Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 L ffclk f fréttum SKÍFAN HF. Suðrænt kynningar- kvöld Ólafur Skúlason dómprófastur t.v., Guðni Þ. Guðmundsson og Karl Jónatansson. Morgunblaðið/Ami Helgason STYKKISHÓLMUR Hótelstjóri í eina helgi Hótelið í Stykkishólmi hefur und- anfarið haft þann hátt á að leyfa utanaðkomandi áhugamanni að vera hótelstjóri eina helgi og hef- ir þetta verið mjög vinsælt. Helgina 29. október tók Guðni Þ. Guðmunds- son, hljómlistarmaður í Reykjavík og organisti Bústaðasóknar, að sér að stjóma umferðinni. Hann sá meðal annars um fjörið á laugardagskvöld- ið og var af því tilefni dansleikur í félagsheimilinu. Guðni mætti á staðinn með 18 manna kabarettkór og 14 manna hljómsveit sem síðan var skipt í þijár og léku þær fyrir dansi. Stórhljóm- sveit Karl Jónatanssonar, sem sá um borgar- COSPER harmonikkumúsíkina, _ dixieland- hljómsveit Þórarins Óskarssonar, sem sá um sitt hlutverk og unga fólkið. Og svo auðvitað tríó Guðna; Hljómsveitin Neisti og með henni söng Mjöll Hólm. Karl Jónatansson sagði fréttarit- ara að hann væri mjög hrifinn af undirtektum bæjarbúa og sagðist hafa áhuga á að endurtaka þetta. „Við erum að reyna að koma betri blæ á dansleikinn og það gerum við með því að lækka hávaðann. Við höfum t.d. engan hljóðnema, nema fyrir söngvara og einleikara og það gerir sitt því þótt dixieland og harm- onikkan séu nokkuð háværar og sér- staklega þegar þær eru margar sam- an þá stillum við þær þannig að hávaðinn verður í algjohi lágmarki og íjörinu stillum við j hóf, hægjum á og tökum spretti. Ég er viss um að hægt er að setja góðan blæ á dansleikina þar sem engum dettur í hug að haga sér öðruvísi en sómi er að. Og ég fann það svo vel á ballinu í Hólminum að þetta er hægt, að við sáum tæpast vín á"nokkrum manni en þó var vel sótt.“ Fréttaritari átti svo tal við nokkra Hólmara sem tóku þátt í þessum fagnaði þeirra félaga. Þeir sögðust ekki hafa skemmt sér jafn vel áður, hljómlistarmennimir hefðu kunnað réttu tökin á þessum hlutum. „Það verður ábyggilega troðfullt hús þeg- ar þeir koma næst," sagði einn. „Þú misstir af miklu," sagði annar virðu- legur borgari við fréttaritara. Þegar Guðni var spurður sagði hann: „Ég varð ekki fyrir vonbrigð- um, sfður en svo. Það var virkileg upplifiin að koma hingað og ég hélt að þetta myndi ekki takast svona vel. Ég var kvíðinn, en þetta gekk ágætlega. Við hugsum til ykkar seinna." í sambandi við för þessara félaga kom sóknarprestur Bústaðasóknar, Ólafur Skúiason dómprófastur, og prédikaði í kirkjunni okkar við prýði- lega aðsókn og þar söng kórinn og Guðni spilaði undir. „Jú, þetta var dýrmæt reynsla," sagði sr. Ólafur og Guðni lét vel af því en „orgelið hefði mátt vera betra," sagði hann. Þetta var semsagt viðburðarík helgi hér í Hólminum og sennilega hefur hótelið ekki tapað á þessari góðu heimsókn. - Ami skóla w Arleg skemmtun Flens- borgarskóla var haldin í Bæjarbíói fyrir skömmu. Bar hún yfirskriftina „Hvað má’ða vera langt?" Þar voru sýnd skemmtiatriði af ýmsu tagi, „indverskur gúru“ mætti á svæðið, „gamla gufan" var með tilkynning- ar og fréttalestur í léttari kantinum, „harmleikjafé- lagið" sýndi síamstvíbura og hljómsveitin Rattatt- atttríóið spilaði. A myndinni má sjá atriði frá fégurðars- amkeppni karla þar sem Amar Borgar Atlason var kosinn herra Flensborg. Lengst til vinstri er Amar Borgar, þá Heiðar og Finn- ur. — Þetta úr er ekki tryggt — en þetta er tryggt úr. að var lff og fjör á kynningar- kvöldi Skífunnar hf. á Hárd Rock Café þar sem 7 nýjar hljóm- plötur útgáfunnar voru kynntar. Það væri hvorki ýkt né logið að segja stemninguna þar inni suð- ræna en ekki norræna eins og ætla mætti hér á norðurslóðum. Við inn- ganginn fengu gestir „villta" Ha- vanavindla, og meðan að sötraður var kokteillinn stigu hinir ýmsu hljómlistarmenn á svið. Meðal ann- arra kynntu þijár hljómsveitir tón- list af nýjum hljómplötum og „popp- að sól“ hljómaði um sali. Geiri Sæm og Hunangstunglið veltu þar fyrir sér hvort ást væri í tunglinu, en nýja platan þeirra ber einmitt heitið „Er ást í tunglinu". Hljómsveitin Strax boðaði bjarta tíma og blóm í haga í tónlist af hljómplötunni „Eftir Pólskiptin". Menn tóku vel undir bjartsýnistóninn, enda era íslendingar sem og aðrir orðnir langeygir eftir paradís á jörð. „Síðan skein sól“ kynnti þar efni af nýjustu plötu þeirra félaga og vakti söngvari hljómsveitarinnar mikla athygli er hann stóð uppi á borðum og söng hugljúft lag fyrir áheyrendur. Eftir að hijómsveitimar fluttu sig af á sviðinu stigu aðrir menn á stokk. Skipt var nokkram sinnum um trommu- og bassaleikara og stundum stóðu allt að 12 manns á sviðinu og létu ljós sitt skína. Jón Ólafsson, forsfjóri Skífunnar hf. var einn þeirra. Vakti hann mikla at- hygli fyrir hæfileika síná á sviði og hermir sagan að honum hafí verið boðinn útgáfusamningur! Morgunblaðið/Þorkcl! Ragnhildur Gísladóttir í hljómsveitinni Strax boðar pólskipti með miklum tilþrifuni. Með á myndinni er Sigurður Gröndal. Cliff Richard er hér með móður sinni og systur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.