Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 22
<• <' > 22 C straMitMro? MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 Nýsending: Kjólar Pils Blússur Náttfot Sundbolir Napier skartgripir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins VIÐ ERUM FLUTT Greiningar- og ráögjafar- stöö ríkisins hefur flutt starf- semi sína aö Digranesvegi 5, Kópavogi (í húsið þar sem Útvegsbankinn var). Nýtt símanúmer er 64 17 44 Jaröir til sölu í Vatnsleysu- strandarhreppi Til greina kemur, ef viðunandi tilboð fást, að eftirtaldar jarðir og jarðarhlutar í eigu Vatnsleysustrandarhrepps verði seldar: 1. Hlöðunes, sem er talið vera um 14,9 ha heimaland auk fjöruréttar og hlutdeildar í afrétti allt til marka Krýsuvíkur. Nesbú hf. hefur leigusamn- ing til 1996 á ca. 3,5 ha af landi Hlöðu- ness. 2. Halldórsstaðir, sem eru nú í óskiptri sameign að hálfu á móti dánar- búi. 3. Breiðagerði, þ.e. eignarhluti Vatns- leysustrandarhrepps, sem er ofan gamla Keflavíkurvegar (þó með um- ferðarrétti til sjávar) allt upp í mörk Krýsuvíkur. 4. Grund á Bieringstanga, lítill skiki án vegasambands á Bieringstanga. 5. Brekka, eyðibýli undir Vogastapa, gegnt laxeldisstöð Vogalax, án vega- sambands. Allar framangreindar jarðir og jarðarhlutar eru án húsa og hafa ekki verið í ábúð undanfarna áratugi. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á frekari upplýsingum um fram- angreind lönd geta snúið sér til sveitarstjóra í Vatnsleysu- strandarhreppi, á skrifstofu hreppsins. Tilboðum, sem skulu tilgreina tilboðsupphæð og greiðslufyrir- komulag, skal skila á skrifstofu Vatnsleysustrandarhreppps að Iðndal 2,19Q Vogar, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 14. nóv. nk Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhreppps. Niðurstöður könnunar Jafiiréttisráðs: Konur í sókn inn í emb- ættismannastéttina NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Jafnréttisráð hefur gert á Qölda kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum, benda til þess að konur með háskólapróf og aðra sambærilega menntun séu í harðri sókn inn í embættismannastéttina, bæði inná aðalskrifstofur ráðuneyta og aðrar opinberar stofnanir. Könnunin nær aðeins til aðalskrifstofa ráðuneyta annars vegar og nokkurra opinberra stofnana hins veg- ar, en hliðstæð könnun var gerð 1985. í frétt frá Jafnréttisráði segir að könnunin bendi til þess, að konur séu að verða helmingur þeirra sér- fræðinga sem þessar opinberu stofnanir þurfa á að halda. Árið 1985 var engin kona flokkuð sem BHM-sérfræðingur í starfi hjá táðuneyti, en árið 1987 eru þær orðnar 8 eða 42%. Árið 1985 voru aðeins 5 konur deildarsérfræðingar, 1987 eru þær orðnar 11 eða 44%. 1985 var hlutur kvenna í stjórnun- ar- eða ábyrgðarstöðum hjá öðrum opinberum stofnunum en ráðuneyt- um ekki nema rétt 13%. í dag er hann orðinn 27% og hefur aukist meira en hjá ráðuneytum. Hlutur kvenna er þar orðinn 32%. Þó svo að konumar vinni á, á það ekki við um toppstöður, og aðeins ein kona var skrifstofustjóri ráðuneytis. I ofangreindri athugun hefur ekki verið gerð tilraun til þess að bera saman laun eða tekjur kvenna og karla. Niðurstöður skýrslu nefndar félagsmálaráðherra frá í ár sýna að yfirvinnugreiðslur og greiðslur vegna bílaafnota renna í mun ríkara mæli til karla. Helmingur sérfræðinga í ráðuneytum Fjöldi einstaklinga í stöðum, sem flokkaðar em sem stjórnunar- og/eða ábyrgðarstöður á aðalskrif- stofum ráðuneyta, em samtals 172. Hlutur kvenna í þessum stjórnunar- og ábyrgðarstörfum var 24% í sam- bærilegri athugun frá 1985 en er orðinn 32% um mitt ár 1987. Og svo virðist sem konur með háskóla- próf eða aðra sambærilega mennnt- un séu I harðri sókn inn í embættis- mannastéttina. Þær em að verða helmingur þeirra sérfræðinga sem þessar stofnanir þurfa á að halda. 1985 var engin kona flokkuð sem BHM-sérfræðingur og ekki nema 5 deildarsérfræðingar. I dag em 11 konur eða 44% flokkaðar sem deild- arsérfræðingar og 8 eða 42% em BHM-sérfræðingar. Það virðist sem sókn kvenna inní Háskóla og aðrar sambærilegar menntastofnanir hafi skilað sér. Einnig virðist ástæða til að ætla að háskólamenntaðar konur vinni hjá hinu opinbera og karlar leiti frekar í einkareksturinn, en sú þróun á sér stað á Norðurlöndum. í könnun Jafnréttisráðs kemur fram að enginn kvenmaður starfar í sjávarútvegsráðuneytinu, og hlut- ur kvenna er lakastur í atvinnu- málaráðuneytunum. Það er hins- vegar í félagsmálaráðuneytinu ásamt heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti að konur em flestar. Sókn í opinberum stofiiunum I framhaldi af ofangreindri at- hugun þótti forvitnilegt að hyggja að öðmm opinbemm stofnunum. Valdarvom 11 opinberar stofnanir, ein undir hverju ráðuneyti nema utanríkisráðuneyti. Starfsheiti vom flokkuð niður í 7 flokka. Tölur byggja á ríkishandbók, og miðast við stöðuna um mitt ár 1987. Af 136 stjómunarstöðum hafa kven- menn 37 eða 27%. Var árið 1985 rétt um 13%. Engin kona er yfír- maður stofnunar né næstæðsti yfir- maður, en alls 17 karlar. 6 em deildarsérfræðingar á móti 27 körl- um. 12 konur em deildarstjórar en 21 karlmaður. 15 BHM-sérfræðing- ar en 29 karlar. 4 konur em flokk- aðar sem skrifstofustjórar og gjald- kerar en 5 karlar. í þessum samantektum var ekki gerð nein tilraun til að athuga hvort laun eða tekjur væm sambærileg. Skýrsla nefndar félagsmálaráð- herra sýndi fram á að yfirvinnu- greiðslur og greiðslur vegna bílaaf- nota renna í mun ríkara mæli til karla en kvenna. Fimmta grein laga um jafna stöðu karla og kvenna, segir meðal annars að óheimilt sé að mismuna fólki eftir kynferði til dæmis hvað varðar „hvers konar þóknun fyrir vinnu“ og „veitingu hvers konar hlunninda". Nýr leikskóli á Hólmavík Morgunblaðið/Baldur Rafn Sigurðsson Nýr leikskóli hefur verið opnaður á Hólmavík. Hólmavík. NÝR leikskóli var opnaður á Hólmavík mánudaginn 31. októ- ber. Hann stendur við Brunn- götu. I tilefni af þessum timamót- um var Hólmvíkingum boðið að skoða skólann 30. október. Þar var boðið upp á molasopa fyrir eldri kynslóðina en yngra fólkinu var boðið að þiggja íslenska holl- ustudrykki úr fernum. Með opnun nýja leikskólans er langþráðu marki náð. Byggingar- saga hússins nær yfir u.þ.b. fimm og hálft ár en með bréfi mennta- málaráðuneytisins í maí 1983 var hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps heimilað að hefja framkvæmdir við bygginguna. Næstu ár á undan hafði félag áhugafólks um dagvist- unarmál unnið að undirbúningi í samráði við hreppsnefnd. Nýi leikskólinn er byggður eftir teikningum arkitektanna Guð- mundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sigurðssonar, en Reynir Vil- hjálmsson landslagsarkitekt teikn- aði lóðina. Að frátalinni dúklögn og hluta af smíði innréttinga voru nær allir verkþættir unnir af heima- mönnum. Má þar m.a. nefna Bygg- ingu sf., Ljósmagn sf., Sigberg sf. og fleiri. Einnig störfuðu starfs- menn hreppsins mikið við fram- kvæmdir. Kostnaður við leikskólabygging- una er nú orðinn um 7,5 milljónir króna miðað við verðlag í október 1988. Þar af er kostnaður á þessu ári um 4 milljónir. Áætlaður heild- arkostnaður við leikskólann miðað við októberverðlag er nærri 9 millj- ónir króna og er útlit fyrir að sú áætlun standist nokkum veginn. Þó er enn eftir að leggja í veruleg- an kostnað við kaup og smíði leik- fanga og leiktækja. Félag áhugafólks og fleiri aðilar hafa styrkt leikskólann til leik- fangakaupa og þegar fréttaritara bar að garði fyrsta daginn í nýja leikskólanum var ekki annað að sjá en ungdómurinn skemmti sér mjög vel. Þau máttu ekkert vera að því að tala við karlinn sem var að koma og vildi tala við þau. Það var svo margt nýtt og skemmtilegt að sjá. Þess ber að geta að leikskólinn var áður til húsa í einni skólastoíú í Grunnskóla Hólmavíkur og þar var hann starfræktur í tveimur deildum, morgundeild og síðdegis- deild. Hinn nýi skóli ungu barnanna mun starfa áfram með svipuðu sniði. Forstöðukonur eru tvær, þær Þórdís Gunnarsdóttir er veitir for- stöðu morgundeild og Jóhanna Magnúsdóttir fóstra er veitir for- stöðu síðdegisdeild. NÁMSKEH) eftirmenntunarnefnda stál- og vélsmíða f Framundan eru eftirfarandi námskeið: Vökvakerfi I 35 kennslust. 25.-28. nóv. 1988 Málmsuða 25 kennslust. 15.-22. nóv. 1988 Efnisfræði I 15 kennslust. 12.-19. nóv. 1988 Enska I 36 kennslust. byrjar 10. nóv. 1988 Enska II 36 kennslust. byrjar 10. nóv. 1988 Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Fræðsluráðinu f síma 621755 og hjá MSÍ í síma 83011. - BRS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.