Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.11.1988, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1988 'Kfsfljóánu Þið ejgið að vera svo ameríkaniser- aðir, Islendingar. Nei, ég þekki ekki íslenska popptónlist. Jú, Mezzaforte auðvitað, en þeir segja mér ekki neitt þeir spila það sem ég er vanur að kalla kaffimúsík. Nei, ég hef aldrei heyrt um Sykurmolana. Það getur verið að ég hafi hefyrt í þeim í útvarpinu, hér er útvarpið á alla daga, en — hann glottir og bendir á autt pláss í gluggakistunni — það er bara í viðgerð núna, þess vegna er svona rólegt hérna ... En hvaða hugmyndir gerir þú þér um ísiand? Hugmyndir? Tja, allt fullt af snjó, fjöll, háir klettar og þjörg, svona grænlenskt umhverfi, og svo liggur þorpið niðri við ströndina. Og þorps- menningin er ameríkaniserað, í mótsögn við náttúruna umhverfis. En hvað á ég að segja, nýir staðir koma mér alltaf á óvart með því að vera öðruvísi en ég hafði ímyn- dað mér. Þegar ég fór til dæmis til Grænlands, þá hafði ég einhveija hugmynd úr æsku um þrjátíu metra háan ísvegg beint uppúr sjónum og að nokkur hundruð metrum frá brúnini væri eitt snjóhús. En svo þegar ég kom þangað og sá engan ís og spurði hvar jökullinn væri, þá var hann sem sagt í fleiri kílómetra frarlægð inní í landi. Þegar ég segi honum að testarn- ir hans séu mikið notaðir við dönskukennslu í errunnskólanum grettir gamli kennarinn sig og hrist- sem samin eru til að standa á prenti eru allt annars eðlis en popptextar. Textar eftir mig, já eða bee-bop-a- lula, eru oftast hallærislegir á prenti, en um leið og tónlistin kem- ur til sögunnar og þeir eru sungnir á réttan hátt þá öðlast þeir merk- ingu sem maður skilur ekki alveg en skynjar þess betur og það er galdurinn .. . Hvað með texta eins og Yummi, Yummi, — er ekki boðskapur eða áróður að finna í honum um að hafa alltaf smokkinn við hendina? Yummi Yummi er hreinasta paródía maður, segir han og hafði hrist óþolinmóður hausinn meðan ég bar fram spurninguna _og sagt nei á eftir hveiju orði. Ástæðan fyrir því að ég samdi Yummi Yummi er að þegar aidsherferðin fór í gang, þá hugsaði ég með mér . . . í fyrstu greip mikill ótti um sig meðal fólks, þar var bókstaflega dauðskelkað og það eru langtum fleiri sem deyja í umferðinni, langtum fleiri sem deyja í öllum þessum styrjöldum útum allt og... En alir töluðu um aids, það var það nýjasta. .. Og svo sá maður á strætisvögnum allt í einu risaplaköt af smokkum og þá hugsaði ég með mér: Þetta er smekkleysa. Og hvað gerir maður þegar manni finnst eitthvað smekk- laust? Jú, þá býr maður til enn meiri smekkleysu og þetta með altid huske aldrig glemmi, gummi ude gummi hjemme, — það er bara al- gjört píp. Ég er ekkert að hvetja unglina eða fólk á mínum aldri eða eldra fólk til að ganga með smokk eftir Pél Pólsson/myndir Elsa María Ólafsdóttir KIM LARSEN er fjörutíu og tveggja ára gamall. Kim Larsen er vinsælasti poppari Danmerkur seinni ára. Kim Larsen hefur verið á toppi íslenska vinsældarlistans undanfarnar vikur. Kim Larsen er hélt sína fyrstu hljómleika á íslandi í vikunni. Eruði svöng heilsar hann í dyragættinni; með troðfullan munninn og veifar hnausþykkri amagersamloku (rúgbrauð og sigtibrauð með lifrarkæfu á milli.) — Á ég að smyrja fyrir ykkur eina . . .? Nei takk, við . . . Kaffi? Já takk. ari og þiggur af okkur sígarettu. Hann hjálpaði mér að sækja steríógræjurnar í viðgerð, já ég á fínar græjur, þær eru þarna — hann bendir á innkaupapoka í stól við enda borðstofuborðsins — nú get ég aftur farið að spila plöturnar mínar... Kim kemur með nýlagað kaffið og helli í bollana okkar. Sest og tekur við Morgunblaðinu sem ég hafði meðferðir til að sýna honum viðtal sem ég átti við félag Erik Clausen fyrr á árinu. Hann opnar blaðið í miðjunni og við blasir tveggja síðna auglýsing frá ölgerð Egils Skallagrímssonar um nýju dósimar með áfasta upptakaranum, og segir: Nú er búið að banna svona dósir í Danmörku og plastumbúðir líka ... Er þetta ekki léttur pilsner? Já, þar er ekki enn kominn sterk- ari bjór, en . J. Það er fínt, ég drekk ekki annað en léttan pilsner. Hah, þeir verða alltaf jafn hissa í Svíþjóð, þegar ég bið um léttan pilsner. Dani sem drekkur Idéettan pilsner. Dani sem drekkur léttan pilsner, skilja þeir ekki. . . En við eigum alveg sterkan bjór, segja þeir aftur og aftur... Drekkurðu þá aldrei sterkan bjór, ekki einu sini hoff eða grönn? Afar sjaldan, maður verður að hafa peruna í lagi, sesgir hann ann- ars hugar, flettir Mogganum og rýnir öðruhvoru fast í textann. — Púh, það er gott að þið skiljið dönsku þarna uppfrá... ann- ars ... hmm, það eru margar aug- lýsignar í þessu blaði.. . Það eru alltaf auglýsingar í dag- blöðum, segir Benni og stendur upp. — Jæja, ég þakka fyrir kaffið. Við sjáumst í næsku viku Kim . .. angið í bæinn, segir hann og vísar okkur til borðstofu, þar situr lágvaxinn verkamaður á sex- tugsaldri og snæðir, jú auðvitað amagersamloku. — Má ég kynna; Benni gluggahreinsari. Benni, þetta eru íslenskir blaðamenn sem ætla að eiga við þig viðtal... Já ísland — Benni lætur ekki poppsöngvarann slá sig út af laginu — það var eitthvað um ísland í sjón- varpinu um daginn. Stjómmálakon- ur... Uss Benni, þú hugsar ekki um annað en konur. Nei... Viltu meira brauð? Kaffi? Já, nú fer ég og helli uppá ... Á meðan virðum við fyrir okkur húsakynnin. Goðsögnin um Kim Larsen, eina danska poppmilljóne- rann, er að því leyti ekki dæmigert fyrir poppstjömu, að hún gengur útá hversu blátt áfram og venjuleg- ur maður hann sé. Frægð og pen- ingar hafa ekki stigið honum til höfuðs, hann býr enn í gamla fjöl- býlishúsinu með sambýliskonu og bömum, notast enn við gömlu slitnu húsgögnin, ekur enn um á gamla citroenbragganum, klæðist galla- buxum, stutterma bol og skyrtu úr vinnufatabúðinni (þetta sýnist okk- ur allt passa.) Hann er að auki fé- lagslega meðvitaður, spilar oft ókeypis fyrir hin og þessi góðgerð- arfélög, styrkir mikilvæg málefni með bienum fjárframlögum ... Við vorum að koma úr bíltúr um bæinn, semgir Benni gluggahreins- Benni glugga- hreinsari kynntur til sögunnar: „Það var eitthvað um ísland í sjónvarpinu um daginn. Stjórnmálakon- ur“ Já, þakka þér fyrir komuna. Égg hringi. . .Hei, gleymirðu ekki ein- hveiju? kallar hann svo á eftir gluggahreinsaranum sem var að loka útidymnum á eftir sér, en kem- ur nú aftur inn. Ha hveiju gleymi ég? Benni minn ... Já, hveiju gleymi ég? Græjumar maður! Jah, steríógræjurnar mína, he — ég ætti nú bara ... Þetta var ann- ars fínn bíltúr sem við fómm í áð- an. Við gætum kannski farið aftur seinna... Það máttu bóka. Ég hringi í næstu viku . . . Benni kveður öðm sinni og kem- ur ekki meira við sögu hér, því nú byijar viðtalið. Um hvað eigum við að tala? Við getum byijað á því að tala um_ ísland .. . Ég veit ekkert um ísland, ja, ég var náttúrlega neyddur til að lesa einhveijar fornsögur í menntó ... Já, vom þær svona leiðinlegar? Nei, nei, alls ekki, mér fannst þær alveg ágætar. OG þekkti meira að segja dálítið til þeirra fyrir, því móðurafi minn var svo hrifinn af þeim og hafði gaman af að segja guttanum frá gömlu kempunum. En annars veit ég bara, eða mér hefur verið sagt, að þið akið um á stómm amerískum dollaragrínum. ir höfuðið. Æ, ég er ekki hrifinn af því að vera eitthvað svona kúltúrelt. Ég vil heldur vera hreint og klárt popp, frekar vara spilaður á diskótekum en vera kennsluefni í skólum. Það hefur talsvert verið gert af þessu líka hér í Danmörku og ég er mjög á móti því. Vissulega getur verið sniðugt að nota rokktónlist við kennslu, en það verður bara svo fljótt þreytt og leiðinlegt, sérstak- lega ef krakkarnir þurfa að lesa textana til prófs. Svo em til svo mörg góð skáld sem hafa skrifað texta sem em vel til þess fallnir að sitja yfir og skoða og skilgreina, en það á ekki við um mína texta. Þeir em hluti af tónlistinni, sem er oftast notuð þár sem allt er á fullu. Þeir hafa heldur enga dýpt, eða það finnst mér ekki, ég er ekki ljóðskáld. Mörgum finnst nú fáum takast eins vel og þér í taxtum þínum að fanga dönsku þjóðarsálina, og svo hafa þeir oftast einhvem boðskap um innihaldið. Það er boðskapur í Biblíunni, en ekki textunum mínum, en ég segi mína meiningu, hvernig mér líður og hvað mér finnst um eitt og ann- að. Og ég vil undirstrika að popp- textar em hluti af tónlistinni. Besti popptextinn er að mínum dómi bee- bop-a-lula she’s my baby, sem seg- ir ekki neitt og þó heilmikið. Ljóð uppá vasann, það er þeirra mál.. . En taka ekki margir laginu ein- mitt sem innlegg þitt í aidsáróður- inn, enn eitt dæmið um hversu fé- lagslega meðvitaður þú ert? Það getur vel verið, en það er ekki þannig hugsað frá minni hálfu. Ég veit vel að ég ber ábyrgð, en hún felst í því að gera það sem ég geri eins vel og ég get. Ég má ekki svindla eða reyna að komast billega frá hlutunum, það er mín móralska ábyrgð gagnvart áheyrendum og sjálfum mér, sérstaklega sjálfum mér. Og talandi um áheyrendur, hvaða skyldur hefur maður gagn- vart þeim? Ég ber engar skyldur gagnvart þeim sem þeir hafa ekki gagnvart mér. Og þeir bera engar skyldur gagnvart mér, ef þeir fá leið á mér, þá hætta þeir bara að koma á hljómleikana, hætta að kaupa plöturnar og svo framvegis. Og fyrst afstaða þeirra til mín er svona laus í reipunum, þá hlýtur það sama að gilda um afstöðu mína til þeirra. Og hvað er þá eftir? Það er tónlistin, sem við spilum hvort sem það eru áhreyrendur eða ekki. Ég myndi aldrei hætta að spila mína tónlist þótt fólk hætti að hlusta á mig. Það er aðalatriðið eins vel og maður getur, þar liggur ábyrgðin. Ef við tölum þá aðeins um hvern- ig þú hefur beitt áhrifum þínum í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.