Morgunblaðið - 06.11.1988, Síða 34
34 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUIVIAR SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988
Þakkarávarp
Við þökkum innilega öllum þeim œttingjum
og vinum sem glöddu okkur í tilefni af af
mcelum okkar á síðast liðnu sumri.
Sérstaklega þökkum við fyrir sunnudaginn 31.
júlí. Hann verður okkur með öllu ógleymanlegur.
Guð blessi ykkur öll.
Lilja SigurÖardóttir,
Sigurður Jónasson,
Hróarsdal.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Nýtt og gott skrifstofuhúsnæði er til leigu
í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða
35 fm, og aðgang að sameiginlegri
afgreiðslu.
Upplýsingar í síma 688622 frá kl. 9-17.
Auglýsing
Menningarverð-
mætum bjargað
Bítlamir snúa aftur úr leiðangri
BÍTLAVINAFÉLAGIÐ er fé-
lagsskapur, sem sérstaklega
var stofiiaður til þess að rann-
saka og bjarga verðmætum frá
sjöunda áratugnum, hefur snú-
ið aflur úr leiðangri sem félag-
ið fór á áður ókunnar slóðir frá
þessum tíma. En hver var ár-
angur ferðarinnar? spurðum
við Jón Ólafsson, ritara þeirra
Bítlavina.
„Við erum náttúrlega himinlif-
andi,“ sagði Jón, „því við náðum
meginmarkmiði okkar sem var að
safna saman ýmsum lagabálkum
frá þessum tíma og erum sann-
færðir um að eftir að við höfðum
farið um þá höndum, eigi þeir
eftir að verða jafnvel enn nýti-
legri en þeir voru. Það er auðsætt
að þekking og kunnátta manna
við slíkar smíðar og framkvæmd
þeirra hefur verið á mun hærra
stigi en fólk almennt gerir sér
grein fyrir og við bíðum spenntir
eftir viðbrögðum almennings þeg-
ar við opinberum þá innan tíðar."
Auk þess að safna og vinna úr
12 lagabálkum frá sjöunda ára-
tugnum, rákust þeir félagar á
ýmislegt annað markvert, sem er
í stórri hættu við að falla í
gleymskuhjúp og sumt sem reynd-
ar er flestum gleymt.
„Þetta hefur sannarlega verið
guílöld og gósentíð fyrir bítilóða
unglinga," segir Stefán Hjörleifs-
son, leiðangursstjóri félagsins, en
hann hefur fleiri og lengri ferða-
lög að baki en flestir núlifandi
íslendingar. Haraldur Þorsteins-
son tekur undir og bætir við:
„Samkvæmt mælingum okkar
hafa treflamir meira að segja
verið lengri en heimildir herma."
Eyjólfur Kristjánsson lygnir aftur
augum og segir dreyminn: „Ég
myndi vilja gefa allt til þess að
hafa tækifæri til að sjá Guðna
Páls spila á tvo saxófóna í einu í
Lídó.“ Rafni Jónssyni fínnst að
ýmsa siði mætti endurvekja. „Við
fundum leifar að Lark sígarettum,
en það mun hafa verið algengt
að þær hafí verið seldar í lausu."
Það verður örugglega forvitni-
legt að sjá og heyra þær heimild-
ir, sem Bítlavinafélagið mun á
næstunni bjóða almenningi að
kynnast af eigin raun. Utgáfa
þeirra er ákveðin og ber nafnið
„12 íslensk Bítlalög" en þama er
meðal annarra Bítlalaga að fínna
Ertu með, Það er svo undarlegt
með unga menn, Gvendur á Eyr-
inni, Léttur í lundu, auk 8 ann-
arra gersema frá þessum tíma og
fúllvíst er að orðatiltækið snjalla
„Með Bítlalögum skal land
byggja" á ekki síður við í dag en
það gerði þá.
Bítlavinir hvílast eftir erfíða ferð til sjöunda áratugarins.
IÆXKIAST/Sta/ida stóru leikhúsin sigt vetur?
íslensk leikrít
í fararbroddi
Nýtt leikár er komið vel á veg
og hlutur innlendrar leikrit-
unar stærri en oft áður þegar af
stað er farið en... í upphafi skyldi
endirinn skoða og verkefnaskrár
leikhúsanna benda
til þess að jafn-
vægi milli inn-
lendra og erlendra
leikrita komist á
þegar líða fer á
leikárið. Lítum að-
eins nánar á.
Þjóðleikhúsið á
nú þegar §órar
frumsýningar að baki; Marmara,
Ef ég væri þú, Hvar er hamarinn?
og nú síðast Ævintýri Hoffmanns.
Sannarlega er ekki hægt að kvarta
yfír hlutfalli innlends efnis í þessum
pakka - þrír fjórðungar hvorki
meira né minna og eitt nýtt íslenskt
verk til viðbótar birtist á Litla svið-
inu eftir áramótin: Brestir eftir
Valgeir Skagfjörð. Óvitar Guðrúnar
Helgadóttur og Fjalla-Eyvindur Jó-
hanns Sigurjónssonar eru einnig
framundan og er verulegur fengur
að Fjalla-Eyvindi á svið Þjóðleik-
hússins eftir nærri 40 ára §arvist
þaðan. Já, Fjalla-Eyvindur hefur
ekki verið leikinn í Þjóðleikhúsinu
síðan vígsluárið 1950 segja áreiðan-
legar heimildir. Nýtt leikrit Þómnn-
ar Sigurðardóttur, Haustbrúður,
kemur svo á fjalimar eftir áramótin
og verður ekki annað sagt en inn-
lend leikrit skipi öndvegi f ÞJóðleik-
húsinu í vetur. Þannig á það líka
að vera.
Þá virðist Þjóðleikhúsið ætla að
taka sig á í vetur og sinna bömun-
um betur en undanfarin ár; tvö
bamaleikrit og bæði íslensk eru
jákvætt merki og vita vonandi á
meira í sama dúr. Reyndar er Hvar
er hamarinn? biðverkefni frá síðast
leikári en engu að síður er tölfræi
in góð.
Erlend verk í minnihluta
Hvað erlend verk varðar mun
líklega Ævintýri Hoffmanns stand
uppúr eftir leikárið sem sú sýnin
er mest var borið í og mestu t
kostað. Virðist sem Þjóðleikhúsi
seilist sífellt lengra í þá átt að sl
sjálft sig út í viðamiklum skrautsýn
ingum og verður spennandi að sj
hvar þetta endar. Ahoffendur virð
ast kunna vel að meta. Hættulej
kynni nefnist svo gaman(háð)leiku:
Þjóðleikhússins í vetur; eitt þeirr:
gamanleikrita sem sýnd hafa verii
úti í hinum stóra heimi við mikla
vinsældir. Hvað önnur erlend verk
efíii varðar er Stór og smár eftii
hinn þýska Botho Strauss einn:
forvitnilegast, ekki síst fyrir þá söl
Tveir prófílar úr íslenskum leikritum þessa leikárs.
Bríet Héðinsdóttir f Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason og
Valdemar Öm Flygenring í Sveitasinfóníu Ragnars Amalds.
eftir Hóvar
Sigurjónsson
DÆGURTÓNLIST.SY(i«.r// vtsir tslenskrar Ijóbahefbar?
Að varðveita
brageyrað
Kveðskapur í íslenskri dægur-
tónlist hefur ekki alltaf þótt
upp á marga fiska þótt vissulega
megi þar finna heiðarlegar undan-
tekningar. í flestum tilfellum reyna
textahöfundar þó
að fylgja fslenskri
Ijóðahefð í kveð-
skap sínum, a.m.k.
hvað rím varðar
og þess eru mörg
dæmi að höfundar
láta textana
standa í ljóðstöf-
um. Þetta þykir
mér virðingarvert endá virðist nú
fokið í flest skjól með íslenska ljóða-
gerð ef marka má beinskeyttar
greinar Guðmundar Guðmundar-
sonar framkvæmdastjóra um
íslenska nútímaljóðlist að undanf-
ömu og að þessu leyti er ég Guð-
mundi sammála.
Ég hef að undanförnu hlustað
svolítið á nýútkomna hljómplötu
hljómsveitarinnar Gildrunnar og
líkað allvel margt sem þar er að
fínna. Þó er ekkert á plötunni sem
talist getur í sérflokki út frá fagleg-
um sjónarmiðum, ekkert eitt iag,
sem ég treysti mér til að benda á
öðru fremur, en samt er eitthvað
við þessa plötu. Tónlistin á henni
flokkast ekki undir nýjustu strauma
í dægurtónlistinni, en hún er heil-
steypt og hið sama má segja um
textana. Ef til vill ríður það bagga-
muninn.
Textamir eru eftir Þóri Kristins-
son, og þeir félagar í Gildrunni em
greinilega að koma ákveðnum boð-
skap á framfæri, þótt hann risti
kannski ekki djúpt í sumum text-
anna. Af þeim má hins vegar ráða
að höfundur hefur brageyra og
reynir að halda í formið. Að vísu
verður honum stundum fótaskortur
og hann á það til að að ofstuðla,
en viðleitnin er þó til staðar. Það
er meira en sagt verður um suma.
Lítum á dæmi:
Silfurskuggi spegilmyndar
sýndi andlit erfðasyndar.
andlit er var tært sem lind
en tíminn breytti i hryggðar-
mynd.
Og ennfremun
Ég þoli ekki þá sem em að
grobba
þá sem era að snobba,
fyrir sinfóníusveitinni
og látúnsbarkaleitinni.
Þessi dæmi em valinn af handa-
hófi og þótt ljóst sé að Þórir verður
tæplega talinn f hópi þjóðskálda
fyrir þennan kveðskap er honum
ekki alls varnað, og hann hefur, að
mínum dómi, ýmislegt fram yfír
marga þá, sem telja sig vera skáld
á þessum síðustu og verstu tímum.
Þórir Kristinsson er 23 ára gam-
all og við nám i trésmíðum. Að-
spurður kvaðst hann ekki taka sjálf-
an sig alvarlega sem
skáld og að textamir
á þessari plötu væm
þeir einu sem birst
hefðu eftir sig opin-
berlega. „Ég vil hins
vegar halda í gömlu
íslensku ljóðahefðina
af því að mér fínnst
það fallegra, fyrir ut-
an að það er mun erf-
iðara að yrkja þannig.
Mér fínnst að þeir sem
hvorki hirða um rím
né ljóðstafi ættu frek-
ar að snúa sér að smásagnagerð,"
sagði Þórir. Um innihaid textanna
sagði hann að þeir félagar hefðu
haft samráð um boðskapinn og
væri þar aðallega um að ræða
ádeilu á ýmislegt, sem þeim þætti
miður fara í þjóðfélaginu. Þórir
kvaðst ekki hafa í hyggju að gefa
sig frekar að skáidskap með útgáfu
ljóðabókar í huga en útilokaði ekki
þann möguleika að semja texta fyr-
ir næstu plötu Gildrannar.
Ég gat þess hér að framan að
nokkur umræða hefði átt sér stað
um íslenskan nútímakveðskap að
undanfömu. Gísli Jónsson mennta-
skólakennari hefur í grein í Morg-
unblaðinu varað við þeirri hættu
að þjóðin sé að glata brageyranu.
Guðmundur Guðmundarson tekur
dýpra í árinni og kallar nýútkomna
Ljóðaárbók 1988 „lokaaðför að
íslenskri ljóðahefð". Ég get tekið
undir þau sjónarmið að verið sé að
svipta þjóðina tilfinningu fyrir snilld
og fegurð íslenskrar ijóðlistar með
ofdekri við marklaust mgl, sem
kallað er skátdskapur- i dag. Og
óneitanlega skýtur það skökku við
ef sú verður niðurstaðan, að brag-
eyrað varðveitist þar sem síst
skyldi, í popptextagerð, sem hingað
tii hefúr ekki þótt menningarauki
að. Til samanburðar skal hér tekið
dæmi úr áðumefndri Ljóðaárbók
1988 en í hana vom „aðeins valin
ljóð sem að mati ritnefndar stóðust
ákveðnar listrænar kröfúr". Ljóðið,
sem ber heitið Ótti, er eftir Birgittu
Jónsdóttur og hljóðar svo:
Ég vafði
álpappír
um vinstra
augað og
hjartað.
Síðan klippti
ég gat á
naftann
og flúði út
um hann.
eftir Svein
Guðjónsson
Þórir Kristinsson:
„Finnst gamla íslenska
ljóðahefðin fallegri. .“