Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSMPn/iflVimiUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 35 Tryggingar TRYGGINGAR — Nú orðið er hægt að tryggja sig fyrir nærri því öllu sem hugsast getur, m.a. fyrir verðbréfaáföllum eins og því sem varð í verðbréfahruninu mikla á Wall Street í október 1987. Þá misstu hins vegar margir aleigu sína. Milljarða gróði á óöryggi fólks Einungis takmarkað hugmyndafiug sem tefur þróun búnaðar fyrir fólk í öryggisleit m Kaupmannahöfh. frá Grimi Friðgeirssyni, fréttaritara Morg-unblaðsins. ORYGGI kostar milljarða, gæti verið slagorð vörusýningar í Dan- mörku, sem veita á yfirsýn yfir það sem í boði er til að tryggingja öryggi fólks. Vöxtur fyrirtækja sem hanna, framleiða og setja upp ýmis konar öryggiskerfi hefur verið hreint ótrúlegur á síðustu árum. Það virðist eingöngu vera háð hugmyndaflugi framleiðenda, hvað fundið er upp til að tryggja öryggi og vernda hrædda Dani, sem hér á öldum áður voru eins og við íslendingar, víkingar sem ekkert hræddust. Öryggis- og hræðslumarkaðinn er erfítt að skilgreina nákvæmlega, en samsteypan Baltica sem rekur m.a. stórt tryggingafélag hefur reynt það og gefið út skilgreiningu á því. Markaðurinn spannar yfir, að þeirra mati, vörur og þjónustu, sem stuðla að því að tryggja við- skiptavininn persónulega og ijár- hagslega, og til að vemda og auka verðmæti skuldabréfa, hlutabréfa og annarra verðmætra pappíra í eigu viðskiptavinanna. Klókindi Aðferðir við markaðssetningu þessarar þjónustu verða að teljast klókindalegar. Sumar tegundir þjónustunnar eru hefðbundnar, eins og t.d. líf- og slysatryggingar, aðr- ar ekki, og má þar t.d. nefna fjár- mögnun bílakaupa með tryggingu fyrir því að ef um meiriháttar við- gerðarkostnað verði að ræða meðan á kaupum stendur, greiði trygg- ingafélagið þann kostnað án þess að mánaðar- eða ársgreiðslur hækki. Fjármagnsstofnanir og trygg- ingafélög hafa farið hvert inn á yfirráðasvæði annars til að tryggja sér nýja viðskiptavini og þar af leið- andi nýjar fjáröflunarleiðir, og virð- ist samkeppnin vera hörð. Eitt dæmi er hægt að taka frá þeim tíma þegar samvinna íjármagnsstofnana og tryggingafélaga var valin frekar en samkeppni, en það voru launa- reikningar með innifalinni líftrygg- ingu. Húsnæðismál Geysilegt óöryggi ríkir á hús- næðismarkaðnum, og er fólk tilbúið að borga talsverðar upphæðir til að tryggja sér öryggi á þeim vett- vangi. Baltica-félagið hefur nýlega stofnað byggingarfélag sem nefnist Baltica Bolig og er því ætlað að styrkja hinn ótrygga húsnæðis- markað í Danmörku, en hann er ótrúlega stór. 40 milljörðum danskra króna er varið í íbúðabyggingar árlega. Stofnfé hins nýja byggingarfélags var 60 milljónir danskra króna og er ætlunin að byggja húsnæði sem selst auðveldlega. Búast má við að ýmsar tryggingar hinna nýju kaup- enda fylgi í kjölfarið, en þau við- skipti eru þó aðeins aukaviðskipti í heildarbyggingardæminu. Ymis önnur tryggingafélög eru nú þegar í byggingariðnaðinum og er ekkert nema gott um að það að segja, félögin eru fjársterkir aðilar sem fólk getur treyst. Það má bæta því við hér að Baltica-félagið hefur nýlega keypt Falek-fyrirtækið, en það sér um sjúkraflutninga í Danmörku, rekur nokkurs konar hjálparsveit, er með viðgerðarþjónustu svipað og FÍB, dráttar- og brottflutningsþjónustu, ásamt ýmsu fleiru og allt þetta þurfa að sjálfsögðu neytendur að borga. Sparifé Að leggja fé til hliðar er einnig hluti af örygginu. Það eru lífeyris- sjóðirnir sem sjá um bróðurpartinn af því sem sparað er. Bankar bjóða upp á ýmsa möguleika til að spara. Sérstakir sparisjóðsreikningar eru fyrir börn, aðrir til húsnæðiskaupa, til menntunar og enn aðrir sérstak- lega fyrir lífeyrisþega, svo að dæmi séu tekin um hina ýmsu innláns- reikninga. Talið er að í Danmörku séu á milli 4 og 5 milljónir innlánsreikn- inga og að heildarupphæð þeirra sé um 60 milljarðar danskra króna. Stöðugt koma auglýsingar um nýja reikninga með hærri vöxtum og ýmsum öðrum nýjungum. A seinni árum hefur borið tals- vert á fjárfestingartilboðum í hluta- bréfum, skuldabréfum, verðbréfum og er ýmsu lofað. Fyrir um ári, nánar tiltekið þann 19. október, urðu margir sem töldu sig vera búna að tryggja sig fyrir ellina fyr- ir áföllum, en slíkt var hrunið í kauphöllunum eins og menn muna, að margir urðu öreigar á auga- bragði. Tryggingafélögin hafa hagnast talsvert á hruninu fræga, því nú er hægt að tryggja sig fyrir hruni eins og varð 19. október 1987. Securitas ISS Securitas a/s er dæmigert fyrirtæki sem þrífst á öryggisþörf- um einstaklinga og fyrirtækja, og þeir Securitas-menn gera það gott. A tveimur árum, frá 1985 til 1987, jókst velta fyrirtækisins í Dan- mörku úr 474 milljónum 1619 millj- ónir danskra króna. Það liggur greinilega mikið fé í að vakta eigur annarra, en aðallega er um brunavarnakerfi og þjófa- varnakerfi að ræða. Talið er að enn sem komið er sé aðeins um upphaf þróunar að ræða. Tæknilegar framfarir eru svo örar á sviði öryggis- og tryggingamála sem annars staðar og sífellt er leit- að nýrra leiða. Hér má benda á tækni sem er í örri þróun og verður útbreidd fyrr en varir, en það er stýring rafmagnstækja heimilanna gegnum síma, t.d. með tölvunni á vinnustað eða í bílnum, og þar virð- ast möguleikarnir vera óendanlegir. Það eru ótal aðferðir til við að tryggja sér öryggi. Til dæmis er hægt að leigja sér lífvörð, og ef maður vill spara, fer maður á nám- skeið í sjálfsvöm, en þetta kostar að sjálfsögðu allt saman peninga. Dýrt spaug Öryggistilfinning kostar sitt, þannig að eftir á er auðvitað hægt að rökræða um það hvort það hafi verið peninganna virði að tryggja sig í bak og fyrir. Þegar litið er á velgengni fyrirtækjanna sem þjóna þessum þörfum fólks er hægt að fullyrða að mögulegt er að hagnast á óöryggi og hræðslutilfinningu fólks. Þörfin fyrir öryggi á hinum ýmsu sviðum er orðin vani. Að minnsta lkosti er nóg af viðskiptavinum og íjöldi þeirra vex stöðugt og þarfirn- ar aukast að sama skapi. EB-markaðurinn Dagblað helgað sam- einingu Evrópu Brusscl, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttarita Morgunblaðsins. BRESKI fjölmiðlakóngairinn, Robert Maxwell hefiir í þessum mánuði tilraunaútgáfu á nýju dagblaði, sem verður dreift um Evrópubandalagið allt. Þetta fyrsta tölublað kemur út í tilrauna- skyni og verður dreift ókeypis í fimm milljónum eintaka með öðrum dagblöðum og m.a. í flugvélar. Regluleg útgáfa hefst í byijun næsta árs. Blaðið sem heitir Evrópubúinn, The European, er með höfuðstöðv- ar í París og verður prentað á ensku. Ritstjórnarstefna blaðsins er mjög skýr, blaðið mun styðja alla viðleitni til að sameina Evr- ópu, en berjast gegn sundrungar- öflum og þjóðrembu í álfunni. Jafnramt því sem Maxwell hyggst gefa út Evrópubúann ætlar hann að opna gagnabanka um EB- markaðinn sem miðaður verður við upplýsingaþarfir einstaklinga og fyrirtækja. Portúgal Fram- mmmmmmmmmmmmmmm kvæmda- Framkvæmda- stjórn Evr- stjórnEB ópubanda- samþykkir lagins hefur styrki til skipa samþykkt smíðastöðvar. áætlun portúgalskra stjórnvalda um styrki til skipasmíða í landinu. Samkvæmt áætluninni verða styrkir til skipasmíðastöðva vegna nýsmíði allt að 9,5% af kostnaði við hvert verkefni. Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir styrkjum og hagstæðum lánum til stöðvanna og útgerðarmanna. Samanlagt mega fyrirgreiðslurnar ekki fara yfir 28% af smíðakostnaði skips. Flug Sætanýting evrópskra Sætanýtingí flugfélaga í septembergóð. september var 73% samkvæmt upplýsingum Evrópusambands flugfélaga, AEA, í Brussel. Þetta hlutfall er nánast óbreytt frá því í september 1987, þrátt fyrir 5,7% auknkingu á sætaframboði. Farþegum fjölgar á öllum flugleiðum aðildarfélag- anna en nminnst á Norður-Atl- antshafsleiðinni. í september urðu 22% allra áætlunarferða fyrir meiri seinkun en 15 mínútum, í ágúst var þetta hlutfall 17,9% en á sama tíma í fyrra 14%. Bladid sem þú vaknar vió! NEWS FROMICELAND Mánaðarlegt fréttablað. Eina reglubundnafréttaþjónustan á ensku frá íslandi. Við sendum þér OKEYPIS kynningareintak af október- tölublaðinu, ef þú hringir. Þá sérðu hvort NEWS FROM ICELAND er ekki einmitt blaðið, sem viðskiptamenn þínir erlendis ættu að fá til þess aðfylgjast með því, sem hérgerist. Hringdu ídag ísíma 84966, eða 84913 — og þú færð eintak í pósti ívikunni. NEWS FROM ICELAND er gefið út af ICELAND REVIEW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.