Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Else Anny Snorra- son - Minning Fædd 11. maí 1911 Dáin 14. nóvember 1988 Else Snorrason, sem kvödd er hinstu kveðju í dag, skilur eftir fal- lega mynd og minningar svo marg- ar, að ógerlegt er að greina frá, enda vorum við nákomnar í fímmtíu ár og það er langur tími í mannsæv- inni. Síðast vorum við saman um miðjan september leið, þegar hún var hjá okkur í afmæliskaffi, en þá rifjuðum við upp, að liðin voru fimmtíu ár uppá dag frá því að Haukur sonur hennar var skírður á afmælisdegi föðursystur sinnar árið 1938. Fáum dögum síðar var hún lögð inn á Landspítalann þar sem hún andaðist þann 14. þ.m. Saga Elsu mágkonu minnar er um margt merkileg og hún hefst raunar upp úr aldamótum, þegar ung og glæsileg stúlka af svarf- dælskum stofni fer fótgangandi úr Svarfaðardal til Akureyrar. Þar vinnur hún á gamla sjúkrahúsinu, líklega til að afla farareyris og held- ur síðan til Kaupmannahafnar til að læra og vinna við hjúkrun. Þetta var Kristín Friðfinnsdóttir. í Kaup- manriahöfn kynnist hún þekktum fíðluleikara, Julius Thomberg að nafni. Ekki varð úr hjúskap með þessum fræga manni, sem var kon- sertmeistari m.a. við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, fílharmoníuna í Berlín (1910-1917) og um skeið Consertgebouw í Amst- erdam og filharmoníusveitina í Var- sjá. Hann er á förum til Berlínar, þegar hann kynnist svarfdælsku stúlkunni, sem verður eftir í borg- inni og elur þar stúlkubarn á vor- dögum 1911. Um þennan mann var" sjaldan talað. Hann kom ekki frá Berlín fyrr en sjö árum síðar, en þá er Kristín flutt til Árósa með litlu telpuna sína og dvelur þar til ársins 1924. Telpan var skírð Else Anny og bar nafn móður sinnar, sem skrifaði sig Friðfinnsson þau tuttugu ár, sem hún bjó í Dan- mörku. Elsa tók síðar nafn manns síns, Hauks Snorrasonar, og var ævinlega nefnd Elsa eftir að hún fluttist til Islands. Um bemskuár Elsu í Danmörku mætti skrifa langt mál. Það var ekki sársaukalaust að vera bam einstæðrar móður á þessum árum og það á erlendri grund, án nokk- urrar fjölskyldu, nema móðurinnar. Eg hygg að þetta skeið í lífi hennar hafí haft varanleg áhrif á viðhorf hennar til lítilmagnans og þeirra, sem lífið hefir á einhvern hátt leik- ið grátt. Hún gekk í skóla í Árósum og átti margar góðar minningar þaðan og hélt sambandi við eina skólasystur sína uns yfir lauk. Mæðgumar fluttu heim til ís- lands sumarið 1924 ,og fóru beint til Ólafsfjarðar þar sem Kristín átti systkini. Kannski var ástæðan sú, að hun hafði kynnst ungum kaup- manni þaðan, sem komið hafði með Þorvaldi bróður hennar til Hafnar nokkru áður. Hann hét Rögnvaldur Gíslason, og þau gengu í hjónaband eftir heimkomuna. En hamingjan staldraði ekki lengi við, því að Rögnvaldur dó af slysförum, þrem mánuðum eftir giftinguna. Kristín var barnshafandi og eignaðist dreng, sem látinn var heita nafni föður síns, Rögnvaldur Gíslason. Hann var um langt árabil sölustjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og starf- ar þar enn. Mjög var kært með þeim systkinum enda var Rögn- valdur eina systkini Elsu hér á landi, en hálfsystkini átti hún í Danmörku og kynntist tveim bræðrum löngu eftir stríð. Annar þeirra var fiðluleikari eins og faðir- inn. Gaman var að heyra Elsu segja frá viðbrigðunum að koma frá Árós- um til Ólafsfjarðar. Hún var mjög bráðþroska, fljót að læra málið og samlagast aðstæðum, en margt kom henni spánskt fyrir sjónir, bæði í matarvenjum og búsháttum. Næst lá leiðin til Akureyrar, og réðst Elsa til skrifstofustarfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Á árunum frá 1930 til 1938 lék hún hvert hlutverkið á fætur öðru hjá Leik- félagi Akureyrar og man ég vel sumar þessara sýninga. Hún var glæsileg á sviði og frábær leikkona, „aðal prímadonnan af yngri kyn- slóðinni" eins og einn gamall Akur- eyringur komst að orði. Árið 1938 verða þáttaskil í lífi Elsu, þegar hún giftist Hauki Snonosyni ritstjóra og þau hefja búskap. Þetta voru glæsileg ung hjón, skarpgreind og skemmtileg. Heimili þeirra varð annað heimili okkar systkinanna, en Haukur varð fyrstur af okkur sex til að stofna eigið heimili. Það var gaman að koma til Elsu og Hauks. Heimili þeirra var gestkvæmt og mikið spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Elsa átti drýgstan þátt í því að laða fólk heim, án þess að gera neitt annað, en að vera hún sjálf. Hún var fluggáfuð kona, afar skemmtileg og hafði þann sjald- gæfa eiginleika að geta verið með fólki á öllum aldri sem jafnöldrum. Okkur leið vel með Elsu. Hún hafði lag á að skapa skemmtilegt og nota- legt andrúmsloft, og hún var svo mikill persónuleiki sjálf, að návist hennar dugði til að hressa upp á daufasta samkvæmi. Á Akureyri fæddust börnin þijú, hvert öðru yndislegra og miklir aufúsugestir hjá afa og ömmu og öllu frænd- fólki. Vel man ég þessi fallegu ár, þegar allt lék í lyndi og margar fallegar myndir geymast í minn- ingu. Á þessum árum voru allir flutn- ingar til bæjarins með skipum og alltaf var eftirvæntingin mikil hjá Elsu, þegar búið var að skipa upp vamingnum: Komu bækur? spurði hún ævinlega og beið með óþreyju svars. Hún átti töluvert af góðum bókum, þegar hún giftist og var sílesandi. Margan höfundinn kynnti hún fyrir ungri mágkonu, og síðar í lífinu ræddum við oft um bækur og skiptumst á lesefni. Else varð strax vinsæl í bænum og vinmörg. Það hélst raunar allt hennar líf. Hún var mikill vinur vina sinna, trygg og skilningsgóð. Margir sóttu til hennar, bæði ungir og gamlir, og ég hygg að flestir hafi farið ríkari af hennar fundi en þeir komu. Elsu var margt vel gefíð, eins og sagt er, og hannyrðir hennar fyrr á ámm vöktu alltaf athygli. I mat- reiðslu var hún mikill snillingur og átti auðvelt með að skapa veislu fyrir gesti sína, stundum úr litlu. Listamaðurinn í henni var sjaldnast langt undan. Elsu þótti ákaflega vænt um Akureyri og minntist oft ára sinria þar. Hún hélt sambandi við vini sína og fór norður, þegar kostur var. Hér í bæ eignaðist hún fjölda vina. Margir þeirra munu áreiðanlega minnast þess, þegar hún hafði opið hús, skreytt og fal- legt veisluborð, á páskadagsmorg- un ámm saman, en sá dagur var í hennar huga einn af hátindum árs- ins. Else var trúuð kona, hún var viðkvæm, ákaflega næm á allt fal- legt og unni fögmm listum. Þó elsk- aði hún leikhúsið kannski mest allra listgreina og stundaði leikhúsferðir til hinstu stundar. Hún unni líka fagurri tónlist og hafði óvenju næmt tóneyra. Ungu hjónin fluttu til Reykjavík- ur með börnin sín þijú árið 1955, þegar Haukur varð ritstjóri Tímans. Allt lék í lyndi, húsbóndinn að taka við nýju starfi, verið að ganga frá fallegu húsnæði handa fjölskyld- unni, þegar reiðarslagið dundi yfir, er Haukur lést af slysförum vorið 1958 aðeins rösklega fertugur. Þetta var mikið og þungbært áfall fyrir Elsu og okkur öll. Þessa vor- daga var einkasonurinn Haukur að ljúka stúdentsprófi, eldri dóttirin Hildur unglingur í kvennaskóla og yngri dóttirin Kristín rétt orðin sjö ára. Erfiðir tímar fóm í hönd hjá Elsu, en þá kom í ljós hvem mann hún hafði að geyma. Hún tók til starfa, fyrst skamma hríð hjá Þjóð- leikhúsinu en fékk svo stöðu í tón- listardeild Ríkisútvarpsins sem skrásetjari og starfaði þar í 26 ár. Henni þótti vænt um útvarpið og eignaðist þar marga góða vini. En annað áfall átti eftir að dynja yfir Else, þegar Haukur sonur hennar, blaðamaður á Morgunblaðinu, varð bráðkvaddur 31 árs að aldri frá ungri konu og tveim litlum bömum. Else bar sorg sína með stillingu en höggið var mikið. Hún stóð af sér þennan storm og hélt áfram vinnu sinni og vinafundum þegar tími vannst til. Else Snorrason skilur eftir marga gjörvilega afkomendur sem hún unni mjög. Haukur eignaðist tvö böm með konu sinni Margréti Schram en þau eru Hildigunnur sem dvelst erlendis með manni sínum, sem er við framhaldsnám. Hildi- gunnur á soninn Kolbein, og Ámi er við verkfræðinám við Háskóla íslands. Áður en Haukur gekk í hjónaband einaðist hann dóttur með Berglindi Gísladóttur, Hrund að nafni, en hún stundar nám í blaða- mennsku í Bandaríkjunum. Hildur starfaði hjá Flugfélagi íslands og síðar Loftleiðum í New York og vinnur nú hjá skandinavísku ferða- skrifstofunni þar í borg. Hennar maður er Jack Tobin sem starfar fyrir loftferðaeftirliti Banda- ríkjanna. Þau eiga tvö uppkomin börn John Hauk og Elsu, sem bæði em við háskólanám vestra. Kristín sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið á soninn Hauk af fyrra hjónabandi með Karli Júlíussyni og Hrafn með síðari manni sínum Jóni Óskari Valgeirssyni. Allt þetta unga fólk sér nú á bak góðrar ömmu sem elskaði það og vildi því allt það besta. Það verða margir sem sakna Elsu og þeir mest sem þekktu hana best. Sárastur er söknuður dætr- anna en óvenju ríkt og fallegt kær- leikssamband var milli þeirra. Hild- ur og Kristín sátu við sjúkrabeð hennar frá morgni til kvölds mestan hluta daganna sem móðir þeirra var að kveðja þetta líf. Fyrir mig em þetta eins konar kaflaskil í lífínu og erfitt að átta sig á því, að Elsa sé horfin okkur. Hún tók þátt í öllu með okkur og var mikill og góður vinur heimilis okkar og bama okk- ar. Nú er þessu skeiði lokið og að- eins eftir að þakka samfylgdina og allar góðar samvemstundir. Elsa er kvödd með trega og söknuði, en við getum verið viss um það, að það hafa beðið „vinir í varpa“, sem tóku á móti henni, þegar hún kom að ströndum hins eilífa föðurlands, sem bíður okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Anna S. Snorradóttir Þegar dauðinn kveður dyra koma í hugann minningamar um þann sem horfinn er. Og nú þegar Else frænka mín er látin reikar hugurinn til þeirra góðu stunda sem við áttum saman á langri ævi. Því að það var alltaf gott að hitta Else. Til hennar sótti ég gleði og ánægju og þegar erfíðleikar sóttu að vom þeir skjót- lega yfirstignir í návist Else. Hún var gædd þeirri sönnu lífsgleði sem gott var að geta notið með henni. I nærvem hennar styrktist ég ávallt í þeirri trú, að lífið væri sú mikla náðargjöf, sem aldrei mætti á glæ kasta. Að lífíð væri til að lifa því lifandi, og að hveijum og einum bæri að taka andstreymi sem ögun Guðs, sem þrátt fyrir sorgir og + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, sonar okkar og tengdasonar, EYJÓLFS EINARS EYFELLS ÞÓRSSONAR bifvólavlrkja, Laugarnesvegi 83. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Eyjólfsson Þór Jóhannsson, Elín R. Eyfells, Jóhann Eyjólfsson, Sigríður Ásgeirsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auösýndu samúö, styrktu okkur og studdu við andiát mannsins míns og föður okkar, ÓLAFS N. KÁRDAL. Guö blessi ykkur öll. Helga Stefándóttir Kárdal, Jónfna Ó. Kárdal, Anna Marfa Kárdal. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, ÁSGERÐAR ANDRÉSDÓTTUR frá Þórisstööum, Þorskafiröi, Framnesvegi 42, Reykjavfk. Jensína Andrésdóttir, Fanney Andrésdóttir, Sigrfður Andrésdóttir. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför GUÐBJARGAR GUÐNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Landa- kotsspitala og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði. Börn hinnar látnu. harma, megi ekki buga einn eða neinn, heldur styrkja hann í trúnni á allt hið góða sem lífið hefur að bjóða. Hún prédikaði ekki, en, með eigin framkomu og glaðværu fasi gaf hún mér og öðrum það for- dæmi, að ástvinamissir og mótlæti eigj að styrkja hvem og einn til að lifa sínu eigin lífi í kærleika og ást á öllu því sem Guð hefur gefíð okk- ur. Móðir Else, Kristín Friðfinns- dóttir Gíslason, móðursystir mín, var dugmikil afbragðskona. Á unga aldri sótti hún sjóróðra með föður sínum og bræðrum frá einhveiju hrikalegasta útræði sem hugsast getur, niður undan snarbröttum, háum sjávarbökkum, neðan við Sauðanes á Upsaströnd. Algerri hafnleysu í örlítilli vík, þar sem engum dytti í hug nú á tímum að reyna að lenda báti nema í ládeyðu. En Kristínu langaði til að menntast og af ótrúlegum dugnaði og áræði tók hún sig upp úr bláfátækt heimil- isins í Sauðaneskoti og sigldi til Kaupmannahafnar um síðustu alda- mót. Þar lagði hún stund á hjúkrun og varð yfírhjúkrunarkona hjá mik- ilsvirtum lækni. Í Danmörku kynnt- ist hún dönskum tónlistarmanni og eignaðist með honum Else Anny þann 11. maí 1911. Hann sleit sam- vistum við Kristínu sem þá stóð eftir sem einstæð móðir. 0g nú tóku við erfiðir tímar, en áfram braust Kristín með Else litlu, en ákvað loks að snúa aftur til íslands árið 1924. Þar vann hún á ýmsum stöðum við hjúkrun, en giftist 1925 ungum efnismanni, Rögnvaldi Gíslasyni í Ólafsfirði. Um það bil einu ári eftir brúðkaup þeirra Kristínar og Rögnvalds fórst hann við árekstur tveggja báta. Skömmu eftir þetta áfall eða 10. mars 1926 fæddist Kristínu sonur sem skírður var Rögnvaldur eftir föður sínum. Bemsku- og unglingsár Else voru því tímar fátæktar og erfiðis og lítið var um skólanám hjá henni utan bamaskólanáms í Danmörku. Allt að einu aflaði hún sér mikillar menntunar á eigin spýtur. Til ís- lands kom hún altalandi á danska tungu en á afar skömmum tíma lærði hún að tala íslenskuna lýta- laust. Síðar á ævinni lærði hún ensku og varð svo víðlesin á þá tungu að undrum sætti. Um nokk- urt skeið vann Else fyrir sér sem símastúlka hjá KEA á Akureyri. Á þeim árum þótti það eftirsótt starf og fengu færri en vildu. Else hafði mikinn áhuga á leiklist og þótti afar góð leikkona. Hún lék Qölmörg hlutverk í sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar. Árið 1937 giftist hún Hauki Snorrasyni, ritstjóra, þeim merka og góða manni. Þau eignuðust gott og fallegt heimili á Hamarstíg 5 og síðar að Hrafnagilsstræti, og bjuggu á Akureyri í mörg ár, eða allt til þess að Haukur var fenginn til að ritstýra Tímanum árið 1955 og J>au fluttu til Reykjavíkur. A Akureyri fæddust þeim Else og Hauki þijú myndarleg og mann- vænleg böm. Haukur blaðamaður, fæddur 1938, Hildur flugfreyja og húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum, fædd 1941 og Kristín, sýningar- stjóri í Þjóðleikhúsinu, fædd 1951. Á menntaskólaárum mínum á Ak- ■ ureyri var ég heimagangur hjá þeim Else og Hauki. Til þeirra var ávallt gott að koma. Á heimili þeirra ríkti sönn fjölskyldugleði. En svo fór ég suður til náms í Háskólanum og heimsóknum mínum til Else frænku og fjölskyldu hennar fækkaði. En snögglega bar ský fyrir sólu í lífi Else þegar Haukur maður hennar andaðist skyndilega í maímánui 1958. Þá átti frænka mín bágt. Haukur sonur þeirra var þá aðeins tvítugur að aldri, Hildur 17 ára og Kristín 7 ára. En þótt harmurinn væri þungur og lífsbaráttan ströng, lét Else ekki bugast. Hún fór fljót- lega að vinna hjá Þjóðleikhúsinu og skömmu síðar í tónlistardeild Ríkisútvarpsins, þar sem hún var spjaldskrárstjóri. Því starfi gegndi hún af mikilli prýði þar til hún varð að hætta fyrir aldurs sakir. í marsmánuði 1971 skall annað reiðarslag yfír Else og §ölskyldu hennar, þegar sonur hennar Haukur varð bráðkvaddur á heimili sínu. Haukur var aðeins 33 ára þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.