Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 r26 NATO: Nýr yfirmaður Atlants- hafsher slj órnar innar FRANK B. Kelso flotaforingi tekur í dag, þriðjudag, við stöðu yfir- manns Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins. Hann tekur við starfinu af Lee Baggett flotaforingja sem hyggst setjast í helgan stein í Kaliforníu í Bandarikjunum. Kelso mun formlega taka við starf- inu við hátíðlega athöfn sem fram fer um borð í bandaríska flugvéla- móðurskipinu „USS America" í Nor- folk í Virginíu í Bandaríkjunum en þar eru höfuðstöðvar Atlantshafs- herstjómarinnar. Viðstaddir athöfn- ina verða m.a. Frank Carlucci vam- armálaráðherra Bandaríkjanna og Paul D. Manson, forseti hermála- nefndar Atlantshafsbandalagsins. Herstjómin á Norður-Atlantshafi annast vamir á svæði er nær frá Norðurheimskauti að hvarfbaugi krabbans apnars vegar og frá strönd- um Norður-Evrópu að ströndum Evr- ópu og Afríku hins vegar, að Erma- sundi og Bretlandseyjum undanskild- um. Á friðartímum er það hlutverk yfirmanns Atlantshafsherstjómar- innar að gera vamaráætlanir, skipu- leggja heræfingar og fleira. Á stríðstímum er honum ætlað að tryggja öryggi á samgönguleiðum yfir Atlantshaf og veija þær óvinum svo að hægt sé að flytja vopn, mann- afla og vistir frá Norður-Ameríku til Evrópu. Frank B. Kelso mun einnig taka við stöðu yfirmanns herstjómar Bandaríkjamanna á Atlantshafi en þeirri stöðu hefur Lee Baggett gegnt fram til þessa. Kelso hefur starfað á vegum Bandaríkjaflota undanfarin 32 ár. Á þessum tíma hefur hann stjómað kafbátum og kafbátadeildum, verið yfirmaður sjötta flota Bandaríkjanna á Miðjarðarhafí auk þess sem hann hefur stjómað Atlantshafsflotanum. Reuter Mótmæli íPóllandi Um 300 ungmenni efhdu til mótmælafundar við bækistöðvar kommúnistaflokksins í Gdansk í Póllandi á sunnudag. Báru þau borða með slagorðum, m.a. þann sem á myndinni sézt, en á hon- um stendur: „Drepum kommana". MÆLIR MEÐ SER SJALF LJÓSRITUNARVÉLAR ÍSÉRFLOKKI MITA CC-10: Lítil og nett vél sem hentar alls staðar. Litamöguleikar og 8 eintök á mínútu. Ódýr og handhæg. MITA DC-1655: Lítil um sig en stór i hugsun. Sjálfvirk, minnkar og stækkar. Mötun úr tveim bökkum. Litamöguleikar. 16 eintök á mínútu. MITA CC-20: Einföld en fjölhæf. Lita- möguleikar og 8 eintök á mínútu. Ódýr og handhæg vél sem hentar allstaðar. MITA DC-2585: Ótrúlega fjölhæf. Gerir allt sem góð Ijósritunarvél þarf að gera. Flokkar hratt og örugglega. 25 eintök á minútu. Tveggja lita prentun. MITA DC-1205: Föst plata sem þýðir minna pláss. Litamöguleikar. 12 eintök á minútu. Þolin og örugg. MITA DC-4085: Stiglaus minnkun og stækkun. Mötun úr þrem bökkum. Sjálf- virk Ijósritun á báðar hliðar. 40 eintök á mínútu. Hafðu samband - Við eigum Ijósritunarvélina sem hentar þinum þörfum FJÖLVAL HF. Ármúla 23 Sími 688650 Bandaríkin: Hulunni svipt af tor- séðu sprengjuþotunni Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Bandarískir fjölmiðlar keppast nú við að lýsa torséðu sprengjuþo- tunni, sem Bandaríkjamenn nefiia „Stealth", og á að geta flogið i gegnum ratsjárvarnir og þannig gert árásir á óvinastöðvar fyrirvara- laust. Hulunni verður svipt af sprengjuþotunni í dag, þriðjudag, i flugvéiaverksmiðjum Northrops félagsins i Palmdale í Kaliforniu. Fullyrt er, að með byggingu tor- séðu sprengjuþotunnar hafi Banda- ríkjamönnum tekist að gera ratsjár- vamir tilgangslausar í framtíðinni og héðan í frá muni allar banda- rískar árásarflaugar, flugvélar og herskip, verða búnar á sambærileg- an hátt. „Við getum nú einbeitt okkur að því, sem er mestum vert, spjótsoddinum í stað spjótskafts- ins,“ er haft eftir Donald A. Hicks, sem er rannsóknaframkvæmda- stjóri bandaríska vamarmálaráðu- neytisins. HEFUR ÞÚ KYNIMTÞÉR HAMAX SIMJÓÞOTUR í KAUPFÉLAGINU OG SPORTVÖRUVERSLUNUM VERSLUNARDEILD HOLTAGÖRÐUM SlMI 6812 66 Yfirmaður flugflota Banda- ríkjanna, Larry D. Welch, skýrir svo frá, að sprengjuþotan kosti 450 milljónir dollara (rúma 20 milljarða ísl. kr.) og leggur áherslu á fæling- armátt hennar. Vopnabúnaður sem þessi muni fæla Sovétmenn frá að því að hefja styijöld þar sem torséð- ar sprengjuþotur muni í framtíðinni geta gert árásir á höfuðstöðvar óvinanna og komið þeim algjörlega á óvart. „Engin þjóð myndi láta sér koma til hugar, að hefja styijöld gegn ríki, sem ræður yfir slíku vopni sem B-2 sprengjuþotunni," sagði Welch hershöfðingi, um B-2, eins og hún hefir verið nefnd opin- berlega. Smíði B-2 hófst í stjómartíð Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkja- forseta. Vélin minnir að útliti til á hinar svokölluðu fljúgandi vængi, sprengjuflugvélar frá 1940, YB35 og YB49, sem teiknaðar vom af hinum kunna flugvélasmið John Knudsen Northorp. Þessi gerð flug- véla var fyrirboði nútíma þotna. Bandaríski flugherinn pantaði 30 vélar af þessari gerð, en hætt var við smíðina sökum ljárskorts. Bandaríkjamenn ráðgera smíði fleiri torséðra vígtóla. Líkt og þeir Jimmy Carter og Ronald Reagan hefur George Bush, hinn nýkjömi forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir, að hann sé hlynntur smíði torséðra sprengjuvéla og langdrægra eld- flauga með ratsjárvörnum. Það er nokkur andstaða gegn B-2 sprengjuþotunni. Margir telja hana of dýra og segja að smíði slíkra vopna muni aðeins hvetja Sovétmenn til að fínna upp vöm gegn B-2. 22-27- nóvember: VILLIBRÁÐAR JVÖLD_ kl ^.30-22_00. pönnusteiktar ^ Wj^ubringur me^3 ~ALPJÓÐA /vícðal rétia: \**sS*m 2SS* 1neð lerkisvep} \ jninancjssósu, \ \artöflum \nSSnr\ XjS \ SmJ$T, \ 1 með appftsim50S V 1 með týtuberjasósu feáéá-. I viSS<.\ zJt_ |BBSa» , r^*mnrðapant‘inir. sím ~ - J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.