Morgunblaðið - 06.11.1988, Side 28

Morgunblaðið - 06.11.1988, Side 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 FOLK ífjölmiðlum ■ ÓMAR Ragn- arsson hinn kunni og geysivinsæli sjónvarpsmaður hefur ekki verið áberandi á skjánum á Stöð 2 eftir að hann hafði vista- skipti. Ómar segist mestmegnis vera í því að afla frétta af landsbyggðinni og meiningin sé sú að hann verði með 10 mínútna landsbyggðarfréttir í þættinum 19.19 að jafnaði þrisvar í viku. Hann sé því talsvert fjarverandi við efnisöflun á milli þess sem hann sjáist á skjánum. ■ U mræður eru hafnar um fimmtu sjónvarpsrásina í Bretlandi. London Weekend Television, sem er hluti af ITV-sjónvarpssamsteyp- unni, mun hafa áhuga á að fá nýju rásina. ■ Áður en Stöð 2 ákvað að ráðast í gerð fréttaþáttarins 19:19 voru einnig á dagskrá hugmyndir um morgunsjónvarp með svipuðum hætti og gerist í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fréttaþátturinn 19:19 varð ofan á og síðan hafa þessar hugmyndir um morgunsjón- varp ekki verið endurvaktar og verða ekki á næstunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Nú sendir Stöð 2 út um 90 klukku- stundir af innlendu og erlendu efni á viku og er ekki talin þörf á að lengja dagskrána. Páfinn í heimssj ónvarpi? JOHANNESI Páli páfa II hef- ur verið boðið að koma fram í nýju „heimssjónvarpi, Lumen 2000. Eigendur þessarar nýju sjón- varpskeðju eru Hollendingurinn Piet Derksen og fyrirtækið Global Media Limited í Dallas. Derksen gefur út trúarrit, Manna (300,000 eintök) og stjómar stofn- un, sem kallast 1 „Vitni að ást guðs.“ Forstjóri fyr- irtækisins í Dallas, Tom Forrest, er leið- togi hreyfingar, sem hvetur stuðningsmenn sína til að „tala tungum." Derksen og Forrest hafa heitið páfanum afnot af þremur gervihnöttum. Páfagarður tekur ekki beinan þátt í rekstri Lumen 2000 og hefur slæma reynslu af útvarps- rekstri. Rekstur útvarpsins í Páfagarði, sem útvarpar á 36 tungumálum, hefur gengið illa og átt mikinn þátt í fjárhagserf- iðleikum páfastóls. Utgáfa myndbanda, sem hófst fyrir nokkrum árum, hefur reynzt kostnaðarsöm. ■ ELÍAS Snæland Jónssonað- stoðarritstjóri DV hefur að undanf- ömu unnið að gerð handrits á 50 mínútna heimildakvikmynd fyrir Ríkissjónvarpið um Jónas Jónsson frá Hriflu. Elías sagðist í samtali við Morgunblaðið vera búinn með fyrsta uppdrátt að handritinu auk þess sem hann hefði tekið megnið af þeim viðtölum sem ætlunin er að nota í myndinni. Kvaðst hann mundu ganga endanlega frá hand- ritinu í þessum mánuði og stefnt væri að ljúka gerð myndarinnar í vetur. Hann sagði að ekki væri enn ljóst hvenær myndin yrði sýnd, en það yrði líklega seinnihluta vetrar. „ Vandræðabarn “ íjjölmiðlum ótt menn vinni við fjöl- miðla, þurfa þeir ekki að skrifa heimskulega né yfírborðslega. Þetta er meðal þeirra sjónarmiða, sem danski rithöfundurinn Carsten Jensen hefur orðið þekktur fyrir, en laugar- daginn 12. nóvember flytur hann erindi í Lögbergi um möguleika gagnrýninnar hugsunar í fjölmiðlaheim- inum. Carsten Jensen lét fyrst til sín taka í tiltölulega þröngum hópi mennta- manna og vinstri sinna og skrifaði í „safnaðartíðindi" þeirra, eins og Politisk revy, Hugog Information. Árið 1984 flutti hann sig hins vegar um set og fór að skrifa í dagblaðið Poli- tiken og vakti fljótt athygli fyrir skarpan stíl og harða gagnrýni, og honum tókst öðrum betur að sameina skemmtilega framsetnigu og vitrænt innihald. Hann réðst á ýmsar heilagar kýr, gagnrýndi hræsni stjóm- málamanna, lágkúru fjöl- miðla og skrifaði mein- hæðnar greinar um hvers kyns fyrirbrigði í samtíma sínum. Það stóð jafnan gustur um Carsten Jensen og árið 1985 veittist hann harka- lega að þáverandi sam- gönguráðherra Dana, sem hafði sagt upp ríkisáskrift að dagblaði eftir að það hafði gagnrýnt ráðherrann. Ádrepur Carstens urðu svo hressilegar að vinir ráð- herrans á ritstjóm Politi- ken ráku hann af blaðinu. Hann var að vísu endurráð- inn rúmum mánuði síðar, en á meðan hafði hann fundið penna sínum nýjan farveg og skrifað ritgerða- safnið Sjælen sidder í aj- et, sem kom út um haustið og varð metsölubók. í bók- inni eru stuttar hugleiðing- ar um alls kyns fyrirbrigði samtímans, allt frá vanda Kínveija við að gefa Kóka Kóla kínverskt nafn til sorglegra örlaga danskra Danski gagnrýnandinn Carsten Jensen á íslandi Carsten Jensen: — Georg Brandes okkar tíma? snillinga. Greinamar eru í senn hnyttnar og flytja margslunginn boðskap, enda fögnuðu flestir gagn- rýnendur þessari bók. Sumir þeirra lýstu því yfír að Carsten Jensen væri merkasti samfélags- gagnrýnandi sem hefði kveðið sér hljóðs opinber- lega í Danmörku um ára- tuga skeið, jafnvel síðan Georg Brandes eða Poul Henningsen vom og hétu. Aðrir tóku honum öllu fá- legar og kölluðu hann stundum „vandræðabam", enda hafa engir átt eins mjög um sárt að binda undan spjótalögum Carst- ens og danskir fjölmiðla- menn og gagnrýnendur. Síðan hefur Carsten skrifað annað safn stuttra ritgerða, Pá en markeræd klode, auk skáldsögunnar Kannibalernes nadver, og innan fárra vikna kemur næsta bók hans á markað með úrvali greina frá þess- um árataug, og nefnist hún Souvenirs fra 80eme. Carsten Jensen hefur þótt manna næmastur á þá strauma sem bærast í samtímanum. Hann hefur beitt hárbeittu háði gegn ýmsum tískusveiflum, en um leið lýst heitum stuðn- ingi við þær hræringar sem honum fínnst til þess falln- ar að endumýja menningu og þjóðlíf. Ekkert er honum §ær en íhaldssöm fortíðar- þrá, eftirsjá eftir röð og reglubundnum hægðum, en honum hefur líka orðið tíðrætt um það minnisleysi sem leitar á nútímann. „Þvi fyr sem menn gleyma, þeim mun auðveldara er að stjóma þeim," reit hann eitt sinn í blaðagrein, og þessi orð urðu fleyg í Dan- mörku sem „lögmál Jens- ens“. Auk dagblaða- og bóka- skrifa hefur Carsten Jens- en gefíð sér tíma til að rit- stýra bókmenntatímaritinu Fredag sem Gyldendals- forlagið gefur út. Hann skrifar sjálfur í flest hefti, um bókmenntir, fjölmiðla og önnur samfélagsmál- efni. Sem dæmi um stíl hans má nefna greinina Hvað þrá strumparnir? þar sem hann lýsir dönsk- um dagblöðum út frá þeim teikniseríum sem þau birta, og verður lýsingin bæði fyndin og sláandi. Þessi lýsing er of bundin við danskar aðstæður til að hægt sé að þýða hana, en menn geta í staðinn velt því fyrir sér, hvers vegna Ferdinand er svo langlífur í Mogganum, hví Denni dæmalausi lifí eilífa bemsku í Tímanum, hvers vegna bamið Folda í Þjóð- viljanum er svona alvöru- gefíð o g hvers vegna DV sýnir söguleg tengsl sín við Vísi með því að birta Tarz- an á hveijum degi. Gestur Guðmundsson Lokatc Tánllst Jón Ásgeirsson Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara lauk sl. laugardag með tónleikum í Háskólabíó. Þar komu fram þrír einleikarar en flautuein- leikur Dan Laurins var felldur niður vegna þess að blokkflauta hans skemmdist í flutningunum til íslands. Ekki reyndist mögulegt að útvega honum aðra flautu er þyldi án fyrirvara konsertátök en blokkflautur eru sérlega viðkvæm hljóðfæri. TónleiKamir hófusi á fiu.t- flutningi verks eftir Ivar Froun- berg, er hann nefnir A dirge „Ot- her echoes inhabit the garden" — in memoriam Morton. Feldman. Frounberg var um o~ • • • • STAÐREYND: Umsögn Jóns Asgeirssonar í Morgunblaðinu 1. nóvember. kt - lokatónleikar Lokatónleikar IVíærings ungra norrænna einleikara voru sin- fóniutónleikar í fyrradag. Þar komu fram f]órir einleikarar, Dan Laurin, blokkflauta, Geir Draugs- voU, akkordion, Jan-Erik Gustav- son. selló, og Anders Kilström, píanó. Stjómandi var Petri Sakari. Allt eru þetta aibragðs einleikarar sem erfitt er aö gera upp á milli. Þó heid ég aö engmn geti móögast þó aö fullyrt sé aö Dan Laurin sé hreinn snillingur á sitt hljóöfæri. Leikur hans í konsert eftir Vivaldi var eitthvaö alveg sérstakt og ein- leikstónleikar hans í Listasafni ís- lands um daginn munu öru^glega seint liöa úr minni. Geir DraugsvoU lék „A dirge", verk sem Ivar FYounberg frá Dan- mörku hefur samiö til minningar um ameriska tónskáldiö Morton STAÐLEYSA: Umsögn Leifs Þórarinssonar í DV 1. nóvember. UMSÖGN UM TÓNLEIKA SEM EKKI FÓRU FRAM Var aö fiska eftir viðbrögðumí( — segir Leifur Þórarinsson Eg var bara að físka eftir viðbrögðum," sagði Leifur Þórarinsson, tónlistargagnrýnandi DV, aðspurður um gagnrýni á einleik á flautu, sem aldrei fór fram. Gagnrýnin birtist í DV þriðjudaginn 1. nóv- ember. — Þannig að þú varst á tónleikunum? „Jú, jú, ég var á tónleik- unum," sagði Leifur. Hefur borið árangnr Hann sagðist hafa verið orðinn leiður á að skrifa gagniýni án þess að fá fram nokkur viðbrögð. Því hefði hann ákveðið að gera eitthvað í málunum. „Ég var búinn að skrifa átta greinar í röð og maður veit ekkert hvort nokkur les þessa gagnrýni. Því ákvað ég að setja þetta í síðustu greinina og það hefur borið árangur," sagði Leifur. Hann sagði mikið skorta á viðbrögð, nema gagnrýnin fæli í sér skammir. „Ef ég skrifa vel um einhvem heyrist ekki neitt," sagði Leifur ennfremur. HÓTEL SODAVATN Stöð 2 hefur frestað gerð framhalds- þátta í svipuðum dúr og Heilsubælið og sett þá inn á framkvæmdaáætl- un fyrir næsta ár. Að sögn Bjöms Bjömsson- ar, yfirmanns innlendrar dagsskrárgerðar Stöðv- ar 2, er ástæðan fyrir frestuninni mikið annríki tækni- og upp- tökuliðs. Gríniðjan hafði þegar gert handrit að fyrstu fímm þáttunum, sem byggjast á sömu persónum og fylgja fast- mótaðri söguþræði en þættimir um Heilsubæ- lið gerðu. Handritshöf- undar em Edda Björg- vinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Laddi og Júlíus Bijánsson. Lindi Grímseyingur Er íslenzku máli sífellt _að hraka? Eru ís- lendingar ef til vill smám saman að glata tungu sinni? Oft er spurt á þessa leið og einatt bent á nærtæk dæmi því til staðfest- ingar, að þar sígi óð- um á ógæfuhlið, er- lend áhrif hvolfist yfír okkur með þvílíkum ofsa, að öll viðleitni til vamar hljóti fyrr en vari að verða vonlaus. Hins vegar virðist bjartsýni vera mjög í tízku um þessar mundir. Þegar atvinnuvegir þjóðarinnar bijótjast um í botnlausu óráðsíu- svaði og einstaklingar og fyrirtæki fara unnvörpum á hausinn, keppast stjómmálamenn við að lýsa yfir bullandi bjartsýni á afkomu alþjóð- Á þessum stað munu ýmsir höfúndar fjalla um ólíkar hliðar fjöl- miðlunar. Hér birtist fyrsti pistillinn og Qall- ar hann um málfar. ar. Og þá er margur ekki síður bombrattur yfír famaði móður- málsins af einni sam- an bjartsýni, íslenzk tunga sé svo traust, og svo marga gjöm- ingahríð hafí hún staðið af sér um ald- imar, að þarflaust sé allt vol og víl útaf hag hennar framvegis. En vendum nú voru kvæði í kross. Grímseyingar hafa jafnan verið sægarpar miklir. Enda hafa þeir löngum þurft að sækja björg sína undir högg Ægis á opnum kænum og alla aðdrætti um viðsjála vegu Norðuríshafsins. Einhveiju sinni snemma á þess- ari öld lagði sexæringur frá Grímsey á sundið, og var förinni heitið til Akureyrar. Þetta var á miðjum þorra og veðurhorfur tvfsýnar, en erindi var biýnt. Allir voru bátveijar vaskir menn og þaulvanir slíkum ferðum. Einn þeirra hét Erlendur, kallaður Lindi, hæglátur maður en fylginn sér. Höfðu þeir uppi segl og fóm mik- inn, enda meðbyr allsnarpur. Frá því er skemmst að segja, að þegar komið var á mitt Grímseyjar- sund, var skollið á ofstopaveður með stórhríð og miklum sjó. Bát- veijar höfðu fækkað dulunum og sigldu nú á einni saman siglunni. Ágjöf fór mjög vaxandi, og enda þótt knálega væri ausið, hálffyllti bátinn jafnharðan. Erlendur hafði f höndum fötu allstóra og jós jafnt og þétt. En þar kom að félögum hans tók að dapr- ast þrek og kjarkur; og þegar ein hryðjan reið yfír, var hrópað í ör- væntingu: „Fleygðu fótunni, Lindi! þetta er vonlaust." En Erlendur lét ekki fípast, heldur kallaði á móti upp í veðurgnýinn: „Það má vel vera; ég helii nú úr henni sarnt." Viðbrögð Erlends hleyptu nýjum dug í bátveija, og eftir harða bar- áttu sáu þeir loks grilla í snævi þakin fjöll, sem reyndust vera við kjaft Eyjafjarðar. Fyrir kemur, að manni sem ég þekki, virðist öll barátta til vemdar íslenzkri tungu koma fyrir lítið, og ef til vill er bjartsýnin í lágmarki þann daginn. En þá kemur honum einatt í hug Erlendur Grímseying- ur, þar sem hann stendur í austrin- um og lætur engan bilbug á sér fínna, þegar verst horfír. Þolgóð staðfesta hans, sem varð þeim fé- lögum til bjargar, mætti vera sífellt fordæmi þeim sem horfa með ugg á holskeflur útlenzkunnar djmja með vaxandi þunga yfír móðurmál- ið. En þá er þess að minnast, að hefði Erlendur nokkra stund látið hlé á verða, var allt glatað. Dyggð hans var engin haldlaus bjartsýni, heldur staðföst barátta til bjargar, jafnvel þegar öll von virtist úti. En það er af þeim eyjarskeggjum að segja, að fyrir festu og harðfylgi komust þeir heilu og höldnu í áfangastað, þangað sem þeir áttu svo brýnt erindi. Helgi Hálfdanarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.