Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
21
Elísabet Waage syngur
á Háskólatónleikum
Á FIMMTU Háskólatónleikum
haustmisseris, miðvikudaginn
23. nóvember, flytur Elísabet
Waage mezzósópran verk eftir
Caldara, Hándel og Brahms við
undirleik David Knowles. Tón-
leikarnir eru að vanda í Norræna
húsinu kl. 12.30—13.00 og eru
öllum opnir.
Elísabet Waage stundaði söng-
nám hjá Maríu Markan árin 1974—
1978. Hún hóf síðan nám við Söng-
skólann í Reykjavík haustið 1978.
Kennari hennar þar var Sieglinde
Kahmann. Frekara nám stundaði
Elísabet við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá sama kennara. Hún
lauk burtfararprófi frá Tónlistar-
skólanum vorið 1983 og einsöngv-
araprófi þaðan ári seinna.
Elísabet hefur komið fram sem
einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún
hefur einnig sungið hlutverk Miss
Baggot'í barnaóperunni „Litli sótar-
inn“ eftir Benjamin Britten, Orlof-
sky í Leðurblökunni eftir Johann
Strauss og Ines í II Trovatore eftir
Giuseppe Verdi, öll hjá íslensku
óperunni.
David Knowles hóf píanónám 9
Elísabet Waage mezzósópran.
ára gamall og stundaði síðan fram-
haldsnám í Royal Northern College
of Music í Manchester. Hann hlaut
tvívegis skólastyrk fyrir frábæran
námsárangur.
David hefur aflað sér mikillar
þekkingar og reynslu á sviði undir-
David Knowles píanóleikari.
leiks og leikið undir fyrir fræga
tónlistarmenn. 1982 til 1985 starf-
aði hann sem tónlistarkennari og
orgar.isti á Egilsstöðum. Hann
starfar nú við Tónlistarskólann í
Garðabæ Söngskólann í Reykja-
vík.
María Kjarval við eitt verka sinna.
Morgunblaðið/Nanna Buchert
Kvöldvaka hjá
Ferðafélagi Islands
María
Kjarval sýn-
ir í Jónshúsi
Jónshúsi, Kaupmannahöfh.
Félagsheimilið í Jónshúsi er
vinsæll sýningarstaður íslensks
listafólks, einkum búsetts hér.
Nýjasta sýningin er á myndum
Maríu Kjarval myndlistarmanns,
33 talsins. Eru það flest oliumál-
verk, en líka vatnslitamyndir og
teikningar.
María Kjarval er fædd í
Reykjavík 1952 og átti þar heima
til 17 ára aldurs, er foreldrar henn-
ar, Sveinn Kjarval húsgagnaarki-
tekt og Guðrún Hjörvar, fluttust
aftur til Danmerkur. María hafði
ferðast mikið um Island með föður
sínum og hann kennt henni að
meta mikilleik íslenskrar náttúru.
Listakonan stundaði nám í Nytja-
listaskólanum í Kaupmannahöfn í
3 ár og lauk menntun sinni í Listiðn-
aðarskólanum í Kolding 1981.
Allt frá 1975 hefur María tekið
þátt í fjölmörgum samsýningum og
haldið einkasýningar, flestar hér í
Danmörku og 1981 tók hún þátt í
haustsýningu FÍM í Reykjavík. Þá
voru málverk og teikningar eftir
Maríu á sýningum í Sovétríkjunum
1986 og aftur í sumar, en þá sýndu
margir þekktir danskir og færeysk-
ir listamenn í Riga í boði Sendiráðs
Sovétríkjanna í Kaupmannahöfn.
María Kjarval hefur nú vinnu-
stofu og eigið verkstæði á Amager
og vinnur mest að olíumálverki og
grafískum teikningum. í vetur mun
María sýna í salarkynnum bóka-
safnsins í Farum ásamt Merle
Zorock og Anette Martinssen. Sýn-
ingin í Jónshúsi stendur út nóvemb-
ermánuð og hafa nokkrar myndir
þegar selst.
- G.L.Ásg.
Ferðafélag íslands heldur fyrstu
kvöldvöku vetrarins í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a, miðviku-
daginn 23. nóvember. Efai kvöld-
vökunnar verður eftirtaka af
kvikmynd sem Guðmundur Ein-
arsson frá Miðdal tók á árunum
1944—1954 og er nú í eigu Ferða-
félagsins.
Þetta er merkileg heimildarmynd
um fjallaferðir á þessum árum.
Myndin er þögul og mun Ari
Trausti, sonur Guðmundar, útskýra
það sem fyrir augu ber. Myndin er
að mestu tekin í Tindíjöllum.
Guðmundur var einn af stofnend-
um „Fjallamanna", en það félag var
stofnað til þess að iðka fjallaíþrótt-
ir og glæða áhuga á þeim. Þeir
efndu til fjallaferða að vetrarlagi
sem var mikil nýlunda hér á landi
á þessum árum.
Guðmundur var í stjórn Ferðafé-
lags íslands frá 1930 og til dauða-
dags 1963. Hann teiknaði núver-
andi félagsmerki FÍ, vörðu á fjall-
vegi. Hann skrifaði lýsingu Suður-
jökla í árbók FÍ 1960, prýddi hana
ágætum ljósmyndum og fjölda
teikninga. Guðmundur var ekki ein-
ungis góður liðsmaður í Ferðafélagi
Islands, hann var listamaður, lands-
frægur, og dvaldist við nám í sex
ár í Kaupmannahöfn og Miinchen
og lagði jöfnum höndum stund á
höggmynda- og málaralist.
Kvöldvakan hefst stundvíslega
kl. 20.30 og að lokinni sýningu
kvikmyndarinnar verður myndaget-
raun og verðlaun veitt fyrir réttar
lausnir.
(Fréttatilkynning)
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu á laugar-
dag um útkomu bókar með lögum
eftir Árna Gunnlaugsson er getið
um höfunda ljóða við lögin í bók-
inni. Þar er Sigurunn Konráðsdóttir
sögð heita Sigrún. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á þessum mistök-
um.
solar
BELYSNING
Design: Ole Pless-Jorgensen
FLEX
FLEX er einstaklega fallegt
og vel hannað kastljós, sem beina má
í hvaða átt sem er.
FLEX er fáanlegt í bæði
svörtum og hvítum lit.
FLEX er auðvelt í uppsetningu
og hægt að staðsetja hvort sem er
á veggjum eða í lofti.
Með 20 watta halógen peru
veitir FLEX nákvæman Ijósgeisla
sem beina má þangað sem óskað er.
FLEX nýtur sín alls staðar
í íbúðinni, - og veitir óteljandi
möguleika við lýsingu.
VERIÐ VELKOMIN, - OG DÆMIÐ SJÁLF
UÓSAVERSLUNIN
SKÆRA
Skútuvogi 11
^ VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
5 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416
Ný þjónusta
Mikiö úrval sturtuklefa og huröa.
Útvegum menn til uppsetninga.
Mcetum einnig ó staöinn og gerum tilboö ef óskaö er —
þér aö kostnaöarlausu.
Eitt símtal — fullkomin þjónusta.