Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 brota- þungarokk á 290 km hraða í bland við málmkenndar ballöður. Helsta einkennið er enn sem áður hams- leysið, vísvitandi „firring", svo gripið sé til orðtækis félagsfræð- inga, og samt sem áður er meira lagt upp úr markvissu tónaflóði, sem sparlega er farið með öfugt við flestar aðrar þungarokkssveit- ir. Engu ofaukið. Þar hefur hinn danski útsetjari sveitarinnar, Flemming Rasmussen, vafalítið hönd í bagga. Yrkisefnin eru nokk hin sömu og fyrr — ekki mjög upplífgandi eins og nöfnin benda til: „Black- ened", . . . And Justice for All“, „The Shortest Straw", „Harvester of Sorrow", „The Frayed Ends og Sanity", „To Live Is To Die" og „Dyers Eve". Hins vegar eru text- ar Metallica mun betri heldur en flestra brotajárnssveita, sem gera út á svipuð mið, en þeir fela í sér boðskap án þess að vera í þeim mærðar- eða fánýtisuppreisn- arstílj sem flestir aðrir popparar hafa tamið sér þegar þeir vilja sanna fyrir umheiminum að þeir kunni líka að hugsa (sem sjaldnast virðist raunin) og troða hinum og þessum boðskap upp á andvara- lausa hlustendur sína. Aðferð Metallica er fremur sú að draga upp tiltekna mynd — gjarnan með því að lýsa hugrenningum að hætti Joyce og/eða Camus — og eftirláta hlustandanum að draga ályktanir. Vegna eðlis tónlistarinnar get ég varla sagt að þessi plata ætti að vera til á öllum betri heimilum, en fyrir þá sem hafa áhuga á þungarokki eða þora að kynna sér hljómsveit, sem er ekki að gera að gamni sínu þegar þungarokk er annars vegar, er hún bráðnauð- synleg. Hún fær hiklaust fimm stjörnur (sem ég gef nú ekki oft), en taugaveiklað fólk hefur verið varað við. Þessa plötu þarf að spila hátt. Andrés Magnússon Defunkt og eðlur á Tunglinu Með vottorð í leikfimi Fyrir skemmstu kom hingað til lands bandarfska fönksveitin Defunkt og hélt tónleika í Tunglinu. Til upphitunar var fslenska sveitin Risaeðlan. Risaeðlan hóf leikinn eftir langa mæðu, en sökum seinlætis hljómsveitarmeðlima Defunkt, lá við að áheyrendur yrðu af því að Risaeðlan léki. Svo tæpt stóð allt skipulag tónleikanna að Eðl- urnar þurftu að nota fyrsta lag sitt í tækjastillingu. Tónlistin sem Risaeðlan leikur er skemmtilegt sambland af hinu alvanalega og hinu óvænta. í lög- unum bregðurfyrirkunnum rokk- frösum og tónagangi, sem skyndilega taka allt aðra stefnu en menn hefðu vænst og takt- skiptin gera sitt til að menn eiga erfitt með að setja merkimiða á allt saman. Það verður samt gert hér: Risaeðlurokk. Vitanlega ber mest á stelpun- um tveim, Dóru og Möggu Stínu, enda eru þær fremstar á sviðinu. Það má þó ekki líta á Eðlurnar sem kvennahljómsveit, því fram- lag drengjanna í sveitinni er ekki ómerkara og trommur og bassi gefa framúrskarandi traustan og um leið sveigjanlegan grunn og heldur yrði tónlistin snautleg ef gítarleikarans nyti ekki við. Risa- eðlan hefur verið á allra vörum síðustu vikur og skyldi engan undra. Heldur komu færri að hlýða á Defunkt en menn hefðu ætlað. Sveitin leikur fyrirtaks danstón- list og er með einkar skemmti- lega rytmasveit, þar sem bass- leikarinn er fremstur meðal jafn- ingja. Joe Bowie, básúnuleikari og söngvari, leiddi sveitina af miklum krafti og var hinn spræk- asti, hvort sem hann lék á bás- únu eða kongatrommur eða þá bara söng og dansaði. Sveitin var sinn tíma að koma sér í gang Defunkt í Tunglinu Bjartmarog Diddi í Næst mest selda plata síðasta árs var plata Bjartmars Guð- laugssonar, sem seldist líklega meira en nokkur átti von á. Það kemur því vart á óvart að Bjartm- ar er að taka upp aðra plötu sem kemur út fyrir þessi jól. Síðustu plötú gaf Steinar út, en að þessu sinni ætlar Bjartmar að gefa plötuna út sjálfur í samvinnu við hljóðverið Stemmu, en það er einmitt í Stemmu sem hann vinnur að plötunni og þar hitti útsendari Rokksíðunnar hann fyrir skemmstu. Útsetjari með Bjart- mari er Sigurður Rúnar Jónsson, sem flestir kannast við sem Didda fiðlu, en hann er einmitt eigandi Stemmu. Það þótti því við hæfi að spjalla ekki aðeins við Bjartmar einan og voru þeir báðir teknir tali. Þú áttir næst söluhæstu plötu sfðasta árs Bjartmar, ertu ekki undir þrýstingi að gera eins? Bjartmar: Ekki eins og við erum að vinna þessa plötu í dag. Við erum bara fyrst og fremst að koma þeim lögum á framfæri sem við komum okkur saman um að ættu erindi á hana. Við höfðum úr mikl- um fjölda að velja, en lögin voru ekki valin undir pressu og við erum alveg lausir undan einhverri mark- aðshyggju. Ég hef ekki fundið fyrir pressu nema þegar ég var að reyna að semja við stóru útgefend- urna. Diddi: Annars má segja hvað varðar þessa plötu að það hefði ekki verið réttlátt gagnvart neinum að fara að reyna að gera plötu sem væri eins og platan í fyrra. Við tökum því ekkert mið af henni. Bjartmar: Það er ekkert eins fjarri mér og að fara að fella mig að einhverjum markaðssjónarmið- um bara vegna þess að það er einhver utanaðkomandi sem krefst þess. Ég vil bara fá að gera plöt- una í samvinnu við Didda eins og okkur finnst þetta eiga vera. Hvað með textagerð á plöt- unni, verða textarnir svipaðir og hingað til? Diddi: Ekki síðri. Bjartmar: Ég er að fást við allt önnur mál en áður. Þetta eru miklu persónulegri textar, en þó ekki um mig sérstaklega. Ég er að fjalla um íslenskt þjóðfélag og ef ég get komið að einhverjum notum t.d. í að benda á valdníðslu pólitíkusa gagnvart hinum almenna borgara, þá held ég að þaö verði á þessari plötu. Þetta er enginn boðskapur, enda veit ég ekki hvað það orð þýðir, en ég er að taka fyrir mál í þjóðfélaginu, sem er hlutverk okk- ar fjölmiðlaskáldanna að gera. Á plötunni eru lög eins og t.d. titillag- ið, Með vottorð í leikfimi, en í því lagi er ég að horfa á heiminn frá sjónarhóli unglings sem er svolítið uppreisnargjarn og styðst þá að nokkru leyti við sjálfan mig; að al- ast upp í sjávarplássi úti á landi og skoða heiminn þaðan. Ég er alltaf að skoða heiminn, íslenska heiminn. Liggur þér mikið á hjarta? Bjartmar: Alveg ferlega. Diddi: Ef ég má koma með mína skoðun á þessu þá er Bjartmar að semja lög og texta af nákvæmlega sömu þörf og allir þessir menn sem eru að semja lög með bömm- ertextum, en hann gerir það á allt Metallica: Morgunblaðið/Þorkell stúdíói Stemmu Platínuhúðað járnsrokk Metallica tilheyrir þeim geira þungarokksins, sem á ensku nefnist „thrash“, en ég kýs að nefna brotajárnsrokk til samræmis við báru- járnsrokk. Ég er þó ekki alveg sáttur við þá skilgreiningu, því þó Metallica sé með því þyngsta sem gerist í rokkinu er síst hægt að segja að tónlist þeirra sé hrá. Hver nóta er yfirveguð, flóknar takt- skiptingar tíðar og ekkert látið tilviljun eftir. Nú er komin út fyrsta plata þeirra ítvö og hálft ár og ber sú nafnið .. .And Justice for Ali. Þrátt fyrir að undirritaður hafi held að það hafi liðið sex mánuðir löngum haft gaman af þungarokki finnst mér margar brotajárns- sveitirnar hafa gengið of langt í hraðadýrkun og hávaðafram- leiðslu. Kannski ég sé bara orðinn og gamall. Ted Nugent sagði ein- hverju sinni: „Ef tónlistin er of há ert þú of gamall." Það kann að vera tilfellið. Metallica er ein af merkari hljómsveitum þessa ára- tugar. -Til þess að það fari nú ekki á milli mála skal fram tekið að þessi plata er ekki ætluð þeim, sem fram að þessu hafa haldið sig við Barry Manilow og hans nóta. Jafn- vel gamlir þungarokksaðdáendur eins og ég kunna að eiga í erfið- leikum með að venjast þeirri tón- list, sem Metallica framleiðir. Ég frá því að ég heyrði fyrst í Met- allica þar til ég gat sest niður og hlýtt á einhverja plötu þeirra án þess að hafa fengið heitt kakó og róandi áður. Hvað um það, Metallica hefur verið að um nokkurra ára skeið og er frá Los Angeles (fyrir utan trumbuleikarann Lars Ulrich, sem er frá Danmörku). Hljómsveitin náði sér fyrst verulega á strik með plötunni Master of Puppets, sem kom út 1986 og gagnrýnandi fer ekki ofan af að sé ein af tiu bestu plötum, sem hann hefur heyrt fyrr og síðar. Því miður nær .. .And Justice for All því ekki að steypa Master of Puppets af stalli, en hún fer býsna nærri því. Sami gífurlegi þungi einkennir hljómsveitina sem fyrr og auðheyrt að hljómsveitar- meðlimir hafa þroskast nokkuð án þess að glata neinu af þeim fersk- leika, sem gjarnan vill týnast hjá ungum hljómsveitum eftir því sem meðlimirnir verða veraldarvanari (sbr. Def Leppard). Dauði bassa- leikarans Cliffs Burton (lést í bilslysi á tónleikaferðalagi í Svíþjóð í fyrravetur) kann að valda einhverju um þroska þennan. Eins og á fyrri plötum Metallica er það gítarleikarinn og söngvar- inn James Hetfield, sem stjórnar ferðinni í náinni samvinnu við Lars Ulrich, trumbuleikara. Kirk Hamm- ett sólógítarleikara hefur fleygt fram í tækni (sem ekki var lítil fyr- ir), en honum hefur jafnframt tek- ist að þróa eigin stíl betur en fyrr, sem er ekki minna um vert. Lögin eru af sama sauðahúsi og fyrri afurðir sveitarinnar, og það var ekki fyrr en eftir þrjú fjögur lög að áhorfendur fóru að mjakast til og frá á gólfinu og um leið var eins og sveitin tvíelf- dist. Undir lokin var andrúmsloft- ið síðan orðið verulega raf- magnað og þá má segja að Def- unkt hafdi sýnt allar sínar bestu hliðar. annan hátt; hann kemur að sömu hlutunum frá allt öðru sjónarhorni, en þó með fullri alvöru og oft áttar áheyrandinn sig ekki á hvað hann er að syngja um við fyrstu hlustun. Bjartmar: Þú heyrir hér á bak við okkur dæmi um textana, text- ann í laginu um Bárujárnsgötuna, en í honum er ég í raun að syngja um annan texta. Diddi: Hann er að segja að það hefði verið betra að byrja búskap- inn við Bárujárnsgötuna, Bastían bæjarfógeti er búinn að koma og Bjartmar Guðlaugsson. taka skrifpúltið. Bjartmar er í þess- um texta að vísa í texta eftir borg- arstjórann, en orðið skrifpúlt hefur ekki komið fyrir í dægurlagatexta nema einu sinni síðustu fimmtíu árin og það var í hitteðfyrra. Bjartmar: Það má segja að þetta sé hin hliðin á málinu. Diddi: Þetta var svo rómantískt hjá Davíð. Það má kalla það borgaralega rómantík, er þetta verkalýðsróm- antík? Diddi: Raunveruleikinn. Bjartmar: Alþýðurómantík. Diddi: Þetta er engin rómantík, láttu ekki svona. Bjartmar: Já, hún endar svo fjandi illa. Diddi: Hún fór í meðferð og hann út á sjó. Bjartmar: í lögbirtu bárujárns- draumurinn dó. Þetta er þá rómantík sem end- ar illa. Bjartmar: Ég veit ekki hvort við ættum að segja að hún endi svo illa, það endist engin rómantík í dag. Það eru tvær þjóðir sem búa í þessu landi og mörkin á milli verða alltaf greinilegri. Það er hlut- verk okkar fjölmiðlaskáldanna að benda á þetta og láta Mjólkursam- sölu- og skyndibitaauglýsingar éiga sig. Þeir popptónlistarmenn sem hafa viðurværi sitt af því að búa til lög og texta, og þeir eru fáir, eiga að búa til tónlist og texta sem þeir meina en ekki verá að nauðga tónlist á öðrum sviðum. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt koma á framfæri? Bjartmar: Það er þá bara það að ég vona að þetta verði ofsalega skemmtileg plata, því það hefur verið skemmtilegt að vinna hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.