Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 45 Að gefitiu tilefiii: Islensk lög og erlend kaupskip eftir Guðmund Hallvarðsson Að undanfömu hefur nokkur um- ræða og blaðaskrif á.tt sér stað í fjöl- miðlum vegna hugmynda Finnboga Kjeld útgerðarmanns Víkurskipa um nauðsyn á tilflutningi skipa sinna undan íslenskum fána til svokallaðra þægindafána. í umræðunni hefur mest á því borið að Sjómannafélag Reykjavíkur eða formaður félagsins, undirritaður sagði í blaðaviðtali: „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tefja fyrir losun og lest- un á skipum Finnboga Kjeld komi þau til með að sigla undir erlendum fána með erlenda áhöfn í siglingum að og frá landinu." Formaður Vinnuveitendasam- bandsins kom nýlega fram í frétta- tíma sjónvarpsins og lýsti furðu sinni á ummælum mínum og þá einkum að í hótunum væri haft að bijóta íslensk lög. Samband íslenskra kaupskipaút- gerða sendir frá sér fréttatilkynn- ingu, sem birtist í Mbl. 17. nóvember sl., þar eru mér gerðar upp skoðanir í þá veru að sérstök „eymamerking" fari fram á útgerðaraðila erlendra skipa áður en ákvörðun um stöðvun á losun eða lestun sé tekin af hálfu Sjómannafélags Reykjavíkur. Ég dreg ekkert í land af því sem ég hef áður sagt um hugrenningar íslenskra kaupskipaútgerða vegna útflöggunar íslenska kaupskipaflotans með til- heyrandi erlendum sjómönnum þótt ég bendi þeim aðila á sem skrifar fyrmefnda grein í Morgunblaðið f.h. Sambands íslenskra kaupskipa- útgerða að nauðsynlegt sé fyrir grein- arhöfund að hafa rétt eftir þ.e. mis- munur þess að tefja eða stöðva los- un og lestun skipa. En í sjálfu sér er ofangreint atriði ekki aðalatriði þessa máls. Islenskt skip með erlendar áhafnir Ekki er langt um liðið síðan lögum um íslenska skráningu kaupskipavar breytt (lög nr. 115 frá 1985) frá því að skráning hér á landi gæti þá að- eins átt sér stað yrði eigandi að vera íslenskur ríkisborgari og eiga meiri- hluta í skipi, í núverandi mynd sem hljóðar þannig: Samgöngumálaráðherra er heimilt að leyfa þegar sérstakar ástæður mæla með því að kaupskip sem íslensk kaupskipaútgerð rekur sam- kvæmt samningi megi skrá hér á landi enda þótt skilyrðum þeim um eignaraðild sem um getur (hér að ofan) sé ekki fullnægt. Verulega var af hálfu ríkisvaldsins gengið til móts við útgerðina og að sjálfsögðu réttarstaða Islenskra sjó- manna mjög bætt þar sem íslensk sjómannalög giltu fyrir íslenskar áhafnir þessara skipa. Ekki er mér kunnugt um nema tvö skip sem skráð eru hér samkvæmt þessum nýjum reglum. Nú bregður hinsvegar svo við að íslenskar kauupskipaútgerðir hafa mikin áhuga á að losa sig við megin hluta íslenskra formanna og notast við sjómenn frá þriðja heiminum eða frá Póllandi þannig að áhafnir skipa í siglingum að og frá íslandi verði alfarið erlendar eða í bland, fáeinir íslenskir yfirmenn í áhöfn. Hér eru alvarlegir óskadraumar fárra útgerðamanna sem gætu ef fram næðu valdið straumhvörfum í íslensku atvinnulífi ekki eingöngu með því að afmá íslenska farmanna- stétt heldur fljótlega þar á eftir lægi leið þessa erlendu sjómanna upp bryggjurnar til atvinnu hér f landi. Og í'allri óráðsíu íslensks efnahags- og atvinnulífs þar sem 500 manns hafa atvinnu af sölumennsku okkar afurða en 5000 manns í sölumennsku innflutnings, hvert verkstæðið á fæt- ur öðru áskipað úrvals iðnaðarmönn- um, fækkar fólki, mokar út sínum tækjum, málar og stillir upp innflutt- um innréttingum, slík sendingerlends vinnuafls er kærkomin sending at- vinnurekenda hér á landi. Og þetta á að ganga yfir íslenska verkalýðs- hreyfínguna á sama tíma og alvarlegt atvinnuleysi blasir við íslenskum launþegum. Því miður er þróunin í þessa átt hjá fleiri starfsgreinum þótt með öðrum hætti sé! Guðmundur Hallvarðsson Of kostnaðarsamt að senda líkin heim Væntanlega hefur íslenska þjóðin ekki gleymt þeim óhugnanlegu sjó- slysum sem yfir dundu í desember 1986. Það vakti athygli þegar olíu- flutningaskipið Sineta fórst við Skrúð þar sem öll áhöfnin fórst, að útgerð- inni þótti of kostnaðarsamt að senda lík hinna lituðu sjómanna til heima- lands og því var óskað að þeim yrði tekin gröf hér á landi. Færeyingar áttu kaupskip sem um tíma var í leigu skipadeildar Sam- bandsins í strandflutningum, megin- hluti áhafnarinnar voru Pólveijar. Ég hef undir höndum launaseðla þessara manna sem höfðu í laun 800 Bandaríkjadala á mánuði eða um 37 þúsund krónur fyrir ótakmarkaðan vinnutíma. í þennan farveg hafa erlendar kaupskipaútgerðir fallið og tekið upp nútíma þrælahald þar sem mannréttindi eru fótum troðin og maðurinn lifandi eða dauður einskis metinn. Ég ætla ekki íslenskum kaup- skipaútgerðarmönnum þennan hugs- unarhátt en því miður verður ekki annað séð en að í yfirlýsingu kaup- skipaútgerða í Morgunblaðinu frá 17. nóvember sl. sem að meginhluta fjall- ar um hvað aðrar þjóðir eru að gera, standi hugur þeirra til nútíma þræla- halds. Ekki hujgsa þó allir eins. Formaður SIK Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri þróunardeild- ar Eimskips, segir í fréttabréfi Eim- skipafélagsins í nóvember 1987 eftir- farandi: „Við viljum að íslendingar sjálfir megi halda sjálfstæði sínu í flutningamálum. Það er forsenda þess að við íslendingar getum sótt inn á nýja markaði með okkar vörur, og án þess sjálfstæðis og sjálfsfor- ræðis sem íslensk kaupskipaútgerð hefur búið við, væru lífskjör ekki þau sömu og þau eru í dag. Sjálfsforræði er e.t.v. aldrei mikilvægara en ein- mitt núna þegar margbreytileikinn er meiri, tækniframfarir hraðari og kröfur viðskiptamanna meiri en nokkru sinni fyrr.“ Það verður ekki annað sagt en að til séu menn innan raða kaupskipaút- gerða sem hafa sömu skoðanir og stjómarmenn Sjómannafélagsins, Guði sé lof. í berhögg við landslög í fyrmefndu viðtali við formann vinnuveitendasambandsins og er í yfirlýsingu SÍK em menn að vitna í brot á landslögum gerandi engan greinarmun á spumingum frétta- manna eða mínum svömm þar um. Lagabókstafurinn er hlutlægur, hann stendur svartur á hvítum pappír, hinsvegar er túlkun hans bundin hug- lægu mati þar sem t.d. getið er um lágmarks og hámarks refsingu og val dómenda þar á milli og jafnvel sak- hæfni yfírleitt. Mönnum hefur greint á um annað eins. Á Faxaflóasvæðinu er fastur kjami hafnaverkamanna. Em þeir að bijóta landslög ef þeir t.d. neita að vinna eftir kl. 17 á virk- um dögum eða taka hvíldardaginn heilagan? Víðast hvar á höfnum úti á landi em ýmsir einstaklingar kall- aðir til þá skip kemur til losunar eða lestunar, fáist engin til þessara starfa hver brýtur þá lögin og hvem á að sækja til saka? Það er því miður einatt þannig farið þá verkafólk stendur á samn- ingslegum eða mórölskum rétti sínum að því er stillt upp við vegg af at- vinnurekendum og jafnvel ríkisvaldi. Þá em starfsvenjur fjöimiðlanna með ólíkindum oft þannig að dæminu er snúið við. Óafvitandi að ætla má, er afstaða tekin gegn launþegum sem í þessum tilfelli, og spumingu sem innifelur fullyrðingu um lagabrot fleygt fram. Sjávarútvegur og siglingar em undirstöðuatvinnugreinar efnahags- legs sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar. Glötum því ekki með því að láta erlent vinnuafl sjá um þessar starfs- greinar vegna hugmynda fárra út- gerðarmanna, sem hafa innantökur vegna velgengni starfsbræðra erlend- is sem ástunda nútíma þrælahald. Höfiindur er formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. AÐEINS FYRIR SÖLUMEIMN Viitu njóta starfsins betur? Ljúka sölunni á auðveldari hátt? Svara mótbárum afmeira öryggi? Dale Carnegie sölunámskeiðið er einu sinni í viku í 12 vikur frá kl. 9.00-12.30 og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum. Námskeiðið er metið til háskólanáms í Bandaríkjunum. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • Gera söluna auðveldari. • Njóta starfsins betur. • Byggjauppeldmóð. • Ná sölutakmarki þínu. • Svara mótbárum af öryggi. • Öðlast meira öryggi. • Skipuleggja sjálfan þig og söluna. • Vekjaáhuga viðskiptavinarins. FJÁRFESTING Í MENNTUN SKILAR ÞÉRARÐIÆVILANGT INNRITUN OG UPPLÝSINGAR [ SÍMA 82411 0 tiesa Það er sama hverju þú þarf t að pakka-veldu tesapack - tesapack, sterka pökkunarlímbandið tryggir hraða, örugga og hagkvæma pökkun í hvert sinn STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM c/o Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" tesapack pökkunar límbandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.