Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 21 Elísabet Waage syngur á Háskólatónleikum Á FIMMTU Háskólatónleikum haustmisseris, miðvikudaginn 23. nóvember, flytur Elísabet Waage mezzósópran verk eftir Caldara, Hándel og Brahms við undirleik David Knowles. Tón- leikarnir eru að vanda í Norræna húsinu kl. 12.30—13.00 og eru öllum opnir. Elísabet Waage stundaði söng- nám hjá Maríu Markan árin 1974— 1978. Hún hóf síðan nám við Söng- skólann í Reykjavík haustið 1978. Kennari hennar þar var Sieglinde Kahmann. Frekara nám stundaði Elísabet við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá sama kennara. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistar- skólanum vorið 1983 og einsöngv- araprófi þaðan ári seinna. Elísabet hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún hefur einnig sungið hlutverk Miss Baggot'í barnaóperunni „Litli sótar- inn“ eftir Benjamin Britten, Orlof- sky í Leðurblökunni eftir Johann Strauss og Ines í II Trovatore eftir Giuseppe Verdi, öll hjá íslensku óperunni. David Knowles hóf píanónám 9 Elísabet Waage mezzósópran. ára gamall og stundaði síðan fram- haldsnám í Royal Northern College of Music í Manchester. Hann hlaut tvívegis skólastyrk fyrir frábæran námsárangur. David hefur aflað sér mikillar þekkingar og reynslu á sviði undir- David Knowles píanóleikari. leiks og leikið undir fyrir fræga tónlistarmenn. 1982 til 1985 starf- aði hann sem tónlistarkennari og orgar.isti á Egilsstöðum. Hann starfar nú við Tónlistarskólann í Garðabæ Söngskólann í Reykja- vík. María Kjarval við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Nanna Buchert Kvöldvaka hjá Ferðafélagi Islands María Kjarval sýn- ir í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfh. Félagsheimilið í Jónshúsi er vinsæll sýningarstaður íslensks listafólks, einkum búsetts hér. Nýjasta sýningin er á myndum Maríu Kjarval myndlistarmanns, 33 talsins. Eru það flest oliumál- verk, en líka vatnslitamyndir og teikningar. María Kjarval er fædd í Reykjavík 1952 og átti þar heima til 17 ára aldurs, er foreldrar henn- ar, Sveinn Kjarval húsgagnaarki- tekt og Guðrún Hjörvar, fluttust aftur til Danmerkur. María hafði ferðast mikið um Island með föður sínum og hann kennt henni að meta mikilleik íslenskrar náttúru. Listakonan stundaði nám í Nytja- listaskólanum í Kaupmannahöfn í 3 ár og lauk menntun sinni í Listiðn- aðarskólanum í Kolding 1981. Allt frá 1975 hefur María tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar, flestar hér í Danmörku og 1981 tók hún þátt í haustsýningu FÍM í Reykjavík. Þá voru málverk og teikningar eftir Maríu á sýningum í Sovétríkjunum 1986 og aftur í sumar, en þá sýndu margir þekktir danskir og færeysk- ir listamenn í Riga í boði Sendiráðs Sovétríkjanna í Kaupmannahöfn. María Kjarval hefur nú vinnu- stofu og eigið verkstæði á Amager og vinnur mest að olíumálverki og grafískum teikningum. í vetur mun María sýna í salarkynnum bóka- safnsins í Farum ásamt Merle Zorock og Anette Martinssen. Sýn- ingin í Jónshúsi stendur út nóvemb- ermánuð og hafa nokkrar myndir þegar selst. - G.L.Ásg. Ferðafélag íslands heldur fyrstu kvöldvöku vetrarins í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, miðviku- daginn 23. nóvember. Efai kvöld- vökunnar verður eftirtaka af kvikmynd sem Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal tók á árunum 1944—1954 og er nú í eigu Ferða- félagsins. Þetta er merkileg heimildarmynd um fjallaferðir á þessum árum. Myndin er þögul og mun Ari Trausti, sonur Guðmundar, útskýra það sem fyrir augu ber. Myndin er að mestu tekin í Tindíjöllum. Guðmundur var einn af stofnend- um „Fjallamanna", en það félag var stofnað til þess að iðka fjallaíþrótt- ir og glæða áhuga á þeim. Þeir efndu til fjallaferða að vetrarlagi sem var mikil nýlunda hér á landi á þessum árum. Guðmundur var í stjórn Ferðafé- lags íslands frá 1930 og til dauða- dags 1963. Hann teiknaði núver- andi félagsmerki FÍ, vörðu á fjall- vegi. Hann skrifaði lýsingu Suður- jökla í árbók FÍ 1960, prýddi hana ágætum ljósmyndum og fjölda teikninga. Guðmundur var ekki ein- ungis góður liðsmaður í Ferðafélagi Islands, hann var listamaður, lands- frægur, og dvaldist við nám í sex ár í Kaupmannahöfn og Miinchen og lagði jöfnum höndum stund á höggmynda- og málaralist. Kvöldvakan hefst stundvíslega kl. 20.30 og að lokinni sýningu kvikmyndarinnar verður myndaget- raun og verðlaun veitt fyrir réttar lausnir. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu á laugar- dag um útkomu bókar með lögum eftir Árna Gunnlaugsson er getið um höfunda ljóða við lögin í bók- inni. Þar er Sigurunn Konráðsdóttir sögð heita Sigrún. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. solar BELYSNING Design: Ole Pless-Jorgensen FLEX FLEX er einstaklega fallegt og vel hannað kastljós, sem beina má í hvaða átt sem er. FLEX er fáanlegt í bæði svörtum og hvítum lit. FLEX er auðvelt í uppsetningu og hægt að staðsetja hvort sem er á veggjum eða í lofti. Með 20 watta halógen peru veitir FLEX nákvæman Ijósgeisla sem beina má þangað sem óskað er. FLEX nýtur sín alls staðar í íbúðinni, - og veitir óteljandi möguleika við lýsingu. VERIÐ VELKOMIN, - OG DÆMIÐ SJÁLF UÓSAVERSLUNIN SKÆRA Skútuvogi 11 ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 5 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 Ný þjónusta Mikiö úrval sturtuklefa og huröa. Útvegum menn til uppsetninga. Mcetum einnig ó staöinn og gerum tilboö ef óskaö er — þér aö kostnaöarlausu. Eitt símtal — fullkomin þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.