Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 17 sem skapaðist í hagkerfínu tii að vinna á móti eyðslunni, hvort sem var í neyslu eða fjárfestingu. Eng- in rök eru fyrir þeirri staðhæf- ingu, sem oft hefur heyrst, að áhrif vaxtanna til að slá á láns- fjáreftirspum og útgjaldaaukn- ingu hafí verið lítil sem engin, eða að efnahagslögmálin hafí ekki virkað, eins og stundum hefur verið komist að orði. Þau gerðu það, en ekki er fráleitt að ímynda sér að áhrifín hefðu verið sterkari hefði meiri reynsla verið fengin af hinu nýja fyrirkomulagi í þess- um efnum og það verið orðið fastara í sessi. Aðlögun þjóðarbúskaparins að breyttum ytri skilyrðum hefði vita- skuld átt að hefjast þegar á árinu 1986 og í síðasta lagi snemma árs 1987. Afleiðing aðgerða og að- gerðaleysis á árinu 1986 varð að líkja má því sem gerðist í hag- kerfínu á árinu 1987 við spreng- ingu. Þessi sprenging lýsti sér í miklum breytingum á raunstærð- um. Áður hefur verið minnst á breytingar í fjárfestingu, einka- neyslu og þjóðarútgjöldum. Breyt- ingin á kaupmætti atvinnutekna varð ekki minni en fyrrgreindar breytingar, og raunvextir tóku stökk upp á við. í samfélagi þjóðanna Nú hefur aðlögun þjóðarbú- skaparins verið slegið á frest sem keyptur er með erlendu lánsfé. Jafnframt er það alvarlegt íhugun- arefni að á sama tíma og ná- granna- og viðskiptaþjóðir íslend- inga keppast við að búa sig undir þær breytingar sem verða munu á alþjóðaviðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn 1992 skuli vera horfið frá hefðbundnum vest- rænum leiðum í efnahagsmálum eins og forsætisráðherra boðaði í stefnuræðu á Alþingi. ísland hefur ekki efni á að einangra sig frá umheiminum í efnahagslegu tilliti. íslendingar eiga ekki betri kost en að smiða atvinnu- og efna- hagslífi í landinu sem fijálslegast umhverfí að hætti annarra vest- rænna þjóða. Ekki má hopa á hæli, þótt á móti blási um stundar- sakir og kenna athafnafrelsi og einkaframtaki um það sem miður fer. Þá fer forgörðum sá efnahags- legi ávinningur sern leiðir af frjáls- legri skipan efnahagslífsins og þjóðir Evrópu hafa sameinast um að efla og styrkja á alla lund með sameiginlegum markaði 1992. Höfundur er hagfræðingur. Greinin erað stofni til erindi, sem höfundur flutti á ráðstefhu Félags viðskipta- og hagfræðinga. Auðlindasala í stað ofQárfestingar Fer inn á lang flest heimili landsins! eftirSnjólf Olafsson í grein þann 25. október spyr Sveinn Hjörtur Hjartarson hver eigi að greiða auðlindaskatt í sjávarút- vegi. Hann segir að ýmsir fræði- manna Háskólans haldi uppi linnu- lausum áróðri fyrir því að hér á landi verði tekinn upp auðlindaskattur, en þegar afkomureikningar sjávarút- vegsins eru skoðaðir sé erfitt að sjá hvaða fjármagn ætti að nota til að greiða skatt af aflakvótanum. Það er misjafnt hvað átt er við þegar talað er um auðlindaskatt. Stundum er greiðsla fyrir kvóta köll- uð auðlindaskattur, og þar sem ég hef mælt með fiskveiðistjóm þar sem „ríkið" (t.d. sveitastjómir) selur kvóta, tek ég ummæli Sveins' til mín. Eg tel þó að hann eigi fyrst og fremst við aðra en mig, t.d. Þorvald Gylfa- son og Gylfa Þ. Gíslason. Grein þessi er mitt svar við spumingu Sveins, en jafnframt varpa ég nokkmm spumingum til hans. Eg hef haldið því fram, bæði í blaðagreinum og annars staðar, að nær allir séu sammála um að nauð- synlegt sé að takmarka veiðina hér við land og að ekki verði um umtals- verða aflaaukningu að ræða í fyrir- sjáanlegri framtíð. Einnig sé ljóst að um það bil 60—80% af núverandi flota geti náð þessum afla. Hér er það fyrst og fremst botnfiskaflinn sem er til umræðu. Ef Sveinn er ekki sammála því að 80% af núver- andi flota sé fær um að ná þeim afla sem fiskistofnamir geta staðið undir, þá skora ég á hann að rökstyðja sitt mat á nauðsynlegri flotastærð. Um leið getur hann þá útskýrt hvers vegna útgerðamenn fara að kvarta um litla kvóta strax í ágúst þrátt fyrir að margir reyni að treina hann eftir bestu getu. Eins væri þá forvitnilegt að fá útskýringu á því að togarar velji sóknarmark frekar en aflamark þrátt fyrir að sóknarmarkinu fylgi aðeins réttindi til að veiða 260 daga ársins. Nýting sóknarmarkstogaranna er því minni en 80%, jafnvel þótt eðlileg töf sé tekin með í reikninginn. Ef forsendan um að 80% núver- andi flota sé nægilega stór floti fyrir íslendinga er samþykkt, þá er ljóst að árlega má spara milljarða króna í endumýjun og rekstur þessa „um- framflota“. Þessu fé væri betur varið til að bæta samgöngur úti á landi svo eitthvað sé nefnt. Svar mitt við spumingu Sveins er því það, að út- gerðarmenn eigi að greiða fyrir út- tekt sína úr fiskistofnunum, sem em sameign þjóðarinnar, og til þess eigi þeir að nota hluta þess ijár sem nú fer í útgjöld vegna umframflotans. Sveinn mun líklega kalla þessa greiðslu auðlindaskatt og finnst mér litiu skipta hvað nafn hún ber. Hitt skiptir mig meginmáli, að offjárfest- ingu í skipaflota, sem og öðm, Iinni. En hvers vegna er flotinn of stór? Þegar kvótakerfíð var tekið upp, seint og um síðir, var flotinn orðinn alltof stór. Síðan þá hefur hann stækkað örlítið, en afköst hans þó aukist mun meira en tonnatalan seg- ir til um. Ástæður þess að hann minnkar ekki em fyrst og fremst þær að kvótamir em bundnir fiskiskipum og að hluti veiðanna er utan kvóta. Þetta kemur í mörgum tilvikum í veg fyrir að skip séu úrelt án þess að annað sé keypt í staðinn. Einnig er eini möguleikinn fyrir byggðarlag sem vill auka fiskaflann sá að stækka skipaflotann. Á þennan hátt er nú- verandi kerfi hvati til þess að sem flest og stærst skip séu fengin í hvert byggðarlag og flotinn mun ekki minnka meðan þetta kerfi er í gildi. Ef kvótasala yrði aftur á móti gefin fijáls, og allur afli félli undir kvóta- kerfið, myndi fiotinn strax minnka umtalsvert. Sú sala á kvóta sem nú Dr. Snjólfur Ólafsson „Svar mitt við spurn- ingu Sveins er þvi það, að útgerðarmenn eigi að greiða fyrir úttekt sína úr fiskistoftiunum, sem eru sameign þjóð- arinnar, og til þess eigi þeir að nota hluta þess Qár sem nú fer í út- gjöld vegna umfram- flotans.“ er leyfileg er í raun leiga en ekki sala þvi hún hefur ekki áhrif á kvó- taúthlutun komandi ára. Nú er í kvótakerfinu leyfður flutningur kvóta milli skipa í sömu útgerð og er það til bóta. Eg er sannfærður um að flotinn verði ekki hagkvæmur hvað stærð og samsetningu snertir nema allur afli heyri undir kvótakerfið og fram- sal á kvóta verði fijálst. Ég vil því leggja eftirfarandi spumingu fyrir Svein: Hvað þarf að koma til, að þínu áliti, svo að skipastóllinn minnki umtalsvert og verði hagkvæmari en nú er? Sveinn segir einnig í grein sinni að háskólamenn „geta stundað hug- arsmfð og sett fram allskonar hug- myndir án þess að því fylgi eigin efnahagsleg ábyrgð". Þá vil ég spyija hann: Hvaða efnahagslega ábyrgð lýsir sér í gífurlegum offjárfestingum í sjávarútvegi? Hver bar efnahags- lega ábyrgð í þau skipti sem offram- boð leiddi til verðhruns á fiskmörkuð- um í Evrópu? Hvar hefur efnahags- lega ábyrgðin verið þegar atvinna hefur hrunið vegna sölu skipa úr byggðarlögum? Ein af höfuðástæð- um þess að ég stend í blaðaskrifum er einmitt sú að mér finnst skorta efnahagslega ábyrgð í þjóðfélaginu, ekki síst hjá ríkisstjóminni og Al- þingi. Höfundur er sérfræðingur hjá Raunvísindastofhun Háskólans. Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 26.11. íÁtthagasal Hótels Sögu. Vönduð dagskrá. Miðaverð 3.000 kr. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 673355. Stjórnin. J ÓLAFARG JALD MEB BÓNUS* MEÐ SAS TIL KAUPMANNAHAFNAR KR. 14.800,- * Innifalin ein nótt á Hótel Cosmopole meðmorgunverði Brottför alla laugardagatil 31. des. Heimkomaallaföstudaga Lágmarksdvöl 6 dagar Hámarksdvöl 27 dagar S4S Því ekki að nota tækifærið og heimsækja vini eða ættingja í Danmörku yfír jólin. Eða bara heimsækja Kaupmanna- höfn er skartar sínum fegursta jólabúningi sem frægur erumallanheim. FLUfi 06 GISTING HEB HORGUNVERBI í 6 DAGAKR. 21.480,-ímRÝU Sala og allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofunni Sögu, Suðurgötu 7, sími 624040. FERDASKRIFSTŒAN The Businessmans Airline scqa úvenjulegt kort fyiir venjulegt fólk m Armúla 3-108 Fteykjavík - Sími 91 -680988 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.