Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 31 Patrick Reid kynnir forseta íslands í boði utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark, sem stendur við hlið forsetans. Forsetinn með ungum Vestur-íslendingum. ar eiga að veita þeim alla þá aðstoð og hvatningu, sem þeir geta við þá uppbyggingu. En við megum ekki halda, að þetta fólk sé eins og við, innfæddir íslendingar, sem vilji snúa aftur til íslands. Þjóðarstolt þeirra er tvíþætt, þeir eru auðvitað Kanadamenn, því næst sóminn að vera ættaður frá íslandi. Við eigum að virða þeirra tvíþættu menningu og vera þakklát fyrir ræktarsemi þeirra við uppruna sinn. Kanadamenn með íslenskan minningasjóð — Það er hægt að eiga íslenskan menningararf, þó tungumálið sé annað en íslenska; þau muna samt! Vestur-íslendingar eru enskumæl- andi fólk með íslenskar minningar. Eg skynjaði vakningu meðal þeirra eða öflugt minningastreymi um íslenska upprunann; — fann hve stoltir þeir eru af því að vera íslenska þjóðarbrotið í Kanada; — sá þá safnast saman, með fjölskyld- ur sínar í kringum fulltrúa íslands — og ég varð bæði heilluð af hug- hrifum líðandi stundar og þakklát. Ég hlakka til að fara til 100 ára afmælis Islendingadagsins í Gimli næsta ár. Ferðaþjónusta hafin til virðingar — Um ráðstefnuna vil ég segja, að hún hefur hafið ferðamál tií þeirrar virðingar er þeim að sjálf- sögðu ber. Tilefni hennar er mjög snjallt og ég dáist að Kanadastjórn að hafa boðað til hennar og fengið fulltrúa frá svo mörgum þjóðum til að koma. Víða um heim er ekki borin mikil virðing fyrir ferðamönn- um, sem eru álitnir skrítnir fuglar er aðeins flytja á brott með sér yfirborðsþekkingu frá gestgjafa- þjóðum — en þeir eru samt taldir )u Stephan Lewis, fastafulltrúa [ksins „New Democratic Party“. fullgóðir til að borga. Það er orðið tímabært, að við íslendingar áttum okkur á því að hver ferðamaður mótar orðstír þess lands er hann heimsækir og verður gangandi aug- lýsing fyrir það. Við verðum að vera fyllilega meðvituð um mikil- vægi góðrar ferðaþjónustu. Að taka glæsilega á móti ferðamönnum á að vera okkur mikið metnaðarmál. Að sýna aðeins hið besta — „Leiðinlegt að þú skulir ekki fá betra veður,“ var viðkvæði hvers einasca Vestur-íslendings, sem bauð mig velkomna — allir vildu þeir sýna sitt landslag í sem bestu veðri. Þjóðarstolt í ferðaþjónustu ætti að felast í því að vilja sýna aðeins hið besta, sem þjóðin hefur upp á að bjóða — innanhúss jafnt sem utan. Umhverfi allt og það fæði, sem fram er reitt, á aðeins að sýna hið allra, allra besta! Við ráðum ekki yfír veðri og vindum, en ferðaþjónusta og fæði verður að vera í þeim gæðaflokki, að við ber- um ekki kinnroða fyrir — að öðrum kosti fær þjóðin ekki gott orðspor. Mergur málsins er að fága svo umhverfí sitt, að það sé þjóðinni til sóma. Framtíðin er ykkar — Ég leit inn til unga háskóla- fólksins á ráðstefnunni, sem voru með sérstaka dagskrá — vildi gefa þeim mynd af íslandi og reyna að verða þeim að einhveiju liði. Þau voru þá stundina að leggja ýmsar hugdettur í þann hugmyndasjóð, sem gæti stuðlað að ferðaþjónustu í friðarátt. Við ræddum við þau um framtíðina; það jafnvægi í um- hverfi, sem stuðlar að friði; þá ánægju, sem ætti að vera fólgin í að vanda til allrar móttöku ferða- manna; þá hæfni að geta horft á hvem ferðamann, sem fulltrúa sinnar þjóðar. Það var svo gaman að spjalla við þau um ábyrgðina — að draga fram íslenska þjóðfélags- mynd og segja: „Alveg eins og ungl- ingar á íslandi bera ábyrgð á íslenskri tungu, þánnig berið þið ábyrgð á ferðaþjónustu og friði í framtíð." Þau voru öll svo ung og yndisleg og hugsjónimar háleitar. Fyrst og- fremst vestrænt friðarþing — Það er mjög merkilegt að skynja á þessari ráðstefnu, hvemig heimurinn er að breytast í sam- bandi við friðarhugmyndir. Hingað til hafa menn haft tilhneigingu til fordóma, þegar boðað er til friðar- ráðstefna, vegna þess að austan- tjaldsmenn hafa beitt sér meira fyrir þeim og mönnum þótt þeir vera að veifa þar röngu tré. En þetta var eins vestrænt friðarþing og hugsast getur, en þó með fulltrú- um hvers einasta lands frá Austur- Evrópu. Það verður að reyna að stefna að því að breyta pólitískum fordómum gegn alheimssamtökum, sem beita sér fyrir friði. Alheims- friður er svo geysilega víðfeðmt viðfangsefni, eins og þessir stórgáf- aðu, hámenntuðu fyrirlesarar hér hafa leitt okkur fyrir sjónir — að- eins slíkur friður getur bjargað mannkyninu. Við megum ekki láta pólitíska fordóma vinna gegn þessu stórmerka málefni — og um leið gegn eigin hagsmunum og kalla þannig yfír okkur sjálfseyðingu. Heimssýn í nýju ljósi — Enginn verður samur maður eftir að hafa hlýtt á jafn geislandi gáfaða menn og hér hafa talað. Astandið í heiminum eða á „geim- skipinu jörð“ — eins og hnötturinn okkar er æ oftar nefndur — hefur verið skilgreint hér af hámenntuð- um vísindamönnum. Framtíðarsýn- in, með tilliti til nútímans, blasir við í nýju ljósi aukinnar þekkingar. Farið hefur verið í saumana á ótrú- legustu hlutum og spumingum varpað fram. Margar myndirnar hafa verið mjög svartmálaðar eins og — umhverfíseyðing vegna meng- unar, menningarhnignun vegna rangrar uppbyggingar. Aðalspum- ingin snýst um, hvemig mannkynið á að hætta að bijóta niður eigin hagmuni og kalla þannig yfir sig sjálfseyðingu. Alheimsfriður, þar sem mannkynið lifír í samræmi við sitt umhverfi, virðir og tekur tillit til allrar þjóðlegrar menningar, næst aðeins, ef allir fá jafnan rétt til þess að vera víðsýnir „að koma og sjá til að skilja". Oddný Sv. Björgvins. Tilkynning um skipsskaða reynd- ist vera gabb LÖGREGLAN á Eskifírði kannar nú hverjir sendu út neyðarkall frá báti á laugardag. Neyðarkallið olli því að Slysavarnafélag íslands hóf mikla eftirgrennslan, en síðdegis á laugardag þótti sýnt að um gabb væri að ræða. Sökudólgurinn er ófundinn enn. Hálfdán Henrýsson, deildarstjóri hjá Slysavamafélaginu, sagði að um kl. 15.30 á laugardag hefðu skipveijar á Hrísey frá Hornafirði heyrt neyðarkall. Skipið var þá rétt innan við mynni Fáskrúðsijarðar og heyrðist „Mayday, mayday, skip- ið er að sökkva." Þessi skilaboð voru tvítekin, en ekki var hægt að greina hvort kallið var sent út á neyðartíðni. „Við könnuðum strax hvaða skip væru fyrir austan," sagði Hálfdán. „Það kom í ljós að 55 skip vom á svæðinu og við byij- uðum á því að láta kalla upp alla smábátana. Þeir skiluðu sér allir og þá datt okkur í hug að kallið hefði komið frá báti sem ekki hefði tilkynnt sig einhverra hluta vegna. Því voru björgunarsveitamenn látn- ir kanna það í höfnunum á Djúpa- vogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði hvaða bátar væru úti og lögreglan gerði slíkt hið sama á Eskifirði og Reyðarfirði. Sú könnun Ieiddi ekkert óvenjulegt í ljós og þá var okkur farið að renna i grun að um gabb væri að ræða.“ Hálfdán sagði að eftir þessa könnun hefði komið tilkynning frá öðru skipi í Fáskrúðsfirði, sem heyrt hefði neyðarkalllið. Skipveijar töldu ólíklegt að um neyðarkall væri að ræða, því sá sem tilkynnti að skip hans væri að sökkva hefði verið yfirvegaður og tekið sér nægan tíma til þess, án þess þó að láta getið um nafn og staðsetningu. „Við óskuðum eftir því við lögregl- una á Eskifirði að þetta mál yrði kannað nánar, en sú rannsókn hef- ur enn ekki varpað ljósi á málið. Við höfum þó rökstuddan grun um að neyðarkallið hafi komið frá báti í höfn. Sem betur fer er slíkt gabb ekki algengt, en kemur þó alltaf fyrir. Þá er jafnvel um að ræða fúllorðið fólk, sem ætti að vita bet- ur,“ sagði Hálfdán. Ráðsteftia um nytt álver á Islandi SÍÐDEGIS á morgun, miðvikudag, hefst ráðstefnan „Nýtt álver á Islandi?“ í Gaflinum Hafiiarfírði. Það er orkunefiid Sjálfstæðis- flokksins og sjálfstæðisfélögin í Hafiiarfírði sem standa að þessari ráðstefiiu. A henni er ætlunin að fjalla um álmálið út frá faglegu sjónarmiði. Á ráðstefnunni verða fimm fyrir- lesarar og eftir framsöguræður þeirra verða pallborðsumræður. Bæði fyrirlesararnir og pallborðs- þátttakendurnir hafa unnið að ál- málinu á faglegum grundvelli. Ráðstefan hefst á erindi dr. Jó- hannesar Nordal formanns stjórnar Landsvirkjunar sem hann nefnir Stóriðja - hugmyndir og veruleiki. Garðar Ingvarsson framkvæmda- stjóri markaðsdeildar Landsvirkjun- ar fjallar um Atlantal-verkefnið. Jóhannes Már Maríusson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunar skýrir þýðingu fyrirhugaðs álvers fyrir virkjanaframkvæmdir í landinu. Guðmundur Ámi Stefáns- son bæjarstjóri í Hafnarfirði ræðir um nálægð álversins við bæinn og Hans Guðmundsson eðlisfræðingur um möguleikana á úrvinnsluiðnaði. Pallborðsumræðurnar eftir fram- söguerindin verða undir stjórn Jó- hanns G. Bergþórssonar forstjóra. Þátttakendur í þeim verða Jóhannes Nordal, Ámi Grétar Finnsson bæj- arráðsmaður í Hafnarfirði og stjómarmaður í Landsvirkjun, Frið- rik Sophusson fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, Geir Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri og Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður. Þeir tveir síðastnefndu eiga sæti í viðræðu- nefnd um álmálið. Fundað í Noregi Nýja viðræðunefndin í álmálinu átti sinn fyrsta fund með fulltrúum Atlantal-hópsins í Noregi í síðustu viku. Dr. Jóhannes Nordal formaður nefndarinnar segir að á þessum fundi hafi komið fram að allar tímaáætlanir varðandi hagkvæmn- iskönnuina fyrir nýtt álver hérlend- is munu standast. Reiknað er með að könnunin liggi fyrir um mánað- armótin janúar/febrúar á næsta ári eins og stefnt var að. „ Við fómm yfir ýmis atriði í sam- bandi við könnunina og að mínu mati var þetta mjög gagnlegur fundur,“ segir dr. Jóhannes Nordal. „Aðalatriðið er að unnið er áfram af fullum krafti við hagkvæmnis- könnunin og að allar tímaáætlanir í sambandi við hana standast.“ Aðspurður um hvort forráða- menn Atlantal-hópsins hafa áhyggjur af því að stjómarskiptin hér muni hafa áhrif á gang mála segir dr. Jóhannes Nordal svo ekki vera. Áhugi þessara fyrírtækja sem mynda Atlantal-hópinn á að reisa álver hér hefur ekki minnkað. Fyrirtækin sem mynda Atlantal- hópin em Grángers Aluminium í Svíþjóð, Aluminium Beheer í Hol- iandi, Austria Metall í Austurríki og Alusuisse í Sviss. Sá sem vinnur að hagkvæmniskönnuninni er bandaríska ráðgjafafyrirtækið Bechtel Inc. en íslenskar verkfræði- stofur eiga einnig hlut að máli sem undirverktakar. Síídtil Húsa- víkur Húsavik. SIGÞÓR ÞH 100 landaði 70 tonn- um af síld á Húsavík á sunnu- dag. Þessi síld er söltuð til innan- landsvinnslu hjá íslenskum sjáv- arréttum og sumt fryst til beitu. Reytingsafli er á heimabáta og betri en hann hefur verið undanfar- in haust. Vonir standa því til að vinnsla hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur geti haldist fram yfir miðjan desember en þá mun vinna að hefðbundnum hætti undanfar- inna ára leggjast niður og bátar hætta að róa. Tekið verður jólafrí fram yfír áramót. Hefur því Fisk- iðjusamlag Húsavíkur sagt upp fastráðnu fólki með mánaðar fyrir- vara og tekur sú uppsögn gildi 20. desember en áformað er að geta hafíð vinnslu aftur viku af janúar. - Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.