Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 33
t MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 33 Ný efnalaug í Kópavogi EFNALAUGIN Hreint og klárt í Laufbrekku 26 (Dalbrekkumeg- in) í Kópavogi var opnuð í ágúst sl. Jafnframt er þar nú starfrækt þvottahúsið Rullan sem var áður til húsa í Auðbrekku 32. Eigendur efhalaugarinnar Hreint og klárt í Laufbrekku, Kópavogi. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 21. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 54,00 30,00 48,26 90,449 4.365.146 Undirmál 15,00 15,00 15,00 1,934 33.018 Ýsa 51,00 21,00 43,48 27,468 1.194.318 Ýsa(ósl.) 23,00 23,00 23,00 0,575 13.225 Undirmálsýsa 15,00 ' 10,00 11,26 0,981 10.915 Ufsi 10,00 10,00 10,00 0,152 1.525 Karfi 15,00 .15,00 15,00 1,110 16.650 Steinbítur 22,00 15,00 18,23 1,842 33.583 Langa 23,00 15,00 17,07 0,159 2.385 Lúöa 290,00 80,00 147,81 2,967 438.575 Skata 50,00 50,00 50,00 0,019 973 Keila 21,00 12,00 15,16 8,826 133.821 Samtals 45,74 136,485 6.244.1'29 Selt var aðallega úr Núpi ÞH og Stakkavík ÁR. í dag verða meðal annars seld 7 tonn af ýsu, 15 tonn af þorski og 2 til 3 tonn af blönduðum afla. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 45,00 30,00 42,03 2,021 84.940 Þorskur(ósL) 45,00 34,00 36,28 3,449 125.115 Undirmál 10,00 10,00 10,00 0,082 820 Ýsa 29,00 18,00 22,99 0,977 22.459 Ýsa(ósl.) 39,00 15,00 28,44 9,162 260.551 Ýsa(umálósL) 10,00 10,00 10,00 2,236 22.360 Ufsi 18,00 15,00 15,80 80,064 1.265.295 Steinbitur 15,00 15,00 15,00 0,011 165 Hlýri+steinb. 12,00 12,00 12,00 0,106 1.296 Langa 10,00 10,00 10,00 0,031 310 Smálúöa 190,00 150,00 174,85 0,103 18.010 Smálúða(ósL) 190,00 150,00 174,31 0,116 20.220 Keila 6,00 6,00 6,00 0,241 1.446 Hnýsa 10,00 10,00 10,00 31,00 310 Blandað 47,00 47,00 47,00 0,058 2.726 Samtals 18,34 98,587 1.808.014 Selt var úr Ottó N. Þorlákssyni og bátum. ( dag verða meðal annrs seld 40 tonn af þorski, 6 tonn af ufsa og 1,5 tonn af steinbít úr Ásbirni RE og ýsa úr dagróðrabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,00 27,00 44,98 75,674 3.403.826 Undirmál 10,00 10,00 10,00 0,020 200 Ýsa .61,50 15,00 43,62 24,916 1.086.770 Ufsi 21,00 5,00 16,71 24,451 408.569 Karfi 30,00 15,00 19,93 27,915 556.424 Steinbítur 32,50 10,00 31,69 3,952 125.222 Langlúra 6,00 6,00 6,00 0,090 540 Blál.+langa 21,50 19,00 20,29 2,130 43.220 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,017 595 Langa 30,50 10,00 22,10 4,988 110.210 Síld 8,30 8,23 8,26 248,620 2.054.161 Lúöa 209,00 65,00 125,42 0,316 39.699 Keila 18,00 9,00 14,94 7,141 106.654 Skata 62,00 61,00 61,74 0,271 16.732 Skötuselur 109,00 109,00 109,00 0,030 3.270 Samtals 18,92 420,542 7.956.333 Selt var aðallega úr Bergvík KE ög Eldeyjar-Hjalta GK. I dag verða meöal annars seld 60 tonn af þorski, 8 tonn af ýsu, 6 tonn af ufsa, 25 tonn af karfa, 4 tonn af steinbít og 2 tonn af hlýra. Einngi verður selt úr dagróörabátum ef á sjó gefur. SKIPASÖLUR í Bretlandi 14,- 18. nóvember. Þorskur 75,27 377,240 28.395.552 Ýsa 85,57 62,965 5.387.706 Ufsi 43,72 20,615 901.328 Karfi 53,46 4,670 249.668 Koli 65,62 22,375 1.468.194 Grálúöa 49,60 0,020 992 Blandað 108,16 9,874 1.068.010 Samtals 75,28 497,759 37.471.451 Selt var úr Erlingi SF i Hull á þriöjudaginn, Þorláki ÁR í Grimsby á þriðjudaginn, Eini HF í Grimsby á miðvikudaginn, Garðey SF í Hull á miðvikudaginn, Ottó Wathne í Grimsby á fimmtudaginn og Álftafelli SU í Hull á föstudaginn. GÁMASÖLUR í Bretlandi 14.- 18. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúöa Blandað Samtals 71,50 467,415 33.422.466 100,67 160,836 16.190.743 53,23 7,820 416.254 45,90 11,300 518.675 83,44 122,905 10.255.370 90,92 3,650 331.858 106,81 35,363 3.776.966 80,21 809,289 64.912.333 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 14.- 18. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Blandaö Samtals 63,66 27,590 1.756.418 75,16 0,630 47.354 60,20 36.726 2.210.786 65,40 521,345 34.097.240 103,77 2,810 291.581 50,15 23,258 1.166.412 64,62 612,359 1.509.026 Selt var úr Vigra RE í Bremerhaven á mánudaginn, Hegranesi SK í Cuxhaven á þriðjudaginn og Skafta SK í Cuxhaven á föstu- daginn. Verð á loðnuafurðum FÉLAG fSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótineininguna af loðnumjöli er nú um 9,50 Banda- ríkjadalir, eða 30.300 krónur fyrir tonnið, en meðalverð fyrir tonnið af loðnulýsi er um 340 Bandaríkjadalir (15.500 krónur). Hins vegar hefur lítið veriðselt af loðnuafurðum að undanförnu. Of seiiit að svara áróðri Grænfriðunga í Vestur-Þýskaiandi? Uppákomur sem þessar óþolandi - segir framkvæmdastjóri ALDI Zurich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. 19.000 borgarar í Vestur-Þýskalandi skrifuðu undir áskorun Grænfiriðunga á innflytjendur og verslunarstjóra um að hætta að versla með íslenskar sjávarafurðir á laugardag. Undirskriftunum var safinað í 59 borgum á þremur og hálfúm tíma, að sögn Græn- friðunga. Þeir voru ánægðir með undirtektir fólks og athyglina sem barátta þeirra gegn hvalveiðum íslendinga vakti. Þeir munu senda fyrirtækjum undirskriftalistana til að reyna að fá þau til að hætta viðskiptum við ísland. Grænfriðungar stilltu sér víða upp fyrir framan verslanir þar sem íslenskar sjávarafurðir eru á boð- stólum og hvöttu fólk til að sneyða hjá íslenskum vörum. ALDI, sem verslar með vörur frá Sölustofnun lagmetisins, varð meðal annarra fyrir barðinu á Grænfriðungum. „Okkar ákvörðun að versla með íslenskar vörur hefur ekki breyst," sagði Gunter Thiemann, fram- kvæmdastjóri hjá ALDI, í samtali við Morgunblaðið í gær. „En uppá- komur eins og á laugardag út af einhveijum rækjum eru óþolandi. Við munum hugsa þetta mál vand- lega og láta viðskiptasjónarmið ráða ákvörðunum okkar. Það er ekki í verkahring okkar að útskýra hvalveiðistefnu Islendinga.“ íslensk sendinefnd átti fundi i síðustu viku með flestum sem flytja inn íslenskar sjávarafurðir í Vest- ur-Þýskalandi. Framkvæmdastjór- ar fyrirtælga Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sambandsins í Hamborg sögðu báðir í gær að þeir gætu ekki séð að fundir nefnd- arinnar hefðu borið mikinn árang- ur. Starfsmaður Nordsee, sem er hætt að kaupa frosinn, íslenskan fisk, tók í sama streng. „Ég sé ekki að nefndin geti verið ánægð með fundinn með okkur," sagði hann. „Hún vildi að við snerum við blaðinu og ákvæðum að kaupa áfram frosinn fisk frá íslandi. Það gerðum við ekki." Nordsee kaupir áfram ferskan, íslenskan fisk. Frosinn fisk getur það keypt annars staðar frá. Fersk- ur fiskur ber ekki með sér hvaðan hann er en fisksölum fyrirtækisins hefur verið uppálagt að segja neyt- endum hvaða fiskur í verslununum er íslenskur ef þeir spyija. Nordsee ákvað að hætta að versla með fros- inn fisk til að sýna samstöðu með neytendum, Grænfriðungum og öðrum sem eru á móti hvalveiði- stefnu íslendinga. Því hefur borist flöldi áskorana frá almenningi um að hætta að versla með íslenskar að koma sjónarmiðum íslenskra stjómvalda á framfæri við v-þýska neytendur. „Ég skil ekki að það muni borga sig héðan i frá fyrir þessa hvali.“ Og Benedikt taldi að nú væri orðið alltof seint að svara áróðri Grænfriðunga. „Þijóska stjómvalda hefur verið of mikil í þessu máli,“ sagði hann. Grænfriðungar hvöttu fólk til að Grænfriðungar dreifðu blaði með myndum af karfa-, ufsa- og þorskflökum frá Iglo, Miramar, Almare Island, Iceland Waters og Almare Island-rækjum til að hjálpa fólki að þekkja vörumar. Strikað var yfir mynd af vörumerki Nordsee vegna þess að fyrir- tækið er hætt að kaupa frosinn karfa frá íslandi. sjávarafurðir og sumir verslunar- stjórar þeirra hafa hvatt stjóm fyr- irtækisins til að hætta að vera með íslenskar vörur. „Grænfriðungar vömðu okkur við baráttu sinni snemma á þessu ári og þeir hafa staðið við það sem þeir sögðu,“ sagði starfsmaður Nordsee. „Ég vona að þetta líði hjá og við getum aftur tekið upp eðli- leg viðskipti við íslenska útflytjend- ur.“ Benedikt Guðmundsson, hjá SH, og Helgi Sigurðsson, hjá Iceland Seafood, dótturfyrirtæki Sam- bandsins og hraðfrystihúsa þess, í Hamborg sögðust báðir óttast að önnur fyrirtæki myndu feta í fót- spor Nordsee. Iglo og fleiri fyrir- tæki hafa lýst yfír áhyggjum af baráttu Grænfriðunga við þá. Vel upplýst fólk veitir áróðri umhverfis- hreyfingarinnar helst athygli en það er sama fólkið og veit að fisk- ur er holl fæða og einn líklegasti viðskiptahópur fisksölufyrirtækja. Framkvæmdastjórar beggja íslensku fyrirtækjanna sögðust vona að hvalarannsóknum íslend- inga yrði lokið án þess að fleiri hvalir yrðu drepnir. Helgi sagðist álíta að það yrði mjög dýrt að reyna hringja og skrifa í íslenska sendi- ráðið í Bonn og mótmæla hvalveið- um íslendinga í vor. Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra, sagði að símakerfi sendiráðsins hefði verið undirlagt í þijá mánuði í sumar. „Það er liðið hjá og við getum aft- ur notað símana eðlilega," sagði hann. Það berast enn um 70 mót- mælabréf í sendiráðið daglega. Flest þeirra eru fjölrituð sem Græn- friðungar hafa dreift til almennings en sum eru frá einstaklingum sem lýsa yfir undrun og hneykslun á athæfi íslendinga. Páll Ásgeir telur að herferð Grænfriðunga hafi ekki borið sama árangur og þeir vonuðust til. „Að- eins tvö fyrirtæki, Tengelmann og Nordsee, hafa ákveðið að hætta viðskiptum við ísland og Nordsee ekki nema að hluta til. Ég á von á að þetta verði að mestu liðið hjá innan fjögurra vikna." Hann sagði að mótmæli Grænfriðunga að und- anfömu hefðu „sem betur fer“ ekki vakið mikla athygli í v-þýskum fjöl- miðlum. „Það hefur svo margt ver- ið að gerast hér í stjómmálunum að athæfi Grænfriðunga hefur varla komist að. Það hefur bjargað okkur." Sjávarútvegsráðherra svaraði ekki boði í fyira ZUrich, frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara MorgunblaðsinB. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Vestur-Þýskalands, dr. Wolfgang von Geldern, sagðist hafa reynt að bjóða Halldóri Ásgrímssyni, sjáv- arútvegsráðherra íslands, til Sambandslýðveldis Þýsklánds í fyrra en án árangurs i samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég reyndi að bjóða sjávarútvegsráðherra hingað fyrir rúmu ári en það tókst ekki,“ sagði von Geldem. „Boðinu var ekki svarað. Það stóð ekki á svari í þetta sinn. Ég er feginn að ráðherrann ætlar að koma og hlakka til að heimsækja ísland sjálfur.“ Dr. von Geldem fer með sjávarút- því feginn að sjávarútvegsráðherra vegsmál í landbúnaðarráðuneyti Ignaz Kiechles. Hann hefur átt sæti í ráðherranefnd Evrópubanda- lagsins um sjávarútvegsmál í sex ár. Hann bauð Halldóri Ásgríms- syni til V-Þýskalands á fundi með íslenskri sendinefnd í Bonn í síðustu viku. „Ég er þingmaður Cuxhaven og þar er íslenskur fisk- ur mikilvægur þáttur í efnahagslíf- inu. Mér er því mjög í mun að gott samstarf og samkomulag haldist á milli íslands og Vestur- Þýskalands. Barátta Grænfriðunga gegn hvalveiðistefnu íslendinga truflar nú þetta samstarf. Ég er hefur þegið boðið. Ég mun taka á móti honum hér í Bonn og á von á að hann fari einnig til hafnar- borga." Von Geldem sagði að margir V- Þjóðveijar létu tilfinningar ráða afstöðu sinni til hvalveiðimála. Hann sagði að það væri undir því komið hvemig Halldór Ásgrímsson skýrir málstað íslendinga í ferð sinni hvort að hún mun hafa áhrif á skoðanir almennings eða ekki. „Það er nauðsynlegt fyrir íslend- inga að reyna að útskýra afstöðu sína. Rök þeirra með vísindaveiðum em góð. Þeir hefðu líklega átt að byija fyrr — um leið og herferð Grænfriðunga fór af stað — að kynna málstað sinn fyrir almenn- ingi.“ Vestur-Þjóðveijar flytja 75% af fiski sínum inn. Þeir kaupa 60% frá Evrópubandalagslöndum og 40% frá öðrum þjóðum. ísland er stærsti viðskiptaaðilinn af þessum þjóðum. Von Geldem sagði að v- þýska stjómin væri á móti hvers kyns viðskiptaþvingunum og þar af leiðandi einnig á móti kaup- bannsherferð Grænfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum. „Það er röng leið til að leysa pólitísk vanda- mál,“ sagði hann. Hann benti á að Grænfriðungar em samtök ein- staklinga og v-þýsk stjómvöld gætu ekki haft nein afskipti af frið- samlegri starfsemi þeirra. Hann sagðist ekki álíta að herferð þeirra myndi bera mikinn árangur. „Fólk getur ekki dæmt um hvort fiskur er íslenskur eða ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.