! Mobiia Gtyman „ t Háteeknihf Armúla 26, simar: 91 -31500 - 36700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.