Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 29 Pakistan: Forsetinn frestar útnefti- ingu forsætisráðherra Islamabad. Reuter. GHULAM Ishaq Khan, forseti Pakistans, hefur tekið sér nokkurra daga frest til þess að útnefiia forsætisráðherra. Hefur hann hvatt Benazir Bhutto og Nawaz Sharif, leiðtoga tveggja heiztu stjórn- málafyikinga landsins, til skrafs og ráðagerða í dag og aðra ieiðtoga siðar i vikunm. Mirza Aslam Beg, hershöfðingi, yfirmaður heraflans, óskaði Bhutto til hamingju með sigurinn í kosning- unum um helgina. Við það tækifæri hvatti hann til myndunar sam- steypustjómar stærstu stjómmála- fylkinganna. Bhutto hafnaði í gær myndun stjómar með Islömsku lýð- raeðisfylkingunni, samtökum Sha- rifs, en útilokaði ekki myndun stjóm- ar með einhveijum hinna átta flokka, er að henni standa. Sharif gaf einnig til kynna að hann væri andvígur stjóm af þessu tagi þar sem hann taldi hugmynda- fræði samtaka sinna og Þjóðarflokks Bhutto of ólíka. Á fundi í borginni Lahore um helgina skýrði hann frá tilraunum sínum til að mynda meiri- hlutastjóm með ýmsum smáflokk- um. Hvatti hann forseta landsins til að bíða með að útnefna forsætisráð- herra fyrst um sinn. í kosningunum sl. miðvikudag hlaut flokkur Bhutto 92 sæti og vantaði 17 til þess að fá meirihluta. Islamska lýðræðisfylkingin hlaut 55 sæti og óháðir þingmenn og fjöldi smáflokka hlutu samtals 68 sæti. Tvennar aukakosningar eiga eftir að fara fram. , Flokkur Bhutto fékk hins vegar ekki jafn mikið fylgi í fylkiskosning- um, sem fram fóm í Pakistan á laug- ardag, eða 40% fylgi þegar á heild- ina er litið. • Beið hann lægri hlut fyrir Islömsku lýðr'æðisfylkingunni í Punjab og í Norðvesturhéraðinu en í báðum fylkjum ráða óháðir og full- trúar smáflokka úrslitum. Þjóðar- flokkurinn vann hins vegar yfír- burðasigur er hann hlaut 67 af 100 sætum á fylkisþinginu í Sind. í íjórða héraðinu, Baluchistan, skiptust þingsætin 40 milli sjö flokka og sex óháðra þingmanna. Bandaríkin: Fyrrum ráðherrar halda stöðum sínum Washington. Reuter. Reuter 1.000 daga við völd Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hélt upp á það í gær að þá voru liðnir eittþúsund dagar frá því hún var kjörin forseti. í til- efhi dagsins gróðursetti hún m.a. tré i útborg Manillu, höfuð- borgar landsins, og var myndin tekin við það tækifeeri. GEORGE Bush, hinn nýkjörni forseti Bandarikjanna, skýrði frá því í gær að hann hefði ákveðið að skipa Richard Darman fjár- lagasijóra í hinni nýju ríkisstjórn sinni. Þá gerði Bush og heyrin- kunnugt að þeir Richard Thom- Gísl grip- inn á flótta í Líbanon New York. Reuter. ALANN Steen, einn þeirra níu bandarisku gisla sem enn em i haldi öfgahópa i Líbanon, var gripinn á flótta og mátti sæta barsmiðum, að þvi er segir í nýj- asta hefti bandaríska vikuritsins Newsweek. Að sögn vikuritsins frétti banda- ríska lejmiþjónustan af flóttatilraun- inni í gegnum Mithileshwar Singh. Singh, sem er Indveiji með banda- rískan ríkisborgararétt, var sjálfur gísl um langt skeið en var látinn laus í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði. burgh dómsmálaráðherra og Lauro Cavazos menntamálaráð- herra myndu halda stöðum sinum. George Bush sagði á fundi með blaðamönnum í Washington í gær að hann hefði ákveðið að skipa menn þéssa vegna „framúrskarandi hæfíleika" þeirra. Bush hafði áður skýrt frá því að Nicholas Brady yrði áfram fjármálaráðherra og helsti talsmaður stjómarinnar á vettvangi efnahagsmála. Með því að velja þá Thomburgh og Cavazos hefur Bush þar rpeð ákveðið að þrír ráðherrar Reagan-stjómarinn- ar haldi stöðum sínum. Þá hefur Bush einnig ákveðið að fela vini sínum og samstarfsmanni, James Baker, embætti utanríkisráðherra. Bush tekur við forsetaembættinu af Ronald Reagan í janúar á næsta ári. Búist hafði verið við því að Dar- man, sem er 45 ára að aldri, hreppti embætti fjárlagastjóra. Hann hefur starfað sem embættismaður í fjár- málaráðuneytinu og verið í ráð- gjafanefnd forsetans. Bush lét þess getið að starf flárlagastjóra væri sérlega erfítt en Darman og Nich- olas Brady munu þurfa að leita leiða til að draga úr gífurlegum flárlaga- halla Bandaríkjanna. Klippimynd PicassosT Starfsmaður Drouot-uppboðsfyrirtækisins í Paris heldur á loflt klippimynd eftir Pablo Picasso. Myndin var seld á 1,87 milljónir Bandaríkjadala (85 milljónir ísl.kr.) í gær. Ríkisstofiianir buðu í mörg verk á uppboðinu og ollu þannig miklum verðhækkunum. Fundur Gorbatsjovs og Gandhis: Samvinna á sviði eftia- hags- og afropnunarmála Nýju Delhf. Reuter. HEIMSÓKN Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Indlands lauk á sunnudag. Þetta var Smmti fimd- ur Rajivs Gandhis, forsætisráð- herra Indlands, og Gorbatsjovs frá því árið 1985 og talið er að leiðtogarnir hafi styrkt enn frek- ar tengsl þjóðanna á* þessum fimdi. í yfírlýsingu sem gefín var út að loknum fundinum er meðal annars að fínna sameiginlega afstöðu ríkjanna til afvopnunar og fækkunar langdrægra kjamorkuvopna. í yfir- lýsingunni segir að ríki eigi „hvorki að hafa herstöðvar né vígbúnað utan landamæra sinna". Einnig er mælst til þess að komið verði á nýrri skip- an efnahagsmála í heiminum. Leiðtogamir hvöttu báðir til þess að Sameinuðu þjóðimar beittu sér fyrir viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjómar í Afganistan auk þess sem Sameinuðu þjóðimar ættu að efna til ráðstefnu um málefni Afgan- istans ef þörf krefur. Einnig hvöttu leiðtogamir til þess að Sameinuðu þjóðimar efndu til ráðstefnu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins „með þátttöku hlutaðeigandi þjóða á jafnréttisgrundvelli". Leiðtogamir lýstu yfir ánægju sinni með friðarviðræður milli Kóreuríkjanna og í Kampútseu. Þá sögðust þeir styðja að Indlandshaf verði lýst kjamorkuvopnalaust svæði. Gorbatsjov fullvissaði Rajiv Gand- hi um að batnandi samskipti Kína og Sovétríkjanna kæmu ekki niður SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í gær að ólík- legt væri að Verkamannaflokk- urinn tæki þátt í þjóðstjóm með Likúd-flokknum. Talið er að Yitzhak Shamir for- sætisráðherra og leiðtogi Líkúd hafi hafnað þeirri kröfu Verka- mannaflokksins að hann fengi tvö á samskiptum Sovétmanna og Ind- veija. Þjóðimar hyggjast taka upp aukna efnahagssamvinnu og hafa Sovétmenn fallist á að veita Indveij- um lán upp á 3,2 milljarða rúblna (um 243,8 milljarða króna). Lánið hyggjast Indveijar nota til að byggja orkuver þar á meðal kjamorkuver, sem reist verða með aðstoð Sovét- manna. af þremur áhrifamestu ráðherra- embættunum. Shamir sagði á sunnudag að horfur á samstjórn Líkúd-flokksins og Verkamanna- flokksins væm litlar en stjómar- myndunarviðræðum flokkanna sem setið hafa saman í stjóm undanfar- in flögur ár var samt fram haldið í gær. Litlar líkiir taldar á þjóðstjórn í ísrael Jerúsalem. Reuter. Átti að myrða Conn- ally en ekki Kennedy? New York. Reuter. í BÓKINNI Great Expectations ofJohn Connally (Framadraumar Johns Connallys) eftir James Reston yngra, sem kemur út snemma á næsta ári, leiðir höfundurinn líkur að þvi að Lee Harvey Os- wald hafi í raun ætlað að myrða John Connally, ríkissijóra i Texas, en ekki John F. Kennedy forseta. í dag, þriðjudag, eru 25 ár liðin frá þvi forsetinn var myrtur i Dallas í Texas. Fullyrðingar þessar koma fram í útdrætti úr bókinni sem vikuri- tið Time birti síðastliðinn sunnu- dag. Connally, sem var í sömu bifreið og Kennedy, særðist í skot- árásinni en forsetinn lést. Reston segir að dvöl Oswalds f Sovétríkjunum, en þangað fór hann að eigin ósk, hafí leitt til þess, að yfirmenn í langönguliði flotans hafí breytt mati sínu á honum í opinbemm skjölum. Þeir hafí hætt að kalla hann „heiðvirð- an“ og sagt hann þess í stað „óæskilegan". Þetta segir Reston að hafi lagst þungt á Oswald og hafi hann leitað á náðir Connallys og mælst til þess í bréfí til hans, að hann beitti áhrifum sínum tií að þessari einkunn yrði breytt í skjölum landgönguliðsins. Taldi Oswald að Connally færi með yfír- stjóm landgönguliðanna. En sex vikum áður hafði Connaily látið af störfum sem flotamálaráðherra Bandaríkjanna. Skrifstofa hans sendi Oswald staðlað málamynda- svar. Þegar Reston las vitnisburði sem gefnir vom fyrir Warren- nefndinni, en sú nefíid vann að rannsókn morðsins árið 1963, komst hann að því að nokkur vitn- anna höfðu sagt að Oswald hefði John Connally Reuter greinilega verið í nöp við Conna- lly. Hins vegar benti ekkert til þess svo óyggjandi væri að Os- wald hefði borið kala til Kenned- ys. Reston nefíiir einnig til sög- unnar mann sem taldi sig hafa orðið vitni að samtali milli Os- walds og Jacks Rubys, sem síðar myrti Oswald. Vitnið sagði að þeir hefðu rætt um að myrða Connally.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.